Skessuhorn


Skessuhorn - 05.05.2004, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 05.05.2004, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 2004 úoessunui^ WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Simi: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501 SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Ritstjóri og ábm: Blaðamaður: Augl. og dreifing: Umbrot: Prentun: Skessuhorn ehf 433 5500 Gísli Einorsson 899 4098 Mognús Mognússon 894 8998 íris Arthúrsdóttir 696 7139 Guðrún Björk Friðriksdóttir 437 1677 Prentmet ehf. skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is magnus@skessuhorn.is iris@skessuhorn.is gudrun@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass límanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 433 5500 Dóms- dagur Gísli Einarsson, ritstjóri. Mörgum á ég margt gott að þakka en þessa stundina er ég þó engum jafn þakklátur og hæstvirtum dómsmálaráð- herra. Ef ekki væri fyrir hans tilstilli væri ekki enn hægt að skrúfa frá útvarpi eða sjónvarpi eða fletta dagblaði öðru vísi en að þar dynji á manni enn ein fréttin af fjölmiðla- frumvarpinu svokallaða sem trúlega dregur nafn sitt af því að nánast ekkert annað hefur verið í fjölmiðlum síðustu tvær vikurnar eða svo. Allt þangað til hæstvirtur dóms- málaráðherra stal senunni, aftur og nánast nýbúinn. Hæstvirtur dómsmálaráðherra er eitt af fyrstu lömbun- um á þessu vori. Fórnarlamb nánar tiltekið. Reyndar mitt uppáhalds fórnarlamb sem lent hefur í gini úlfsins sem í stað sauðargærunnar íklæðist kápu jafnréttislaganna sem eru ekkert lamb að leika sér við. I sakleysi sínu varð fórnarlambinu það á að skipa karl í stað konu í embætti hæstaréttardómara þrátt fyrir það að jafnréttislögin segji að konan eigi að fá það sem hún vill. An þess að ég ætli mér að fara að andmæla íslenskum lögum þá get ég ekki að því gert að vera sammála hæstvirt- um dómsmálaráðherra varðandi það að einu aðstæðurnar þar sem eðlilegt er að velja karl umfram konu er á kvenna- fari. Samt veit ég ekki til þess að neitt sé minnst á það í umræddum jafnréttislögum. Hvað sem því líður þá hefur hæstvirtur dómsmálaráð- herra nú hlotið áfellisdóm í þartilgerðum áfellisdómstóli og fengið þá einkunn að vera ekki dómbær á dómara. Það er ég reyndar ekki heldur en þrátt fyrir að ég hafi fúlla samúð með dómsmálaráðherranum hæstvirta þá neita ég því ekki að það eru gild rök fyrir því að skipa konur í emb- ætti dómara fremur en karla. Eg hef nefnilega alltaf séð fyrir mér að dómstólar væru nokkuð þægileg setgögn og minnugur þess að vís maður sagði eitthvað á þá leið að til þess hefði Guð skapað konuna með þennan breiða rass að hún sæti á honum þá tel ég að dómarastarfið ætti að vera eitt af þessum hefðbundnu kvennastörfúm. Gísli Einarsson, áfellisdómari Stjómendur Grunn- skóla Hellissands Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hefur Sveinn Þór Elínbergsson verið ráðinn skólastjóri hins nýja sameinaða Grunnskóla Snæfellsbæjar. Nú hefur verið gengið frá ráðn- ingu aðstoðarskólastjóra en Þorkell Cýrusson, aðstoðar- skólastjóri Grunnskólans á Hellissandi var valinn úr hópi umsækjenda. Uppahflega var gert ráð fyr- ir að aðalstjórnunarstöðurnar yrðu tvær en fyrir skömmu var samþykkt sú breyting á skipu- lagi skólamála að deildarstjóri yngsta stigs grunnskólastigsins fengi aukið stjórnunarhlutverk við skólann við hlið skólastjóra og aðstorðarskólastjóra. í síð- ustu viku var gengið frá ráðn- ingu Guðrúnar Onnu Odds- dóttur í stöðu deildarstjóra yngsta stigsins sem aðsetur hefur á Hellissandi. GE Umdeild tillaga samþykkt Á fundi í bæjarráði Akranes- kaupstaðar sl. fimmtudag var m.a. tekið fyrir bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 20.4.2004, varðandi deiliskipulagsbreytingu Mið- bæjarreitsins á Akranesi (oft nefnt Skagaverstún). Skipu- lags- og umhverfisnefnd telur ekki efnisleg rök til að verða við þeim athugasemdum og mótmælum sem fram hafa komið að öðru leyti en því að þjónustubygging með Dal- braut verði tvær hæðir í stað fjögurra. Nefndin lagði til við bæjarstjórn að framkomin til- laga að breytingu á deiliskipu- lagi verði samþykkt með fram- angreindum breydngum. Sam- þykkti bæjarráð tillöguna. Við afgreiðslu hennar sat Gunnar Sigurðsson hjá með vísan til afstöðu fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í skipulags- og um- hverfisnefnd. MM Rifið í Borgarncsi Borgarbyggð hefur boðið út rif á þremur húsum í Borgar- nesi og verður verkið fram- kvæmt nú í maí. Húsin sem á að rífa er gamla sláturhúsið við Brákarbrú sem síðast gegndi hlutverki timburgeymslu fyrir Byggingavörudeild KB, Hafn- arhúsið í Brákarey og stein- steypt dæluhús á gamla Skelj- ungsplaninu við Brákarsund. Njarðtak ehf átti lægsta til- boð í rif á húsunum, 3.340 þús- und. Tvö önnur tilboð bárust í verkið, frá Borgarverk, 3.992 þúsund og ffá HH Vélaleigu, 4.380 þúsund. Eins og fram hefúr komið er einnig gert ráð fyrir að gamla mjólkursamlagshúsið, við Skúlagötu, verði rifið en þar var Byggingavörudeild KB síðast til húsa. Skiptar skoðanir eru hinsvegar um það mál en húsið er teiknað af Guðjóni Samúels- syni. Sigurður Páll Harðarson bæjarverkfræðingur Borgar- byggðar segir að í deiliskipulagi sem auglýst verður innan tíðar sé gert ráð fyrir að húsið hverfi. Síðan á effir að koma í ljós hvort athugasemdir verða gerð- ar við skipulagið. GE Viðburðaveisla endurtekin Nú í sumar hyggst Safna- svæðið á Akranesi endurtaka röð dagskrárviðburða undir heitinu Viðburðaveisla 2004. Dagskránni að þessu sinni er raðað niður á sjö helgar frá og með 29. maí til og með 10. júlí. Fyrstu helgina verður haldið námskeið í grjóthleðslum þar sem handtök og verklag við grjóthleðslu fyrr og nú verða sýnd. Daginn fyrir sjómanna- dag verður mikill sjávardagur þar sem Markaðsráð Akraness og fyrirtæki tengd vinnslu sjáv- arfangs kynna starfsemi sína og slegið verður upp mikilli sjávarréttaveislu í Kútter Sig- urfara. Um miðjan júní verður markaðshelgi og opnun sýn- ingar á uppstoppuðum dýrum. Á baráttudegi kvenna, þann 19. júní, verður Kleinumeist- aramót Islands endurtekið. Jónsmessuhátíð með ratleik, gönguferðum og varðeldi verður helgina eftir Jóns- messu. 3. júlí opnar Páll Guð- mundsson frá Húsafelli högg- myndasýningu í Safnaskálan- um og síðasti dagskrárliður Viðburðaveislu verða Irskir dagar; bæjarhátíð Akurnes- inga. MM Háskólar í Borgarfirði með sameigin- lega kynningu Fösmdaginn 7. maí verða háskólarnir tveir í Borgar- firði, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Viðskiptahá- skólinn á Bifröst með sam- eiginlega náinskynningu. Kynningin verður í Hyrnu- torgi í Borgarnesi milli kl. 16.00-19.00. Þar munu kynningarstjórar skólanna veita gestum og gangandi upplýsingar um þá náms- möguleika sem í boði eru. Þetta er í annað sinn sem skólarnir standa að sameigin- legri kynningu í Hyrnutorgi, en hún þótti takast vel í fyrra. Þessi kynning er liður í sam- starfi háskólastofnana í Borg- arfirði. Þar er Snorrastofa með talin, en upplýsingar urn starfsemi þar niunu einnig liggja framnti á kynningunni. Gervigras í Búðardal Á síðasta fundi sveitar- stjórnar Dalabyggðar var samþykkt að sækja um styrk frá KSI til að setja gervigras á grasvöll við Grunnskólann í Búðardal. Samkvæmt heimildum Skessuhorns verður sótt um styrk til að byggja svokallaða sparHelli, þ.e. litla gervigrasvelli, í flestum þéttbýlisstöðum á Vesturlandi. Ályktað um háskóla Á 94. fundi hreppsnefndar Borgarþarðarsveitar var fjall- að um frumvarp til breytinga á lögum um búnaðarffæðslu. I kjölfar urnræðu um málið, sem var mjög jákvæð, var eft- irfarandi bókun samþykkt: „Sveitarstjórn Borgar- fjarðarsveitar fagnar fram- komnu frumvarpi um breytingar á lögum um bún- aðarffæðslu nr. 57/1999, með síðari breytingum. Með ffumvarpinu er enn frekar varðaður sá vegur að treysta Hvanneyri í sessi sem mið- stöð ffæða og rannsókna í ís- lenskum landbúnaði. Sveit- arstjóm heitir því að vinna hér eftir sem hingað til með Landbúnaðarháskólanum og landbúnaðarráðuneytinu við uppbyggingu staðarins þannig að hann geti með sónia tekið við þeirri starf- semi sem honum er ætlað.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.