Skessuhorn - 12.05.2004, Blaðsíða 1
Tvö Islands-
met hjá
Kolbrunu
Kolbrún Yr Kristjánsdótt-
ir hefur náð glæsilegum ár-
angri á Evrópumótinu í
sundi sem stendur nú yfir í
Madrid á Spáni.
A mánudag setti Kolbrún
Yr nýtt Islandsmet í 50 m
flugsundi er hún synti á tím-
anum 27,17 sek og hafnaði
hún í 21. sæti. I gær hélt hún
áfram á sömu braut og stór-
bætti eigið íslandsmet í 100
m skriðsundi. Tími hennar
var 56,86 sek sem gaf henni
14. sætið í undanrásum og
sæti í undanúrslitum. Þar
synti hún á tímanum 57,42
og endaði í sextánda sæti.
Ragnheiður Ragnarsdóttir
nappaði afturámóti nýju Is-
landsmeti Kolbrúnar er hún
synti á tímanum 56,77. Engu
að síður glæsilegur árangur
hjá Kolbrúnu.
Skora þeir
mörkin?
Islandsmótið í knattspyrnu
hefst á laugardag. Að venju
kynnir Skessuhorn leikmenn
IA í Landsbankadeildinni og
ræðir við nokkra boltadrengi.
Sjá bls 8 - 10.
Pétur Bogason verkstjóri í áhaldahúsi Snæfellsbæjar kennir aðstoðarmanni sínum, Kristni Jökli, réttu handtökin.
Sameinast um
reiðhallarbyggingu
Á nýafstöðnum aðalfundi
hestamannafélagsins Faxa í
Borgarfirði var samþykkt að
ganga til samstarfs við hesta-
mannafélagið Skugga í Borgar-
nesi, um byggingu reiðhallar á
vallarsvæði hinna síðameíndu.
Jafhframt var samþykkt að fé-
lögin myndu sameinast um vall-
araðstöðu í Borgarnesi. „Við
höfnuðum góðu boði frá Ár-
manni á Miðfossum um að
ganga til samstarfs um uppbygg-
ingu vallaraðstöðu þar en niður-
staðan var sú að nýta þá aðstöðu
sem til er og vinna að því að
bæta hana enn frekar,“ segir Jó-
hannes Stefánsson gjaldkeri
Faxa.
Jóhannes segir að félagsmenn
Faxa hafi, sem von var, haft mis-
munandi skoðanir á málinu en
tillagan um að ganga til sam-
starfs við Skugga var að lokum
samþykkt með nokkram meiri-
hluta. Faxi hefur um áratuga
skeið haft á leigu svæði í landi
Ferjukots, Faxaborg, en það
hefur ekki verið hægt að nýta
nema hluta úr árinu. Einnig hef-
ur Faxi haldið mót á reiðvelli
Landbúnaðarháskólans á
Hvanneyri. Jóhannes segir ekki
hafa verið tekna ákvörðun um
framtíð Faxaborgar en það sé
inni í myndinni að Faxi nýti það
svæði t.d. undir barna- og ung-
lingastarf.
Stefnt er að því að fýrirhuguð
reiðhöll verði vígð á næsta ári en
auk Skugga og Faxa mun Borg-
arbyggð og Hrossaræktarsam-
band Vesturlands koma að
byggingu og rekstri hennar.
Ætlunin er að reiðhöllin verði
fjölnotahús sem notað verði
undir fleiri íþróttagreinar en
hestamennsku og einnig fýrir
sýningarhald ofl.
GE
Fallist á vegagerð
um Klifliraun
Skipulagsstofnun hefur fallist
á lagningu Utnesvegar frá ánni
Sleggjubeinu að syðri enda
Stapafells og hyllir því loks
undir að hægt verði að ráðast í
þessa vegagerð eftir tíu ára bið.
Eins og fram hefur komið í
Skessuhorni hefur umrætt
vegarstæði farið tvívegis í um-
hverfismat.
Vegagerðin lagði fram fjórar
tillögur að veglínum og voru
þær allar samþykktar af Skipu-
lagsstofnun. Sú veglína serft
Vegagerðin hefur lagt áherslu á
liggur nokkru neðar í landinu
en núverandi vegur og telur
Skipulagsstofnun að hún hafi
mikil og óafturkræf áhrif á jarð-
myndunina í Klifhraun. í ljósi
upplýsinga um að umferðarör-
yggi verði ekki tryggt með öðr-
um leiðum fellst stofnunin
hinsvegar á umrædda veglínu.
„Við lýsum ánægju okkar
með þessa skynsamlegu á-
kvörðun Skipulagsstofnunar og
fögnum því að hún skuli loksins
liggja fyrir,“ segir Kristinn Jón-
asson bæjarstjóri Snæfellsbæjar.
Samkvæmt vegaáætlun liggur
fyrir fjárveiting til að hefja
framkvæmdir við Utnestveg
um Klifhraun og má búast við
að verkið verði boðið út síðar á
þessu ári. GE
Áleggsveisla
Allt álegg frá Borgarnes Kjötvörum og Goða með
Evrovision snakkið, gosið, nammið og allt hitt fæst hjá okkur lika.
afslætti
BORGARNESI j
Góður kostur...
Stórmarkaður Hyrnutorgi S. 430 5533
Opið virka daga frá kl. 09-19
laugardaga frá kl.10 -19
sunnudaga frá kl. 12-19
www.kb.is
40EŒIÞ
-gottval
Akranesi
opið alla daga
sími: 431 4030
Grundarfirði
opið alla daga
sími: 438 6979