Fréttablaðið - 05.09.2019, Side 34

Fréttablaðið - 05.09.2019, Side 34
BÍLAR Ítalski sportbílaframleið-andinn Ferrari verður ekki vændur um að stök k va snemma á raf bílalestina, en nú er þó kominn fram fyrsti Ferrari-bíllinn með inn- stungu, það er SF90 Stradale. Það þýðir þó ekki að hann sé hreinrækt- aður rafmagnsbíll, heldur með bæði brunavél og rafmótora. Í leiðinni fer hér öflugasti fjöldaframleiddi bíll Ferrari frá upphafi, enda hestöflin hvorki f leiri né færri en 986. Þau koma frá 769 hestaf la V8 bensín- vél og þremur samtals 217 hestafla rafmagnsmótorum. Einn þeirra er staðsettur milli vélar og sjálfskipt- ingar bílsins og sitt hvor mótorinn er svo á framhjólunum. Það gerir bílinn fjórhjóladrifinn. Er 2,5 sekúndur í 100 Ferrari SF90 Stradale er með fjórum akstursstillingum, eDrive fyrir ein- göngu akstur á rafmagni, Hybrid fyrir blöndu beggja, Performance en þá er brunavélin alltaf í gangi og Qualify þar sem hámarksafl raf- magnsmótoranna er nýtt. Ferrari segir að þeim auka 270 kílóum sem bíllinn þyngist um með raf hlöðunum og rafmótor- unum sé meira en mætt með því aukaaf li sem fæst úr rafmagninu. Bíllinn er aðeins 2,5 sekúndur í 100 km hraða og hámarkshraðinn er 340 km/klst. Ferrari SF90 Stradale er sem dæmi 0,4 sekúndum sneggri í hundraðið en hinn 710 hestaf la Ferrari F8 Tributo og er þremur sekúndum sneggri að fara Fiorano tilraunabraut Ferrari en F8 Tributo. Rafhlaða SF90 Stradale er ekki ýkja stór, 7,9 kW, og því dugar hámarks- afl rafmótoranna ekki lengi, en þó fyrir heilan hring á f lestum keppn- isbrautum. Hægt er að aka bílnum um 25 kílómetra á rafmagninu einu saman og með því má aka bílnum á allt að 135 km hraða. Söluverð Ferrari SF90 Stradale er 430.000 evrur í Evrópu, eða 60 milljónir króna. Fyrsti tengiltvinnbíll Ferrari er 986 hestöfl Ferrari SF90 Stradale er með ógnarafl og leit er að bíl sem er sneggri á sprettinum.Mercedes-Benz GLE sem leysti af M-Class jeppann hefur verið á markaði síðan árið 2016 og nú fær hann kraftaútgáfu í formi 429 hestaf la AMG 53 bíls. Hann verður vopnað- ur 3,0 lítra bensínvél með tveimur öf lugum forþjöppum og 48V mild- hybrid kerfi sem færir bílnum auka 22 hestöf l til skamms tíma. Bíllinn er því snöggur á sprett- inum og kemst í 100 km hraða á 5,3 sekúndum. Bíllinn er engu að síður sparneytinn og uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 9,4 lítrar á hverja ekna 100 km. Bíllinn verður á loftpúðafjöðrun og fær risastóra 400 mm bremsudiska til að hemja allan kraftinn. Loftpúðafjöðrun lækkar bílinn GLE AMG 53 bíllinn stendur 15 mm lægra á vegi en hefðbundinn GLE-jeppi þegar hann er stilltur á Sport eða Sport+ akstursstillingu og lækkar sig sjálfur í hvaða still- ingu sem er þegar farið er yfir 120 km hraða. Velja má milli sex mis- munandi gerða álfelga á bílinn, frá 20 til 22 tommu. Bíllinn er að auki með 60 mm styttra hjólhaf en hefðbundinn GLE til að auka á aksturshæfni hans. Stuðarar bíls- ins eru öðruvísi en í hinum hefð- bundna og með stærra loftinntaki að framan, fjögur púströr eru að aftan, fótstig bílsins eru úr ryðfríu stáli og stöguð AMG-framsæti eru í bílnum. Mercedes-Benz GLE fær AMG 53 kraftaútgáfu  Mercedes-Benz AMG GLE 53. Það skiptir bílaframleiðendur líklega mestu máli að vel gangi að selja bíla þeirra á stærsta bílamarkaði heims, í Kína. Það á sem stendur við bílarisann Volkswagen Group en í júlí jók fyrirtækið við sölu sína þrátt fyrir heilmikinn samdrátt almennt í Kína, bæði í þeim mánuði og und- anfarið ár. Sala Audi-bíla í júlí jókst um 6%, sala Volkswagen-bíla um 2%, en sala Skoda-bíla dróst saman um 16%, en heildaraukningin nam 1,3%. Á meðan féll salan í Kína um 13% svo árangur Volkswagen Group verður að teljast góður og fyrirtæk- ið hefur verulega unnið á í markaðs- hlutdeild að undanförnu í Kína. Stefnir í 3,8 milljón bíla sölu Á fyrstu sjö mánuðum ársins hefur VW Group selt 2,23 milljónir bíla í Kína og stefnir því í um 3,8 milljón bíla sölu þar í ár. Í ár stefnir í um 20 milljón bíla heildarsölu í Kína og því gæti markaðshlutdeild VW Group orðið um 19%. General Mot- ors frá Bandaríkjunum hefur á und- anförnum árum gengið einkar vel að selja bíla sína í Kína en þó hafa síðustu mánuðir ekki verið gjöf- ulir og minnkaði sala GM um 20% í júlí miðað við sama mánuð í fyrra. Margir aðrir bílaframleiðendur hafa horft á samsvarandi samdrátt að undanförnu. Volkswagen Group mokselur í Kína Á meðan sala bíla í Kína minnkaði um 13% jók Volkswagen söluna um 1,3%. Alls 769 hestafla V8-bensínvél og þrír samtals 217 hestafla rafmagnsmótorar. Með öllu þessu afli er bíllinn aðeins 2,5 sekúndur í 100. RAFHLAÐA SF90 STRADALE ER EKKI ÝKJA STÓR, 7,9 KW, OG ÞVÍ DUGAR HÁMARKSAFL RAFMÓTORANNA EKKI LENGI, EN ÞÓ FYRIR HEILAN HRING Á FLESTUM KEPPNISBRAUTUM. Í ÁR STEFNIR Í UM 20 MILLJÓN BÍLA HEILDARSÖLU Í KÍNA OG ÞVÍ GÆTI MARKAÐS- HLUTDEILD VW GROUP ORÐIÐ UM 19%. 5 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R26 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 5 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 B 6 -1 5 C 4 2 3 B 6 -1 4 8 8 2 3 B 6 -1 3 4 C 2 3 B 6 -1 2 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 4 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.