Skessuhorn - 30.06.2004, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 30. TUNI 2004
Hópur 50 ára afmælisnemenda frá Húsmæðraskólanum á Varmalandi
á tröppunum við skólann. Ljósmynd: Bjarni Helgason.
s
Arbók Akumesinga 2004
Arbók Akurnes
inga er nú komin út
í fprða skipti en út-
gáfunni var fagnað
með stuttri athöfn í
Kirkjuhvoli sl. laug-
ardag. Bókin er að
þessu sinni helguð
alþýðumenningu og
afþreyingu ýmis
konar og meðal efn-
is má nefna sögu
hljómsveitarinnar
Dúmbó og viðtöl
við Oldu og Sjöfn
Jóhannesdætur sem
eru órjúfanlega
tengdar Bíóhöllinni
Akurnesinga og Jóhann
hannsson f.v. bíóstjóra sem
stjórnaði sýningum á yfir 3000
kvikmyndum í húsinu. Fulltrúar
Hljómsveitarmeðlimir úr Dúmbó mættu en tveir þeirra voru fjarverandi.
þriggja kynslóða rifja upp leiki arinnar þekkja úr fýrri árbókum
bernsku sinnar og rakin er saga eru á sínum stað en árbókin er
Leikfélags Akraness og Skaga-
leikflokksins sem fagnar þrítugs-
afrnæli á þessu ári. Fjölmargir
fastir þættir sem lesendur árbók-
hugum
Jó-
ríflega 300 síður að þessu sinni.
Ritstjóri er Kristján Kristjánsson
og útgefandi Uppheimar ehf.
MM
Fimmtíu ára
afinælismeyjar
Umferðarfulltrúar teknir til starfa
Helgina 19. og 20. júní s.l.
dvöldu í Húsmæðraskólanum
að Varmalandi skólasystur frá
vetrinum 1953-1954 og fögn-
uðu 50 ára afmæli skólavistar
sinnar þar. Af 42 námsmeyjum
þennan vetur mættu nú 31 til
afmælisfagnaðarins, 2 eru látn-
ar. A sunnudeginum var ekið
um Borgarfjörð undir leiðsögn
Bjarna Guðráðssonar. Héraðið
skartaði sínu fegursta í ein-
stakri veðurblíðu helgarinnar.
Húsmæðraskólinn að
Varmalandi tók til starfa árið
1946 og var starfræktur til
1986, eða í 40 ár. Skólinn var
stofnaður af Sambandi borg-
firskra kvenna ásamt sýslu-
nefndum Mýra- og Borgar-
fjarðarsýslu.
MM
S---------------------------
Slysavarnafélagið Landsbjörg
og Umferðarstofa hafa starfrækt
umferðarfulltrúa yfir sumartím-
ann síðastliðin sjö ár en það er sá
tími sem umferð er hvað mest
hér á landi og fjöldi alvarlegra-
og banaslysa hvað mestur. Um-
ferðarfulltrúarnir eru starfræktir
um allt land og hafa það mark-
mið að stuðla að auknu umferð-
aröryggi m.a. með því að koma
ábendingum um það sem betur
má gera í umferðinni til sveitar-
félaga, lögreglu og Vegagerðar,
gera kannanir og koma niður-
stöðum þeirra til almennings og
þeirra sem starfa við umferðar-
mál, vekja athygli á umferðar-
málum almennt, hvetja fólk til
notkunar á öryggisbúnaði og svo
mætti lengi telja.
Umferðarfulltrúana er hægt
að ná sambandi við í gegnum
Neyðarlínuna 112 en þeir eru:
• Kjartan Benediktsson fyrir Suðitr-
og Vesturland
• Reynir Arnórsson fyrir Austurl.
• Helgi Tulinius fyrir Norðurl.
• Gunnar R Garðason fyrir Vestfirði
og Snæfellsnes
Megin áherslur í sumar verða:
• Merkingar í vegakerfinu eins og
hvar er vantar merkingar, byrgja
merkingar sýn, er þörfá að draga
úr hraða með merkingum þar sem
t.d. er hættulegt aðfara í beygjur á
leyfilegum hátnarkshraða.
• Beltanotkun ókumanna inni í
þéttbýliskfórntim eftir kyni.
• Hjálmanotkun bama og fitllorð-
inna.
• Notkun spegla og annarra öryggis-
tækja með fellihýstim og óðrum
aftaní vögnum.
(Fréttatilkynning)
Gallerí Alfakot í Brákarey
Vinnustofa fyrir handverksfólk og föndrara
Hrafnhildur Ester Ormsdóttir í Gallerí Áifakoti. Mynd: GE
Hrafnhildur Ester Orms-
dóttir handverkskona í Borgar-
nesi hefur opnað vinnustofu í
húsnæði sem áður hýsti
varahlutaverslun Bifreiðaverk-
stæðisins í Brákarey.
Vinnustofan er opin fyrir
alla sem áhuga hafa á hvers-
konar handverki eða föndri.
Þangað getur fólk komið og
málað á keramik, unnið í leir,
saumað eða hvað annað sem
því dettur í hug hvort sem fólk
vill stoppa í lengri eða
skemmri tíma og geymt það
sem verið er að vinna við á
milli heimsókni. Þá eru hráefni
og verkfæri til sölu á staðnum.
„Eg er búin að ganga með
þessa hugmynd í mörg ár og á-
kvað loksins að láta hana verða
að veruleika en mér finnst það
þjóðþrifamál að fólk geti feng-
ið útrás fyrir sköpunargleði
sína í stað þess að þurfa að sitja
heima og láta mata sig enda-
laust,“ segir Hrafnhildur.
Byrjunin lofar góðu að sögn
Hrafnhildar þótt margir setji
föndrið á hilluna yfir sumar-
tímann. Þrátt fyrir það eru
margir sestir að í Alfakoti og
enn fleiri sem ætla að nýta sér
aðstöðuna þar í haust. Sjálf
segist Hrafnhildur hafa lagt
stund á ýmiskonar föndur frá
barnsaldri. Hún þurfti um tíma
að glíma við erfið veikindi og
segir að í þeirri baráttu hafi
handverkið hjálpað sér virkilega
mikið. „Föndrið hefur veitt mér
óskaplega mikla ánægju og það
er ekki hægt að hugsa sér betri
þjálfun en þetta þar sem hugur
og hönd fara saman.“
Aðspurð um nafnið á vinnu-
stofunni, Gallerí Alfakot, segir
Hrafnhildur að það hafi verið
eitt af ömmubörnunum sem
átti hugmyndina en hún spratt
út frá því að amman var að
mála keramíkálfa sem vöktu
mikla hrifningu hjá ungviðinu.
Þar með var nafnið komið.
Gallerí Álfakot verður opið
milli 17.00 og 22.00 alla daga í
sumar en opnunartíminn mun
síðan brejrtast með haustinu.
Auk þess að fá afnot af aðstöðu
getur handverksfólk haft muni
sína til sölu í Galleríinu. GE
Five for Tango
Sunnudaginn 4. júlí heldur
tangohópurinn Five for Tango
tónleika á vegum Sumartón-
leikaraðar í Stykkishólmskirkju.
Hópinn skipa Vigdís Klara Ara-
dóttir sem leikur á sópran-sax-
ófón auk íjögurra Pólverja sem
spila á alt-saxófón, harmon-
ikku, selló og píanó.
Tónleikarnir hefjast kl
17:00.
(Fréttatilkynning)
Sautjándi júní var upp úr miðjum þessum mánuði í Lundarreykjadal
í Borgarfirði líkt og víðast hvar annarsstaðar á landinu. Lunddæiing-
ar fögnuðu 60 ára afmælis iýðvetdisins á vegiegan hátt og umfram
allt þjóðlegan í og við félagsheimili sitt í Brautartungu. Þar var keppt
í ýmsum þjóðlegum íþróttagreinum á borð við dráttavélaakstri og
plöntugreiningu en um kvöldið var slegið upp grillveislu og kvöld-
vöku. Þótti mörgum þetta kærkomin tilbreyting frá hoppuköstulum
og sykurfrauði sem einkenna allflestar hátfðir landsins en Lunddæl-
ingar hafa hinsvegar verið ófeimnir við að fara sínar eigin leiðir. Á
myndinni hér að ofan fer Ólafur Jóhannesson formaður Ungmenna-
félagsins Dagrenningar í Lundarreykjadal sínar eigin leiðir í gegnum
þar til gerðan smokk í einni af keppnisgreinunum.
Mynd: Tómas Árnason