Fréttablaðið - 05.09.2019, Side 6

Fréttablaðið - 05.09.2019, Side 6
UTANRÍKISMÁL Varaforseti Banda- ríkjanna, Mike Pence, þakkaði Íslendingum sérstaklega fyrir að hafa ekki þegið aðstoð Kínverja í hinu svokallaða belta- og brautar- verkefni sem þeir standa fyrir, á blaðamannafundi eftir heimsókn sína í Höfða í gær. Ljóst er að erindi heimsóknar hans má ekki síst rekja til aukins áhuga Rússa og Kínverja á svæðinu eins og varaforsetinn minntist sjálfur á. Katrín Jakobs- dóttir lét þess getið á blaðamanna- fundi með Pence í gærkvöldi að þátttöku Íslands í umræddu verk- efni hefði ekki beinlínis verið hafn- að heldur hefði ekki verið opnað á samskipti við Kínverja um það. Þá sagði Katrín Íslendinga hafa meiri áhyggjur af loftslagsbreytingum á norðurslóðum en Rússum. Gríðarlegur viðbúnaður sérsveit- ar lögreglunnar var í Reykjavík og nágrenni í gær á vegum viðbragðs- aðila og fundu margir fyrir töfum á umferð á meðan á sjö klukkustunda langri heimsókn varaforsetans stóð. Komu Pence, og þá sérstaklega íhaldssömum viðhorfum hans, var víða mótmælt í borginni í gær. Í nágrenni fundarstaðarins Höfða reið Advania á vaðið og dró regnboga fána að húni við höfuð- stöðvar sínar. Önnur fyrirtæki og stofnanir fylgdu fordæminu og þegar fundarhöld hófust hafði skjaldborg regnbogafána verið mynduð um Höfða. Tveir voru handteknir vegna fánabrennu í nágrenni Höfða en mótmæli fóru að öðru leyti frið- samlega fram. Á fundi sínum með varaforset- anum lýsti Guðni Th. Jóhannes- son, forseti Íslands, vonum sínum til þess að varaforsetinn fengi að kynnast Íslendingum og þeim gildum sem hér eru í hávegum höfð, eins og frelsi og fjölbreytileika. Pence lýsti áhyggjum Bandaríkja- manna af áhrifum bæði Kínverja og Rússa á norðurheimskautinu. „Það er ekki spurning að Kína er að verða öflugra á norðurheim- skautinu, bæði efnahagslega og í hernaðarlegu tilliti,“ sagði Pence og sagði það sama gilda um Rússa. „Núna er tíminn til að styrkja bandalag okkar og okkar samstarf í öryggismálum.“ Þá varaði Pence Íslendinga sér- staklega við kínverska tækniris- anum Huawei. Bandarísk stjórn- völd hafa meðal annars sjálf meinað bandarískum fyrirtækjum og stofnunum að eiga í viðskiptum við tæknirisann. Fyrirtækið kemur meðal annars að uppbyggingu á 5G neti hérlendis og hefur forstjóri fyrirtækisins áður hafnað ásökun- um um njósnir í samtali við Frétta- blaðið. „Ég hvatti Íslendinga einnig til að taka tillit til vandamálanna sem því fylgja þegar sérhver frjáls þjóð notar tæki frá Huawei. Huawei er kínverskt fyrirtæki sem samkvæmt kínverskum lögum neyðist til að afhenda öll gögn sem það sækir til kínverskra yfirvalda og kommún- istaf lokksins,“ sagði Pence. Hann sagðist hafa hvatt utanríkisráð- herra Ísland til að taka afstöðu með Bandaríkjunum og hafna umræddri tækni. Inntur eftir því hvort það hefðu verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík árið 2006 svaraði Pence því ekki beint. Hann sagðist hins vegar myndu spjalla við starfsfólk á her- stöðinni og greina Donald Trump Bandaríkjaforseta frá gangi mála. Þá sagðist hann ætla að ræða her- stöðina frekar við forsætisráðherra. Sjálf hafði Katrín Jakobsdóttir ekki síður áhuga á að ræða hinsegin- og jafnréttismál á fundi þeirra. odduraevar@frettabladid.is N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið KEBE Hvíldarstólar Tegundir: Rest og Fox Opið virka dag a 11-18 laugardaga 11-15 Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is 1 Bjargaði mannslífi um borð í flugvél Icelandair Hlynur Davíð Löve og hjúkrunarfræðingur um borð í flugvél frá Spáni höfðu skjót handtök þegar maður veiktist. 2 Tveir handteknir eftir að kveikt var í bandaríska fán- anum Mótmælendum var heitt í hamsi vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. 3 Tveir á slysadeild eftir árekst-ur lögreglubíls og fólksbíls á Miklubraut Vitni segja bílana hafa verið illa farna eftir áreksturinn. 4 Rikka hætt hjá Árvakri Fjöl-miðlakonan Friðrika Hjördís Geirsdóttir sér ekki lengur um ferðavef mbl.is. 5 „Ég hef aldrei áður hitt borgar-stjóra á hjóli“ Yfirmaður ör- yggismála Mike Pence varaforseta efaðist um að Dagur væri alvöru borgarstjóri. Dorian stefnir að Suður-Karólínu. NORDICPHOTOS/GETTY BANDARÍKIN Fellibylurinn Dorian er að auka hraðann á leið sinni að austurströnd Bandaríkjanna. Dori- an er á norðurleið og gert er ráð fyrir að hann skelli á strönd Suður- og Norður-Karólínu á morgun. Hann olli mikilli eyðileggingu á Bahama- eyjum þar sem minnst fimm létu lífið. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna telur að minnst 61 þúsund þurfi á matvælaaðstoð að halda. Þúsundum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í Flórída og Georgíu. Yfirvöld í Suður-Karólínu búa sig undir verstu flóð í 30 ár. – ab Dorian stefnir á Suður-Karólínu Pence fundaði með forseta Íslands og utanríkisráðherra í Höfða í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaða- mannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. Ég hvatti Íslendinga einnig til að taka tillit til vandamálanna sem fylgja því þegar sérhver frjáls þjóð notar tæki frá Huawei. Mike Pence, varaforseti Banda- ríkjanna. Fyrirtæki og stofnanir í nágrenninu slógu fjölbreytileikaskjaldborg um Höfða meðan á heimsókn Pence stóð þar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK BRETLAND Boris Johnson forsætis- ráðherra kallaði í gær eftir að þingið yrði leyst upp og kosningar yrðu haldnar þann 15. október, aðeins tveimur vikum f yrir áætlaða útgöngu Bretlands úr Evrópusam- bandinu. Náði tillagan ekki þeim tveimur þriðju hlutum þingheims sem þurfti til. 298 kusu með en 56 voru á móti. Um helmingur þing- manna kaus ekki. Hiti var í þingmönnum og harð- orð lygabrigsl gengu manna á milli. Þingforseti þurfti margoft að stilla til friðar og hvetja þá til að hafa hemil á orðanotkun sinni. Vakti ræða Kenn eth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra, athygli en hann var sérstaklega harðorður í garð Johnsons. Clarke var einn þeirra 21 þing- manna sem Johnson rak, ef svo má segja, úr Íhaldsflokknum á þriðju- dagskvöld. Hann situr nú sem óháður þingmaður eins og Nich- olas Soames, barnabarn Winstons Churchill, og hinir sem voru reknir úr f lokknum. Fyrr um daginn var kosið um frumvarp Jeremys Corbyn þess efnis að þvinga forsætisráðherra til að sækja um frekari útgöngufrest. Var sú tillaga samþykkt með 329 atkvæðum gegn 300. Þá var einnig samþykkt að reyna að koma síðasta samningi Theresu May, fyrrverandi forsætisráðherra, á borðið í Brussel. - khg Kosningatillaga Boris felld í þinginu Johnson var tvisvar sigraður í gær. NORDICPHOTOS/AFP. 5 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 5 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B 6 -2 4 9 4 2 3 B 6 -2 3 5 8 2 3 B 6 -2 2 1 C 2 3 B 6 -2 0 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 4 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.