Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2004, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 15.09.2004, Blaðsíða 7
§KESSUH©Eí MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 7 Gefandi og skemmtilegt tómstundastarf sem kostar ekki neitt Fjölbreytt starfsemi Kirkjukórs Akraness Sveinn Arnar Sæmundsson við píanóið. Seinni partínn í september hefst starfsemi Kirkjukórs Akraness á ný eftír sumarfrí og þessa dagana leitar kórstjórinn og organisti Akranskirkju; Sveinn Arnar Sæmundsson, að nýju fólki í allar raddir. „Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla þá sem hafa gaman að söng,“ segir Sveinn Arnar. „Starfið er mjög fjölbreytt, það er ekki alltaf ver- ið að syngja sálma og má segja að verkefnavalið hjá kirkjukór- um sé íjölbreyttara en almennt gerist hjá öðrum kórum. Sem dæmi af því sem ffamundan er má nefha skemmtikvöld eða kaffitónleika sem haldnir verða í október þar sem veraldleg tónlist er áberandi á efnis- skránni. A þessum kvöldum er boðið upp á kaffihlaðborð, sem meðlimir kórsins sjá um, skemmtiatriði og söng. Við höfum gert þetta nokkrum sinnum áður fyrir fullu húsi og stemningin alltaf verið rífandi góð. I desember eru svo áætlað að halda jólatónleika þar sem á- hersla verður lögð á íslenska jólatónlist.“ „Með kirkjukórnum hafa sungið að jafnaði um 40 manns og hefur honum verið skipt upp í 3 hópa sem skiptast svo á um að syngja við guðsþjónusturnar. Þannig að fólk er alls ekki að syngja um hverja helgi eins og svo margir halda. Æft er einu sinni í viku, á fimmtudags- kvöldum auk þess sem raddæf- ingar eru á þriðjudögum fyrir nýja félaga og þá sem það vilja.“ Kirkjukór Akraness hefur einnig haft það fyrir sið að hafa einn æfingadag á hausti, yfir- leitt á laugardegi, og farið þá út úr bænum og eytt deginum saman við æfingar. „Þessir æf- ingadagar hafa verið mjög skemmtilegir. Þá mæta allir með eitthvað með sér og svo er slegið upp hlaðborði og sungið og trallað allan daginn. Það hefur myndast mjög skemmti- leg stemning í þessum ferðum,“ segir Sveinn Arnar. A vegum kirkjunnar starfar einnig barnakór fyri börn í 2. - 4. bekk og ungmennakór fyrir 5. bekk og upp úr. Barnakórinn leggur áherslu á létt og skemmtíleg lög með leikjum og æfir einu sinni í viku, frá 16.00 - 16.45 í Vinaminni. Ung- mennakórinn æfir fjölbreytta tónlist og fer út í raddaðan söng en áhersla er lögð á að léttleik- inn sé í fyrirrúmi. Æfingar eru á föstudögum klukkan 16.00 í KFUM & K húsinu. Ung- mennakórinn syngur í fjöl- skyldumessu einu sinni í mán- uði og tekur auk þess þátt í ýmsum uppákomum, innan kirkjunnar sem utan. Sveinn Arnar segir kórastarf kirkunnar fjölbreytt og skemmtilegt tóm- stundastarf sem kostar ekki neitt og hvetur alla þá sem hafa gaman af að syngja til þess að koma og taka þátt í verkefnum vetrarins. ALS UPPLÝSINGAMIÐLUN OG VERKEFNAMÓTTAKA Laust er til umsóknar hjá Landmælingum íslands á Akranesi tímabundið starf við upplýsingamiðlun og móttöku verkefna. Leitað er eftir duglegum og samviskusömum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni. Æskilegt er að umsækjendur séu búsettir á Akranesi eða nágrenni. Ábyrgðar- og starfssvið: • Umsjón með móttöku og afgreiðslu loftmynda til viðskiptavina • Upplýsingagjöf og verkefnamóttaka vegna stafrænna kortagagna Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun • Reynsla af markaðs- og sölustörfum • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Góð tölvuþekking • Góð enskukunnátta Umsóknir merl<tar starfi er greini frá menntun og reynslu skulu berast til Landmælinga íslands fyrir 24. september 2004. Ráðið verður í starfið sem fyrst og er ráðningartíminn til 1. september 2005. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin. Nánari upplýsingar gefur Jensína Valdimarsdóttir í síma 430 9000 Qensina@lmi.is). Landmælingar íslands, Stillholti 16-18, 300 Akranes. Sími: 430 9000 Netfang: lmi@lmi.is Veffang: www.lmi.is LANDMÆLINGAR ÍSLANDS Frá opnum stjórnmálafundi Framsóknarmanna á Hótel Borgarnesi. Formaðurinn í ræðustóli en þingmenn og ráðherrar til beggja hliða. Framsóknarmenn á flakki Haustfundur þingflokks og landsstjórnar Framsóknar- flokksins var haldinn í Borgar- nesi í síðustu viku. A fundinum er meðal annars rætt um áhersl- ur flokksins í tengslum við að hann tekur við forsætisráðu- neytinu í þessari viku. I tengsl- um við haustfundinn var opinn stjórnmálafundur á vegum flokksins á Hótel Borgarnesi sl. föstudag og var hann vel sóttur. Þingmenn og landsstjórn flokksins komu í Borgarnes snemma á fimmtudag og not- uðu tímann til að heimsækja ýmis fyrirtæki og stofnanir í héraðinu. GE Ný brú yfir Vatnsholtsá Vinna er hafm við gerð nýrr- ar brúar yfir Vatnsholtsá á Snæ- fellsnesvegi, rétt við Lýsuhól. Þar er einbreið brú sem komin er tíl ára sinna en fyrir áramót er ætlunin að þar verði komin tvíbreið brú og fækkar því enn hinum alræmdu einbreiðu brúm á Nesinu. Það er brúar- flokkur Vegagerðarinnar sem annast framkvæmdirnar. GE INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali /ljj3 FASTEIGNIR í B0RGARNESI BORGARBRAUT 49, Borgarnesi Einbýlishús 139,9 ferm. Á efri hæð er 100 ferm. íbúð. Forstofa dúklögð, gangur og stofa parketlagt. Hol og eldhús dúklagt, ný ljós viðarinnr. Baðherb. dúklagt, ný ljós viðarinnr. Tvö herbergi parketlögð. Ibúðin er að mestu leyti nýlega innréttuð. Nýlegar hita- og raflagnir. Á neðri hæð er eitt herbergi parketlagt, lítil snyrting og geymslur (ekki fúll lofthæð). Stór lóð og möguleiki að byggja bílskúr. Verð: 10.500.000 t BRATTAGATA 4A, Borgarnesi íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi, 118,3 ferm. Forstofa og gangur flísalagt. Hol, tvær samliggjandi stofur og tvö herbergi parketlagt. Eldhús dúklagt, viðarinnr. Baðherb. með dúk á gólfi en flísaplötum á veggjum. Geymsla. Sameiginl. þvottahús og geymsla undir útitröppum. Nýr sameiginl. geymsluskúr. Lóð nýlega standsett og ný bílastæði við húsið. Verð 11.900.000 Allar ndnari upplýsingar á skrifstofu. Ingi Tryggvason hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61, 310 Borgarnes, s. 437 1700, 860 2181, fax 4371017, netfang: lit@isholf.is vejfang: simnet.is/lit V______________________________________________)

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.