Skessuhorn


Skessuhorn - 18.02.2004, Side 8

Skessuhorn - 18.02.2004, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 2004 otttsjunu,.. Keppni í lestri á Kleppjámsreykjum Leshestar: Frá vinstri: Systurnar Erna Dögg og Herdís Ásta, Þorsteinn Bjarki, Svala Kristfríður, Gunnhildur Birna og Hafdis Lind. Nú er lokið vikulangri keppni í lestri, sem yngri árgangar skól- ans á Kleppjárnsreykjum hafa með sér. 1. og 2. bekkur keppti við 3. og 4. bekk, en 5. bekkur keppti við þann 6.1 stuttu máli sagt höfðu yngri árgangarnir betur í báðum tilfellum og voru æði stoltir yfir árangrinum. Þeir nemendur, sem lásu mest í hverjum bekk, fengu bók í við- urkenningarskyni. Þau eru, Herdís Asta Páls- dóttir í 1. bekk, Þorsteinn Bjarki Pétursson í 2. bekk, Gunnhildur Birna Björnsdóttir í 3. bekk, Svala Kristfríður Eyjólfsdóttir í 4. bekk, Ema Dögg Pálsdóttir í 5. bekk og Hafdís Lind Haf- steinsdóttir í 6. bekk. Keppni í þessum dúr er orðin árviss í skólanum og einhugur ríkir meðal kennara og foreldra um að standa vel við bakið á bömunum við að Iesa bækur sér til gagns og ánægju. Leyfilegt er að lesa fyrir börnin, enda er það talin ein besta hvatningin og þjálfunin fyrir lestrarnám og máltilfinningu. Bragi Þór Svavarsson, herra Bifröst 2003, krýnir arftaka sinn, Bárð Örn Gunnarsson. Ungfrú Bifröst 2004, Theodóra Thorlacius, fylgist spennt með. Myndir: Þorgerður Gunnarsdóttir Snorrastofa - Fyrirlestur í héraði: Ferð um fomar slóðir Þekktur leikstjóri í Grundaskóla I Grundaskóla er nú staddur þekktur breskur leikskóli að naíhi Tom Royes sem hefur unnið kynningar fyrir margt frægt popptónlistarfólk. Tom þessi sem leikstýrt hefúr m.a. U2, Blur og Radiohead, er þessa vikuna að aðstoða hóp nemenda í 9. og 10. bekk Grundaskóla sem er að vinna að gerð tónlistarmyndbanda. Krakkarnir hafa samið þrjú lög á tölvur og eru nú að hefja myndbandagerð við þau. For- sögu þessa samstarfs Toms og Grundaskóla má rekja til Skagameyjarinnar Svönu Gísla- dóttur sem vinnur ásamt Tom hjá kvikmyndafyrirtækinu Blackdog Films. Svana fékk Tom til að koma á tengslum við ráðstefnuna Breyttir kennslu- hættir sem haldin verður í Nemendur fengu góð ráð um handrit tónlistarmyndbandanna frá Tom og Svönu. Grundaskóla um miðjan næsta mánuð. A ráðstefnunni munu svo nemendurnir kynna af- rakstur myndbandagerðarinnar og sýna myndböndin þrjú. Þegar blaðamann bar að garði voru krakkarnir í handritagerð og greinilegt að stórfenglegar hugmyndir voru í fæðingu. Stórkostleg tilþrif á Bifrovision Bifrovision var haldin með pompi og pragt síðastliðið laugardagskvöld. Var að vanda mikið lagt í keppnina og þrátt ™ fyrir að tilþrifin vantaði hvergi þá var í sumum tilfellum jafnvel kj enn meira Iagt í búninga og annan umbúnað en í sönginn sjálfan. Anna Bergljót Thorarensen var veruiega „lcy spicy“ og á sjálfsagt heima í Koooooópavogi! Sigurvegararnir voru þeir Þorgrímur Darri Jónsson, Jón Helgi Guðnason og Bárður Steinn Róbertsson og sungu þeir sig inn í hug og hjörtu viðstaddra og þótt víðar væri leitað, eflaust. Sex í sveit á vetrarhátíð í Söngsveitin Sex í sveit: Á myndinni eru frá vinstri Karl Jóhann Jó- hannsson, Gunnar Kristjánsson, Kristján Guðmundsson, Geirmundur Vilhjálmsson, Kristán Magni Oddsson og sitjandi fyrir framan Friðrik Vignir Stefánsson, stjórnandi og undirleikari. Sönghópurinn Sex í sveit frá Grundarfirði verður með söng- skemmtun á Vetrarhátíð Reyk- víkinga sem haldin er nú í þriðja sinn dagana 19. - 22. febrúar. Sönghópurinn ásamt undirleikara og stjórnanda Friðrik Vigni Stefánssyni mun koma fram á sérstakri Arbæjar- hátíð Vetrarhátíðarinnar sunnudaginn 22. febrúar nk. kl 13.30 og verður hún haldin í hinu nýja húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1. A efnisskrá verður alþýðutónlist úr ýmsum áttum, bæði gömul og ný. Mörg laganna eru alveg ný á efnisskrá sönghópsins og verður því um ffumflutning að ræða á þeim lögum. Sönghópurinn hefur starfað í 7 ár og haldið tónleika á Snæ- fellsnesi, Vesturlandi, Reykjavík og síðast í Reykholtskirkju í Borgarfirði. Sex í sveit gaf út geisladiskinn „A lygnu kvöldi“ sumarið 2002 og stefnir að út- gáfu á nýjum geisladiski síðar á þessu ári. Sem fyrr segir eru tónleikar Sex í sveit í sal Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, sunnudaginn 22. febrúar kl. 13.30 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Tilvalið er að nota tækifærið til að skoða í leiðinni hið nýja hús Orkuveit- unnar. (fréttatilkynning) Þriðjudaginn 23. febrúar klukkan 20:30 mun Þorgrímur Gestsson blaðamaður halda fyrirlestur sem nefnist: „Ferð um fornar slóðir.“ Sumarið 2001 ferðaðist Þor- grímur til Noregs í þeim til- gangi að feta fornar slóðir sem segir frá í Islendingasögunum. 1 fyrirlestrinum mun hann segja ferðasögu sína en í henni fléttar Þorgrímur saman ferðalýsing- unt úr fornsögunum, eigin upp- lifun og segir ffá samskiptum við þá Norðmenn sem verða á vegi hans, en fjölmargar munn- mælasögur lifa enn meðal íbúa á söguslóðuin í Noregi. Þorgrímur nálgast viðfangs- efni sitt sem blaðamaður í leit að heimildum með fornsögurn- ar sem nokkurs konar vegvísi líkt og tíðkaðist meðal margra erlendra ferðamanna sem sóttu ísland heim á á 19. öldinni. Þorgrímur Gestsson er kunnur útvarpsmaður, blaða- maður og rithöfundur. Fyrir- lestur sinn byggir hann á nýút- kominni bók sinni, Ferð um Snorri Sturluson. fornar sögur, sem kom út 2003. Þorgrímur er einnig höfundur bókarinnar; Mannlíf við Sund. Saga Laugarness í Reykjavík frá landnámi sem gefin var út 1998. Fyrirlestur Þorgríms hefst klukkan 20:30 þriðjudaginn 24. febrúar í húsnæði Snorrastofu í Reykholti. Aðgangseyrir er 500 kr. Boðið verður upp á kaffi í hléi. ('fréttatilkynning)

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.