Skessuhorn - 12.05.2004, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 12. MAI 2004
Bjartsýni í loftinu
„Það er bjartsýni í loftinu hér
á Skaganum og hefur verið
síðan í vetur,“ segir Gunnlaug-
ur Jónsson, fyrirlið ÍA. „Það fer
ekki á milli mála að vænting-
arnar eru töluverðar hjá bæjar-
búum og öðrum stuðnings-
mönnum. Það er síðan okkar
leikmannanna að rísa undir
því.
Við erum með breiðari hóp
en síðastliðin ár. Hópurinn er
kannski ekki svo rosa stór en
þéttari en oft áður og það er
Ijóst að það verður töluverð
samkeppni um stöður í liðinu
og það ætti að skila sér í betri
spilamennsku. Við stöndum til-
tölulega vel hvað varðar
meiðsli. Aðal áhyggjuefnið er
Þórður markmaður en vonandi
er hann í lagi og við þurfum
ekki að hugsa meira um það
mál,“ segir Gunnlaugur.
Fyrirliðinn, er eins og flestir
aðrir, bjartsýnn á sumarið:
„Þetta verður erfitt mót þar
sem mér sýnist að mörg lið
séu bærilega sterk en að sama
skapi verður þetta skemmti-
legt. Við munum allavega
leggja okkar af mörkum til að
svo verði.“
Leikir ÍA keppnistímabilið 2004
Sun. 16. maí. 14:00.............................ÍA - Fylkir Akranesvöllur
Fim. 20. maí. 14:00.........................ÍA - Grindavík Akranesvöllur
Þri. 25. maí. 20:00..........................Fram - ÍA Laugardalsvöllur
Þri. 01. jún. 19:15...............................ÍA - KA Akranesvöllur
Mið. 09. jún. 20:00 ..................................KR - ÍA KR-völlur
Mið. 16. jún. 19:15...............................ÍA - FH Akranesvöllur
Mið. 23. jún. 19:15........................Keflavík - ÍA Keflavíkurvöllur
Þri. 29. jún. 19:15.......................ÍA - Víkingur R. Akranesvöllur
Mið. 07. júl. 19:15...............................Fylkir - ÍA Fylkisvöllur
Lau. 10. júl. 14:00..............................ÍBV - ÍA Hásteinsvöllur
Mán. 19. júl. 19:15.....................Grindavík - ÍA Grindavíkurvöllur
Sun. 25. júl. 19:15.............................ÍA - Fram Akranesvöllur
Sun. 08. ágú. 18:00..............................KA - ÍA Akureyrarvöllur
Sun. 15. ágú. 18:00...............................ÍA - KR Akranesvöllur
Sun. 22. ágú. 18:00.............................FH - ÍA Kaplakrikavöllur
Sun. 29. ágú. 18:00..........................ÍA - Keflavík Akranesvöllur
Sun. 12. sep. 14:00........................Víkingur R. - ÍA Víkingsvöllur
Lau. 18. sep. 14:00...............................ÍA - ÍBV Akranesvöllur
Spá þjálfara og
fyrirliða
úrvalsdeildarliðanna
1. KR 267 stig
2. ÍA 260
3. FH 241
4. Fylkir 233
5. KA 145
6. Keflavík 139
7. Fram 103
8. ÍBV 102
9. Grindavík 96
10. Víkingur 64
Spá
Skessuhorns
1. ÍA
2. KR
3. FH
4. Keflavík
5. KA
6. Fylkir
7. Grindavík
8. ÍBV
9. Víkingur
10. Fram
Spennandi mót
framundan
segir Gunnar Sigurðsson formaður meistaraflokks
„Ég er mjög spenntur í upp-
hafi móts fyrir margra hluta
sakir," segir Gunnar Sigurðs-
son, formaður Meistaraflokks-
ráðs Knattpspyrnufélags ÍA .
„Við erum komnir aftur í
Evrópukeppni og þetta verður
kannski í fyrsta sinn í langan
tíma sem við eigum raunhæfa
möguleika á að komast áfram.
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem ég hef fengið frá KSÍ
verðum við í riðli með írlandi,
Eistlandi, Luxemburg, og
Færeyjum. Þar eru engir vond-
ir kostir og ágætar líkur á að
komast áfram. Síðan verður
að sjálfsögðu gaman að fylgj-
ast með íslandsmótinu í sum-
ar. Við erum með reynslumikið
lið og það verður fróðlegt að
sjá hversu langt það fer í sum-
ar. Reynslan á eftir að verða
okkur mikilvæg. Við höfum
þarna reynslumikla menn eins
og Gulla, Julian og Hadda, svo
dæmi séu tekin og síðan er
kominn tími á að ungu strák-
arnir springi út. Mér sýnist að
það muni allir fá meira aðhald
og það verði meiri samkeppni
í liðinu í sumar."
Gunnar segist vera hóflega
bjartsýnn á sumarið enda sé
það aðalatriðið að vera yfir í
september, en ekkert lið verði
meistari áður en mótið hefst.
„Það er aðalatriðið að láta
spárnar ekki rugla sig. Menn
verða að vera vinnusamir og
halda sig við jörðina," segir
Gunnar.
Góðir starfskraftar óskast:
Framtíðarstörf
I boði er vinna hjá bátasmiðjunni Knörr
ehf, Smiðjuvöllum 26 á Akranesi.
Mikil vinna framundan.
Góð laun í boði fyrir góða starfskrafta.
Nánari upplýsingar gefnar í síma
431 2367.
BÁTASTÖÐIN KNÖRR
Smiðjuvöllum • Akranesi • Sími: 431 2367 • Fax: 431 1523
Netfang: knerrir@knerrir.is • Heimasíða: knerrir.is
Auglýsingasíminn er
433 5500
*
I takt við þín eyru -
tónlist og textar
Sumardagurinn fyrsti og
veðrið hæfir deginum. Eg
slít mig frá sólskininu inn í
myrkrið í Bíóhöllinni því
heiti tónleikanna er ómót-
stæðilegt. I takt við lífið og
ég vil endilega vera í takt við
lífið og ég vil endilega heyra
hvernig fiðlusveitin nær þeim
takti.
Eg hef ekkert sérstaklega
I þroskuð tóneyru, en þvílík
upplifun þarna í myrkrinu
með öllum þessum duglegu
stelpum og fullorðnu með-
spilurum. Stelpurnar voru
svo afslappaðar og fluttu text-
ana svo áreynslulaust og á-
heyrilega að það var hreint ó-
| trúlegt.
Stjórnandinn Ragnar
Skúlason ásamt undirspilur-
I um þeim Bryndísi Bragadótt-
ur og Ragnari Knútssyni
héldu vel og örugglega utan
um hópinn og geisluðu stúlk-
urnar af öryggi og gleði. Það
er ekki auðvelt að ná fram
skýrum framburði hjá svo
ungum flytjendum en þær
komu hverju sérhljóði til
skila.
Textarnir eru eftir ýmsa
höíúnda og eru hugleiðingar
sem eiga erindi við alla. Allt
auðmeltir textar og skemmti-
legir. Frábærlega fallega
fléttuð heild af textum og
tónum og ekki á hverjum
degi sem maður fær tækifæri
til að hlusta á þetta form af
tónlistarflutningi.
Ef þú vilt komast að því
hvernig maður á að komast í
takt við lífið án þess að týna
sjálfúm sér þá er svarið að
finna í Bíóhöllinni 18. maí kl
20:30.
Takkfyrir og góba skemmtun,
Steinunn Guðmundsdóttir
Tveir giftir sitja á barnum
og eru að spjalla sarnan.
„Eg skil ekkert í þessu, í
hvert skiptáð sem ég fer heim
af barnum þá slekk ég á aðal-
ljósunum á bílnum og læt
hann renna hljóðlega inn í
innkeyrsluna.
Ég passa að skella ekki
hurðinni og læðist á sokkun-
um upp stigann, fer úr fötun-
um áður en ég kem inn í
svefnherbergi og leggst var-
lega í rúmið. Samt æpir konan
mín á mig að ég eigi ekki að
koma svona seint heim því ég
vekji hana alltaf!“
„Iss“ segir hinn. „Þú ert að
gera þetta alveg vidaust. Þeg-
ar ég fer heirn þá sdlli ég á háu
ljósin þegar ég kem inn göt-
una og skransa inn í bílastæð-
ið og flauta. Ég skelli hurðinni
og hleyp upp stigann, hossa
mér upp í rúm, slæ hana á
rassinn og segi HVER ER
GRAÐUR?“ „Einhvern veg-
inn þá þykist hún alltaf vera
sofandi.“