Skessuhorn - 23.06.2004, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 23. TUNI 2004
ontjaunu...
Bjarnarbrout 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501
SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf 433 5500
Fromkv.stj. og blm. Magnús Mognússon 894 8998
Ritstjóri og óbm: Gísli Einorsson 899 4098
Augl. og dreifing: iris Arthúrsdóttir 696 7139
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir 437 1677
Prentun: Prentmet ehf.
skessuhorn@skessuhorn.is
mognus@skessuhorn.is
ritstjori@skessuhorn.is
iris@skessuhorn.is
gudrun@skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 ú
þriðjudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass timanlega.
Skilafrestur smúauglýsinga er til 12:00 ú priðjudögum.
Blaðið er gefið út i 4.000 eintökum og selt til úskrifenda og í lausasölu.
Askriftarverð er 850 krónur með vsk. ó mónuði en krónur 750 sé greitt með
greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr.
433 5500
Fótbolti
og forseta-
kosningar
Frá því ég var krakki hefur mér ávall verið fremur í nöp við gott
veður!
Góða veðrið var í mínu ungdæmi ávallt notað sem röksemda-
færsla fyrir því að við krakkarnir ættum að fara út að leika okkur
eða, það sem verra var, að gera eitthvað gagn eins og það var orðað
en það er eitthvað sem ég hef vandlega forðast allt ffá mínum fæð-
ingardegi til dagsins í dag.
Eg skildi aldrei þessa röksemdafærslu vegna þess að yfirleitt var
mun skárra veður innanhúss og því sá ég ekki að ég væri að fara á
mis við einhver stórkostleg tækifæri þótt ég héldi mér innivið á
meðan vísir að sólarglætu gekk yfir. Það gemr svosem vel verið að
það sé notalegt að vera úti í sól og blíðu en ef kyndiningin er í lagi
þá þarf ekki gott veður til að manni geti liðið all bærilega innan-
dyra.
Þótt' ég sé löngu fluttur úr föðurhúsum er ég samt ekki laus við
þá kröfu að ég hunskist út og „reyni að gera eitthvað gagn,“ þegar
ský dregur ffá sólu. Þar kemur hinsvegar Evrópukeppnin í knatt-
spymu til skjalanna þetta sumarið því þrátt fyrir að löggjafarvaldið
á mínu heimili sé ekld í mínum höndum þá hefúr mér þó tekist að
knýja í gegn ffiðhelgi fótboltans og hef núorðið óumdeildan rétt til
að beita neitunarvaldi ef það er bein útsending ffá knattspyrnu-
kappleikjum í sjónvarpinu. Skiptir þá engu þótt grasið sé farið að
vaxa mér yfir höfuð eða þótt grindverkið sé ómálaðra en nokkru
sinni fyrr. Þetta er einfaldlega sjálfsögð mannréttindi og ég beiti
þeim að sjálfeögðu hiklaust til að losna við að fara út og gera eitt-
hvað gagn.
Að sjálfsögðu nýt ég þess vel að horfa á fótboltann, burtséð frá
þeim aukabónus að geta notað hann sem ástæðu fyrir sófalegum
mínum, enda hafa evrópskir knattspyrnukappar staðið sig sérlega
vel við að skemmta áhorfendum það sem af er móti. Ekki má held-
ur gera lítið úr hlut þeirra sem sjá um útsendingar sjónvarpsins ffá
mótinu með Þorstein Joð í fararbroddi en knattspyrnuskýringa-
þættir hans eru með því betra sem gert hefur verið á þessum vett-
vangi ffá því fyrst var spyrnt í knött fyrir einhverjum árhundruðum
síðan.
Evrópumótið í knattspymu á sér reyndar enn fleiri góðar hliðar
því fótboltinn dregur athyglina frá einhverjum al-leiðinlegustu for-
setakosningum ffá því forsetar voru fundnir upp enda hef ég a.m.k.
mun meira gaman af því að horfa á mttugu og tvo menn elta einn
bolta en einn Ástþór Magnússun hundelta einn forseta, útdeila
tómatsósu til ráðamanna eða önnur uppátæki hans af svipuðum
toga. Vissulega velti ég líka fyrir mér eins og aðrir hvort ekki séu til
heppilegri vistunarúrræði fyrir slíka menn heldur en Bessastaðir.
Gísli Einarsson, fyrirframan sjónvarpið.
Sigurliðin í Kleinumeistaramóti íslands 2004 þær Pálína, Guðný og
Jóna Kleina ásamt aðstoðarmönnum sínum.
Islandsmeistaramót í
Kleinubakstri
Islandsmeistaramót í kleinu-
bakstri fór ffam í annað sinn á
Safnasvæðinu að Görðum á
laugardaginn var. 6 keppendur
voru skráðir til þátttöku, þar af
einn úr Bolungarvík, Eva Ola
Hjaltadóttir, sem sá mótið aug-
lýst í Morgunblaðinu og ákvað
að skella sér í slaginn.
Eftir að hafa spáð og spek-
úlerað í bragð og útlit kvað
fimm manna dómnefnd upp úr
með að Guðný Aðalgeirsdóttir,
Akranesi, stæði uppi sem sigur-
vegari. I öðru sæti var Jóna
Adolfsdóttir, Akranesi, og í því
þriðja hafhaði Pálína Pálsdóttir,
einnig ffá Akranesi.
Islandsmeistarinn segist á-
nægð með titilinn, dagurinn hafi
verið skemmtilegur og ekki
spilli velgengnin á mótinu fyrir.
Guðný tók einnig þátt í mótinu
í fyrra og hafnaði þá í þriðja
sæti. Það sem gerði útslagið nú
var að Ragnheiður Aðalgeirs-
dóttir, systir hins nýbakað Is-
landsmeistara, tók að sér að snúa
og þá var sigurinn í höfh. Ja,
svona útskýrði Ragnheiður að
minnsta kosti velgengni systur
sinnar. Þeim sem komu að fylgj-
ast með mótinu gafst svo kostur
á að fjárfesta í meistarakleinum
því Guðný hafði til sölu kelinu-
poka til styrktar Iþróttafélaginu
Þjóti. Runnu meistarakleinurn-
ar út einsog heitar lummur - eða
kleinur öllu heldur.
Guðný stefnir einbeitt að því
að mæta aftur til leiks að ári og
verja titilinn - í það minnsta seg-
ir hún nokkuð víst að hún muni
taka þátt og hafa gaman af. ALS
Sögubrot úr ævi skálds
Sýningin ,Jóhann Jónsson -
sögubrot úr ævi skálds" var opn-
uð í Pakkhúsinu í Ólafsvík á
þjóððhátíðardaginn, 17. júní.
Sýningin verður opin í sumar til
31. ágúst á opnunartíma Pakk-
hússins sem er alla daga frá kl. 9-
18.
Jóhann Jónsson fæddist árið
1896 á Staðastað en fluttist ung-
ur til Ólafsvíkur og var þar upp-
alinn. Olafsvík var á 19. öldinni
eins og hvert annað pláss við
hafhlausa strönd og úfinn sæ. I-
búar voru flestallir efnalitlir og
atvinnuvegur tók litlum ffamför-
um allt þar til vistarbandinu svo-
kallaða var aflétt árið 1890. Fyr-
ir pláss eins og Ólafsvík var um
byltingu að ræða og íbúatalan
þrefaldaðist á áratugnum þar á
eftir. Margt atgervisfólk fluttist
til víkurinnar og til varð vísir að
menningarlífi og öflugu góð-
templarastarfi. I þessu plássi, á
vori menningarlífs á íslandi, við
kaldan norðursjó, undir fann-
hvítum jökli, óx úr grasi óska-
drengur sem gaf fyrirheit um
stórkostleg afrek síðar á lífsleið-
inni. Hann var óvenjulegum gáf-
um gæddur, „fagur eins og
Byron, skáld eins og Byron, halt-
ur eins og Byron“ (H.K.L).
A sýningunni í Pakkhúsinu er
Skáldin Jóhann Jónsson og Hall-
dór Laxness i Leipzig árið 1922.
brugðið upp mynd af skáldinu,
lífi hans, verkum, samferða-
mönnum og tíðaranda. Sýningin
samanstendur af textaspjöldum
og ljósmyndum sem gefa innsýn
í gamla tímann og ævi Jóhanns
sem hófst í Ólafsvík en lauk í
Leipzig í Þýskalandi. Einnig eru
á sýningunni ljósmyndir ffá Ó-
lafsvík sem nýlega hafa komið í
leitirnar og voru teknar í kring-
um 1940. Á þeim myndum sést
hluti þess þorps sem Halldór
Laxness heimsótti á útmánuðum
árið 1936, þegar hann kom að
skoða „víkina þar sem skáldið
hans hafði átt heima,“ og hitta
móður hans, Steinunni Krist-
jánsdóttur, sem þá var enn á lífi.
Höfundur sýningarinnar er
Elín Una Jónsdóttir, íslensku-
fræðingur og safhavörður í Snæ-
fellsbæ.
Samstarf við
Strætó bs
Atvinnumálanefnd Akra-
neskaupstaðar átti í síðustu
viku fund með Ásgeiri Ei-
ríkssyni hjá Strætó bs um
mögulega aðkomu Akranes-
kaupstaðar að byggðasam-
laginu Strætó bs. Fram kom
hjá Ásgeiri að allir mögu-
leikar væru á að Akranes
fengi aðgang að byggðasam-
laginu, en í því taka nú þátt 7
sveitarfélög á höfuðborgar-
svæðinu, og að fyrirtækið
gæti tekið að sér almenn-
ingssamgöngur milli höfuð-
borgarsvæðisins og Akra-
ness. Viðræður þessar fara af
stað nú í Ijósi þess að sérleyfi
á almenningssamgöngum á
milli Akraness og Reykja-
víkur verður lagt niður í á-
gúst á næsta ári og leggur
Atvinnumálanefnd það til
við bæjarráð að leitað verði
eftir viðræðum við Strætó
b.s. um möguleika á sam-
vinnu við fyrirtækið um
akstur strætisvagns til Akra-
ness.
Guðni Tryggvason for-
maður atvinnumálanefndar
sagði í samtali við Skessu-
horn að viðræður þessar
væru aðeins á byrjunarstigi
og mikil vinna væri eftir þar
sem leita þurfi samráðs við
marga hagsmunaaðila.
Guðni segir pólitískan ein-
hug um framgang málsins í
atvinnumálanefnd. „Hér er
um mikið hagsmunamál að
ræða t.d. fyrir námsfólk sem
býr á Akranesi og er í skóla
fyrir sunnan. Núverandi
möguleikar á ferðum er dýr
kostur og tenging við leiða-
kerfi strætó í Reykjavík er
erfið. Ef af þessu verður
getur þetta fólk ferðast á
sama gjaldi og innanbæjar í
Reykjavík og þriggja mán-
aða afsláttarkort kostar
þetta fólk einungis tíunda
hluta þess verðs sem býðst í
dag þar sem ferðir með af-
sláttarkortum kosta niður í
80 krónur,“ segir Guðni.
MM
Upplýs-
ingaskilti í
Olafsvík
Verið er að leggja loka-
hönd á uppsetningu og
gerð nýs upplýsingaskiltis
um Olafsvík sem sett verður
upp við Innra Klif. Það er
Framfarafélag Snæfellsbæj-
ar, Olafsvíkurdeild sem
stendur fyrir uppsetningu
skiltisins.
MM