Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2004, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 15.09.2004, Blaðsíða 1
OPIÐ: Virka daga 10-19 Laugard. 10-18 Sunnud.12-18 netté alltaf gott - alltaf ódýrt VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 36. tbl. 7. árg. 15. september 2004 Kr. 300 í lausasölu Árlegt busaball elstu bekkja grunnskólanna á Akranesi fór fram sl. föstudag. Stemningin var gríðarleg á ballinu og voru þessir bjartsýnu piltar meðal dansleikjagesta. Sjá myndir bls. 8 Borgarafundur í Skilmannahreppi: ViU að hreppsnefiid fari ekki í viðræður —7--------------- IAstulkur upp? Það skýrist í kvöld hvort IA stúlkurnar leika í úrvals- deildinni í knattspyrnu kvenna á næsta ári. Skaga- stúlkur burstuðu Þór/ KA/ KS í fyrri leik liðanna í um- spili um laust sæti í úrvals- deild á Akureyri á laugardag, 6-1. Síðari leikurinn fer fram á Akranesvelli í dag og hefst kl. 17.30. Sjá bls. 15 Ten Sing Eitt af stóru verkefnunum ífamundan hjá Hvíta húsinu á Akranesi kallast Ten Sing en þar er um að ræða menn- ingarhóp fyrir ungt fólk á aldrinum 15-22 ára. Mark- mið verkefnisins er meðal annars að dýpka menningar- vitund ungs fólk og virkja þau í söng og leik, hvetja unglinga til að vera skapandi og taka þátt í að móta ung- lingamenninguna. Urn leið er brúað bilið milli grunn- skóla og framhaldsskóla með því að hleypa grunnskóla- nemum í hópinn og veita þeim um leið aðgang að Hvíta húsinu við sérstök til- efni. Sjá bls. 9. Síðastliðinn miðvikudag var haldinn borgarafundur í Skil- mannahreppi til að ræða skóla- mál sveitarfélagsins. Til fundar- ins var boðað í framhaldi af deil- um innan hreppsins vegna fyrir- hugaðra viðræðna sveitarstjórn- ar við Akraneskaupstað um hugsanlegt samstarf í skólamál- um. Kvöldið áður hafði verið haldinn fjölmennur stofnfundur Stuðningsfélags Heiðarskóla en þar mættu íbúar úr öllum sveit- arfélögunum sem koma að rekstri skólans. Borgarafundurinn sem hald- inn var í Félagsheimilinu Fanna- hlíð var einnig þölmennur en þó komust ekki allir inn sem þess óskuðu. Tveimur mönnum, sem ekki eru íbúar Skilmannahrepps, var vísað ífá fundi en þeir töldu sig hinsvegar hafa lagaheimild til að sitja hann. Samkvæmt upp- lýsingum Skessuhorns hyggjast þessir menn kæra til Félagsinála- ráðuneytisins til að fá úr því skorið hvort borgarafundir séu einungis ætlaðir skráðum íbúum í viðkomandi sveitarfélagi. Fundurinn í Fannahlíð fór að öðru leyti vel fram og voru skoðanskipti milli manna nokk- uð lífleg og voru ýmis sjónarmið reifuð. Samþykkt var ályktun þar sem skorað var á hreppsnefnd Skilmannahrepps að draga til baka ákvörðun um að ganga til viðræðna við Akraneskaupstað um samstarf í skólamálum. Hreppsnefhd mun væntanlega taka ályktunina til umræðu á næsta fundi sínum en hún er ekki bundin af ákvörðun borg- arafundarins. GE Jarðamál end- urtekin vegna mistaka Á síðasta fundi bæjarráðs Borgarbyggðar var tekið fyr- ir erindi frá Landbúnaðar- ráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar vegna inn- lausnarbeiðni á eignarhlut í jörðinni Kvíum I í Borgar- byggð. Jörðin er að 2/3 í eigu á- búenda og fjölskyldu þeirra en að 1/3 í eigu annars aðila. Samkvæmt gömlu jarðarlög- unum er ábúanda heimilt að leysa til sín eignarhlut ann- ars aðila ef hann telur að eignarhaldið hindri að hægt sé að búa svo vel sé. I júlí óskaði Landbúnaðarráðu- neytið umsagnar bæjarráðs Borgarbyggaðr sem lýsti sig samþykkt innlausninni. Einnig var óskað eftir um- sögn Búnaðarsamtaka Vest- urlands og jarðanefndar. Eftirá kom hinsvegar í ljós að vegna mistaka í ráðuneyt- inu hafði ekki verið óskað eftir umsögn frá eiganda þess hluta jarðarinnar sem óskað var innlausnar á. Því varð að endurtaka umrætt ferli. Forsenda innlausnar- beiðninnar er sú að ekki hafa náðst samningar um verð milli ábúenda og eigenda umrædds jarðarhluta. Ef fallist verður á innlausnar- beiðnina verður skipaður aðili til að meta verðgildi jarðarinnar og skal það verða kaupverð jarðarhlut- Grísaveisla mmi GóðKaup! Verðáður: Grísabógur.......................25% afsl. 498 kg. Grísaflesksteik..................25% afsl. 665 kg. Grísakótilettur..................25% afsl. 1375 kg. Grísahakk........................25% afsl. 499 kg. Grísalæri........................25% afsl. 598 kg. Grísahnakki......................25% afsl. 899 kg. Nýtt kreditkortatímabil hefst 16. september! GóðKaup! Verðáður: Grísagúllas.........................25% afsl. Grísasnitzel........................25% afsl. Kalkúnapottréttur m.piparsósu.......25% afsl. Appelsínur............................99 kg. Iceberg.............................109 kg. 1375 kg. 1379 kg. 899 kg. 139 kg. 169 kg. 5 Tilboðin gildafrd 16. september til og með 21. september eða meðan birgðir endast. 'errcrvem'öi . ' n rt Ak^nr/rrS Hyrnutorgi Borgarnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.