Skessuhorn


Skessuhorn - 30.06.2004, Side 16

Skessuhorn - 30.06.2004, Side 16
<<px POSTURINN allur pakkinn HÁHRAOA INTERNET TIL SjXVAR 06 SVEITA Þráðlausar netlausnir fyrir heimili og fyrirtæki 'tMax SÍMI 544 4454 □LVUiBNDlNN StMI 894 4980 íftwww.spmJs Lélegt grásleppuvor Þrír bátar á Akranesi fá rannsóknaleyfi fram til 25. júlí Grásleppuveiðar frá Akra- nesi voru endaslepptar í vor og má nánast segja að hrun hafi verið í veiðunum miðað við undanfarin ár. Veiðar hófust 1. apríl, eins og í fyrra, og gengu þær vel fyrstu vikuna eða svo. Eftir það datt botninn alveg úr veiðiskapnum og gekk það illa að elstu menn muna ekki ann- að eins, en þá er vitnað beint til orða Skarphéðins Arnasonar sem stundað hefur grásleppu- veiðar frá Akranesi í áratugi. Um ástæðuna eru menn ekki vissir, en nefna þó einhverjir að hlýrri sjór geti verið ástæða þess að fiskurinn hagi sér öðru- vísi en hann er vanur. Skessuhorn ræddi við Börk Jónsson grásleppuveiðimann, en hann lýsir veiðinni í vor þannig: „Eftir að vika var liðin af veiðitímabilinu í apríl datt þetta alveg niður og þróaðist þannig að flestir hættu um miðjan maí og drógu net sín á land. Eftir voru nokkrir smærri bátar sem hafa verið að reyna með afar litlum árangri,“ segir Börkur. Núna síðustu dagana hefur svo aftur orðið vart við fallegan rauðmaga og eitthvað af grásleppu eða við síðasta stórstraum sem var 21. júní. „Það er góður fyrirboði,“ segir Börkur og bætir við að einnig sé farið að bera á skötusel í net- unum en hann fylgir gjarnan grásleppunni eftir og étur rauðmagann með góðri list. „Þannig eru ýmsar vísbending- ar sem segja okkur að gráslepp- an gæti farið að gefa sig hér við strendurnar,“ segir Börkur. Þrír fá rannsóknaveiðileyfi Samkvæmt reglugerð á grá- sleppuvertíðinni að vera lokið 29. júní, eða í gær. Börkur seg- ir að Smábátafélg Akraness hafi fyrir um hálfum mánuði skrif- að ráðuneytinu og sótt um leyfi til að mega framlengja veiði- tímabilið þar sem veiðin í vor hafi hrunið og reynsla sé fyrir því að grásleppan geti veiðst lengra fram á sumarið og jafn- vel fram á haust. „Ráðuneytið hafnaði þessari ósk okkar og skrifuðum við því aftur suður og rökstuddum beiðni okkar ít- arlegar og óskuðum eftir rann- sóknaveiðileyfi. I kjölfar þess veitti ráðuneytið þremur bát- um slíkt leyfi fyrir tilskildu 100 neta marki og verðum við þrír að veiðum frá 29. júní og til 25. Ekki gengið of nærri æðarfugli I vor sem leið kom krafa frá Æðarræktarfélaginu um að grásleppusjómenn reyndu að forðast æðarfluglsdráp með veiðum of nærri friðlýstu varp- landi. Börkur segir að þeir sjó- menn hafi gengist inn á þá ósk æðarbænda að veiða ekki nær landi en 250 metra þar sem friðlýst æðarvarp er til staðar. „Annars held ég að þetta hafi verið stormur í vatnsglasi. Við höfum ekki verið að drepa mikinn æðarfugl í netunum og mér heyrist á mönnum að þetta sé undir 10 fuglar á vertíð hjá hverjum og einum. Eg held að það hafi drepist 4 fuglar hjá mér í vor,“ segir Börkur Jóns- son, grásleppuveiðimaður á Akranesi að lokum. MM júlí, þ.e. ég á Hörpu annarri, Gísli S Einars- son með Skarp- héðni Arnasyni fiskilóðs á Kveldúlfi og Jó- hannes Eyleifs- son á Leifi. Við fáum leyfið gegn því að skrásetja nákvæmlega fjölda og þyngd hrogna úr grá- sleppunni og skrá einnig þyngd og magn rauðmagans," segir Börkur. Hann segir veið- arnar fara fram frá Hvalsey útaf Okrum á Mýrum í norðri og suður um að suður- flösinni á Akra- nesi. Börkur kveðst bjartsýnn á þetta viðbótarleyfi og segir að vel geti verið að grásleppan fari að finnast þrátt fyrir að þetta langt sé liðið á sumarið. Að- spurður segir hann að grá- sleppuveiðimenn á Akranesi hafi ágætan samning við hrognavinnsluna hjá Vigni G Jóhannssyni á Akranesi. „Við gætum verið að fá þetta 70-90 þúsund krónur fyrir tunnuna af góðum hrognum og ef við veiðum vel næstu vikurnar bætir það að einhverju leyti upp lélega vertíð í vor. Börkur Jónsson við Hörpuna aðra, en báturinn var inni til viðgerða í vélsmiðjunni Steðja sl. mánudag. Harpan varð fyrir tjóni í sl. viku þegar hún steytti á skeri útaf Mýrum. Börkur gerir nú klárt fyrir veiðar að nýju, einn af þremur skipstjórum á Akranesi sem fengu sérstakt rannsóknaveiðileyfi. Frá einum hverfafundinum í Stykkishólmi í síðustu viku. Vel sóttir hverfafundir í Stykkishólmi í síðustu viku stóð Umhverf- ishópur Stykkishólms fyrir hverfafundum í Stykkishólmi. Þeir voru haldnir í þeim til- gangi að íbúar bæjarins hittust, gengju um hverfið sitt og ræddu hvað betur mætti fara og um möguleg verkefni sem í- búar gætu sjálfir tekið að sér. Bænum var skipt í 6 hverfi og stýrðu meðlimir Umhverfis- hópsins fundinum á hverjum stað. Þátttaka var framar von- um að sögn Menju von Schma- lensee formanns Umhverfis- hópsins en alls mættu um 140 íbúar og allir í sólskinsskapi. Meðal þeirra verkefni sem skipulögð voru á fundinum var sláttur lúpínu og skógarkerfils, úrbætur við leikvelli og leik- svæði barna, gerð samkomu- svæða, gerð göngustíga o.fl. Menja sagði íbúa almennt hafa tekið vel í að leggja sjálfir fram vinnu við að fegra og bæta bæ- inn og sagði hún framtak bæj- arbúa ánægjulega viðbót við þá vinnu sem bæjaryfirvöld standa fyrir. GE

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.