Skessuhorn - 05.05.2004, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 2004
^uhSSUIiu^
Krakkar úr Kleppjámsreykjaskóla í Borgarfirði gera það gott á dansgólfinu
Fjögur pör unnu
Islandsmeistaratida um helgina
/ra'-i/iny t'i/(nutar
Umsjón: íris Artbúrsdóttir.
HÚSRAÐ
Til aðfá semferskast bragð affrosnu
grænmeti þá er gott að skola það með
heitu vatni fyrir suðu til að losna við
fi osna vatnið sem er utan á því. Það er
líka gott að salta aðeins, sykra og setja
grcenmetistening í pottinn.
Frá stafgöngunámskeiði í Ólafsvík f vetur.
Leiðbeinendanám-
skeið í stafgöngu í
Hólminum
Stafaganga - Nordic
walking. Þessi tegund hreyf-
ingar er nú stunduð af miljón-
um manna um allan heim og
hentar jafht ungum sem öldn-
um, hjartasjúlkingum og
keppnisfólki.
Ganga er okkur öllum eðli-
leg og því rösklegar sem geng-
ið er því fleiri hitaeiningum er
brennt. Rannsóknir sýna að
brennslan í stafgöngu er 20%
meiri en í venjulegri göngu og
stafagangan styrkir líkamann
að auki 40% meira en venjuleg
ganga. Því er stafaganga ein-
föld og áhrifarík aðferð til að
komast í gott form.
Laugardaginn 8. maí verður
stafgöngunámskeið (íyrir leið-
beinendur og aðra áhugasama
einstaklinga) haldið í Stykkis-
hólmi. Námskeiðið er bæði
bóklegt og verklegt og byrjar
kl. 9 og stendur tii 17. Nám-
skeiðskostnaður er 7.500 kr.
Áhugasamir vinsamlegst
hafið samband við Oldu Páls í
síma 865-0294.
(Fréttatilkynning)
Unglingar IB.
Tæplega helmingur nem-
enda Kleppjárnsreykjaskóla, 45
krakkar, tóku þátt í Islands-
meistaramótinu í samkvæmis-
dönsum sem fram fór í Laugar-
dalshöll um helgina. Með þeim
var einn nemandi Andakíls-
skóla sem æfir dans með
krökkunum á Kleppjárnsreykj-
um.
Það má svo sannarlega telja
til tíðinda þennan mikla dansá-
huga á Kleppjárnsreykjum og
ekki síður góðan árangur
krakkanna sem keppa undir
merkjum Gulltopps sem er
dansfélag á vegum Dansskóla
Jóns Péturs og Köru. Fjögur
pör ffá Kleppjárnsreykjaskóla
urðu Islandsmeistarar á mótinu
og átta önnur komust á verð-
launapall. Klara Sveinbjarnar-
dóttir og Auður Eyleif Ein-
arsdóttir urðu Islandsmeistarar
í flokknum Börn 2d. Hjálmur
Orn Arnason og Kristrún
Sveinbjarnardóttir unnu Is-
landsmeistaratitil í flokknum
unglingar 2a. Þá urðu þær
Aslaug Katrín Hálfdánardóttir
og Unnur Jónsdóttir Islands-
meistarar í flokknum ung-
menni D og Arnar Hrafn
Snorrason og Eva Margrét Ei-
son og Katrín Sigurðardóttir 4.
verðlaun fyrir Latín dansa í
flokki lb.
„Þetta byrjaði í fyrra með
dansnámskeiði hjá Ásrúnu frá
Dansskóla Jóns Péturs og
Köru. Hún sagði eftir nám-
skeiðið að það væru svo margir
í hópnum sem ættu erindi í
keppni að við skelltum okkur á
Islandsmeistaramótið þar og
það gekk frábærlega,“ segir
Eva Karen Þórðardóttir leið-
beinandi í Kleppjárnsreykja-
skóla sem haft hefur umsjón
með æftngum dansaranna ungu.
„Eftir ævintýrið í fyrra ákváðum
við að skella okkur á fullt í vet-
ur og höfum verið með dansæf-
ingar einu sinni í viku síðan í
haust. Krakkarnir hafa síðan
verið að sýna dans og hafa vak-
ið verðskuldaða athygli. Það
hefur verið virkilega gaman að
vera með þeim í þessu en áhug-
inn er svo mikill að maður má
hafa sig allan við að koma með
ný spor. Síðan eru þau dansandi
um alla ganga þannig að fólk
getur varla gengið um,“ segir
Eva Karen. __
ríksdóttir urðu íslandmeistarar
í flokknum 1 b Latín.
Asta Rún Guðmundsdóttir
og Guðbjörg Regína Gunn-
arsdóttir urðu í þriðja sæti í
flokknum börn 2d. Andrés
Konráð Gunnarsson og Herdís
Asta Pálsdóttir urðu í 4. sæti í
flokknum börn 1 standard og
latín dönsum. Guðmundur
Snorri Sigfússon og Halldóra
d. Latín. Sigurður Hannes
Sigurðsson og Alfheiður
Sveinsdóttir urðu í 2. sæti í
flokknum ungl. 2a latín. Sveinn
Flóki Guðmundsson og Mar-
grét Lilja Gunnarsdóttir end-
uðu í 3. sæti í ungl. 2a og Flosi
Olafsson og Erna Dögg Páls-
dóttir urðu í 2. sæti í flokknum
unglingar lb.
Þá fengu þau Logi Sigurðs-
Unglingar IIA.
Guðjónsdóttir urðu í 2. sæti í
flokknum. Unglingar 2 latín.
Hafdís Osk Hafsteinsdóttir og
Sara Dögg Hafþórsdóttir
höfnuðu í 5. sæti í Unglingar 1.
Beikon og tómatabaka
Þetta er kröftug og matar-
mikil baka. Eg hef notað hana
sem klúbbrétt við frábærar
undirtektir. Berið hana fram
með frískandi salati og léttu
hvítvíni í góðra vina hópi.
300 gr. Smjördeig (festjros-
ið út í búð)
100 gr. Ferskir sveppir
150 gr. Lúxns beikon
1 dós niðursoðnir tómatar
3 egg
Salt og pipar d hntfsoddi
1 msk söxuðfersk basilika
5 msk. sýrður rjómi
1 msk brætt smjör
Riftnn óðalsostur
Vætið bökuformið með
vatni svo deigið festist ekki
við í bakstrinum og fletjið
smjördeigið út og setjið í mót-
ið. Smjörsteikið sveppina
(gott að krydda með örlitlu
timian) sneiðið og steikið
beikonið og sigtið tómatana.
Hellið þessu öllu á bökubotn-
inn. Hrærið saman eggjum,
svörtum pipar, salti og
basiliku. Bætið sýrða rjóman-
um smátt og smátt saman við
og loks brædda smjörinu.
Hellið vökvanum yfir
tómatana, beikonið og svepp-
ina og stráið rifna ostinum
yfir. Bakið í 10 mínútur við
200°C lækkið síðan ofninn í
180°C og bakið áfram í 20 -
25 mínútur. Ef bakan byrjar
að dökkna er ágætt að setja ál-
pappír yfir hana á meðan
böknartímanum stendur.