Skessuhorn - 15.09.2004, Blaðsíða 11
^ucssunui..
MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004
11
Lyldlhlutverk munnsins
Þriðjudagskvöldið 21. sept-
ember kl. 20:30 flytur Armann
Jakobsson norrænufræðingur
fyrirlestur í bókhlöðu Snorra-
stofu í Reykholti í tilefni af
fæðingardegi Snorra Sturlu-
sonar. Erindi Armanns fjallar
um Sneglu-Halla þátt, stutta
frásögn í Morkinskinnu og
Flateyjarbók. Eins og fleiri
þættir í Morkinskinnu fjallar
þátturinn um þjónustu Islend-
ings við Noregskonung. O-
venjulegra er að þar er lýst á-
tökum tveggja Islendinga um
hylli konungs. Enn sérstæðara
er að ffásögnin snýst að veru-
legu leyti um munninn og tvö
lykilhlutverk hans: Að neyta
fæðu og að mæla fram drótt-
kvæðan skáldskap. I fyrirlestr-
inum verður fjallað um hvernig
munnur skáldsins leikur lykil-
hlutverk við að skapa Islendingi
félagslega stöðu og íklæðast
nýju gervi hirðmanns.
Að loknum fyrirlestri er boð-
ið upp á veitingar en síðan gefst
gestum tækifæri til að ræða efni
fyrirlestrarins. Aðgangseyrir er
500 kr. og eru allir velkomnir.
('fréttatilkynning)
Framkvæmdir við Vesturgötu
I byrjun sepmtember var haf-
ist handa við endurnýjun gang-
stétta, dreifi- og heimæðalagna
við hús á ofnaverðri Vesturgötu
á Akranesi. Það era Orkuveita
Reykjavíkur, Akraneskaupstað-
ur og Síminn sem standa að
framkvæmdunum og er megin-
dlgangurinn að bæta resktrar-
öryggi veitnanna. I tilkynningu
segir að framkvæmdunum fylgi
óhjákvæmilega Iokanir, en reynt
verði að hafa þær eins fáar og
stuttar og kostur er. Aætlað er
að verkið taki um það bil 2
mánuði. ALS
Sjö leikmenn í Skallagrím
Skallagrímur, nýliðamir í Úr-
valsdeild karla í körfuknattleik
hafa styrkt lið sitt fyrir komandi
keppnistímabil. Fyrstí leikur
Skallanna í deildinni verður 7.
október en þá fá þeir IR í heim-
sókn. Tveir leikmenn hafa yfir-
gefið herbúðir Skallagríms, þeir
Sigmar Egilsson og Ragnar
Steinssen. I þeirra stað eru
komnir þeir Hafþór Ingi Gunn-
arsson frá Snæfelli, Ragnar Ní-
els Steinsson frá Val, Björn Ein-
arsson og Jón Þorkell Jónasson
ffá Þróttí í Vogum. Þá eru þrír
erlendir leikmenn á leið í Skalla-
grím, Bandaríkjamennirnir
Clifton Cook ffá Tindastóli og
Kerbrell Brown ffá háskólanum
í Suður Karólínu. Sjöundi nýlið-
inn er síðan Makedóníumaður-
inn J ovan Zdrawevski. GE
Spila annaðhvort með
Arsenal eða ÍA
Helgi Pétur Magnússon er tví-
mælalaust best geymda leyndarmál
Skagamanna í boltanum. Pilturinn
hefur vermt bekkinn í sumar, en
spilað með í tveimur síðustu leikj-
um og er nú þegar annar af marka-
hæstu leikmönnum liðsins, með
fjögur mörk. Helgi Pétur varð stu-
dent í vetur, stundar nú laganám,
er eldheitur Framsóknarmaður og
spilar með IA.
Fullt nafn: Helgi Pétur Magnússon.
Starf: Nemi við Háskólann í Reykjavík.
Fæðingardagur ogár: 12.febrúar 1984.
Fjölskylduhagir: Leitandi!
Hvemig bíl áttu? Silfiirgráan sportbíl; Lancer.
Uppáhalds matur? Steikin hennar mömmu.
Uppáhalds drykkur? Kók
Uppáhalds sjónvarpsefni? Innihaldslausir grínþættir ogfótbolti.
Uppáhalds sjónvarpsmaður? Jay Leno og Hemmi Gunn.
Uppáhalds innlendur leikari? Jón Gnarr.
Uppáhalds erlendur leikari? Jim Carrey.
Besta bíómyndin? Man on the moon.
Uppáhalds íþróttamaður? Dennis Bergkamp.
Uppáhalds íþróttafélag? Skallagrímur og ÍA.
Uppáhalds stjómmálamaður? Guðni Agústsson.
Uppáhalds innlendur tónlistamiaður? Bubbi.
Uppáhalds erlendur tónlistarmaður? Ozzy Osboum.
Uppáhalds rithöfundur? Amaldur Indrióa.
Ertu fylgjandi eða andvígur ríkisstjórninni? Fylgjandi
Hvað meturðu mest ífari annarra? Stundvísi.
Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra? Kæruleysi
Hver er þinn helsti kostur? Það verða aðrir að dæma um það.
Hver er þinn helsti ókostur? Kæruleysi.
Fyrir utan fótboltann, hvað ertu að statfa um þessar mundir?
Núna erþað bara lestur í lögfiæðinni.
Með hverjum spilarðu á næsta ári? Arsenal eða ÍA!
Eitthvað að lokum? Já, vill óska Framsókn til hamingju með forsætis-
ráðuneytið. Loksins að við fáum alvöru stjóm á þessari ríkisstjóm.
Gulli og
golfbíllinri
Hanrt Gunnlaugur Magnússon í
Grundarfirði er búinn að spila
golf í yfir 40 ár og geri aðrir bet-
ur. Þessi aldni höfðingi er nú 84
ára gamall og spilar enn golf við
hvert tækifæri sem býðst. Sem
hjálpartæki í sportinu notar hann
þó þennan forláta bíl sem hann
á og rekur sjáifur.
MM/Ljósm.: Sverrir
Vestlendingar athugið!
Lág bilanatíðni, kröftugt fjórhjóladrif og sígilt útlit Subaru eru meðal ástæðna
fyrir einni mestu tryggð við vörumerki sem um getur á íslandi. Á veturna þegar
allra veðra er von eykur traustur bíll eins og Subaru öryggi þitt til muna.
Umboðsaðili Ingvars Helgasonar á Vesturlandi sendir Vestlendingum öllum
hlýjar haustkveðjur.
Beinskiptur
Impreza Sedan GX 2.160.000 kr.
Impreza Station GX 2.195.000 kr.
Impreza Station WRX 2.995.000 kr.
Sjálfskiptur
2.250.000 kr.
2.295.000 kr.
Umboðsaðili Ingvars Helgasonar á Vesturlandi Bílaverkstæði Hjalta ehf Ægisbraut 28 300 Akranesi 431-1376
Ingvar Helgason www.ih.is