Skessuhorn


Skessuhorn - 23.06.2004, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 23.06.2004, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 23. TUNI 2004 ^utissunui. Sveinn Ragnarsson ásamt aðstoðarmanni sínum Sveini Ásgeirssyni við vagninn góða. Flakkar um og selur samlokur Glöggir vegfarendur á Akra- nesi og Borgarnesi hafa undan- farið tekið eftir söluvagni merktum „Hlölli“. Hér er á ferðinni ungur Grundfirðingur, Sveinn Ragnarsson að nafni, sem kemur sér fyrir á góðum stöðum og selur svokallaðar Hlölla samlokur ásamt viðeig- andi drykkjum. Aðspurður seg- ist Sveinn fara þangað sem fólkið er hverju sinni. „Eg verð á öllum stærri bæjarhátíðunum hér Vestanlands í sumar og fer auk þess norður á Akureyri og á fleiri staði. Eg stefni á að vera staðsettur í Borgarnesi á virk- um dögum a.m.k. til að byrja með. Ég hef fengið ágætar við- tökur hvar sem ég kem, enda kærkomin viðbót í skyndi- bitaflóruna að bragða á Hlölla- bátum.“ MM Frístundahús við Amarborg Verið er að Ijúka byggingu fyrstu húsanna við Arnarborg. Búið er að setja niður tvö frístundahús við Arnar- borg, nýju sumarhúsa- landi rétt fyrir ofan Stykkis- hólm. Það er Skipavík hf. sem annast framkvæmd- ina. Húsin verða afhent fullbúin eftir fyrstu viku í júlí og verða þau opin til sýningar upp úr miðjum júlí fyrir gesti og gang- andi og verður það nánar aug- lýst síðar. Eigendur húsanna tveggja eru Starfsmannafélag Garðabæjar og Starfsmannafé- lag Kópavogs og næst verður hús Starfsmannafélags Haihar- íjarðar reist á staðnum. Fjórða húsið er þegar selt og er Slippfé- lagið kaupandi að því og áætlað- ar að setja það niður upp úr ára- mótum. MM Gestastofa opnuð Síðastliðinn miðvikudag var nýja Gestastofan í Sögumið- stöðinni í Grundarfirði opnuð. Þar er til húsa hátæknivædd upplýsingamiðstöð íýrir ferða- menn þar sem hægt er að ferð- ast um Snæfellsnes á snertiskjá- um, eða á netinu, hvort heldur sem menn velja. Þar er auk þess netkaffihús, símasjálfsalar og minjagripasala. Það var Ast- hildur Sturludóttir ferðamála- fulltrúi sem opnaði uppýsinga- veituna en Ingi Hans Jónsson veitir henni forstöðu og er í forsvari íyrir þann vaska hóp manna sem staðið hefur að uppbyggingunni á húsnæði Eyrbyggju - Sögumiðstöð og innréttingum hennar. Meðal annars hefur húsið nú verið klætt að utan og byggt lítils- háttar við það. Fyrir í húsinu er Bæringsstofa sem rúmar nú um 40 manns þegar sýna þarf ljósmyndir eða kvikmyndir. Þar hefur verið uppi sýning á myndum og bún- aði Bærings heit- ins Cecilssonar, sem opnuð var fyrir tæpu ári síð- an. MM Ingi Hans Jónsson netkaffistjóri m.m. S Askriftarverðlaun að Kjarlaksvöllum Síðastliðinn mánudag var dregið í áskriftarleik Skessu- horns og verður það framvegis gert einu sinni í mánuði. I pott- inum eru allir skuldlausir áskrif- endur blaðsins miðað við út- dráttardag 20. hvers mánaðar. Verðlaunin eru ekki af lakara taginu; 20.000 króna gjafabréf í Versluninni Bjargi, Stillholti 14 á Akranesi. Verðlaunahafi er Hugrún Reynisdóttir, Kjarlaks- völlum í Saurbæ og fær hún sent gjafabréf til notkunar næst þeg- ar hún á leið á Skagann. Skessu- horn óskar Hugrúnu til ham- ingju en hún hefur verið áskrif- andi blaðsins frá upphafi. MM Búist við fjölmenni Forsíða kynningarbæk- lings sem dreift verður í hús á næstu dögum. og fer að Undirbúningur fyrir írska daga á Akranesi gengur vel, að sögn Rakelar Oskars- dóttir markaðs- og atvinnufulltrúa. Búið er að prenta vandaðan kynn- ingarbækling og verður honum dreift í hús á næstu dögum. Hátíðin verður dagana 9.-11. júlí mestu fram á Langasandi og í- þróttasvæðinu Jaðarsbökkum. „Það er afar jákvætt að íbúar eru farnir að taka virkan þátt bæði í undirbúningi og hátíðarhöldun- um sjálfum," segir Rakel og bætir við að götugrillið er að verða að föstum lið og aftur verða veitt verðlaun fyrir stemn- ingu og skreytingar líkt og gert var sl. sumar. A meðal listamanna sem ffarn koma á Irskum dögum má nefna hljómsveitina Papana, Eyvöru Páls, Skítamóral, Pál Oskar, Kalla Bjarna, Yasmine Olsen og Kristján Arsælsson en þau síð- asttöldu verða á vegum sumar- móts Bylgjunnar. Sömu helgi fer fram pollamót í knattspyrnu sem heitir nú Skagamót KB-banka og Coke og er gert ráð fyrir að hátt í 3000 manns verði viðloðandi mótið, bæði keppendur, þjálfar- ar og foreldrar. Rakel segir nokkrar nýjungar að þessu sinni á Irskum dögum. „Strandblakið sem hóf göngu sína á 17. júní er að virka vel meðal bæjarbúa og eru menn þegar farnir að skrá sig til þátttöku á Speedo strandblak- mótið. Um tveggja tíma skemmtisigling verður inn Hvalfjörð en slíkar siglingar hafa verið vinsæll dag- skrárliður á Irskum dögum og því verður boðið upp á slíkt áfram. I ferð- inni verður boðið uppá léttar veitingar og lifandi tónlist um borð. Forsala verður í Pennan- um. Siglingar á milli Reykjavtkur og Akraness verða alla helgina með Eldingu. Ekki var hægt að fá gömlu góðu Akranborgina þar sem hún verður í slipp en Eldingin er ekki síst verri kostur og tekur fjölmarga farþega. Lopapeysuball verður í sem- entsskemmunni og verður það haldið á vegum Sumarmóts Bylgjunnar í samvinnu við veit- ingaaðila á Akranesi, en frum- kvöðull þessa verkefhis er Isólf- ur Haraldsson, bíóstjóri. Það lít- ur út fyrir að þetta verði stærsta útiball ársins þar sem tvær vin- sælustu hljómsveitir landsins, Paparnir með hinn írska Dan Cassidy í fararbroddi og Skíta- mórall, spila á stóru sviði. Asamt þeim munu aðrir skemmtikraft- ar koma ffam í tjöldum sem komið verður upp við skemm- una,“ sagði Rakel Oskarsdóttir að lokum. MM -------------*- Kvennahlaup ISI Kvennahlaup ÍSÍ var haldið í fimmtánda sinn á kvennrétt- indadaginn 19. júní. I ár var á- hersla lögð á gildi hreyfingar fyrir andlegt heilbrigði og vellíðan. Hlaupið var á rúmlega 90 stöðum, hérlendis og erlend- is en á Vesturlandi var hlaupið á 11 stöðum. A Akranesi var lagt upp frá íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum og voru um 220 konur á öllum aldri skráðar til þátttöku, ýmist í tveggja eða fimm kílómetra hlaup. Einn karlmaður var við ráslínu þegar hlaupið var ræst og var sá með hárkollu og klæddur í kvenfatn- að. Reyndist þar vera á ferð til- vonandi brúðgumi og félagar hans sem skemmtu sér konung- lega í steggjapartíi. I tilefni 15 ára afmælis kvennahlaupsins var vandað sér- staklega til bolanna sem í gegn- um tíðina hafa verið eitt af ein- kennum hlaupsins. I ár skörtuðu hlaupagikkirnir fagurbleikum bolum - sem er vel við hæfi þar sem bleikt hefur jafhan hefur verið talinn einkennislitur kvenna. mmm Og árin öll... Guð skapaði Asnann og sagði við hann: „Þú verður asni og vinnur baki bromu ffá sólarupprás til sólarlags og berð þungar byrð- ar. Þú étur gras , státar ekki af neinum gáfum og lifir í 50 ár.“ Og asninn svaraði: „Ég skal vera asni en að lifa í 50 ár er allt of mikið. Hafðu þau 20.“ Og guð samþykkti það. Guð skapaði Hundinn og sagði við hann: „Þú verður hundur, Þú gætir húss manns- ins og verður besti vinur hans. Þú þiggur leifarnar sem hann réttir þér og lifir í 25 ár.“ Hundurinn svaraði: „Ég skal vera hundur en að lifa í 25 ár er allt of mikið. Hafðu þau 10.“ Og guð samþykkti það. Guð skapaði apann og sagði við hann: „Þú verður api. Þú sveiflar þér úr einu tré í annað og gerir ýmsar kúnstir. Þú verður skemmtilegur og lifir í 20 ár.“ Apinn svaraði: „Ég skal vera api en að lifa í 20 ár er allt of langt. Hafðu þau 10.“ Og guð samþykkti það. Að lokum skapaði guð manninn og sagði við hann: „Þú ert maður; eina vitsmuna- veran á jarðarkringlunni. Þú notar gáfur þínar til að verða drottnari allra dýra. Þú munt ráða yfir heiminum og lifa í 20 ár.“ Maðurinn svaraði: „Ég skal vera maður en að lifa í 20 ár er allt of stutt. Veittu mér að auki þau 30 ár sem asninn vildi ekki, árin 15 sem hundurinn vildi ekki og árin 10 sem apinn vildi ekki.“ Og guð samþykkti það. Æ, síðan lifir maðurinn í 20 ár eins og maður. Þá giftir hann sig og eyðir 30 árum eins og asni, þ.e. vinnur baki brotnu ffá sólarupprás til sólarlags og ber þungar byrðar. Þegar bömin em flutt að heiman lifir hann eins og hundur og gætir hússins og borðar allt sem honum er rétt. Og eftir að hann sest í helgan stein lifir hann eins og api síðustu 10 árin, fer hús úr húsi og gerir ýmsar kúnstir til að skemmta barnabörnunum. Þá veit maður það...! Fombíla- heimsókn Laugardaginn 26. júní n.k. milli kl. 12 og 15 verða félagar úr Fombílaklúbbi Islands á ferð og sýna fáka sína við Safhasvæð- ið að Görðum. Þessi sýning þeirra félaga er liður í viðburða- veislu á Akranesi sem er röð at- burða sem hafa verið í sumar á Safnasvæðinu að Görðum. Fólk er hvatt til að mæta á safhasvæð- ið og sjá glæsikermr félaganna úr klúbbnum. I fyrra komu um 30 bílar í hellirigningu og ekki er búist við færri núna þar sem spáð er betra veðri. ALS

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.