Skessuhorn - 12.05.2004, Blaðsíða 5
^ntssunu^
MIÐVIKUDAGUR 12. MAI 2004
5
SHAhlýtur
hvatningarverð-
laun ríkisins
Sjúkrahúsið og heilsugæslu-
stöðin á Akranesi hlaut sl.
mánudag hvatningarverðlaun
fjármálaráðuneytisins árið
2004. Viðurkenning þessi var
veitt í hófi sem ráðherra hélt
nokkrum stofnunum, í Ráð-
herrabústaðnum við Tjarnar-
götu í Reykjavík, í tengslum
við útnefningu fyrirmyndar-
stofnunar í ríkisrekstri árið
2004. í ár hlaut ÁTVR þann
titil. Aðrar stofnanir sem komu
til álita voru Fiskistofa, Iðn-
tæknistofnun, Landmælingar
og SHA, en þetta er í fyrsta
sinn sem heilbrigðisstofnun
kemur til álita í þessu sam-
bandi en ÁTVR sóttist eftir
þessari viðurkenningu nú í
fimmta sinn. Sérstök dóm-
nefnd undir forsæti Harðar
Sigurgestssonar, fv. forstjóra
Eimskips annaðist valið. I um-
sögn dómnefndar um stofnun-
ina segir m.a.:
„Heilbrigðisstofnunin
[Sjúkrahúsið og heilsugæslu-
stöðin á Akranesi] markaði sér
stefnu árið 1998 sem nýlega
var endurskoðuð og staðfest af
ráðherra. I áætlunum sínum
setur hún fram skýr markmið,
m.a. töluleg, leiðir til að ná
markmiðum og hvernig staðið
skuli að árangursmati. Hluti
árangursmælikvarða er sam-
eiginlegur með öðrum heil-
brigðisstofnunum og hefur
stofnunin verið virk í því þró-
unarverkefni. Stjórnendur og
hluti annarra starfsmanna vann
að stefnumótuninni og er unn-
ið að því að hrinda aðgerðaá-
ætlun í framkvæmd með gæða-
verkefnum. Nefndin telur að
þær breytingar sem unnið er
að innan sjúkrahússins séu afar
áhugaverðar. Hvatt er til þess
að unnið sé ötullega að málum
til þess að ná sýnilegum ár-
angri sem fyrst. Nefndin telur
að fleira sé til vitnis um að vel
sé staðið að málum og að
stofnunin standi framarlega á
meðal heilbrigðisstofnana. Þar
skal helst nefna lyfjamálin,
innkaup, áætlanagerð og sam-
starfssamninga.“
MM
Tilkynning
Innri Akraneshreppur og Skilmannahreppur hafa
ráðið Ingva Ragnarsson sem refaskyttu fyrir
. hreppanafyrir grenjatímabilið 1. april til 1. ágúst
\ 2004. A þessu tímabili er öðrum ekki heimil
§ refaveiði í hreppunum.
Oddvitar lnnri Akraneshrepps og
Skilmannahrepps.
BILALEIGA - BILASALA
Þjóðbraut 1 • Akranesi • Sími: 431 2622
i SALA.
Nokkrir
góðir
á staðnum
MMC Galant GTZ/2002 ekinn 46 þús. km, vel búinn bíll. Ásett
verð2.650.000,-
Renault Laguna RT11/1999 ekinn 42 þús.km. Vel hirtur ogfallegur
bíll. Ásett verð 1.230.000,-
Opel Astra stw. 01/2001 ekinn 57þús km. Snyrtilegur bíll. Ásett
verð 1.390.000,-
MMC Lancerstw 6/1997 ekinn 125 þús km. Vel útlítandi bíll. Ásett
verð580.000,-
Hyundai Accent 9/1999 ekinn 55 þús km gott eintak á góðu verS.
Ásett verð590.000,-
Hyundai Sonata 6/1999 ekinn 49 þús km eðaIvagn á góðu verS
Ásett verð 1.030.000,-
Renault Sénic 6/1999 ekinn 77 þús km frábœrfjölskyldubíll, gott
útlit. Ásett verð 990,000-
Honda Civic Aerodeck 10/1998 ekinn 100 þús kmfallegur. Ásett
verð920,000-
Gott úrval bíla á staðnum
Vantar ýmsar gerdir bíla á skrá og á staöinn svo sem jeppa, jepplinga, pickupa
og einnig ýmsar gerðir fólksbíla á öllu verðbili.
Matreiðslumaður/matráður óskast til
framtiðarstarfa í Hyrnunni Borgarnesi.
Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í líflegu starfsumhverfi.
Starfssvið:
Viðkomandi gengur í öll störf í veitingastofunni, sér um gerð matseðils
dagsins og þróun nýjunga.
Innkaup, tekur þátt í gerð áætlana og ber ábyrgð á framlegð og gæðum
framleiðslunnar.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 15. maí nk.
Númer starfs er 3750.
Upplýsingar veita Þórir Þorvarðarson og Guðný Sævinsdóttir
Netföng: thorir@hagvangur.is, gudny@hagvangur.is
HAGVANGUR
Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is
Það gera líka
íli
rrpf
[^ Jr I! r
B
KE
Vestlendinga
-^ r-v v **
hfttfr f marfd
Augtýsing um breytingu á
abalskipulagi Grundarfjarbar
2003 - 2015, vegna deiliskipulags
mibbæjaneits - subur"
í Grundarfirbi
Með vísan í 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir
athugasemdum við breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003 - 2015.
Svæðið sem tillagan tekur til afmarkast af eftirfarandi;
- í norðri, af Grundargötu,
- í austri, af Borgarbraut,
- í vestri, af Eyrarvegi,
- og í suðri af Hamrahlíð og syðri mörkum lóða nr. 35 og 37 við Grundargötu.
Skipulagssvæðið er skilgreint sem miðsvæði og er ætlað fyrir blandaða starfsemi s.s.
verslun, skrifstofur, veitinga- og gistihús, menningarhús eða hreinlegan iðnað ásamt
íbúðarbyggð. Gert er ráð fyrir að Hamrahlíðinni verði lokað fyrir gegnumakstri og
verður gatan þá tveir botnlangar með aðkomu frá Borgarbraut og Hrannarstíg.
Skipulagssvæðið er 10.900 fm að stærð.
Uppdráttur ásamt greinargerð með frekari upplýsingum, liggja frammi á
bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, á skrifstofutíma, frá og með
14. maí nk. til 11. júní 2004.
Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við
tillöguna.
Athugasemdir ef einhverjar eru skulu vera skriflegar og berast á bæjarskrifstofu
Grundarfjarðar, Grundargötu 30, eigi síðar en 25. júní 2004.
Þeir sem ekki gera athugasemd innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Grundarfirði, 13.05. '04
Jökull Helgason
Skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðar