Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.09.2019, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 05.09.2019, Qupperneq 42
ÉG HELD HENNI FINNIST ORÐIÐ HUNDLEIÐINLEGT AÐ SJÁ SIG, SAGÐIST EINMITT VERA KOMIN MEÐ NÓG AF ÞVÍ FYRIR SÝNING- UNA Á ÞRIÐJUDAGINN. Hlynur Pálmason, sem er bæði hand-ritshöf undur og leikstjóri myndar-innar, vakti mikla athygli í Danmörku fyrir mynd sína Vetrarbræður á síð- asta ári. Sú frumraun Hlyns vann til níu verðlauna á dönsku kvik- myndaverðlaunahátíðinni en þrátt fyrir þessi frábæru viðbrögð ytra ákvað Hlynur að koma heim eftir 12 ára dvöl í Danmörku. Hlynur flutti ásamt fjölskyldu sinni á æsku- stöðvarnar á Höfn í Hornafirði þar sem fjölskyldan hefur komið sér fyrir í gamalli spennistöð, Stekka- kletti. Í kvikmyndinni er það ein- mitt húsið sem aðalsögupersónan er að gera upp. Sorg og þráhyggja Kvikmyndin fjallar um Ingimund lögreglustjóra sem Ingvar E. Sig- urðsson túlkar af sinni alkunnu snilld. Stjórinn hefur verið í starfs- leyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Ingimundur einbeitir sér í sorginni að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu allt þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu hans. Fljótlega breytist grunur Ingi- mundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmi- lega bitna einnig á þeim sem standa honum næst. Í Háskólabíó með ömmu og afa Kvikmyndin var frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Cannes í vor og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Jafn- framt hefur hún verið valin sem framlag Íslands til Kvikmyndaverð- launa Norðurlandaráðs sem afhent verða í október. Hlynur segir það hafa verið sérstaka tilfinningu að sýna myndina loks á Íslandi eftir að hafa fylgt henni fyrst erlendis. „Þetta var æðislegt kvöld í alla staði og tilf inningin vissulega sérstök og allt önnur en að sýna myndina erlendis, svo mikið per- sónulegri. Ég fór oft í Háskólabíó sem krakki því amma og afi bjuggu í Vesturbænum og fóru með mig í sund í Vesturbæjarlauginni og bíó í Háskólabíói. Hópurinn sem vann að myndinni er þéttur og það má eig- inlega segja að hver frumsýning sé eins konar „reunion“. Til að mynda þegar við frumsýndum í Cannes vorum við um 30 manns, leikmynd, hljóð, kokkurinn og fleiri,“ útskýrir Hlynur. Dóttirin í veigamiklu hlutverki Ellefu ára gömul dóttir Hlyns, Ída Mekkín, fer með veigamikið hlutverk í myndinni. „Hún leikur Sölku, barnabarn Ingimundar og demantinn í augum hans. Þeirra samband er eitt það mikilvægasta í myndinni. Á milli þeirra eru góðu stundirnar.“ Hlynur segir það hafa legið bein- ast við að fá dótturina til að túlka Sölku enda séu skilin á milli vinnu og fjölskyldu ekki mjög afgerandi í hans tilfelli. „Ég hef alltaf unnið mjög náið með fjölskyldu og vinum og dóttir mín hefur bardúsað heilmikið með mér; setið fyrir á myndum og leikið svo þetta var mjög náttúrulegt fyrir hana. Henni finnst þetta gaman og hún nýtur sín í kreatívu samstarfi hópa.“ Aðspurður hvernig henni hafi svo fundist að sjá sig á hvíta tjald- inu svarar Hlynur hreinskilinn: „Ég held henni finnist orðið hundleiðin- legt að sjá sig, sagðist einmitt vera komin með nóg af því fyrir sýning- una á þriðjudaginn.“ Fleiri klukkustundir í sólarhringnum í Hornafirði Fram undan eru svo fleiri sýningar og vinnuferðir til útlanda en hugur Hlyns stefnir augljóslega heim á Hornafjörð þar sem fjölskyldan hefur komið sér fyrir en bæði Hlynur og Hildur eiginkona hans ólust þar upp. „Við búum aðeins fyrir utan Höfn þar sem við erum með hænur og dóttir okkar er virk í hestamennskunni. Þar verður mér mikið úr verki enda virðast f leiri klukkustundir í sólarhringnum þar. Nú þegar við erum komin með þrjú börn finnum við fyrir því hversu mikið frelsið er og tempóið allt annað.“ Næstu verkefni Hlyns eru jafn- framt tengd Austfjörðum, bæði hefur hann gert samning við sveit- arfélagið um að gera bústað fyrir lista- og kvikmyndagerðarfólk í gömlu spennistöðinni og hefjast handa við næstu kvikmynd en innblásturinn að henni fékk hann úr ljóði Matthíasar Jochumssonar; Volaða land. bjork@frettabladid.is Persónulegra að frumsýna heima Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur var frumsýnd á þriðjudagskvöldið fyrir fullu húsi í Háskólabíói en hún er frumraun Hlyns Pálmasonar á móðurmálinu. Hlynur ásamt Ingvari E. Sigurðssyni og dóttur sinni Ídu Mekkin Hlynsdóttur sem fara með hlutverk í myndinni. Leikararnir Nína Dögg Filippusdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Gísli Örn Garðarsson skemmtu sér vel á hátíðarfrumsýningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Emilíana Torrini, Andri Snær Magnason, Frú Vigdís Finnbogadóttir og Mar- grét Sjöfn Torp. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, hér ásamt Birni Thors. Högni Egilsson, söngvari Hjaltalín, ásamt unnustu sinni, Snæfríði Ingvars- dóttur leikkonu, sem jafnframt er dóttir leikarans Ingvars E. Sigurðssonar. 5 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R34 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 0 5 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 B 6 -2 4 9 4 2 3 B 6 -2 3 5 8 2 3 B 6 -2 2 1 C 2 3 B 6 -2 0 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 4 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.