Skessuhorn


Skessuhorn - 23.06.2004, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 23.06.2004, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. JUNI 2004 jat33LHu, Söngvakeppni bam- anna hefst í Logalandi Heiðrún, Kata og Álfheiður með diskana sem Barnaútgáfan hefur gefið út, en þær á- samt fleiri krökkum, ætla að halda smá söngskemmtun þegar hlé verður á söngvakeppninni á sunnudaginn. Söngvakeppni barnanna verður hald- in í Logalandi í Borg- arfirði 27. júní nk. og hefst hún klukkan 14:00. Fyrirhugað er að farin verði ferð um landið með þessa söngvakeppni og var ákveðið að fyrsta keppnin færi fram í Logalandi þar sem margir þekktir söngv- arara eru af þeim slóð- um. Það er Barnaútgáf- an sem stendur fyrir keppninni en Barnaútgáfan hefur gefið út geisladiskana sem bera nafnið Sönglögin í leiksskólanum 1, 2 og 3 og sá fjórði er ekki kominn ennþá í almenna sölu því Félag krabbameinssjúkra bama er nú að selja hann í símasölu. Einnig hefur útgáfan gefið út diskana Ekkert mál, LitluVísnaplötuna og Kötu. Krakkar á öllum aldri geta sungið í þessari keppni en þau þurfa að syngja lög sem em á þessum diskum og verða tilbún- ir listar með lögum og textum en skráning fer fram á staðnum. A öllum diskum sem útgáfan hefur gefið út em lögin sungin af börnum og þeir krakkar sem vinna keppnina á hverjum stað fá m.a í verðlaun að syngja á næsta geisladiski hjá Barnaút- gáfunni. Spilað verður undir á Gítar og hljómborð en það er Axel Einarsson framkvæmda- stjóri Barnaútgáfunnar sem spil- ar á gítar og Guðmundur Ei- ríksson sem spilar á hljómborð. 3 dómarar dæma keppnina, einn úr Borgarfjarðarsveit, einn Dani og tónlistarkennari úr Reykja- vík. Nokkar stelpur sem hafa sungið hjá útgáfunni syngja nokkur lög milli atriða í Loga- landi. Það eru m.a. lög sem koma út á geisladiski í sumar. Þar er að finna Galtalækjarlagið, Barbielagið og fleiri en Barnaút- gáfan kemur að söngvakeppni í Galtalæk um Verslunarmanna- helgina. Sönghetjurnar Kata, Helen, Heiðrún, Vigdís og Alf- heiður syngja m.a. Galtalækjar- lagið í Logalandi. MM Sigið til Surts Um síðustu helgi fóru félagar úr Björgunarfélagi Akraness í Surts- helli í Haiimundarhrauni til æfinga. Björgunarsveitarmennirnir fóru í hellinn bæði ofan frá og neðan. Hér sést Eyþór Guðmundsson síga niður um eitt af opum hellisins einbeittur á svip. ALS Stórsignr Skallanna Skallagrímur vann stórsigur á Frey í A riðli 3. deildarinnar í knattspyrnu síðastliðinn föstu- dag. Leikurinn fór fram á heimavelli Freys á Eyrarbakka og komu gestirnir grimmir til leiks. Fyrsta markið skoraði Sveinbjörn Hlöðversson eftir aðeins fimm mínúma leik og þeir Ragnar Lúðvík Rúnarsson og Hilmar Þór Hákonarson bættu við sitthvoru markinu um miðjan hálfleikinn. Svein- björn skoraði síðan annað mark sitt fyrir hálfleik og staðan í leikhléi 4-0 fyrir Skallana. Fleiri urðu mörkin ekki fyrr en á síðustu mínútu leiksins en þá innsiglaði Guðni Albert Krist- jánsson sigur Borgnesinga. Skallagrímur er í efsta sæti A riðils með 13 stig efti 5 leiki en næstur kemur Númi með 9 stig eftir 4 leiki. GE Ella Mæja, sem var í annað sinn á sjóstöng og annað skipti á sjó og Guðrún tóku þátt í mótinu. Þær voru nokkuð sáttar, sögðust enda hafa róið með fyrirtaks skipsstjóra sem er Matthías Harðarson á Þuru. Ahnælismót sjóstang- veiðifélagsins Sjóskip 10 ára afmælismót sjóstang- veiðifélagsins Sjóskip var haldið á Akranesi dagana 18. og 19. júní. 55 keppendur á 17 bátum kepptu um mestan afla, stærsta fiskinn, flestar tegundir og afla- hæsta bátinn. Metveiði var á mótinu, í heildina lönduðu keppendur um 23 tonnum af ó- slægðum fiksi, sem verður að teljast nokkuð gott. Aflahæsti báturinn var Pegron, skipstjóri Hjörtur Sigurðsson, með tæp 3 tonn. I kvennaflokki var kvenna- sveit frá Sjóskip með mestan meðalafla en meðaltal pr. stöng var 398 kíló. I karlaflokki sigraði sveit frá Siglufirði með 532 kíló að meðaltali per stöng. Stærsta fiskinn, 15 kílóa og 720 gramma þorsk, veiddi Rúnelfa Oddsóttir ffá Sjóskipi, báturinn var Keilir og skipstjóri Friðrik Magnús- son. Að auki voru aflahæsta heimakona, Þórunn Ásgeirs- dóttir með 750 kíló en hún reri á Pegroni undir stjórn Hjartar Sigurðssonar. Heimamaðurinn Karl Þórðarson veiddi 769 kíló á Hörpunni, skipstjóri hennar var Börkur Jónsson. Þess má geta að Þórunn var jafnffamt aflahæsta kona mótsins. Aflahæsti maður á mótinu var Kristbjörn Rafnsson frá SjóSnæ, með 995 kíló á Pegroni Hjartar Sigurðssonar. 83 félagar eru í sjóstangveiði- félaginu Sjóskip og að sögn Davíðs Kristjánssonar formanns félagsins er félagið öflugt og mikil gróska í starfinu. ALS Landsleikur í Stykldshómi íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik mætir Belgum í þremur landsleikjum nú í vik- unni og fer síðasti leikurinn fram í Stykkishólmi á laugar- daginn kemur. Leikirnir gegn Belgum eru liður í undirbún- ingi íslenska liðsins fyrir Evr- ópukeppni landsliða í haust, en auk Belganna koma Pólverjar í heimsókn síðar í sumar. Evr- ópuleikirnir fara fram í septem- ber, útileikur gegn Dönum og heimaleikir gegn Azerbadjan og Rúmeníu. Snæfell á tvo menn í hópn- um, þá Hlyn Bæringsson og Sigurð Þorvaldsson og einnig er í hópnum Pálmi Freyr Sig- urgeirsson sem spilaði með Breiðabliki sl. tímabil en spilar með Snæfelli í vetur. Miðaverð er kr. 1.000 en frítt inn fyrir 12 ára og yngri og alla sem æfa með Snæfell. MM Nýjar lóðir í Hólminum Annar áfangi við Hjalla- tanga í Stykkishólmi var auglýstur til umsókna um daginn. Afanginn telur 12 lóðir og eru umsóknir þegar farnar að berast, að sögn Ola Jóns Gunnarssonar bæjarstjóra. MM Jazz á sumar- tónleikaröð Jazztríó Andrésar Þórs leikur á sumartónleikum á Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 24. júní nk. Tríóið leikur þekktar jazzperlur í eigin útsetning- um og lög úr ýmsum áttum eftir nokkur helstu tónskáld jazzsögunnar. Tríóið skipa Andrés Þór sem leikur á gítar, Sigurður Flosason sem leikur á alt saxafón og Róbert Þórhallsson sem leikur á kontrabassa. Tón- leikarnir hefjast klukkan 20:30 og aðgangseyrir er 1000 krónur. ('fréttatilkynning) Tap hjá Víkingxim Víkingur sótti ekki gull í greipar Siglfirðinga á laug- ardag en heimamenn í KS sigruðu 1-0. Víkingar eru áfram í 3. sæti með 10 stig. GE Auglýsingasíminn er 433 5500 Kajakar á Krókalóni Hafið bláa hafið hugann dregur. Feðgarnir Bragi Þór Gíslason og Davíð Andri Bragason fundu fyrir þess- um krafti hafsins á dögun- um og skelltu sér á kajak á Krókalóninu á Akranesi. Þeir segja kajakróður frá- bært sport og skemmtilegt að stunda það frá Krókalón- inu þar sem þeir búa í næsta nágrenni. Tíkin Perla virð- ist líka hafa áhuga á kajak- ferðum, en hún fékk þó ekki að róa með heldur synti eins og selur í kringum kajakana. ALS Fegðarnir Bragi Þór og Davíð Andri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.