Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2003, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 22.01.2003, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. TANUAR 2003 úotsaunuái ) IrMhúifsúþu'ufm Dijonkjúklingur með kryddhjúp Fyrir 4 1 OOg rasp 3 msk matreiðslurjómi 3 msk ferskt estragon 2 msk Dijon sinnep 6 stk kjúklingabringur eða lundir 2 stk eggjarauður, pískaðar olía til steikingar salt og nýmalaður svartur pipar hveiti til að þekja bringumar Aðferð 1. Þerrið kjúklinginn. 2. Hrærið saman sinnepi, eggjarauðum og rjóma í skál og kryddið með salti og pipar. 3. Blandið saman brauðraspi og estragoni á disk. 4. Veltið kjúklingabringunum upp úr hveiti og þar á eftir sinnepsblöndunni. Veltið að lokum bringunum upp úr brauðraspi. Setjið kjúklinginn á disk og inn í ísskáp og látið bíða í fjóra klukkutíma. 5. Hitið olíu á pönnu. Steikið kjúklingabringur í 7-9 mín. á hvorri hlið eða þar til þær eru gegnsteiktar. Ath! Ef þið notið aðra hluta kjúklingsins þarf að aðlaga steikingartímann. T.d. þarf að steikja læri í 10-12 mín. á hvorri hlið. Verði ykkur að góðu! „Enginn stjórmnálamaður heillaru Gunnar Sturla Hervarsson er gestur skrá- argatsins að þessu sinni. Gunnar er annar höf- unda Frelsis, nýs söngleiks, í fullri lengd, sem nemendur Grundaskóla á Akranesi ætla að frumsýna þann 1. febrúar næstkomandi. Nafn: Gunnar Sturla Hervarsson Fæðingadagur og ár: 15.121974 Starf: Kennári Fjölskylduhagir: I sambúð með Christel B. Rúd- olfsdóttur og á 2 böm, Margréti Sögu og Hervar. Hvernig bíl áttu: Honda CRV Uppáhalds matur: Lambakjöt og annað gúmmilaði, helst nógu óhollt. Uppáhalds drykkur: Kaffi, kók, koníak og bjór. Hver drykkur á sitt moment. Uppáhalds sjónvarpsefni: Knattspyma Uppáhalds sjónvarpsmaður: Hef ekki velt því fyrir mér. Jón Olafsson í Affingrum fram er þó nokkuð sterkur um þessar mundir.; en margir fleiri koma til greina. Uppáhalds leikari innlendur: Þetta er erfið spuming. Ætli ég verði ekki að segja Hollywood leikarinn, Inguar E. Sigurðsson. Uppáhalds leikari erlendur: Það em svo margir. Ætli ég verði ekki að nefna stór- félaga Ingvars E. Sigurðssonar, kammerat Harrison Ford. Besta bíómyndin: Það er ekki hægt að gera upp á milli. Allar myndimar sem Monty Python flokkurinn gerði eru frábær skemmtun, einnig Star Wars og Lord of The Rings. Síðan eru svo margar myndir sem eiga fyllilega skilið að lenda á þessum lista. Uppáhalds íþróttamaður: Þeir eru margir í uppáhaldi en einhvem veginn kemur Hjörtur Hjartarson stórskytta af Skaganum fyrst í huga mér. Uppáhalds íþróttafélag: IA að sjálfsögðu. Uppáhalds stjómimálamaður: Engin sérstakur sem heillar mig. Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Erfltt að segja, mmm....Hallbjöm Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Það em margir t.d. Sting, Peter Gabriel., U2, Cure, Cold Play og Radiohead, ef hljómsveitir em meðtaldar ogfleiri ogfleiri. Velti mér ekki mikið upp úr uppahaldi lengur og er ekkert að gera upp á milli. Uppáhalds rithófundur: Snorri Sturluson ogArifróði. Ertu hlynntur eða andvtgur ríkisstjóminni: Andvígur Hvað meturðu mest ífari annarra: Umburðarlyndi Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra: Hroki ogfrekja Hver er þinn helsti kostur: Hvað ég er umburðarlyndur Hver erþinn helsti ókostur: Hvað égget verið óskipulagður... stundum Hvemig ganga æfingar: Æfingar ganga mjög vel. Krakkamir vinna hörðum höndum að þvi að gera þessa sýningu eins góða og hægt er. Þau eru gífurlega áhuga- söm og það er einmitt það sem drífur okkur áfram. Nú er bara lokakeyrslan eftir og það verður gaman að geta sjnt bæjarbúum afraksturinn í byrjun febrúar. Hver var kveikjan að sóngleiknum: Við í Gmndaskóla höfum verið að setja upp styttri leikrit og leikþætti í gegnum. tíðina, ásamtþví að leggja mikla áherslu á tónlist- arkennslu og tónlistariðkunn. Okkur fannst nú kominn tími til að ganga skrefinu lengra ogsetja upp verk ífullri lengd. Skólastjóm hér í Grundaskóla hejur ætíð verið hliðholl slíkum verkefnum og hvatt starfsmenn sína áfram til slíkra verka m.eð ráðum og dáðum. Erufleiri leiklistarverkefni á dagskránni hjá Grundaskóla: Þetta er náttúm- lega ekkert venjulegt verkefni. Það er af allt annarri stærðargráðu en nokkuð annað sem við höfum gert hér í þessum skóla. Söngleikur ífullri lengd og útgáfa geisladisks er sennilega ekki verkefni sem verður árlegt hér á bæ. En eins og ég sagði áður hafa stjómendur og starfsmenn Grundaskóla alla tíð sinnt leiklist og tónlist vel, þannig að leik- og tónlistarverk verða sett upp hér áfram. en kannski ekki afþessari stærðargráðu í bráð. Eitthvað að lokum: Eg hvet alla bæjarbúa til að mæta á þessa uppfærslu og styðja við bakið á krókkunum og óllum þeim sem unnið hafa að verkinu hörðurn hóndum. Einnig vil ég minna á að taka vel á móti krökkunum þegarþau koma og bjóða geisla- diskinn til sölu einhverja næstu daga. Auðlindir Snæfellsbæjar Uttekt Guðrúnar G. Bergmann ferðamálafræð- ings á möguleikum í ferðaþjónustu í Snæfellsbæ Snœfellsjókull Á nýlegum fundi bæjarráðs Snæfellsbæjar var tekið til um- fjöllunar verkefni sem Guðrún G. Bergmann vann að. En þar gerir hún úttekt á helsu auð- lindum Snæfellsbæjar í ferða- þjónustu. „Segja má að þetta hafi verið nokkurs konar lokaverkefni hjá mér í ferðamálafræði við Há- skóla Islands, en ég lauk diplómanámi þar um áramót," segir Guðrún. „Annað af þeim tveimur fögum sem ég tók nú í Gubrún Bergmann, ferðamálafrœð- ingur á Brekkuba á Hellnum. haust fjallaði um skipulag og stefnumótun í ferðaþjónustu og var kennt af Birni M. Sigur- jónssyni markaðsfræðingi. Björn leyfði mér að velja mér svæði til að vinna með og ég valdi að sjálfsögðu Snæfellsbæ í þeirri von að verkefnið gæti síðar nýst mínu bæjarfélagi við frekari skipulagningu. Jafn- framt hafði ég í huga að verk- efnið gæti hugsanlega verið grunnur að frekari skipulags- vinnu í ferðaþjónustu þegar bæjarfélögin þrjú á Snæfells- nesi hefja samstarfsverkefni um að byggja allt nesið upp sem ákjósanlegan vottaðan á- fangastað umhverfisvænnar ferðaþjónustu. Það verkefni fer væntanlega af stað á þessu ári. Stjórnvöld í þessum bæjarfé- lögum eru framsýn og skilja mikilvægi þess að vinna saman að atvinnuþróun framtíðarinn- ar sem m.a. felst í ferðaþjón- ustu.“ Guðrún segir verkefnið hafa snúist um að kanna helstu auðlindir bæjarfélagsins, meðal annars með því að ræða við ferðaþjónustuaðila og skoða þeirra hugmyndir. „I verkefninu setti ég svo fram bæði hugmyndir þeirra, þær hugmyndir sem ég sjálf hef og hef heyrt aðra tala um á fundum hjá ferðaþjónustuaðil- um undanfarin ár. Eg beini sjónum að þeim auðlindum sem ég tel vera aðalauðlindir bæjarfélagsins í ferðaþjónustu og fjalla m.a. um þær úrbætur sem ég tel að þurfi að gera þar til að þær nýtist betur. Jafn- framt bendi ég á aðrar auðlind- ir sem flokkast sem stuðnings- auðlindir, einfaldlega vegna þess að ferðamaðurinn fer að skoða þær þegar hann er kom- inn á staðinn, en þessar auð- lindir voru kannski ekki ástæð- an fýrir því að ferðamaðurinn valdi upprunalega að koma í bæjarfélagið." Snæfellsjökull númer eitt „í sjálfu sér er Snæfellsnes sjálft aðalauðlindin en slík skil- greining er of víð. Aðalauð- lindirnar í Snæfellsbæ, eru að mínu mati, Snæfellsjökll, Þjóð- garðurinn Snæfellsjökull sem er eini þjóðgarðurinn sem liggur að sjó og svo hvalaskoð- unarferðir. Við megum ekki gleyma því að þótt íbúar bæjar- félagsins taki þessum nátt- úruperlum á vissan hátt sem sjálfsögðum hlut þá fela þær í sér stórkostlega upplifun fyrir ferðamanninn. Til að ferða- maðurinn njóti þeirra enn bet- ur þarf að gera ýmislegt til að bæta aðstöðu þeirra, bæta merkingar og upplýsingaflæði og annað sem auðveldar þeim að njóta þessara staða. Jafn- framt þarf að auka kynningu á öðrum stöðum svo þeir geti tekið við fleiri ferðamönnum án þess að náttúran og um- hverfið skaðist af því og um- gengni okkar sé haldið innan marka sjálfbærrar þróunar." Guðrún fékk góða einkunn fyrir auðlindaverkefnið sitt þannig að sem slíkt hefur það þjónað vel sínum tilgangi en hún kveðst vonast til að það eigi einnig eftir að nýtast sam- félaginu í Snæfellsbæ. „Eg lagði mikla vinnu í þetta verkefni, og uppskar góðar einkunnir eða 9,5 og auðvitað er ósk mín sú að bæjarfélagið geti á einhvern hátt notið af- rakstursins. Við undirbúning á verkefninu fékk ég að halda kynningarfyrirlestur í HI fýrir samnemendur mína og segja þeim frá hugmyndum mínum. Hann féll í mjög góðan jarðveg og kennarinn sagði eftir á að ég væri að framkvæma það sem samnemendur mínir væru enn að lesa um. Eg tel mig hafa verið svo heppna að fara í ferðamálafræðinámið á hár- réttum tíma. Eg var þegar í rekstri ferðaþjónustufyrir- tækja, hafði starfað að félags- málum ferðaþjónustunnar bæði á mínu svæði og eins á landsvísu og gat því tekið mik- ið af því sem ég var að læra og sett það strax í framkvæmd. Þannig hefur námið verið mér mjög hagnýtt en jafnframt hef ég getað verið gagnrýnin því ég þekki hvað gengur í rekstri ferðaþjónustu á landsbyggð- inni og hvað ekki og hef því getað komið með ýmis viðhorf inn í umræðuna í náminu sem eru ekki að finna í kennslubók- unum.“ GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.