Fréttablaðið - 05.09.2019, Qupperneq 8
Frá 2018 hefur hlutur
erlendra fjárfesta aukist úr
3 prósentum í 30 prósent.
Askja BL Brimborg Hekla Toyota*
2017 2018 2017 2018 2017 2018 2017 2018 2017 2018
Tekjur 15.772 15.142 26.460 26.857 20.744 21.348 16.348 16.978 32.214 26.701
Hagnaður 368 12 1.378 487 260 -368 140 -25 1.409 581
Eigið fé 1.223 1.235 4.284 3.771 2.267 2.068 1.665 1.570 2.309 2.490
Eignir 6.809 6.272 8.918 9.459 11.469 11.708 6.264 5.260 8.827 8.668
Arðsemi eiginfjár 1% 12% -17% -2% 24%
Eiginfjárhlutfall 18% 20% 48% 40% 20% 18% 27% 30% 26% 29%
Heimild: Ársreikningar *Ársreikningar TK Bíla og Toyota á Íslandi eru lagðir saman. Annað félagið flytur bílana
inn og hitt selur og þjónustar þá í Kauptúni.
✿ Afkoma bílaumboða
Fjárhæðir eru í milljónum króna
ÓDT Ráðgjöf, félag í eigu Ólafs D.
Torfasonar, stofnanda Íslandshót-
ela, var með 14 milljarða í eigið fé í
árslok 2018. Eignir félagsins námu
14.158 milljónum og eiginfjárhlut-
fallið 99 prósentum. ÓDT Ráðgjöf
hagnaðist um 1.304 milljónir á síð-
asta ári samanborið við 323 millj-
ónir 2017.
Langstærsta eign félagsins er
ein stærsta hótelkeðja landsins,
Íslandshótel, sem rekur sautján
hótel um allt land, þar af sex í
Reykjavík. Keðjan hagnaðist um
1.430 milljónir á síðasta ári. – þfh
14 milljarða
króna eigið fé
Volkswagen Caddy.
Vertu klár fyrir
veturinn.
Hausttilboð.
Framhjóladrifinn, 1.2 TSI: 2.690.000 kr.
Fjórhjóladrifinn, 2.0 TDI: 3.790.000 kr.
Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi undanfarin ár.
Áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum,
fjórhjóladrifinn og í fjölda útfærslna.
Vanguard, stærsta fyrirtækið í stýr-
ingu verðbréfasjóða í Bandaríkjun-
um, var á meðal þátttakenda í útboði
Marel sem lauk í júní en sjóður í stýr-
ingu félagsins – Van guard Interna-
tional Explorer Fund – á tæplega 1,2
milljónir hluta í fyrirtækinu sem er
metið á um 700 milljónir miðað við
núverandi hlutabréfaverð. Þetta má
sjá í nýju árshlutauppgjöri en í lok
júní átti sjóður félagsins sem nemur
0,15 prósenta hlut í Marel.
Þá hefur sjóður í stýringu Col-
umbia Threadneedle – European
Smaller Companies Fund – bæst við
hluthafahóp Marel, að því er fram
kemur í bréfi til sjóðfélaga í júlí. Ekki
er að finna upplýsingar um hversu
stór hlutur sjóðsins er. – hae
Vanguard með
700 milljóna
hlut í Marel
Ólafur D. Torfason.
Afkoma fimm stóru bílaumboðanna
var nokkuð ólík í fyrra. Rekstur BL
og Toyota gekk vel en harðara var
í ári hjá Brimborg, Heklu og Öskju,
eins og sjá má á meðfylgjandi töflu.
Umtalsverður samdráttur er á milli
áranna 2017 og 2018 enda var met
slegið í bílasölu árið 2017.
Jón Trausti Ólafsson, formaður
Bílgreinasambandsins og fram-
kvæmdastjóri Öskju, segir að bíla-
sala á fyrri hluta árs 2018 hafi gengið
afar vel. Aftur á móti hafi skarpur
samdráttur orðið á seinni helmingi
ársins. Hann megi rekja til þess að
fólk hélt að sér höndum því verka-
lýðsforystan krafðist umtalsverðra
launahækkana en kjarasamningar
voru lausir. Það skapaðist því mikil
óvissa um framvindu mála í efna-
hagslífinu og sömuleiðis hafi ríkti
óvissa um hvort rekstri WOW air
yrði haldið áfram.
Egill Jóhannsson, forstjóri Brim-
borgar, segir að samdrátturinn
hafi hafist í febrúar 2018, hann hafi
aukist um sumarið og svo kom dýfa
í september. Á þeim tíma hafi gengi
krónu sömuleiðis veikst sem dragi
almennt úr bílasölu. Í 18 mánuði
af síðustu 19 hafi bílasala dregist
saman.
Brimborg tapaði 368 milljónum
króna árið 2018 og gekk reksturinn
verst af bílaumboðunum fimm sem
umfjöllunin nær til. Egill segir að
árið hafi verið strembið. Hann rekur
tapið til erfiðleika í bílasölu, mikilla
fjárfestinga við opnun nýrra höfuð-
stöðva Veltis í Hádegismóum, sem er
atvinnutækjasvið fyrirtækisins, og
kostnaðar við flutningana, fækkun-
ar í f lota bílaleigu fyrirtækisins og
ríkulegra fjárfestinga í tölvukerfum
og sjálfvirknivæðingu.
Hann segir að reksturinn í ár
gangi betur. Tekjur atvinnutækja-
sviðsins hafi vaxið mikið eftir að
flutt var í hentugra húsnæði og við-
snúningur sé hjá bílaleigunni. Velta
bílaleigunnar sé hin sama og í fyrra
þrátt fyrir að bílum í f lotanum hafi
fækkað um 30 prósent og starfs-
mönnum fækkað. Engu að síður sé
þjónustustigið jafn gott og áður sem
þakka megi sjálfvirknivæðingu.
Jón Trausti segist vera ánægður
með að Askja hafi verið rekin með
12 milljóna króna hagnaði árið 2018
í ljósi markaðsaðstæðna. „Rekstur-
inn í ár er sömuleiðis krefjandi.
Það er áframhaldandi samdráttur
í bílasölu á þessu ári. Reikna má
með að hann muni nema 35 til 40
prósentum. Ég er hins vegar nokkuð
bjartsýnn á árin 2020 til 2022. Það
er mikil þörf á endurnýjun bíla og
það verður kominn betri taktur í
efnahagslífið þegar ýmissi óvissu
varðandi ferðaþjónustuna hefur
létt.“
Hann segir að bílasala hafi gengið
afar vel á árunum 2015-2017. Bíla-
umboðin hafi á þeim árum hagað
rekstrinum með þeim hætti að safn-
ast hafi upp sterkt eigið fé. Fyrir-
tækin standi því traustum fótum og
geti því mætt þeirri ágjöf sem fylgir
minni bílasölu. „Það hafa alltaf
verið miklar sveiflur í bílasölu, þær
eru hluti af okkar veruleika.“
Jón Trausti vekur athygli á að
Askja hafi aldrei greitt arð heldur
fjárfest fyrir hagnaðinn í innviðum
til að geta þjónustað viðskiptavini
betur. Fyrirtækið hafi til dæmis
nýlega byggt tvö fullbúin bílaverk-
stæði á Krókhálsi sem og nýjan sýn-
ingarsal fyrir KIA sem var opnaður
í janúar.
Bílaumboðin í stakk búin til
að takast á við niðursveiflu
Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir að í 18 mánuði af síðustu 19 hafi bílasala dregist saman. Jón
Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins og framkvæmdastjóri Öskju, segir að bílasala á fyrri
hluta árs 2018 hafi gengið afar vel. Aftur á móti hafi skarpur samdráttur orðið á seinni helmingi ársins.
Helgi Vífill
Júlíusson
helgivifill@frettabladid.is
Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, er bjartsýnn á sölu bíla árin 2020-2022. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
MARKAÐURINN
5 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
5
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:3
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
B
6
-1
F
A
4
2
3
B
6
-1
E
6
8
2
3
B
6
-1
D
2
C
2
3
B
6
-1
B
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
4
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K