Fréttablaðið - 05.09.2019, Page 4

Fréttablaðið - 05.09.2019, Page 4
Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið STJÓRNMÁL Nýr dómsmálaráð- herra verður kynntur í síðasta lagi á ríkisráðsfundi á morgun klukkan f jögur. Þingf lokki Sjálfstæðis- f lokksins verður tilkynnt hver verður skipaður ráðherra stuttu áður. Þau nöfn sem helst hafa verið nefnd eru þingf lokksformaður- inn Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og þingmaðurinn Brynjar Níelsson. Öll löglærð. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður flokksins, hefur tíma- bundið setið í stóli dómsmálaráð- herra síðan Sigríður Andersen steig til hliðar vegna dóms Mannréttindadómstóls Evr- ópu um að skipan dómara við Landsrétt bryti gegn ákvæðum Mannréttinda- sáttmálans. Ákvörðun um hvort taka skuli Landsréttarmálið fyrir í efri deild Mannréttinda- dómstóls Evrópu verður tekin í Strassborg á mánudag og kynnt á þriðjudag. Ef Áslaug verður s k i p u ð r á ð h e r r a dómsmála þarf hún að segja sig úr forystu f lokksins þar sem hún gegnir starfi rit- ara, en kveðið er á um það í reglum flokksins. Flokksráðsfundur hefur verið boðaður um miðjan mánuð þar sem hægt væri að kjósa um nýjan ritara. – ósk Nýr ráðherra skipaður á morgun og ritarastaðan gæti losnað Ef Áslaug Arna verður skipuð ráðherra dómsmála þarf hún að segja sig úr forystu flokksins. Birgir Ármannsson. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Brynjar Níelsson. GOÐSÖGNIN NÝR JEEP® WRANGLER jeep.is JEEP® WRANGLER RUBICON Rock-Track® fjórhjóladrif, Select-Trac® millikassi, Tru-Lock® 100% driflæsingar að framan og aftan, aftengjanleg jafnvægisstöng að framan, Heavy Duty fram- og afturhásing, 17” álfelgur, 32” BF Goodrich Mudtrack hjólbarðar, bakkmyndavél með bílastæðaaðstoð, bakkskynjarar, aðgerðarstýri, hraðastillir, sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, rafdrifnar rúður, rafdrifnir og upphitaðir hliðarspeglar og fjarstýrðar samlæsingar. WRANGLER RUBICON BENSÍN 273 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTUR VERÐ FRÁ: 10.890.000 KR. WRANLGER RUBICON DÍSEL 200 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTUR VERÐ FRÁ: 10.890.000 KR. Au ka bú na ðu r á m yn d 35 ” d ek k UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 SVEITARSTJÓRNIR „Þetta er auð- vitað í fyrsta skipti sem lögð er fram svona metnaðarfull stefnumörkun í málefnum sveitarfélaga. Þótt tillög- ur ráðherrans lúti að fleiri atriðum en sameiningu sveitarfélaga hefur tillagan um lágmarksíbúafjölda fengið langmesta athygli og skapað mestar umræður,“ segir Aldís Haf- steinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sérstakt aukalandsþing sam- bandsins verður haldið á morgun en þar verður fjallað um stefnu- mótandi áætlun stjórnvalda í málefnum sveitarfélaga. Drög að þingsályktunartillögu um stefnuna voru kynnt um miðjan ágúst. Þar er meðal annars að finna tillögur um að frá og með sveitarstjórnar- kosningum 2022 verði lágmarks- íbúafjöldi í sveitarfélagi 250 og eitt þúsund frá kosningunum 2026. Er meðal annars gert ráð fyrir allt að 15 milljarða króna stuðningi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sameininga. Nú hafa drög að reglum um úthlutun styrkja vegna sam- eininga verið gerð. Hvert sveitar- félag getur séð nákvæmlega hvernig framlög til þeirra gætu orðið miðað við tillögurnar. „Það er auðvitað mjög mikil- vægt að sveitarstjórnarfólk vítt og breitt um landið geti haft þetta til hliðsjónar þegar möguleikar á sam- einingum eru skoðaðir. Ég man ekki eftir að hafa áður séð svona ítarlegar útfærslur og jafn mikla fjármuni sem ríkisvaldið er tilbúið að setja í sameiningarverkefni,“ segir Aldís. Hún segir sambandið þó leggja mikla áherslu á að hér muni verða um viðbótarfjármuni inn í Jöfnun- arsjóð að ræða. Samkvæmt drögum að reglum um stuðning til að greiða fyrir sameiningu fá öll sveitarfélög 100 milljón króna styrk til að stuðla að endurskipulagningu þjónustu og stjórnsýslu. Framlög til skuldajöfnuðar, sem eru reiknuð út frá skuldahlutfalli, geta að hámarki orðið 400 millj- ónir. Þá verður sérstakt byggða- framlag veitt þeim sveitarfélögum þar sem íbúafjölgun hefur verið undir árlegu meðaltali á landsvísu sem getur mest orðið 200 milljónir. Aldís segir að eðlilega séu skiptar skoðanir meðal sveitarstjórnar- fólks þegar kemur að tillögum um lágmarksíbúafjölda. „Það eru alls konar sjónarmið uppi. Þetta snýst um tilfinningar, fjárhagslega hagsmuni, aðstöðu og landfræðilegar staðreyndir. Þarna erum við auðvitað að tala um mjög stórt og viðamikið mál og mikla stefnubreytingu,“ segir Aldís. Hún segist eiga von á góðum og hreinskiptnum umræðum á þing- inu á morgun. „Ég vona svo sannar- lega að sveitarstjórnarfólk beri gæfu til að hugsa til framtíðar. Með hvaða hætti við getum brugðist við þeirri þróun sem er óumflýjanleg og þeim áskorunum sem framtíðin felur í sér.“ Þá þurfi að horfa til þátta eins og fjórðu iðnbyltingarinnar og þeirra tækninýjunga sem séu að verða að veruleika. Þeirri þróun fylgi alls konar möguleikar fyrir lands- byggðina sem sterk og öflug sveitar- félög verði að geta nýtt sér eigi þau að dafna til framtíðar. „Ég held að það sé erfitt að færa rök fyrir því að til langrar framtíðar séu sveitarfélög, sem hafa jafnvel innan við 100 íbúa, fær um að sinna þeim verkefnum sem þeim ber til að hægt sé að veita íbúum þessa lands tiltölulega sambærilega þjónustu, sama hvar er.“ sighvatur@frettabladid.is Sameiningarmál verða mjög fyrirferðarmikil á aukaþingi Á morgun fer fram sérstakt aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem fjallað verður um stefnumörkun stjórnvalda í málefnum sveitarfélaga. Formaður sambandsins á von á hreinskiptnum og góðum umræðum en segist skilja að skiptar skoðanir séu meðal sveitarstjórnarfólks um sameiningar. Næsta sameining gæti orðið milli fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi. Djúpivogur er eitt þeirra en kosið verður í lok október. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ég man ekki eftir að hafa áður séð svona ítarlegar útfærslur og jafn mikla fjármuni sem ríkis- valdið er tilbúið að setja í sameiningar- verkefni. Aldís Hafsteins- dóttir, formaður Sambands íslenskra sveitar- félaga STJÓRNSÝSLA Bílamiðstöð ríkislög- reglustjóra verður lögð niður um áramót. Þetta kom fram í kvöld- fréttum RÚV í gær. Hefur dóms- málaráðuneytið óskað eftir því að Ríkisendurskoðun geri heildarút- tekt á Embætti ríkislögreglustjóra en mikill ólestur í rekstri Bílamið- stöðvarinnar er sagður gefa ástæðu til slíkrar úttektar. Fréttablaðið greindi fyrst frá því í vor að mikillar óánægju gætti hjá lögregluumdæmum landsins með rekstur Bílamiðstöðvarinnar sem hefur verið starfrækt hjá Ríkislög- reglustjóra frá aldamótum. Mark- mið reksturs hennar var aukin hagkvæmni með sameiginlegum rekstri bílaflota allra lögregluum- dæma landsins. Það markmið mun hafa snúist upp í andhverfu sína og leiguverðið sem embættin greiða fyrir bílana hefur hækkað svo úr hófi að ekkert samræmi sé lengur á milli raun- og rekstrarkostnaðar og fjárhæðanna sem renni til Bíla- miðstöðvarinnar frá lögregluemb- ættunum. – aá Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Haraldur Johannessen er ríkislög- reglustjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 5 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 5 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B 6 -1 0 D 4 2 3 B 6 -0 F 9 8 2 3 B 6 -0 E 5 C 2 3 B 6 -0 D 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 4 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.