Skessuhorn


Skessuhorn - 23.06.2004, Side 2

Skessuhorn - 23.06.2004, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. JUNI 2004 ^niissunuh. Til minnis Vib minnum á: Vib minnum á Færeysku dag- ana í Olafsvík sem fram fara dagana 25. - 27. júní nk. Þar ver&ur marka&ur, leiktæki, bekkpressumót, júdósýning, bryggjuball, dorgkeppni, stórdansleikur, og fleira og fleira. Hátfb sem enginn má missa af. Sjá fleiri atburöi á bls. 13 og á www.skessuhorn.is HÉ Vectyrhorfflr Gera má rá& fyrir norðaust- lægri vindátt alla vikuna. Dálít- il rigning ver&ur á mi&vikudag en hægur þerrir þa& sem eftir lifir viku. Á fimmtudag og föstudag birtir til me& köflum en verður fremur svalt. Undir helgi lagast þetta þó heldur og hlýnar, sérstaklega innvortis, sé maður staddur í Olafsvík. Hvab sag&i bankastjórinn þegar þú sag&ist ætla a& kaupa anna& hótel? Nú, hann spur&i mig bara hvort ég hef&i nokkuð dottib á höf- u&ið? Ég svar- aði honum a& ef svo væri, hefði ég ekki ska&ast mikib vi& fallið. Hann tók svarib gott og gilt og nú eru kaupin afstaðin. -sagbi Pétur Ceirsson vert og hótelhaldari á Mið-Vesturlandi eftir að hann bætti Hótel Stykkishólmi í safnið. Spnrninc( viKMnnar Spurning vikunnar I næstsíðustu viku var spurt hvort fólk ætlaöi á bæjar- og héra&shátíðir á Vesturlandi í sumar? Okkur þótti svörin þess eðlis að rétt væri að endurtaka spurninguna aftur í þessari viku í þeirri von að þa& minnti fólk á að fara á nokkrar hátí&ir. Hlutfallið lagaðist þó ekkert svo við hættum ab spyrja ab því. Nú viljum vib vita: Fórstu í leikhús á liðnum vetri? Takib afstöbu á www.skessuhorn.is VestlendinKar viKiAnnar Ab þessu sinni eru Vestlend- ingar vikunnar þau Þorgrímur Ólason frá Tóftum, Finnur Gærdbo, Svava Alfonsdóttir og fleiri góbir frændur, færeyskir og íslenskir, sem átt hafa veg og vanda ab uppbyggingu Færeysku daganna í Ólafsvík á liðnum árum. Útlit fyrir góð hey Formaður Bændasamtakanna fær ekki stundlegan frið fyrir farsímanum enda margir sem þurfa að heyra í honum hijóðið og bera upp við hann erindi. Hér bregður hann sér einmitt út úr dráttarvélinni til að heyra bet- ur hljóðið í vestfirska bóndanum sem var að skipuleggja aðalfund í Búnaðarféiaginu þar um slóðir. „Þeir þurfa að stilla sig betur eftir alman- akinu kaiiarnir og breyttum heyskapartíma, miðað við það sem áður tíðkaðist, það er ekkert vit f að halda fundi svona um há-bjargræðistím- ann, “ sagði Haraldur þegar samtalinu lauk. En vestur á firði flaug hann engu að síður í bítið næsta morgun. Heyskapur á öllu Vesturlandi gengur vel, enda tíðin verið ágæt að undanförnu og meira að segja gamalkunnugt hæðarsvæði búið að hreiðra um sig yfir Grænlandi. Þeir sem fyrstir hófu slátt byrjuðu 4. og 5. júní en það munu hafa verið þeir Trausti bóndi á A og Jón Björnsson í Deildartungu sem voru með þeim fyrstu þetta árið. Nokkrir bændur hafa nú ný- lokið eða eru við það að ljúka fyrsta slætti og hafa þeir fengið góð hey. Guðlaugur Antonsson ráðunautur hjá Búnaðarsamtök- um Vesturlands segir engan vafa leika á því að heyfengur verði betri nú en hann var efrir síðasta sumar. í sama streng tekur Har- aldur Benediktsson bóndi á Vestri Reyni, en hann var að ljúka slætti þegar Skessuhorn tók hann tali á nýræktunum hans við Másstaði sl. mánudag. MM Hvat sigur tu gamli? Færeyskar blómarósir í Ólafsvík. Mynd: Atfons Finnsson. Sumarhátíðin Færeyskir dagar í Olafsvík verður haldin í sjöunda skipti um næstu helgi. Eins og venja er verður margt sér til gam- ans gert, gestum og íbúum til skemmtunar. Má þar nefna markað, leiktæki, bekkpressu- mót, júdósýningu, bryggjuball, dorgkeppni, stórdansleik auk ýmissa sér-færeyskra dagskrár- liða. Upphafið af færeyskum dögum var að þrír Færeyingar og makar þeirra sem búa í Olafsvík tóku sig saman veturinn 1998 og hófu undirbúning ásamt öðru góðu fólki úr Ólafsvík að bæjar- skemmtun. Hátíðin tókst vel og er síðan orðin rammfastur liður í menningu bæjarins. Á færeyskum dögum er venja að bærinn fyllist af fólki og ekki hvað síst af brott- fluttum íbúum sem vilja rækta samband sitt við heimahagana. Skessuhorn hvetur Vestlendinga til að „streyma" vestur og taka þátt í skemmtilegri hátíð. MM Funchal í Grandarfirði Fyrsta skemmtiferðaskip sum- arsins átti viðkomu í Grundar- firði sl. miðvikudag. Það var skemmtiferðaskipið Funchal sem átti þar stutt stopp með 448 farþega innanborðs, mestmegnis Breta. Funchal er um 153 metr- ar að lengd og meðan það lá við bryggju beið olíuskipið Kyndill þess á ytri höfninni að geta lagst að bryggju. Móttöku- og kveðjuathöfn var fyrir gesti skipsins, sem einnig urðu fyrstu gestirnir í upplýs- ingamiðstöð Sögumiðstöðvar sem vígð var síðar um daginn. Á vegum Grundarþarðarhafn- ar hafa þær Shelagh og Johanna í Detours séð um undirbúning að móttöku farþega, en þær fóru einmitt með um 150 farþega Funchal í „Village Walk“ - þorpsgöngu. I Grundaríjarðar- kirkju var organistinn Friðrik V Stefánsson svo með tónleika fyr- ir gesti og gangandi. MM Amarvatiisheiðin opnuð Nokkur hópur veiðimanna lagði leið sína á Arnarvatnsheiði þegar umferð þangað var leyfð þriðjudaginn 15. júní sl. Hvasst hafði verið í veðri dagana á und- an en fiskur fór að gefa sig strax og vötnin tóku að hreinsa sig síðla dags á þriðjudeginum. Við Ulfsvatn var um 20 manna hóp- ur að kvöldi opnunardagsins og höfðu margir sett í fisk. Tveir sem voru við veiðar fýrsta dag- inn höfðu á land 25 fiska, að stórum hluta væna urriða þetta 3 til 5 pund, en nokkrar bleikjur voru inn á milli. Athygli vakti ný veiðitækni sem byrjuð er að ryðja sér til rúms, en það er svokölluð orma-WD40 beita. Þessi tækni byggist einfaldlega á því að spreyja ryðhreinsiefhinu WD40 á maðkinn eftir að búið er að þræða hann á öngulinn og viti menn.. Silungurinn verður alveg hamslaus og ræðst á agnið, þó ekkert veiðist á aðra beitu svo sem flugu eða spún á sama stað. Olíubrákin sem frá beit- unni berst virkar hvetjandi á fiskinn á sama hátt og þegar beitt er makríl á öngulinn. Þeim sem hyggjast leggja leið sína á Arnarvatnsheiði til veiða er bent á að nú eru seld veiði- leyfi á netinu á slóðinni www.lax-a.is en Árni Baldursson hjá Stangveiðifélaginu Lax-á hefur leigt veiðiréttinn af heimamönnum til næstu ára. Meðal breytinga til batnaðar má nefna að búið er að byggja nýtt 8 manna veiðihús við Olfsvatn og vegarslóðinn þangað frá Norðlingafljóti hefur verið lag- færður nokkuð. Breyting til hins verra er hinsvegar að verð fyrir veiðileyfi er komið í 3000 krón- ur fyrir stangardag. Rétt er að benda mönnum á að jörð er víða blaut efrir rigningar í vor og sumar og því eru vegarslóðar víða á Arnarvatnsheiði viðsjár- verðir. MM Bjartyfir Snæfellingum Mikill uppgangur virðist vera á framkvæmdasviðinu í Stykkishómi um þessar mundir og raunar á Snæ- fellsnesi öllu ef marka má fregnir frá stærstu byggða- kjörnunum á Nesinu. Víða vantar fólk til vinnu og nóg er að gera á flestum sviðum. Því til marks auglýsti Stykk- ishólmsbær nýlega tvö laus störf á vegum bæjarfélagsins laus til umsóknar en þau hefur ekki enn tekist að manna þrátt fyrir að um- sóknarfrestur sé liðinn. MM Svanhildur Thorsteinsson færir fæðinga- og kvensjúk- dómadeild SHA gjafabréf við víglsuathöfn deildarinnar í apríl sl. GjöftU SHA Geta skal þess sem vel er gert. I ffétt um opnun nýju fæðinga- og kvensjúkdóma- deildar SHA í apríl sl. reynd- ist ekki pláss fyrir nokkrar af þeim myndum sem ætlaðar voru með til birtingar. Því féll niður mjmdatexti þar sem sagt var ffá gjöf Lionsklúbbs- ins Eðnu á Akranesi en ldúbburinn gaf andvirði mat- reiðslubókar uppí kaup á veggmónitor á deildina. Það var Svanhildur Thorsteins- son formaður Eðnu sem færði SHA þessa rausnarlegu gjöf, krónur 400 þúsund. Beðist er velvirðingar á hversu seint þessi ffétt kem- ur. MM Leiðrétting I myndatexta í síðasta tölublaði með mynd af þeim sem heiðraðir voru fyrir framlag sitt til samfélagsins í Borgarbyggð var rangt farið með nafn Konráðs í Loftorku. Hann er að sjálf- sögðu Andrésson, en ekki Konráðsson. Hins vegar á hann nafna og son með þessu nafni. Strákurinn verður bara aðlaður síðar. Beðist er velvirðingar á þessu.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.