Skessuhorn - 23.06.2004, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 23 JUNI 2004
jAtaainuu.
Öflugt 12 spora starf á Akranesi
„Maður þarf eklá að selja ömmu sína áður en áfengi og
fíkniefiii eru orðin vandamál,“
segja tveir ungir menn sem tekið hafa sér taki í baráttunni við fíkniefnavandann
Hvíta húsið á Akranesi. Frá næstu mánaðamótum munu AA fundir og
12 spora starfið fara þar fram.
Undanfarið eitt og hálft ár hef-
ur hópur fólks staðið fyrir mjög
öflugu 12 spora starfi á Akranesi.
TVeir ungir menn úr þeim hópi
féllust á að segja Skessuhorni
sögu sína og gera grein fyrir
vinnunni sem í 12 spora starfinu
felst. Til þess að viðhalda 11. og
12. erfðavenju AA samtakanna
sem kveður á um að nafnleynd sé
grundvöllur starfseminnar, koma
viðmælendurnir ekki fram undir
nafni. Þeim er engu að síður
þakkað fyrir að vilja tjá sig um
starf sitt og annarra við að vinna
sig út úr viðjum fíkniefnavanans.
Til þess að einhvern tímann megi
vinna bug á þeirri ógn sem stafar
af sölu, dreifingu og neyslu fíkni-
efha er nauðsynlegt að opin og
efnisleg umræða fari ffam um
vandamálið sem um ræðir og
baráttuna sem í gangi er gegn
því. Það skal tekið fram að hér er
ekki um staðbundið vandamál að
ræða á Akranesi, ffemur en öðr-
um stöðum víðar um Vesturland
og um land allt. Hinsvegar ber að
benda á það og þá sem vel gera í
baráttunni. Sú starfsemi sem hér
er kynnt eru vissulega þakkarverð
12 spor í rétta átt í þeim efnum.
Heimsendur landi
Neyslusaga strákanna hófst
þegar þeir voru fimmtán ára og
ákvörðun var tekin um það í vina-
hópnum að fara á fyllerí. Það var
svo sem einsog gerist og gengur
og þótti ekkert sérstaklega ó-
venjulegt fyrir krakka á þessum
aldri. Til að byrja með héldu þeir
sig við áfengi sem ekki reyndist
erfitt að verða sér úti um. Alltaf
var einhver sem hafði aldur til
eða var reiðubúinn til þess að
kaupa handa þeim áfengi. I
kringum sextán ára aldurinn voru
þeir komnir með sinn eigin
landasala og þurftu ekki annað en
hringja í sprúttsalann sem bauð
upp á heimsendingarþjónustu.
Um sama leyti fóru þeir að fikta
við hassneyslu. Það var forvitni
sem rak þá áfram en ekki leið á
löngu þar til þeir ánetjuðust efn-
inu og voru farnir að reykja dag-
lega.
Neysla á rúntinum
Gamli vinahópurinn sem áður
hafði dundað sér við að safna
körfuboltamyndum og spila Nin-
tendoleiki breyttist í hóp neyslu-
félaga og smám saman byggðust
samböndin upp svo sífellt auð-
veldara var að nálgast dópið. Þeg-
ar þeir eru spurðir út í hvar þeir
hafi haldið til meðan á neyslunni
stóð, segjast þeir oftast hafa verið
heima hjá einhverjum sem var
einn heima, á rúntinum og eint-
staka sinnum lagt bílum á stöðum
einsog við gamla vitann eða úti á
Elínarhöfða. Enda eru þeir þegar
hér er komið sögu flestir komnir
með bílpróf, sem auðveldaði
þeim töluvert að finna staði til
neyslunnar. Seinna fylgdu harð-
ari efini í kjölfarið og sífellt seig á
ógæfuhliðna.
Lausnin ekki
til staðar
Strákamir segja að neyslusaga
þeirra sé kannski ekki sú mest
krassandi sem um getur, en alls
ekkert einsdæmi, því neysla hafi
verið nokkuð algeng meðal fólks
á þeirra aldri. Afengi og fíkniefni
vom þeim einskonar verkfæri til
þess að takast á við raunveruleika
sem þeir upplifðu sem óvinveitt-
an. Um leið vom þeir komnir inn
í vítahring; neyslan skapaði van-
líðan sem kallaði á meiri neyslu.
Sem betur fer tókst þeim að
vinna sig út úr vandanum áður en
eitthvað virkilega hræðilegt gerð-
ist. Annar strákanna orðar það
svo að maður þurfi ekki að selja
ömmu sína áður en áfengi og
fíkniefni séu orðin vandamál. Og
lausnin er til staðar fyrir þá sem
vilja hana, bæta þeir við.
s
Astandið síst
skárra núna
Eftir sjö til átta ár í neyslu reif
hluti af gamla vinahópnum sig
upp og hætti. Sumir fóm í með-
ferð en aðrir rötuðu beint í AA
samtökin og 12 spora starfið og
hafa nú búið sér nýtt og betra líf.
Eftir reynslu þeirra af starfinu í
AA samtökunum undanfarið
segja strákarnir að ástandið hér á
Akranesi sé síst skárra núna en
meðan þeir vom í neyslu. Þeim
virðist aldur þeirra sem leiðast út
í fíkniefni sífellt færast neðar og
vita dæmi þess að 13 til 14 ára
krakkar séu komnir í nokkuð
harða neyslu. Þeirra vegna, og
annarra sem enn þjást, féllust þeir
á að segja sögu sína í von um að
þessir einstaklingar eygðu lausn-
ina sem í 12 spora kerfinu felst.
Að losna við óttann
I stuttu máli gengur 12 spora
starfið út á að byggja líf sitt á and-
legum granni og hjálpa öðram
AA félögum til þess að halda sér
edrú. Einsog segir í 12. og síðasta
sporinu: Við urðum fyrir andlegri
vakningu er við stigum þessi spor
og reyndum því að flytja öðmm
alkóhólistum þennan boðskap og
fylgja þessum meginreglum i lífi
okkar og starfi. I raun segja
strákarnir þetta bara snúast um
að verða almennileg manneskja
og losna við kvíðann og óttann
sem allir þeir sem em í neyslu
þekkja alltof vel. Að vera félagi í
AA og taka þátt í 12 spora starfi
segja strákarnir ekki snúast um
það eitt að mæta á fundi einu
sinni í viku, heldur tilheyra fé-
lagsskap þar sem félagar styrkja
og styðja hver annan og samein-
ast í bróðurlegu átaki til þess að
sigrast á fíkninni. Fundimir virka
svo einsog leikhlé þar sem allir
hópast saman, stappa stálinu hver
í annan og fara yfir það sem bet-
ur má fara svo leikurinn gangi
sem best fyrir sig. Enda mikil-
vægt að hitta fólk sem deilir
reynslu með manni. Sérstaklega
ef sá hinn sami hefur fundið lausn
sem maður leitar að sjálfur.
Ekki girt
leiðindaskjóða
Strákarnir segja marga halda
að ef þeir hætti í neyslu og snúi
sér að samtökum sem byggja á
andlegum grunni sé allt það
skemmtilega í lífinu búið, að þeir
verði „girtar leiðindaskjóður"!
Þetta sé þó alls ekki raunin. Fé-
lagsskapinn segja þeir fyrst og
fremst skemmtilegan og félagslíf-
ið er öflugt. Reglulega er farið út
að borða, boxæfingar em einu
sinni í viku, undanfarnar vikur
hefur verið boðið upp á hug-
leiðslunámskeið, Akrafjallsgöng-
ur em á dagskrá þegar vel viðrar
og einhver nennir að fara og
svona mætti lengi telja. Lífið
verður eiginlega fyrst skemmti-
legt þegar maður fer að starfa í
AA og 12 spora starfi, segja strák-
arnir. Okkar reynsla er að
minnsta kosti sú að þá fyrst er
maður í nógu góðu andlegu
standi til þess að takast á við til-
verana og njóta hennar kvíða- og
óttalaust.
Þakklæti efst í huga
Það er greinilegt að þakklæti í
garð AA samtakanna og 12 spora
kerfisins er strákunum ofarlega í
huga og þeir taka heils hugar
undir það. Og nú vilja þeir borga
fyrir sig með því að færa öðmm
alkóhólistum, fi'klum og öðmm
þeim sem tengjast áfengis- og
fíkniefnavandanum og hafa á-
huga á bata þennan boðaskap. Til
þess að það megi takast segja
strákarnir mikilvægt að AA fé-
lagsskapurinn sé sýnilegur, enda
sé ekki um neitt leynifélag að
ræða. Tilraun þeirra til þess að
auka á þennan sýnileika hefur
þegar skilað góðum árangri og
það færist sífellt í aukana að fólk
leiti til þeirra eftir aðstoð og upp-
lýsingum um starfið. Ekki síst að-
standendur sem oft standa uppi
algjörlega ráðalausir. Þess má svo
geta að uppi em hugmyndir um
að stofna Al-Anondeild, fyrir að-
standendur alkóhólista og fíkla, á
næstu vikum sem mun hafa að-
setur í Hvíta húsinu.
Fundir í Hvíta húsinu
I rúmt ár hafa verið haldnir AA
fundir í Skátahúsinu tvisvar í
viku; á þriðjudögum og föstudög-
um klukkan átta. Um mánaða-
mótin munu deildirnar hins veg-
ar flytja sig um set, í Hvíta húsið
þar sem aðstaða öll er mjög góð.
Áfram verður fundað á sama
tíma. Fundir em sem hér segir:
Þriðjudaga klukkan átta - AA
fundir í Skátahúsinu. (Opnir
fundir og allir velkomnir).
Föstudagar Idukkan átta - AA
fundir í Skátahúsinu. (Lokaður
fundur).
Laugardagar klukkan níu - AA
fundir í Hvíta húsinu. (Opnir
fundir og allir velkomnir).
Sunnudaga klukkan sex - NA
fundir í Hvíta Húsinu. (Lokaður
fundur). ALS
Gestur skráargatsins að þessu sinni
er nýkrýndur Islandsmeistari. Hún
tók þátt í Islandsmótinu sem fram fór
um nýliðna helgi í hinni þjóðlegu og
mikilvægu list; að steikja góðar klein-
ur, en mótið fór fram að Görðum.
Þetta er í annað skipti sem Guðný
tekur þátt í mótinu en í fyrra lenti
hún og kleinur hennar í þriðja sæti.
Fullt nafu: Guðný Aðalgeirsdóttir.
Starf: Hárgreiðslumeistari, en mittfasta starf er í hrognavinnslu hjá
Vigni G Jóhannssyni.
Fæðingardagur og ár: 30.10.1949
Fjölskylduhagir: Giftjónasi Hallgrímssyni og eigum saman 5 börn
á aldrinum 26 til 35 ára.
Hvernig bíl áttu? Bens
Uppáhalds matur? Lambakjöt ogfiskur
Uppáhalds diykkur? Vatn og gott rauðvín
Uppáhalds sjónvarpsefni? Iþróttir og dýraltfsmyndir.
Uppáhalds sjónvarpsmaður? Jón Arsœll Þórðarson
Uppáhalds innlendur leikari? Orn Amason
Uppáhalds erlendur leikari? Richard Gere
Besta bíómyndin? Dirty Dancing
Uppáhalds íþróttamaður? Litlu ömmustrákamir mínir.
Uppáhalds íþróttafélag? ÍA
Uppáhalds stjómmálamaður? Enginn
Uppáhalds innlendur tónlistarmaður? KK
Uppáhalds erlendur tónlistarmaður? Enginn sérstakur
Uppáhalds rithöfundur? Enginn sem ber af
Ertu fylgjandi eða andvíg ríkisstjórninni? Hlutlaus
Hvað meturðu mest ífari annarra? Heiðarleiki
Hvaðfer mest í taugarnar á þér ífari annarra? Ófund
Hver er þinn helsti kostur? Frekar létt í skapi
Hver er þinn helsti ókostur? Svolítið óþolinmóð
Ætlarðu að steikja mikið afkleinum á mestunni? Já, ég hugsa
það. Sennilega eykst eftirspurnin eftir nýja titilinn.
Hvert á að fara í sumarfríinu? Ætla til Færeyja á Olafsvöku í
endaðanjúlí.
Eitthvað að loktim? Bara hafa gaman að því sem maður er aðfást
við.