Skessuhorn - 22.01.2003, Síða 11
P ZfSU'iH/tl/j
Hverjir verða
heimsmeistarar í
handbolta í Portúgal?
Spurt í Snœfellsbœ
Gunnar Gunnarsson,
olíukóngur í Olafsvík
Það veröa Frakkar sem vinna en við
verðum í 6.-7. sœti
Hermann Hjartarson,
skrifstofumaður
Þjóðverjar eru mjijg sterkir núna og
þeir verSa í 1. sæti. Island verður t 6.
sæti.
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir,
veislustjóri
Eg er viss um að það verða frændur
okkar Danir sem vinna.
Island verður í I.-4. sæti.
Kristján Helgason,
hafnarvörður í Ólafsvík
Þeirþýsku vinna HM mótið aðþessu
sinni. Strákamir okkar verða í 2.-3.
sæti
Jóhanna Gunnarsdóttir,
gjaldkeri hjá Landsbanka íslands
Eg bef trú á því að Svt'ar vinni. Þeir
eru alltaf sterkir. Við lendum í 4. sæti
að þessu sinni.
Hrefha Kristjánsdóttir,
beitningadama í Ólafsvík.
Það verður svekkelsi ef Island nær
ekki 1. sæti.
MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR 2003
11
Naumur sigur í nágrannaslag
Snæfell 49 - Skallagrímur 44
Borgnesingar komu
grimmir til leiks, studdir
af á annað hundrað á-
hangenda sem fylgdu
þeim í Hólminn, stað-
ráðnir í að hefna fyrir ó-
farirnar á heimavelli í
haust. Leikurinn var
spennandi allan tím-
ann, likt og viðureignir
Snæfells og Skalla-
gríms eru nánast und-
antekningalaust. Skallagríms-
menn höfðu frumkvæðið framan
af og leiddu eftir fyrsta leikhluta
26 - 28. Staðan í leikhléi var
hinsvegar 49 - 44 og í byrjun
seinni hálfleiks tóku heimamenn
góðan sprett og komust í tíu
stiga forskot í byrjun fjórða leik-
hluta. Skallarnir voru hinsvegar
ekki á því að játa sig sigraða og
Hlynur
Bæringsson
náðu að jafna 89 - 89
þegar skammt var, til
leiksloka. Snæfelling-
ar náðu forystunni
jafnharðan með
þriggja stiga körfu og
sá munur hélst til loka
og úrslitin urðu 94 -
91. Segja má að sig-
urinn hefði getað fall-
ið hvoru megin sem
var enda jafnræði
með liðunum þrátt fyrir að
burðarásinn, Hafþór I Gunnars-
son léki veikur og gamli maður-
inn, Valur Ingimundarson ætti
við meiðsli að stríða.
Clifton Bush var besti maður
heimamanna líkt og oft áður en
einnig áttu þeir Hlynur Bær-
ingsson og Lýður Vignisson
stórgóðan leik. Af Borgnesing-
um bar Donte
Mathis af, en
Pétur Sigurðs-
son átti einnig
mjög góðan
leik. Þá komu
nýju leikmenn-
irnir, Ristic
bræður sterkir
til leiks, sér-
staklega Darco
Ristic. Þess má
hinsvegar geta
að þeir komu til
landsins daginn
fyrir leikinn og
höfðu varla
tíma til að læra
nöfn samherja
sinna fyrir leik-
inn.
Tölurnar - Snæfell
Nr Nafn Mín HF STO STIG
5 Andrés M. Heiðarsson 4 1 0 2
6 Atli R. Sigurþórsson 10 2 0 5
7 Jón Ó. Ólafsson 20 3 0 6
8 Helgi R. Guðmundss. 28 4 11 6
9 Seiwin Reid 11 2 0 7
10 Sigurbjörn Þórðarson 26 0 0 10
11 Clifton Bush 38 15 2 22
12 Lýður Vignisson 30 2 4 12
14 Hlynur E. Bæringsson 33 5 8 27
Tölurnar - Skallagrímur
Nr Nafn Mín HF STO STIG
4 Milosh Ristic 24 1 1 10
5 Hafþór 1. Gunnarsson 23 2 2 2
6 Ari Gunnarsson 14 0 0 0
7 Pálmi Þ. Sævarsson 23 5 0 6
9 Donte Mathis 36 6 3 37
10 Pétur M. Sigurðsson 26 2 0 14
13 Valur Ingimundarson 28 6 3 12
14 Darko Ristic 22 6 0 10
Skagamenn sópuðu að sér verðlaunum
Unglingameistaramót TBR í
badminton var haldið í TBR-
húsum dagana 11. og 12. janú-
ar. Keppendur voru frá TBR,
KR, Hafnarfirði, Keflavík, Þor-
lákshöfn, Akranesi, Borgarnesi
og Flúðum, auk gesta frá Dan-
mörku.
Mjög góður árangur hefur
verið hjá Badmintonfélagi Akra-
ness á keppnistímabilinu og er
ekkert lát á því.
Skagamenn unnu til margra
gull- og silfurverðlauna, auk
þess að vera í fjölda undanúr-
slitaleikja.
Stærstu afrek mótsins unnu
Skagamennirnir Karítas Ósk Ó-
lafsdóttir og Hólmsteinn Valdi-
marsson en þau unnu til
þrennra gullverðlauna hvort,
auk þess sem Hólmsteinn varð í
öðru sæti í gestaflokki mótsins.
Eftirfarandi eru úrslitin þar sem
keppendur ÍA unnu til á mótinu.
Einliðaleikur-tátur
1. Karítas Jónsdóttir ÍA
2. Harpa Jónsdóttir ÍA
Einiiðaieikur-meyjur
1. Una Harðardóttir ÍA
2. Hulda Einarsdóttir ÍA
Tvíliðaleikur-tátur
1. Harpa Jónsdóttir ÍA og
Karítas Jónsdóttir ÍA
2. Aníta Sif Elídóttir ÍA og
Oddný Hjáimarsdóttir ÍA
Tvíliðaleikur-hnokkar
1. Aron Pétursson ÍA og
Kristján Aðalsteinsson ÍA
2. Ragnar Harðarson ÍA og
Egill Guðlaugsson ÍA
Tvíliðleikur-meyjar
1. Hulda Einarsdóttir ÍA og
Una Harðardóttir IA
2. Marianne Sigurðardóttir ÍA og
Katrín Stefánsdóttir TBR
Tvenndarl.-hnokkar og tátur
3. Kristján Aðalsteinsson ÍA og
Aníta Sif Elídóttir ÍA
Einliðaleikur pilta-gestaflokkur
3. Hólmsteinn Valdimarsson ÍA
Einliðaleikur-drengir
I.Hólmsteinn Valdimarsson ÍA
Einliðaleikur-telpur
1. Karítas Ólafsdóttir ÍA
Tvíliðaleikur-telpur
I.Karítas Ólafsdóttir ÍA og
Þorgerður Jóhannsdóttir Keflavík
Tvíliðaleikur-drengir
1. Hólmsteinn Valdimarsson ÍA
og Stefán Jónsson ÍA
Tvenndaleikur-drengir og telpur
1. Hólmsteinn Valdimarsson ÍA
og Karítas Ólafsdóttir ÍA
Íþróttahátíð UMSB
Íþróttahátíð UMSB verður
haldin í íþróttamiðstöðinni í
Borgarnesi, laugardaginn 1.
febrúar. Allir krakkar á grunn-
skólaaldri geta þar spreytt sig
í skemmtilegri keppni í sundi
og frjálsum þar sem allir fá
verðlaun í lok dagsins.
Skráningum skal skilað til
íþróttakennara eða á skrif-
stofu sambandsins ásamt
upplýsingum um kennitölu og
í hvaða ungmennafélagi við-
komandi er. Sérverðlaun
verða afhent fyrir framúrskar-
andi árangur á seinasta ári,
auk þess sem íþróttamaður
ársins 2002 verður útnefndur
í lok dagskrár. Um hádegis-
bilið verður óvænt uppákoma
sem enginn ætti að láta fram
hjá sér fara! Nánarí upplýs-
Ingar á skrifstofu UMSB,
Borgarbraut 61, eða í síma
437-1411 fyrir hádegi.
Stórmót SH í sundi
Kolbrún vann allar sínar greinar
Stórmót SH fór fram um síð-
ustu helgi í Hafnarfirði og sóp-
uðu Skagamenn til sín verðlaun-
um. Sem fyrr í mótum hér innan-
lands stingur Kolbrún Ýr sér ekki
til sunds nema fyrir gullverðlaun
og á því var engin breyting um
síðustu helgi.
Mótið er annars með þeim
hætti að keppt er í undanrásum
og úrslitum. Keppendur fá stig
fyrir sæti, A-úrslit gefa 10-8-7-6
og B-úrslit 4-3-2-1. Lögð eru
saman stig sundmanna úr
þremur greinum og veittir bikar-
ar fyrir efstu átta sætin í karla-
flokki og kvennaflokki.
Eftirtaldir keppendur SA unnu til
stigaverðlauna:
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir
l.sæti í kvennaflokki
Guðgeir Guðmundsson
4. sæti í karlaflokki
Karitas Jónsdóttir
5. sæti í kvennaflokki
Eftirtaldir sundmenn ÍA syntu í
A-úrslitum og lentu í eftirfarandi
sætum:
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir
l.sæti í 50m flugsundi
l.sæti í 100m flugsundi
l.sæti í 50m skriðsundi
l.sæti í 100m skriðsundi
l.sæti í 50m baksundi
l.sæti í 100m baksundi
Guðgeir Guðmundsson
l.sæti í 100m flugsundi
l.sæti í200m flugsundi
Karitas Jónsdóttir
1. sæti í 200m flugsundi
2. sæti í 400m skriðsundi
Hildur Magnúsdóttir
l.sæti í200m skriðsundi
Aþena Ragna Júlíusdóttir
3. sæti í 200m skríðsundi
4. sæti í lOOm skriðsundi
Gunnar Smári Jónbjörnsson
3. sæti í 200m skriðsundi
Hinrik Pór Guðbjartsson
4. sæti í 200m bringusundi
Hið árlega Bárumót
um síðustu helgi
Bárumótið svokallaða var haldið á föstudaginn í Bjarnalaug. Mótið
er haldið árlega í janúarmánuði fyrir krakka í Sundfélagi ÍA á aldr-
inum 8-12 ára. Góð þátttaka var á mótinu í ár eða 52 keppendur.
Bárubikarinn er veittur stigahæsta sveininum og stigahæstu meyj-
unni og í ár voru það Hrafn Traustason og Rakel Gunnlaugsdóttir
sem urðu hlutskörpust.
Allir keppendur fengu viðurkenningu fyrír þátttöku sína í mótinu.
HJH