Skessuhorn


Skessuhorn - 18.02.2004, Side 10

Skessuhorn - 18.02.2004, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 2004 aalissunut^ Hálendið vinsælt meðal ferðamanna Ferðamálaráð kortleggur ferðavenjur landans Hálendið er vinsæll ferðamannastaður. Mynd: Mats Wibe Lund Nýlega kynnti Ferðamálaráð niðurstöður könnunar á ferða- venjum Islendinga. Könnunin var unnin af Gallup í desember og náði til 1400 manna úrtaks á aldrinum 18-80 ára. Svarhlut- fallið var 60,2%. Margar þeirra niðurstaðna sem kynntar voru ættu að nýtast ferðaþjónustuað- ilum hér á Vesturlandi við skipu- lagningu starfsemi sinnar en eru jafnframt fróðleg lesning því hún endurspeglar vel ferða- mynstur okkar Islendinga. Skessuhorn birtir hér samantekt úr helstu niðurstöðúm könnunar Ferðamálaráðs. Eru mest í heimagist- ingu og sumarbústöðum Meðal þess sem fram kemur í könnuninni er að Islendingar vilja ferðast meira innanlands en þá skortir tíma eða finnst það vera of dýrt. Samt ferðuðust átta af hverjum tíu landsmanna inn- anlands á síðasta ári en það eru heldur færri en í sambærilegri könnun sem gerð var árið 2000. Að jafhaði fóru landsmenn í um fjórar ferðir innanlands í fyrra, á móti fimm ferðum árið 2000 og var meðaldvalarlengd 12 nætur. Langflestir, eða 88% ferðuðust innanlands á eigin vegum, fimm af hundraði voru í skipulögðum hópferðum og 7% bæði í hóp- ferðum og á eigin vegum. Lang- flestdr voru sem fyrr á ferðinni í júní, júlí og ágúst. Flestir nýttu sér gistingu hjá vinum og ætt- ingjum. Þriðjungur landsmanna hafði aðgang að sumarbústað í einkaeign og fóru að jafhaði níu ferðir í bústað og dvöldu 17 næt- ur alls. Þá fór ríflega helmingur Islendinga í dagsferðir innan- lands í fyrra og voru að jafnaði farnar um sex ferðir. Sund, gönguferðir og náttúruskoðun var vinsælasta afþreyingin. Margir verða á faraldsfæti Nærri níu af hverjum 10 hyggja á ferðalag innanlands á þessu ári. Mun fleiri Islendingar leita sér nú upplýsinga áður en lagt er af stað í ferðalag innan- lands og aukinn áhugi virðist vera á áfangastöðum á hálendinu og Vestfjörðum. Einnig var spurt um ferðir Is- lendinga til útlanda og eins og árið 2000, fór rúmlega helming- ur landsmanna til útlanda í fýrra. Að jafhaði voru farnar tvær ferð- ir og meðaldvalarlengd var 20 nætur. I könnuninni kom ffam að um 60% landsmanna ætla að ferðast bæði innanlands og utan á þessu ári, 28% æda eingöngu að ferðast innanlands og 8,4% eingöngu utanlands. Þá kemur fram að nærri 70% landsmanna vilja ferðast meira innanlands en þeir hafa gert en flestir telja sig þó ekki hafa tíma eða telja það vera of dýrt. Hálendið vinsælast Ahugi fyrir því að skoða á- fangastaði á hálendinu og Vest- fjörðum virðist hafa aukist ffá síðustu könnun. Þá nefhdu flest- ir staði á Norðurlandi, í öðru sæti lenti Austurland og í því þriðja Vestfirðir. Nú hefur há- lendið skotist upp í efsta sætið, en meira en tvöfalt fleiri hafa á- huga á að heimsækja áfangastaði þar en í fýrri könnun. Meðalútgjöld voru 97.000 kr. Heildarútgjöld vegna ferða- laga innanlands í fýrra voru að jafnaði 97 þúsund krónur. Sam- kvæmt könnuninni eyddu um 30 af hundraði innan við 50 þúsund krónum, 26% á bilinu 50-79 þúsund krónum, 18% á bilinu 80-109 þúsund krónum, 11 af hundraði eyddu 110-199 þúsund krónum og 14,8% eyddu 200 þúsund krónum eða meira á ferðalögum innanlands í fýrra. Netið meira notað Umtalsverð breyting er á upp- lýsingaöflun ferðalanga frá könnuninni árið 2000. Þá sögð- / ’Vs. Heilasellur Einu sinni lenti kvenkyns heilasella á einhvern furðulegan hátt og af einhverjum furðulegum ástæðum og eftir röð furðulegra tilviljana og mistaka í því að fara inn í höfuð karlmanns. Hún synti aðeins um svæðið og litaðist taugaóstyrk um en þarna var ekki nokkur hræða. Allt var tómt og kyrrðin var þrúgandi. "Halló?" kallaði heila- sellan, en ekkert svar barst. "Er einhver hérna?" kallaði hún en enn heyrðist ekkert svar. Nú fór hún að verða hrædd og kallaði hærra og hærra, en aldrei barst neitt svar. Nú var kvenkyns heilasellan orðin logandi hrædd svo hún gargaði af öllurn lífs og sálar kröftum: "Halló! Er einhver hérna?" Þá heyrði hún rödd berast langt að: "Halló! Við erum allir hérna niðri." ust 24,8% leita sér upplýsinga áður en lagt væri af stað í ferða- lög innanlands en nú eru þeir 34,1%. Netið og ferðabæklingar ásamt ferðahandbókum voru þeir upplýsingagjafar sem helst voru skoðaðir á liðnu ári en árið 2000 höfðu ferðahandbækurnar vinninginn. Notkun Netsins hefur nærri tvöfaldast ffá árinu 2000 og notkun ferðabæklinga hefur einnig aukist umtalsvert, var 27,5% árið 2000 en 36,7% árið 2003. MM Geimálfur í grunnskólunum Um þessar mundir eru flestar deildir Slysavarnafélagsins Landsbjargar að gefa grunn- skólum landsins námsefnið Geimálfurinn ffá Varslys, lífs- leikninámsefni um slys og slysa- vamir. Efnið er ætlað nemend- um í 4., 5. og 6. bekk og helsta markmið þess er að draga úr slysum á börnum og unglingurn auk þess að efla samstarf heim- ila og skóla í slysavörnum. Geimálfur frá plánetunni Varslys brotlendir á Islandi. Hann áttar sig illa á þeim hætt- um sem steðja hér að honum úr ýmsum áttum. Nemendur fýlgjast með þrautagöngu hans og vinna mörg og ólík verkefni. I námsefninu og kennsluleið- beiningum er töluvert um á- bendingar á gott efni á vefhum og er tilgangurinn í senn að ýta undir sjálfstæða þekkingarleit, nemenda og kennara, og að benda á skemmtilegar síður Þeir Jóhann Jónsson og Snorri Jóhannesson heimsóttu Kleppjárnsreykjaskóla og afhentu 4. bekkingum náms- efnið en um leið notuðu þeir tækifærið og heimsóttu aðra bekki skólans. Gáfu þeir öllum nemendum endur- skinsmerki og kynntu starf björgunarsveitarinnar Oks. Gróa Erla Rögnvaldsdóttir og Þorvarður Trausti Magn- ússon frá Heiðari heimsóttu Varmalandsskóla í fylgd með Geimálfinum. með leikjum, þrautum og þjónustu sem tengist efn- Þemaheftin eru 6 talsins og fjalla um ýmsar hættur í umhverfinu s.s. í tengslum við ár, höf og vötn, rafmagn og opinn eld, umferðina og hættuleg efni sem víða er að finna. Heftunum fylgir kennarahandbók og safndiskur með myndskeiðum en tengslum við náms- efnið verður fljót- lega opnaður vefur- inn geimalfurinn.is Anna Kristjánsdóttir og Margret Svavarsdottir fra Slysavarnar- deild kvenna á Akranesi og Björn Guðmundsson frá Björgunar félagi Akraness afhentu Geimálfinn í Grunnskólunum á Akra- nesi. Hér eru þau í Brekkubæjarskóla. Frá afhendingu Geimálfsins f Heiðarskóia

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.