Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2003, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 22.01.2003, Blaðsíða 2
2 MIÐVTKUDAGUR 22. JANUAR 2003 Alþjóðlega markaðsfræði- keppni í Kanada Góður árangur Bifrestinga Hópur nemenda frá Við- skiptaháskólanmn á Bifröst tók nýverið þátt í MIMC 2003, sem er alþjóðleg markaðs- fræðikeppni viðskiptaháskóla sem haldin var í Winnepeg í Kanada. Bifröst komst eitt erlendra liða í úrslit keppninnar með mjög góðum árangri og höfn- uðu þau í fjórða sæti. Það hef- ur aldrei gerst áður að lið sem tekur þátt í fyrsta sinn komist í úrslit keppninnar. Keppnin var haldin í 21. skiptið í ár og var Viðskiptahá- skólanum á Bifföst boðin þátt- taka, fyrst íslenskra háskóla. í ár tóku 20 lið þátt og voru þar á meðal margir af fremstu við- skiptaháskólum heims. Þeir nemendur sem fóru utan og tóku þátt fyrir hönd Viðskipta- háskólans á Bifföst voru þau 'Ásdís Björgjónsdóttir, Grímur Bjarnason, Heiðar Hrafn Ei- ríksson og Þórir Om Ólafsson. Með í för var Friðrik Eysteins- son, kennari við Viðskiptahá- skólann á Bifföst. Nógaf vatni Jarðhitaleit á Stóra Ási í Borgarfirði skilaði góðum ár- angri í síðustu viku, en á ríflega tvöhundmð metra dýpi náðist í 15-17 sekúndulítra af sjálf- rennandi 76 gráðu heitu vatni. „Það var búið að rannsaka svæðið áður og vitað af jarðhita enda hefur hann verið nýttur urn nokkuð skeið. Hinsvegar var þetta miklu betri árangur en búist var við,“ segir Kol- beinn Magnússon bóndi í Stóra Ási. „Við höfum nýtt heita vatn- ið, úr þeirri borholu sem fyrir var, fyrir fiskeldið á Laxeyri og sumarbústaðabyggðina hér hjá okkur en þar hefur vamið farið minnkandi og verið á mörkun- um að duga. Við sjáum því fram á bjarta framtíð en við höfum ekki þorað að skipu- leggja stærra sumarbústaða- svæði fyrr en tryggt væri að við hefðum nóg vatn. Þetta er það sem skiptir öllu máli í dag varðandi sumarbústaðamark- aðinn að geta boðið upp á heitt vam. Menn vilja heita potta og allan pakkann enda er fólk að nýta húsin allt öðmvísi í dag en áður var. Menn em hérna allar helgar yfir veturinn og jafnvel um jól og áramót," segir Kol- beinn. GE Framboðslisti Sjáifstæðismanna í Norðvesturkjördæmi endanlega ákveðinn Adolf í firmnta sæti í stað Vilhjálms Sturla Böðvarsson Kjördæmisþing Sjálfstæðis- manna í Norðvesturkjördæmi var haldið í Dalabúð í Búðardal um síðusm helgi. Fyrir fundinn lá að samþykkja endanlegan fram- boðsliðsta flokksins í hinu nýja kjördæmi fyrir komandi Alþingis- kosningar. Sem kunnugt er, hélt flokkurinn prófkjör þann 9. nóvember sl. til að raða niður í efsm sæti listans. I kjölfar þess spunnust miklar deilur um hvort prókjörsreglur hefðu verið sniðgengnar og beindist at- hyglin ekki síst að utankjörfundar- atkvæðagreiðslu á Akranesi. Stjórn kjördæmisráðsins hafði fyrr í mán- uðinum vísað frá kæm Vilhjálms Egilssonar vegna framkvæmdar prófkjörsins, en engu að síður var nokkur umræða unt málið á kjör- dæmisþinginu. I tillögu kjömefndar, sem lögð var ffarn á fundinum, var gert ráð fyrir að fjögur efstu sætin yrðu samkvæmt niðurstöðum próf- kjörsins, þ.e. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra í fyrsta sæti, Einar K Guðfinnsson, í öðm sæti, Einar Oddur Kristjánsson í þriðja og Guðjón Guðmundsson í því fjórða. Vilhjálmur Egilsson hafnaði, sem kunnugt er, í fimmta sæti í prófkjörinu en hann hefur nú sagt af sér þingmennsku og snúið til starfa í Washington. Kjörnefnd gerði tillögu þess efnis að Adolf Berndsen framkvæmda- stjóri á Skagaströnd tæki fimmta sætið. Þá var lögð ffarn breytinga- tillaga þess efnis að Jóhanna Pálmadóttír, bóndi á Akri í Austur Ilúnavamssýslu, tæki fimmta sæt- ið en hún hafnaði í sjötta sætí í prófkjörinu. Adolf gaf hinsvegar ekki kost á sér í umræddu próf- kjöri. Breytingatillagan var felld með 80 atkvæðum gegn 52. Adolf verður því í fimmta sætí en Jó- hanna í því sjötta. I Sjöunda sæti verður Birna Lámsdóttír, bæjar- fulltrúi á ísafirði, í áttunda sæti Katrín María Andrésdóttír, svæð- isfulltrúi RKI á Sauðárkróki, í ní- unda sætí Helga Halldórsdóttír bæjarfulltrúi í Borgarnesi og Gauti Jóhannesson læknanemi, Akranesi í því tíunda. Sterkur listi „Eg tel að þessi framboðslisti sé sterkur og er mjög bjartsýnn á það sem framundan er“ segir Sturla Böðvarsson oddviti listans. Að- spurður um kvenmannsleysi í efstu sætunum segir hann að það sé niðurstaða úr prófkjöri sem ráði því. „Það var fólkið í kjördæminu sem komst að þessari niðurstöðu, en ég er mjög ánægður með að fá tíl samvinnu þessar konur sem koma þarna inn þótt þær séu ekki í efstu sætunum. Þetta hefur ekki gengið hávaðalaust fyrir sig en Sjálfstæðismenn em samhentír og standa þétt saman þegar á hólm- inn er komið og það kom skýrt ffam á kjördæmisþinginu," segir Smrla. GE Aðalfiindi Verkalýðsfélags Akraness ffestað Fyrirhuguðum aðalfundi VLFA sl. mánudag var frestað á fundi stjórnar á sunnudagskvöldið. Á- stæðan mun vera sú að ársreikn- ingar félagsins komu ekki frá skoðunarmönnum félagsins í tæka tíð en lög verkalýðsfélagsins kveða á um að reikningarnir þurfa að liggja áritaðir fyrir félagsmönnum minnst viku fyrir aðalfund. Að sögn Elínbjargar Magnúsdóttur, varaformanns VLFA, var ágrein- ingur um ffestun fundarins innan stjórnarinnar. ,Mefrihlutínn vildi fara eftír lögbundnum leiðum varðandi fundinn þar sem reikn- ingarnir bámst stjórninni ekki fyrr en sólahring fyrir aðalfund. Það lá því fyrir að ekki hefði verið hægt að samþykkja reikningana á aðal- fundinum.“ Samkvæmt heimildum Skessu- homs voru þeir er greiddu atkvæði gegn ffestuninni fyrst fremst ó- sáttír við að fundargestir aðalfund- arins fengju ekki að ákvarða það sjálfir hvort fundinum skyldi frestað og framhaldsaðalfundur boðaður, enda séu dæmi um að slíkt hafi verið gert. Til fundarins hafði verið boðað með löglegum hætti og því ætti hann að fara ffam. Þá kveða heimildir blaðsins einnig á um að ástæða þess að skil skoðunarmanna félagsins á árs- reikningunum drógust svona úr hófi fram mun vera sú að betur var farið yfir reikningana en oftast áður sem leiddu til þess að nokkr- ar athugasemdir vom gerðar á uppgjöri ársreikninganna. HJH Nýr yfirlæknir á handlækningadeild Um áramótín tók Fritz H. Berndsen við starfi yfirlæknis á handlækningadeild SHA, en Magnús E. Kolbeinsson fór þá í ásrleifi. Fritz er fæddur í Reykjavík árið 1965 og lauk Cand. med. námi ffá Háskóla ís- lands árið 1991. Hann lauk sér- fræðinámi í almennum skurð- lækningum ffá Svíþjóð árið 1997 og hefur síðustu ár starfað við Háskólasjúkrahúsið í Malmö þar sem hann hefur sérhæft sig í kviðsjáraðgerðum. Hann vinnur nú að lokaáfanga doktorsrit- gerðar sem hann mun verja á sumri komanda. Doktorsverk- efnið fjallar um nárakviðslitsað- gerðir með aðaláherslu á kvið- sjáraðgerðir. Kona hans er Jó- hanna Dagbjört Magnúsdóttir garðyrkjufræðingur og eiga þau þrjú börn. Fritz hefur áður komið við sögu á Sjúkrahúsi Akraness en hann var kandidat þar á ámnum 1991 - 1992. Borgfirðinga- gleði á Broadway Þann 14. febrúar næstkomandi, á Valentínusardaginn, ætla borg- firskir skemmtikraftar að setja mark sitt á samkvæmislíf höfuð- borgarinnar með Borgfirðinga- gleði á skemmtistaðnum Brod- way. Boðið er upp á hátíðarkvöld- verð og skemmtídagskrá þar sem þeytt er saman rjómanum af borgfirskri menningu. Meðal annars verða sýnd valin atriði úr Dægurlagakeppni Borgarfjarðar á liðnum ámm, atriði úr leiksýn- ingum vetrarins, borgfirskir kórar láta í sér heyra og grínbóndinn Bjartmar Hannesson á Norður- reykjum læmr gamminn geysa eins og honum einum er lagið. Kynnir verður Gísli Einarsson. Að dagskrá lokinni tekur síðan við ekta borgfirskt sveitaball með hljómsveitinni Smðbandalaginu. Sveigjanlegur vinnutími Atvinnumálanefnd Akraness ætlar að láta kanna þörf fyrirtækja á Akranesi og starfsmanna þeirra á sveigjanlegum vinnutíma. „Þetta snýst fyrst og ffemst um að bærinn aðlagi sig að þörfum íbú- anna með þá þjónusm sem hann á að sinna,“ segir Magnús Magnús- son markaðsfulltrúi Akranes- kaupstaðar. „Hugsanlega er þörf á því að opna leikskóla fyrr á morgnana eða breyta almenn- ingssamgöngum. Við ætlum að komast að því með því að kanna málið hjá tíu stærsm fyrirtækjum bæjarins og meta útffá því hvort þörf er á að gera breytingar sem geta kontið atvinnulífinu og bæj- arbúum til góða.“ GE Andlát Magnús Kristjáns- son var fæddur 28. júní 1916. Foreldrar hans voru Kristján E. Gestsson og Sigurlaug Daníelsdóttir, hjón á ITreðavatni í Norðurárdal. Kona hans var Andrea Davíðs- dóttir frá Arnbjargarlæk, fædd 9. nóv. 1916. Hún lést 24. apríl 1999. Magnús var lengst af bóndi í Norðmngu í Þverárhlíð, hann gegndi fjölmörgum trún- aðarstörfum fyrir sveit sína og hérað og var m.a. oddviti Þverár- hlíðar um langt árabil. Magnúsi fylgdi sérstakur hressileiki, bú- skapartíð hans og Andreu var farsæl og heimili þeirra annálað fyrir hlýjar móttökur og gest- risni. Magnús og Andrea átm sex börn auk fjölmargra afkomenda.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.