Skessuhorn - 22.01.2003, Page 3
3fflÉSSIM©lSKl
MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR 2003
3
Fj árhagsáætlun
Stykkishólms
Rekstur-
inn í
jámum
„Það er ljóst að reksturinn er
að verða þyngri hjá sveitarfé-
lögum almennt. Launakostn-
aður, sem er stærsti útgjaldalið-
urinn, fer vaxandi en gjald-
skrárhækkanir hafa ekki fylgt
þeim eftir,“ segir Oli Jón
Gunnarsson bæjarstjóri í
Stykkishólmi.
Oli Jón segir að í fjárhagsá-
ædun Stykkishólms sé gert ráð
fyrir að tekjur standi á móti
gjöldum þannig að reksturinn
verði í jámum. ,Árið 2001 var
með því betra en ég sé ekki
hvernig síðasta ár kom út. Það
er þó ljóst að það var erfiðara
og ástæðan er sú sem ég nefndi
fyrr að launakostnaðurinn hef-
ur hækkað.“
Oli Jón segir að fram-
kvæmdir verði ekki miklar á ár-
inu enda gæti þess enn að
miklu framkvæmdatímabili sé
nýlokið. „Það hefur dregið úr
framkvæmdagetu vegna
mikilla framkvæmda fyrir
tveimur ámm þegar við réð-
umst í hitaveituffamkvæmdir
meðal annars, en fram-
kvæmdaþörfin hefur að sjálf-
sögðu minnkað líka. Fólk verð-
ur því að sýna þolinmæði á
meðan sveitarsjóður er að jafna
sig. Helstu framkvæmdir ársins
verður gerð nýrrar götu ffá
Hafhargötu inn í gamla mið-
bæinn. Þá er reiknað með að
Egilshúsið verði tekið í gegn
og fækkað um eina skólpútrás
svo það helsta sé nefnt. Við
eigum nægar lóðir þannig að
við þurfum ekki að huga að því
að sinni en vonumst að sjálf-
sögðu til að sú þörf aukist sem
fyrst,“ segir Ólijón. GE
Gettu
betur
Keppendur framhalds-
skólanna á Vesturlandi stóðu
sig vel í fyrstu umferð spurn-
ingakeppninnar Gettu betur í
síðustu viku. Bændadeild
LBH bar sigurorð af liði Fjöl-
brautaskóla Garðabæjar með
miklum yfirburðum, 29 stig
gegn 19. Þá sigraði lið Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á
Akranesi lið Verkmenntaskól-
ans á Isafirði. FVA mætti síð-
an liði Verzlunarskólans í gær
og varð að lúta í lægra haldi
með 24 stigum gegn 33.
Hvanneyringar mæta
Menntaskólanum á Akureyri
næstkomandi föstudag.
Námskeiöið verður haldið
á Akranesi, fimmtudaginn
23. janúar, kl. 17-22.30 í
Fjölbrautarskóla Vesturlands
Skráning fer fram hjá
Sjóvá-Almennum á Akranesi
ísima 431-2800
Námskeiðið er þátttakendum
að kostnaðarlausu
Það liggurí augum uppi!
Sjóvá-Almennar bjóða ungum ökumönnum á skemmtilegt umferðarnámskeið.
Með því að taka þátt T námskeiðinu lækkar iðgjald bílatryggingar þinnar um
tvo bónusflokka - og ef þú átt ekki bíl núna áttu bónushækkunina inni
þegar að því kemur að tryggja eigin bíl. Þetta er námskeið sem borgar sig.
SJOVA-ALMENNAR
Sigríður S. Þorsteinsdóttir
Kjartansgötu 7, Borgarnesi
verður 80 ára 24. janúar nk.
Af því tilefni tekur hún á móti
ættingjum og vinum í Rissalnum,
Borgarbraut 65, laugardaginn
25. janúarkl 14:00-17:00
Skrifstofa til leigu
Frá áramótum er til leigu, rúmlega 7 fm
skrifstofuherbergi ab Bjarnarbraut 8,
Borgarnesi. Góð nettenging og aðgangur
að kaffi og fundaraðstöðu.
Upplýsingar í síma 430 2200.
nepal hugbúnaður