Skessuhorn - 15.09.2004, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004
5
Vígsla námsvers í Dalabyggð
Nemendur og aðstandendur rekstrarfræðinámsins.
Námsver með fjar-
námsbúnaði og há-
hraðatengingu var vígt
við hátíðlega athöfn í
Grunnskólanum í
Búðardal sl. laugar-
dag. Námsverið er
samstarfsverkefni
Dalabyggðar og Sí-
menntunarmiðstöðv-
arinnar. Þessi nýja
fjarnámsaðstaða mun
gefa Dalamönnum
tækifæri á að stunda
nám í heimabyggð.
Þorsteinn Gunnarson, rektor
Háskólans á Akureyri, Þor-
steinn Jónsson oddviti Dala-
byggðar og Inga Sigurðardóttir,
framkvæmdastjóri Símenntun-
armiðstöðvarinnar á Vestur-
landi skrifuðu undir samning
um rekstrarfræðinámið en átta
nemendur hafa nú þegar hafið
nám í rekstrarfræði við Háskól-
ann á Akureyri, sjö úr Dala-
byggð og einn frá Reykhólum.
Auk rekstarfræðinámsins er
einnig hægt að stunda nám á
framhaldsskólastigi og nota að-
stöðuna til fundarhalda og
námskeiðahalds ýmiss konar.
Þessi athöfn markaði upphaf
„Viku símenntuna“ á Vestur-
landi sem stendur yfir þessa
dagana en henni lýkur nk. laug-
ardag.
Ljósm. S.Jök.
Eftir athöfnina var boðið
upp á veitingar og voru nýj-
ungar í framleiðslu frá Mjólk-
ursamlaginu í Búðardal kynnt-
ar. Auk þess kynnti Símennt-
unarmiðstöðin námsframboð
haustsins og gafst viðstöddum
þar kostur á að skrá sig á
spennandi námskeið.
MM
Skólastarfið fer vel af stað
Fyrstu dagarnir í skólastarfi
Fjölbrautaskóla Snæfellinga í
Grundarfirði hafa gengið mjög
vel. Að sögn Guðbjargar Aðal-
bergsdóttur, skólameistara, lýsa
bæði nemendur og kennarar á-
nægju sinni með skipulagið og
kennslufyrirkomulagið í skól-
anum og nemendur fara vel af
stað í verkefhavinnunni. Nem-
endur hafa þurft að læra að nota
ýmis tölvuforrit og kerfi en það
virðist ekki vefjast fyrir þeim.
Áberandi er að nemendur
kunna vel að meta öflugt tölvu-
kerfi skólans og hafa tekið vel
þeim ábendingum að fara eftir
reglum skólans í netnotkuninni.
Guðbjörg segir ánægjulegt hve
margir nemendur nýta opnu
tímana vel í verkefhavinnuna og
geta þannig lokið vinnunni að
mestu leyti áður en þeir fara
heim á daginn. MM
Fuiitrúar gefenda; Slysavarnadeildarinnar á Akranesi og Lionsklúbbs-
ins Eðnu færa starfsfólki SHA peningagjöfina fyrir nýja mónitornum.
Þráðlaus mónitor
Sjúkrahúsinu á Akranesi var
sl. mánudag afhentur formlega
nýr mónitor á fæðingardeild
sjúkrahússins. Hér er um nýtt
tæki að ræða sem er tæknilega
það fullkomnasta hér á landi.
Mælir það ástand barns í móð-
urkviði þannig að nemar senda
þráðlaust upplýsingar í tölvu
um líðan og ástand barnsins.
Gefendur tækisins eru tveir.
Annarsvegar gefur Lionsklúbb-
urinn Eðna ágóða af sölu upp-
skriftabóka til tækjakaupanna,
en bókin seldist upp og er nú
búið að prenta viðbótarupplag.
Hinsvegar var SHA færð gjöf
úr Minningarsjóði Sigríðar Sig-
urðardóttur frá Steinnesi en
sjóðurinn hefur verið í umsjón
Kvenfélags Akraness, sem nú
hefur verið lagt niður, og deild-
ar Slysavarnarfélagsins á Akra-
nesi. Samanlagt duga þessar
gjafir til að fjármagna kaup á
umræddu tæki sem kostar um
1,5 milljón króna. Anna
Björnsdóttir deildarstjóri C-
deildar, Stefán Helgason
fyrirlæknir og Guðjón Brjáns-
son, framkvæmdastjóri, veittu
tækinu viðtöku og þökkuðu
gefendum fyrir hlýhug og
rausnarskap í garð sjúkrahúss-
ins og starfseminnar þar.
MM
LJOSMYNDASAFN AKRANESS
AKRAHES MUSEUM OF PHOTOORAPHY
Ljósmyndir
Árna Böðvarssonar
í Listasetrinu Kirkjuhvoli
Sýningin opnar
laugardaginn 18. september kL 16
Sýningin er opin olla dogo nemo mánudaga
frá kl. 15-18, tii 17. október 2004.
| MSNNINGARBORSARSJÖmm
W"