Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2003, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 22.01.2003, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR 2003 úik£ssunu>~l WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: Fox: 431 5040 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjóri og óbm: Gisli Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is Blaðamaður: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Auglýsingar: Prófarkalestur: Hjörtur J. Hjartarson Inga Dóra Halldórsdóttir 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Umbrot: Prentun: Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentmet ehf. gudrun@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 ú þriðjudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass timanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oq í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Algjört burst Eins og flestir aðrir íslendingar sleppti ég af mér beislinu, lét alla aumingjagæsku lönd og leið og upplifði mig eins og blóðþyrstan áhorfanda í Colosseum íyrir einhverjum þús- undum ára þegar Islensku handboltaguttarnir jörðuðu, bök- uðu, burstuðu, gjörsigruðu, völtuðu yfir, sölluðu niður, yfir- buguðu, buguðu, hraunuðu yfir og umframallt niðurlægðu ástralska kollega sína héraðsmótinu í handknattleik í Portú- gal síðastliðinn mánudag og það við kertaljós. Dyggilega smddur af íslenskum íþrótt- afféttamönnum dundaði ég mér við að finna öll þau lýsingarorð og orðasambönd sem væru sem mest niðurlægjandi fyrir þessi grey sem voru þarna greinilega að stíga sín fyrstu skref í þessari íþrótt sem er fyrst og fremst heimsþekkt á Islandi og jafnvel enn útbreiddari en íslensk glíma. Eg líkti þeim við kiðfættar kengúrur og velti fyrir mér hvort þeir hefðu gleymt að snúa sér við þegar þeir voru komnir hinumegin á hnöttinn en ég man að hið síð- arnefnda þótti mér afar hnittið hjá mér. Eg naut þess sumsé til fullnustu horfa á háfættar hetjur, norrænar, leika sér að andfætlingum sínum rétt eins og kött- ur að mús eða forsætisráðherraefni að flokksformanni svo dæmi sé tekið. A þessum sjötíuogfimm mínútum hurfu öll niðurlægingar- skeið í íslenskri íþróttasögu eins og dögg fyrir sólu. Fjórtán- tvö var tala sem ég kannaðist ekki við. Eg mundi heldur ekki eftir íslenskum skíðamönnum sem fóru niður brekkuna með skíðalyfunni á einhverjum Olympíuleikunum, hvað þá ís- lenskum hlaupurum sem sátu fastir í startblokkunum á með- an hlaupið kláraðist. Eg gleymdi líka gjörsamlega réttlátri reiði minni yfir öllum þeim óforskömmuðu útlendingum sem hafa leyft sér að hæðast að íslenskum íþróttaköppum þegar þeir flæktu saman fótum sínum eða mislögðu hendur sínar. Það eina sem ég hinsvegar óttast þessa stundina er að rekast á Astrala sem færi að nudda mér upp úr því að í Astr- alíu væru fleiri kengúrur per fermeter en á Islandi, eða fleiri fermetrar per höfðatölu eða fleiri höfðatölur jafnvel. Nú eða einhvern frumbyggja með flækjufléttur sem gæti notað það á mig að hafa fleiri hár á höfðinu per höfðatölu. Gísli Einarsson, með algjöra yfirburði, miðað við höfðatölu Gísli Einarsson, ritstjóri. Framkvæmdir í Rifshöfiti Frá framkvtemdum í Rifshöfn. Staurakistan á að hverfa en austari garðurinn kemur í hans stað og myndar hann skjól við smábátahryggjunna í sunnanátt- um. Miklar framkvæmdir eru nú í Rifshöfh. Að sögn Björns Arnalds- sonar hafnarstjóra í Snæfellsbæ er verið að gera nýjan stálþilskant og er hann austan við gömlu staurakistuna sem komin er til ára sinna og farin að láta mjög á sjá. Nýi kanturinn er 76 m langur og viðlegukantur verður á honum að vestanverðu. Dýpi við hann verð- ur 4 m en grjótvörn verður á kantinum að austanverðu. Staurakistan verður rifin og dýpk- að þar sem hún liggur. Við til- komu nýja þilsins verður meira skjól í smábátahöfninni, þar sem hann kemur utar í höfhina, heldur en staurakistan var og er það mjög til bóta. Á þessu ári verður klárað að reka niður þilið og setja stiga og friholt og kantur steyptur. Þá verður norðurgarðurinn í Rifs- höfn endurbyggður á 35 m kafla. Á næsta ári verður þekjan steypt á nýja stálþilið og lagnir settar í hana að sögn Björns hafnarstjóra. Það er fyrirtækið Isar ehf ffá Hafharfirði sem sér um þetta verk. Forsýning Ljós- myndasafhs Akraness í anddyri Bókasafns Akraness hefur verið sett upp forsýning á ljósmyndum úr Ljósmyndasafni Akraness. Á sýningunni gefur að líta nokkur sýnishorn úr fyrstu aðföngum safnsins sem stofnað var í lok desember á síðasta ári. Töluvert er til af Akranesmynd- um, bæði í Héraðsskjalasafninu og á Byggðasafninu og verða þær hluti af ljósmyndasafninu. Fyrsta framlag til safnsins kom frá feðgunum Helga Daníelssyni og Friðþjófi Helgasyni en við stofnun safnsins afhentu þeir hluta af ljósmyndaverkum sínum jafhframt því að undirritað var samkomulag um að þeir afhentu safhinu allar ljósmyndir sínar og filmur í fyllingu tímans. Ljós- myndasafh Akraness tekur við og varðveitir efni frá fyrirtækjum, stofhunum og einkaðilum sé þess óskað. Mikið starf er óunnið í þessu nýja safni og bíða tugþúsundir mynda skráningar, yfirfærslu á stafrænt form (skönnunar) og síðan birtingar á vef safnsins: www.akranes.is/ljosmyndasafn. Sýningin er opin á afgreiðslu- tíma bókasafnsins alla virka daga frá kl. 13:00 til 20:00, nema á föstudögum en þá er opið til kl. 18:00. Frá 1. okt. til 30. apríl er safnið opið á laugardögum frá kl. 11:00 til 14:00. " ('fréttatilkynning) Þverun Kolgrafaríjarðar Styttíst í að framkvæmdir heíjist Vinna við gerð útboðsgagna vegna brúar og vegfyllingar yfir Kolgrafaríjörð er nú á lokastigi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Verkið hefur verið auglýst á EES - svæðinu nú þeg- ar en reglum samkvæmt þarf það að gerast með góðum fýrirvara. Stefht er að því að tilboð verði opnuð í byrjun mars n.k. og er miðað við að verkið geti hafist í byrjun apríl. Verklok eru haustið 2005. GE Margrét sýniráSHA Margrét Nilsdóttir sýnir, um þessar mundir, verk sín í anddyri sjúkrahússins og heilsugæslu- stöðvarinnar á Akranesi. Mar- grét er fædd á Akureyri árið 1979. Hún lauk stúdentsprófi af myndlistar- og handmennta- braut Verkmenntaskólans á Ak- ureyri vorið 1999. Húnsmndaði síðan nám við Det Sonderjyske Kunstakademi i Sonderborg í Danmörku vemrinn 2001- 2002. Margrét hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum, t.d. á vegum Unglistar á Akureyri og nú síðast í samsýningu á vegum SHA í Kirkjuhvoli sem haldin var í desember síðastliðnum. Þetta er fyrsta einkasýning hennar. Á sýningunni eru einkum málverk sem unnin voru á síð- ustu tveimur árum en einnig nokkrar eldri teikningar, unnar ýmist með blýanti eða litkrít, alls 13 verk. Sýningin stendur til 15. febrúar nk. (Fréttatilkynning) Hvannir ehf Stofhað hefur verið í Borgar- fjarðarsveit eignarhaldsfélagið Hvannir ehf. Félagið er alfarið í eigu sveitarfélagsins en hlutverk þess er að eiga og reka nýtt skrif- stofuhúsnæði sem er í byggingu á Hvanneyri. Að sögn Svein- bjamar Eyjólfesonar er ætlunin að leigja út skrifstofur í nýja hús- næðinu og selja hluta þess ef kaupendur fást. „Þetta lítur á- gætlega út en við ætlum okkur á- kveðinn tíma til að kanna ýmsa möguleika sem em í stöðunni. Það er hinsvegar nokkumveginn ljóst að Framleiðnisjóður Land- búnaðarins, Hagþónusta Land- búnaðarins, Vesmrlandsskógar, Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins og Landsamband Kúa- bænda fá hérna aðstöðu. Þá emm við í viðræðum við Búnað- arsamtök Vesmrlands um leigu eiða kaup á hluta húsnæðins,“ segir Sveinbjörn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.