Skessuhorn - 12.05.2004, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 12. MAI 2004
^sstmu^
Allt nema siginnjiskur
Sigurður Skúli Bárðarson tók nýverið við sem
hótelstjóri á hinu fornfræga hóteh, Búðum.
Fornfræga en þó ekki foma því sem kunnugt
er var fyrir tveimur árum byggt nýtt hótel á
grunni hins gamla Búðahótels sem brann til
granna.
Sigurður Skúli er á kunnuglegum slóðum í
fleiri en einni merkingu en hann hefur verið
lengi í þessum bransa. Hann var meðal annars
aðstoðarhótelstjóri á Hótel Holti um árabil og
síðar hótelstjóri á Hótel Stykkishólmi og
Icelandairhotel Selfoss. Þá á hann ættir að rekja á Búðir, föðuramman,
Metta Kristjánsdóttir, er fædd og uppalin á Búðum en hann er sjálfur fædd-
ur og uppalinn í Olafsvík.
Fullt nafii: Sigurður Skúli Bárðarsm
Fæúngardagur og ár: 1. sept 1950
Starf: Hótelstjóri■ og framkvæmdastjóri Hótel Búða ehf
Fjölskylduhagir: Giftur Jóhimnu Hauksdóttur og á þtjú börn
Hvemig bíl áttu? Toyota LandCmiser árg 2000 og Volvo árg 1994
Uppáhalds matur? Allur vel eldaður matur nema siginnfiskur
Uppáhalds drykkur? Gott rauðvínfrá Bordeaux í Frakklandi
Uppáhalds sjónvarpsefni? Affingrum fram
Uppáhalds sjónvarpsmaður? Jón Olafsson
Uppáhalds leikari innlendur? Siggi Sigurjóns
Uppáhalds leikari erlendur? Robert De Niro
Besta bíómyndin? The Godfather
Uppáhalds íþróttamaður? Friðrik Ari sonur minn.
Uppáhalds íþróttafélag? Leeds
Uppáhalds stjómmálamaður? Þarfórstu nú með það.
Uppáhalds tónlistamiaður innlendur? Það eru svo margir góðir, get ekki gert
upp á milli þeirra.
Uppáhalds tónlistarm. erlendur? John Lennon og Tina Tumer að jálfiögðu
Uppáhalds rithöfundur? Enginn sérstakur
Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóminni? Hlynntur ríkisstjóm sem stend-
ur sig.
Hvað meturðu mest ífari annarra? Heiðarleika
Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra? Oheiðarleiki
Hver erþinn helsti kostur? Þarfórstu nú alveg með það
Hver er þinn helsti ókostur? Þettafer nú að verða svolítið þreytandi
Hvemig er að vera kominn aftur á heimaslóðir? Mér líður vel hér á Snæ-
fellssnesinu, Drottningu íslenskrar náttúru og svo er samstarffólkið alvegfrábært.
Vel bókaðfyrir sumarið? Svona lurkur
I hveijufelst hið dulaTfulla aðdráttarafl Búða? Upplifðu það sjáfiur
Eitthvaðað lokum? Þarsemjókidinn ber við loft hættir landið að verajarðneskt,
en jörðin fier hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þess
vegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkirfegurðin ein, ofar hverri kröfu. “
f/Áffjutar
Koníaksbomba
(fyrirfullorðna)
Þetta er ekta saumaklúbbsrétt-
ur, einnig upplagt að útbúa og
taka með sér í sumarbústaðinn og
hafa efrir grillmatinn. Sætur og
stendur fyrir sínu. I staðinn fyrir
koníakið má setja eitthvað annað
bragðefni eftir smekk.
Marengsbotn:
3 stk. eggjabvítur
11/2 dl. púðursykur
1 dl. sykur
2 stórir bollar Rice Crispies
Þeytið vel saman eggjahvítur,
púðursykur og sykur. Hrærið
Sitt lítið af hverju
Nú stendur yfir sýn-
ing í Listasetrinu
Kirkjuhvoli á Akranesi
þar sem nemendur
Brekkubæjarskóla sýna
verk sín í list- og verk-
greinum og þátttöku
skólans í Comeniusar-
verkefninu. Sýningin
ber nafnið „Sitt lítið af
hverju", en henni lýkur
16. maí nk. Listasetrið
er opið alla daga nema
mánudaga frá kl. 15-
18.
MM
Mikið framundan í tónleikahaldi á vegum Heimskringlu
Rússneskur kammerkór
Fjöldi stórra tónlistarviðburða
er á dagskrá í Reykholtskirkju í
vor og í sumar. Næstkomandi
sunnudag, 16. maí, verða stór-
tónleikar í kirkjunni með karla-
kór St. Basils kirkjunnar í
Moskvu. Kórinn er karla-kam-
merkór sem kennir sig við dóm-
kirkju heilags Basils í Moskvu og
flytur andlega og veraldlega
rússneska tónlist. Tónleikarnir
eru samstarfsverkefni Listahá-
tíðar í Reykjavík, Heimskringlu
og Reykholtskirkju, en kórinn
syngur við opnun Listahátíðar
2004.
„Þetta er gríðarlega mikill
viðburður og við erum ánægð
með að fá þennan ffábæra kór
hingað til okkar,“ segir Dagný
Umsjón: Iris Arthúrsdóttir.
Rice Crispies út í. Setjið á bök-
unarplötu og bakið við 150°C í
1 klst.
Súkkidaðisósa:
200 gr. Síríus suðusúkktdaði
1 dl. rjómi
Sett í pott og hitað þar til
súkkulaðið er bráðnað. Kælið.
Rjóntakrem:
1/2 l. rjómi
3 eggjarauður
5 msk. flórsykur
5 msk. koníak
Eggjarauður og flórsykur
þeytt vel saman, rjóminn þeytt-
ur sér og öllu hrært varlega
saman ásamt koníakinu.
Marengsbotninn brotinn í
stykki og settur í skál eða mót.
Súkkulaðisósunni hellt yfir og
rjómakreminu smurt þar yfir.
Síðan er kakan skreytt með
ferskum ávöxtum og sælgæti að
vild.
HUSRAÐ
Til að gera pylsurnar bragðbetri má
setja einn tening af krafti og smá
pilsner í pottinn þegar þær eru hitaðar
Emilsdóttir framkvæmdastjóri
Heimskringlu í Reykholti.
„Þessir tónleikar eru samstarfs-
verkefni Listahátíðar í Reykjavík
og Heimskringlu en kórinn mun
taka þátt í opnun listahátíðar á
föstudag og það var uppselt á
tónleika þeirra í Reykjavík á
svipstundu. Það sýnir best hvað
þarna er á ferðinni."
Dagný segir að hugmyndin að
þessu samstarfverkefni hafi
fæðst þegar hún var viðstödd
850 ára afmæli erkibiskupsstóls-
ins í Niðarósi í Noregi í fyrra.
„Eg kom þá að máli við Þórunni
Sigurðardóttur framkvæmda-
stjóra Listahátíðar og hún tók
strax vel í þessa hugmynd," seg-
ir Dagný.
Næstkomandi föstudag verða
tónleikar í Reykholtskirkju með
karlakórnum Söngbræðrum og
Diddú þar sem ítölsk einsöngs-
lög og aríur verða meðal annars
á efnisskránni. „Síðan er mjög
spennandi viðburður hér 29.
maí. Þá verða hér tónleikar með
Kirkjukór Reykholtskirkju og
Hvanneyrarsóknar, undir stjóm
Bjarna Guðráðssonar. Kórinn er
að undirbúa ferð til Vestur
Nnoregs og ædar að heimsækja
vini okkar þar sem hafa styrkt
Snorrastofu. A tónleikana kem-
ur tónlistarfólk frá Bergen og
ædar að vera með kórnum á tón-
leikunum,“ segir Dagný.
Þá má að sjálfsögðu nefria að
Reykholtshátíðin verður á sín-
um stað 23.- 25. júlí, en sú tón-
listarveisla hefur notið mikilla
vinsælda síðustu ár. Þá er í und-
irbúningi orgeltónleikaröð á
vegum Organistafélags Islands
og ýmsir fleiri tónlistarviðburðir
verða á dagskránni að sögn Dag-
nýjar.
GE
Dansandi systur
Þeir sem hafa áhuga á að láta birta uppáhalds uppskriftina
sína geta sent hana inn ásamt ljósmynd af sjálfum sér eða réttinum (500 kb eða
stærri), fullu nafni, heimilisfangi og síma á netfangið irís@skessuhom.is
Iðunn Jónasardóttir
og Adi Björn Gústavs-
son urðu Islandsmeist-
arar í K-flokki, latin
dönsum sem fram fór
þann 1 maí sl. Þau
dönsuðu 4 dansa;
sömbu, cha cha cha,
rúmbu og jive. Iðunn
og Adi eru búin að æfa
saman dans í tvö ár hjá
Dansskóla Jóns Péturs
og Köru, en þetta er í
fýrsta skipti sem þau
sigra á svo stóru mótí.
Aður hafa þau m.a.
unnið Lottó-keppnina 2002 og
hafriað í 2. sæti í danskeppni í
mars sl.
Iðunn er nemandi í 10. bekk
Brekkubæjarskóla á Akranesi en
Adi Bjöm er nemandi í 10. bekk
Valhúsaskóla. Saman stefria þau
að því að taka þátt í alþóðlegri
danskeppni á Irlandi í febrúar á
næsta ári.
Yngri systir Iðunnar, Maren
Jónasardóttir, sem er nemandi í
Systurnar Iðunn og Maren Jónasardætur.
4. bekk Brekkubæjaskóla, hefur
einnig orðið Islandsmeistari í
latín dönsum, þ.e. í flokknum
börn I-ad í maí árið 2003. Mar-
en hlaut einnig 1. sæti í tveimur
öðmm keppnum sem haldnar
vom í nóvember 2003 og í febr-
úar 2004. I keppninni núna í
maí þá keppti Maren með nýj-
um dansfélaga sem heitir Karl
Friðrik Hjaltason og náðu þau
7. sæti, en það vom nítján pör
sem kepptu í þeirra riðli. MM