Skessuhorn


Skessuhorn - 30.06.2004, Page 6

Skessuhorn - 30.06.2004, Page 6
'reiMny ai/nmnar Umsjón: Iris Arthúrsdóttir. Skerið banana og jarðarber í litla bita og blandið saman við helminginn af rjómanum og látið á milli botnanna. Hinn helmingurinn af rjómanum er settur ofan á kökuna og hún er síðan skreytt með jarðarberj- um og bræddu súkkulaði. HÚSRAÐ Möndlur og hnetur verða stökkar og gómsætar ef maður ristar þær aðeins á heitri pönnu. 6__________________________MIÐVIKUDAGUR 30. TÚNÍ 2004 __________ggESS'QggQERl J ónsmessuradeikur Sumarterta Sæt og góð terta sem bráðn- ar í munni, tilvalin með sunnudagskaffinu. Marengs: 4 eggjahvítnr 200 gr sykur 100 gr suðusúkkulaði 100 gr mjúkar döðlur 1-2 bananar 2 askja jarðarber 1/21 rjómi Þeytið eggjahvítur og sykur vel saman. Saxið súkkulaðið og döðlurnar og blandið var- lega saman við deigið. Setjið í tvö form klædd bökunarpapp- ír. Bakið við 120 gr hita í 45- 60 mín. Þeytið rjómann. Sannarlega glæsilegir. Fombílar í heimsókn Um fjórtán félagar úr Forn- bílaklúbbi Islands heimsóttu Akranes sl. laugardag og sýndu fáka sína á Sajnasvæðinu. Marga af eldri bílunum vantaði í hóp- inn þar sem illa viðraði í Reykja- vík þegar fara átti af stað þaðan. Engu að síður voru margir at- hyglisverðir bílar saman komnir á sýningunni. I lok ágúst er von á félögum í Fornbílaklúbbnum aftur en 28. þess mánaðar er gert ráð fýrir að þeir haldi sýn- ingu á Akratorgi og munu öku- menn þá m.a. búa sig upp sjálfir í takt við aldur bílsins og klæða- burð á þeim tíma sem viðkom- andi mótorfákur litu fýrst dags- ins ljós. MM staða tóku þátt í árlegum Jóns- messsuratleik sem tómstunda- og forvarnarfulltrúi Akraneskaupstað- ar stóð fýrir sl. laugardag. Sigur- vegarar voru eins og á síðasta ári starfsfólk bæjar- skrifstofunnar en það fór í gegnum hinar ýmsu þrautir á tímanum 1:00,25 sem var 25 mínútum skemmri tími en næsta lið á eftir þurfti til að leysa þrautirnar. I öðru sæti var sveit Landsbanka Islands og í því þriðja Leikskólinn Garða- sel. Ratleikurinn barst um þver- an og endilangan Skipaskaga frá Breið og upp í Garðalund. Sveit bæjarskriftofunnar sigraði í keppninni annað árið í röð. F. v. Guðmundur Þor- valdsson, Ásdís Gunnarsdóttir, Hrafnkell Proppé, Helga Gunnarsdóttir og Þorvaldur Vestmann. Einnig voru veitt verðlaun fýrir frumlegustu andlitsmálunina en ein stöðin í keppninni fólst í að mála liðsliti á andlit hvors ann- ars. Verðlaun fýrir frumlegustu andlitsmálunina hlaut lið Land- mælinga Islands sem jafhframt hafnaði í fjórða sæti í keppn- inni. MM Orgeltónar í Reykholtsldrkju I sumar verða þrennir þriðju- dagstónleikar við orgelið í Reyk- holtskirkju. Þriðjudaginn 6. júlí kl. 20:30 leikur á orgelið Kári Þormar organisti Áskirkju í Reykjavík verk eftir C. Franck, F. Peeters, Messiaen, Mendelsson og L. Vierne, 10. ágúst sest Bjöm Steinar Sólbergsson organisti á Akureyri við hljóðfærið og lokatónleikarnir verða 17. ágúst með þeim Herði Askelssyni org- anista við Hallgrímskirkju í Reykjavík og Ingu Rós Ingólfs- dóttur sellóleikara. Þetta er þriðja sumarið sem Félag íslenskra organleikara styður við endurgerð og upp- semingu þessa söguríka orgels, sem eitt sinn hljómaði í Dóm- kirkjunni í Reykjavík, með því að leggja ffam krafta sína endur- gjaldslaust og rennur aðgangs- eyrir óskiptur í orgelsjóð. Kári Þormar lagði stund á org- elleik hjá Herði Áskelssyni og pí- anóleik hjá Jónasi Ingimundar- syni. Eftir nám hér heima fór hann í ffamhaldsnám til Þýska- lands og nam kirkjutónlist við Robert Schuman Hochschule í Dússeldorf undir handleiðslu Hans Dieter Möller. Þaðan lauk hannA-Kirkjutónlistarprófi haustið 1998 með l.einkunn. Hann hlaut styrk úr minning- arsjóði Karls Sighvatssonar árið 1997. Kári hefur haldið fjölda ein- leikstónleika, bæði hér á landi og erlendis, þar á meðal á skandin- avískri menningarhátíð í Essen og alþjóðlegri tónleikaröð í Múhlhausen í Þýskalandi. Hann hefur einnig verið virkur með- leikari með einsöngvurum og kórum. GE Afmælishátíð Islenska jámblendifélagsins Um þessar mundir á íslenska járnblendifélagið á Grundar- tanga 25 ára starfsafmæli, en haldin var vígsluathöfh á Grund- artanga í tengslum við aðalfund félagsins þ. 26. júní 1979. Þar lagði þáverandi forsætisráðherra, Ólafur Jóhannesson, hornstein að járnblendiverksmiðjunni, og iðnaðarráðherra, Hjörleifur Guttormsson, flutti ávarp og lýsti verksmiðjuna formlega tekna í notkun. Islenska járnblendifélag- ið hf. var aftur á móti stofnað hinn 28. apríl 1975, en rekstur verksmiðjunnar hófst ekki fýrr en vorið 1979 með gangsetningu fýrsta bræðsluofnsins. Starfsmannafélagið (STJA) var stofhað 4. apríl 1979 og á því 25 ára afmæli. I tilefni af þessum tímamótum verður haldin hátíð að Þórisstöð- um í Svínadal laugardaginn 3. júlí nk. Hátíðin hefst strax kl. 09:00 og lýkur ekki fýrr en að loknum dansleik um kvöldið. Þórisstaðir er jörð í eigu STJA, þar sem fé- lagsmenn hafa af miklum dugn- aði á undanfömum ámm komið upp myndarlegri aðstöðu til úti- vistar og tómstunda af ýmsum tagi fýrir sig og fjölskyldur sínar. Einnig hafa starfsmannafélög víða um land nýtt sér þessa að- stöðu í vaxandi mæli. Hátíðin er ætluð starfsmönn- um Ij sem og fýrirtækja á Gmnd- artanga í eigu Ij, að hluta eða al- veg, ásamt fjölskyldum og fjölda boðsgesta, en meðal þeirra em fýrrverandi starfsmenn Ij, sem komnir em á eftirlaun, stjóm, ná- grannar og helsm viðskipta- menn. GE Átta lið vinnu- SkipulagsstDfnun Rafskautaverksmiðja á Katanesi í Hvalfjarðar- strandahreppi Hvalfirði Mat á umhverfisáhrifum - athugun SKipulagsstofnunar Kapla hf. hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar matsskýrslu um rafskautaverksmiðju á Katanesi í Hvalfjarðarstrandarhreppi í Hvalfirði. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 25. júní - 6. ágúst 2004 á eftirtöldum stöðum: Á bókasafni Akraness, á skrifstofum Hvalfjarðarstrandarhrepps og Skilmannahrepps, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Matsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu HRV: Samsteypunnar www.hrv.is Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 6. ágúst 2004 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000. Skipulagsstofnun Þeir sem hafa áhuga á að láta birta uppáhalds uppskriftina sína geta sent hana inn ásamt Ijósmynd af sjálfum sér eða réttinum (500 kb eða stærri), fullu nafini, heimilisfangi og síma á netfangið iris@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.