Skessuhorn - 12.05.2004, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 12. MAI 2004
^ssunu..
WWW.SKESSUHORN.TS
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501
SKRtFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi:
Ritstjóri og óbm:
Blaðamaður:
Augl. og dreifing:
Umbrot:
Prentun:
Skessuhorn ehf 433 5500
Gísli Einarsson 899 4098
Magnús Magnússon 894 8998
íris Arthúrsdóttir 696 7139
Guðrún Björk Friðriksdóttir 437 1677
Prentmet ehf.
skessuhorn@skessuhorn.is
ritstjori@skessuhorn.is
magnus@skessuhorn.is
iris@skessuhorn.is
gudrun@skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 ó
audögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass tímanlega.
ifrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum.
Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með
greiðslukorti. Verð i lausasölu er 250 kr.
433 5500
Húsaleiga
framliðinna
Císli Einarsson,
ritstjóri.
Það er dýrt að vera til. í það minnsta ef marka má for-
mann Neytendasamtakanna. Honum finnst kostnaðarsamt
að lifa, í það minnsta fyrir þá sem kjósa að neyta íslenskra
landbúnaðar afurða. Hann skilur heldur ekki í þeim sem
neita neytendum um útlendar bjúgur og erlent skyr. Það
skil ég líka vel.
Ekki dettur mér í hug að efast um það að bændur eru hin-
ir verstu svíðingar enda dylst það engum að þeir mjólka
neytendur af enn meiri natni en kýrnar á básnum og glotta
við gulltönn að bláfátækum bankastjórum og sveltandi
verðbréfabröskurum.
Þótt það sé dýrt að vera til þá tekur ekki betra við að því
loknu. Það er nefnilega líka dýrt að vera ekki til. Eftir því
sem ég kemst næst er hægt að fá þokkalegt herbergi á leigu
í Reykjavíkurhreppi með aðgang að vatnssalerni og raflýs-
ingu fýrir uþb. 20 þúsund krónur á mánuði.
Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu nú í vikunni þarf mað-
ur hins vegar að greiða tíu þúsund krónur í húsaleigu fyrir
allt að viku dvöl eftir að maður er dauður. Það mun í það
minnsta vera algeng upphæð í leigusamningum hjá líkhús-
inu í Fossvoginum og fleiri sambærilegum gististöðum víð-
ar á landinu. Það myndi því leggja sig út á fjörtíu eða fimm-
tíu þúsund kall á mánuði að leggja sig í umræddu leiguhús-
næði áður en maður leggst til hinstu hvílu. Þá eru ótalin öll
önnur útgjöld sem fýlgja því að fara yfir móðuna miklu.
Fyrir þennan pening skilst mér að hægt sé að fá þokkalegt
hótelherbergi með morgunmat og jafnvel „rúmsörviss“.
Hvorugt mun þó vera boðið uppá í líkhúsi kirkjugarðanna í
Reykjavík.
Það er með öðrum orðum dýrt að lifa jafhvel eftir maður
er dauður jafnvel þótt maður geti þá áreynslulaust neitað
sér um landbúnaðarafurðir.
Skildi virkilega engum hafa dottið í hug að stofna Nejrt-
endafélag framliðinna, nú eða í það minnsta leigjendasam-
tök?
Drottinn veittu dánum ró, fyrir tíu þúsund kall eða svo.
Gísli Einarsson, neytandi.
Dansarar frá Silfurstjörnunni
íslandsmeistarar
í línudansi
Fjórir danshópar frá Akranesi
tóku þátt í Íslandsmeistaramót-
inu í línudönsum um síðustu
mánaðarmót, þrír hópar frá
Línudansfélaginu Silfurstjörn-
unni og einn ffá félaginu „Og
útlagarnir". Unglingahópurinn
Silfuiperlan frá Silfurstjörnunni
varð Islandsmeistari í 13 - 16 ára
aldursflokki og eru þær því bæði
Islands og bikarmeistarar en þær
unnu bikarkeppnina í febrúar
s.l. Þá urðu Silfurskotturnar í
þriðja sæti í flokki 21-59 ára,
Silfurstjarnarn í því fimmta og
Og útlagarnir í 6. sæti. Þess má
geta að allir þessir hópar frá
Akranesi komust í úrslit og
verður það að teljast allgóður
árangur.
Frá heimsókn umhverfisráðherra í síðustu viku. Frá vinstri: Fijónin
Rafnhildur Árnadóttir og Guðmundur Guðjónsson, Siv Friðleifsdóttir
umhverfisráðherra og Magnús Guðmundsson fulltrúi bæjarstjórnar
Akraness.
Ráðherra skoðar skógrækt
Síðastliðinn fimmtudag
heimsótti Siv Friðleifsdóttir
umhverfisráðherra hjónin Guð-
mund Guðjónsson og Rafnhildi
Árnadóttur, en þau hafa allt frá
árinu 1988 unnið að skógrækt á
um 8 ha landi við Klapparholt
fýrir ofan Akranes. Þar hafa þau
sett niður um 30.000 trjáplöntur
í góðri samvinnu við Akranes-
kaupstað, sem hefur lagt til land
og aðstoðað við gerð stíga og
ýmislegt fleira. Einnig hefur
vinnuskóli bæjarins komið að
verkefninu auk ýmissa annarra
sem stutt hafa þau hjón.
Eftir heimsóknina sagðist Siv
Friðleifsdóttir hafa verið mjög
hrifin af dugnaði og framsýni
þeirra hjóna en þau segjast gera
þetta íýrir eigin heilsu um leið
og þau leggja bænum sínum lið
á þennan hátt. Magnús Guð-
mundsson bæjarfulltrúi var við-
staddur heimsóknina fýrir hönd
bæjarstjórnar, en hann er einnig
formaður skipulags- og um-
hverfisnefndar. Að skoðunarferð
lokinni buðu þau hjónin í kaffi
og vöfflur á heimili þeirra að
Sunnubraut á Akranesi.
MM
36 stofnfélagar í Um-
hverfishópi Stykkishólms
Fimmtudaginn 6. maí var
haldinn fýrsti almenni fundur
Umhverfishóps Stykkishólms.
Samtals skráðu sig 36 manns í
hópinn fýrir fundinn og teljast
því stofnfélagar. Þessi þátttaka
verður að teljast mjög góð í ekki
stærra bæjarfélagi og samsvarar
því að stofhmeðlimir umhverfis-
samtaka í Reykjavík væru ríflega
3.400 talsins. Umhverfishópur-
inn stefhir á að vinna að ýmsum
verkefnum, bæði sem snúa að
félögum sjálfum og viðleitni
þeirra til að ganga betur um
náttúruna og ekki síður verkefh-
um þar sem leitast verður við að
bæta umhverfi Stykkishólms.
Allt áhugafólk um umhverfismál
og fallegra umhverfi Stykkis-
hólms er velkomið í hópinn.
Nánari upplýsingar fást hjá
Menju von Schmalensee á Nátt-
úrustofu Vesturlands
(menja@nsv.is).
(f'éttatilkymiing)
Ekkert
geymslu-
gjald fyrir-
hugað
I kvöldfréttum sjónvarps
sl. mánudag var tekið til um-
fiöllunar sérstakt 10 þúsund
króna kæligeymslugjald sem
Kirkjugarðar Reykjavíkur
hafa tekið upp fýrir að geyma
lík þar til útfarir fara ffani.
Þar sagði Jóhannes Pálma-
son, stjórnarformaður
Kirkjugarðanna m.a. að slíkt
gjald væri nú þegar innheimt
í nágrannasveitafélögum og
var Akranes sérstaklega nefnt
í því sambandi.
Líkgeymsla er á Sjúkra-
húsinu og heilsugæslustöð-
inni á Akranesi. Aðspurður
sagði Guðjón Brjánsson, að
slíkt gjald væri ekki innheimt
í dag og jafnffamt að það hafi
ekki komið til skoðunar.
„Mér finnst ekki líklegt að
vilji sé til þess hjá okkur að
taka upp slíkt geymslugjald
og það hefur ekki einu sinni
verið rætt. Þetta gjald þeirra
á að standa undir rekstri og
þjónustu við líkgeymslu,
þannig að ef slíkt gjald væri
innheimt hér, þá væru það
við sem gerðum það, en svo
er einfaldlega ekki,“ sagði
Guðjón. " MM
Bærinn
styrkir tón-
listarlíf
Bæjarstjórn Stykkishólms
færði Lúðrasveit Stykkis-
hólms og Tónlistarskólan-
um á staðnum 200 þúsund
króna gjöf á tónleikum sem
haldnir voru í kirkjunni 1.
maí sl. Gjöfin er veitt í til-
efni 40 ára afmælis skólans.
Við þetta tækifæri spiluðu
bæði eldri og núverandi
nemendur skólans og áttu
bæjarbúar góða stund í
kirkjunni.
MM
Sparkvöllur
í Hólminn
Stykkishólmsbær hefur
sótt um styrk til KSI til upp-
byggingar sparkvallar í bæn-
um. Að sögn Ola Jóns
Gunnarssonar bæjarstjóra,
er svæðið sem fýrirhugað er
fýrir væntanlegan sparkvöll
á malarvellinum við Iþrótta-
húsið og skólann.
MM