Skessuhorn - 15.09.2004, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004
Eftir afburða heitt sumar er sjórinn við strendur landsins nokkrum
gráðum heitari en í meðatári. Þessi ungu, hraustu menn nýttu sér það
og æfðu dýfingar í höfninni á Akranesi fyrir skömmu. Ljósm. MM
Lögheimili í bústöðum
Bæjarstjórn Borgarbyggðar
hefur heimilað að nemendur
Viðskiptaháskólans á Bifröst
geti skráð aðsetur sitt í sumar-
bústöðum í nágrenni Bifrastar.
Sækja þarf sérstaklega um imd-
anþágu til sveitarfélagsins til að
skrá lögheimili í bústöðunum.
Vegna mikillar aðsóknar að
skólanum undanfarin ár hafa
nemendur orðið að taka sumar-
bústaði á leigu en þótt nem-
endagarðar hafi risið hratt á
síðustu misserum hefur það
engan veginn dugað tíl að anna
eftírspurn.
Að sögn Páls S Brynjarssonar
bæjarstjóra Borgarbyggðar
jókst það tíl muna á síðasta ári
að nemendur Viðskiptaháskól-
ans skráðu lögheimili sitt á Bif-
röst og var það meðal annars á-
stæða mikillar íbúafjölgunar í
sveitarfélaginu. Hann sagðist
ekki vita hver staðan væri nú en
1. desember 2003 voru skráðir
íbúar á Bifföst 290 talsins.
GE
Á busaballi er sá siður viðhafður að nemendur kjósa kóng og
drottningu ballsins. Nú voru það þau Björn og Alexandra.
Ljósm.: Valgarður Lyngdal
Busaball grunnskól-
anna á Akranesi
Arlegt busaball elstu deilda
grunnskólanna á Akranesi var
haldið sl. föstudagskvöld en á
því koma saman nemendur 8., 9.
og 10. bekkja beggja skólarma.
Að þessu sinni var dansleikurinn
haldinn í Grundaskóla og var
bæði mikil og góð stemning
meðal viðstaddra. Það var DJ
Páll Oskar sem sá um músíkina.
Sú nýbreymi var tekin upp að
þessu sinni að nemendur í 10.
bekk buðu með sér á ballið gest-
um af gagnstæðu kyni úr 8. bekk
og sóttu viðkomandi heim.
Þannig voru með táknrænum
hætti nýliðar í deildinni boðnir
velkomnir. MM
Sparkvöllurinn við Brekkubæjarskóla
Þessir vösku piltar fóru fim-
lega með knöttinn á sparkvellin-
um sem nýlega var tekinn í
notkun við Brekkubæjarskóla.
Völlurinn er byggður sem sam-
starfsverkefni KSI og Akranes-
kaupstaðar, en á undanfömum
misserum hefur KSI úthlutað 60
sparkvöllum til 48 sveitarfélaga
víðsvegar um landið. KSI leggur
tíl gervigrasið á völlinn en Akra-
neskaupstaður sér um byggingu
hans, rekstur og viðhald. Völlur-
inn við Brekkubæjarskóla er
lagður fyrsta flokks gervigrasi og
lýstur upp sem gerir boltaáhuga-
mönnum á Skaga kleift að spila á
honum allan ársins hring.
ALS
3n M j
| PW|| wz&m
feyj g J t\í*m
Fyrstir með rafræna launaseðla
Stjórnendur Sjúkrahússins og
og heilsugæslustöðvarinnar á
Akranesi eru nú að hrinda í
ffamkvæmd merkilegri nýjung
sem felur í sér að launaseðlar
starfsfólks verða framvegis
sendir á rafrænu formi til þeirra
starfsmanna sem hafa heima-
banka og eru nettengdir. SHA
er fyrsta fyrirtækið hér á landi
til að framkvæma þetta, en vitað
er að t.d. Hagar, eignarhaldsfé-
lag tengt Bónus er með sam-
bærilegt mál í undirbúningi.
Guðjón Brjánsson, fram-
kvæmdastjóri SHA sagði í sam-
tali við Skessuhorn að um
næstu mánaðamót verði fýrsta
útsending rafrænna launaseðla
reynd. „Við vinnum þetta verk-
efni í samráði við Landsbank-
ann. Við vinnum launavinnsl-
una áfram sjálf en sendum
launagögn þvínæst í bankann
sem sér um að senda seðlana
inn á heimabanka viðkomandi
starfsmanna, en það skiptír ekki
máli í hvaða banka viðkomandi
eru í viðskiptum. Meðan við
erum að prófa okkur áfram
munum við þó áfram prenta og
senda út launaseðla til allra. Hjá
SHA eru 240-270 starfsmenn.
Guðjón segir að ávinningur
stofnunarinnar verði umtals-
verður þegar breytingin verður
að fullu yfirstaðin. „Það kostar
okkur um 110 krónur að pakka
og senda hverjum starfsmanna
launaseðil á blaði hvern mánuð
en við munum spara 70 krónur
við hverja sendingu því bankinn
tekur 40 krónur í þóknun. Við
gerum að vísu ekki ráð fýrir að
nema um 70% starfsmanna
þiggi að fá launaseðla senda
einungis á rafrænu formi,“ seg-
ir Guðjón sem bætir við að á-
vinningur SHA að breyting-
unni verða m.a. sá að draga úr
pappírskostnaði, tæknin verði
nýtt betur og sparnaður verði
umtalsverður.
MM
Sveinn I ItílfeUinarson
Starfsmenntun -
Símenntun
Vika símenntunar er hald-
in dagana 12.-18. september
í ár og er þetta í fimmta sinn
sem þetta átak er gert til efl-
ingar símenntun hér á landi.
Það er launafólki mjög
brýnt að viðhalda og efla
sína menntun því það er
staðreynd að launa- og kjar-
aumhverfi mótast mikið af
kunnáttu og hæfni hvers og
eins. Því hefur verkalýðs-
hreyfingin lagt aukna á-
herslu á starfs- og símennt-
un og aðlögun að nýjum
kröfum á vinnumarkaði. I
síðustu samningum tókst að
tryggja framtíð starfs-
menntasjóðanna sem við
teljum afar mikilvægan þátt í
allri símenntun launafólks.
Verkalýðsfélag Borgarness
er aðili að starfsmennta-
sjóðnum Landsmennt, sem
aðildarfélög Starfsgreina-
sambandsins á landsbyggð-
irini standa að. Landsmennt
veitir m.a. almenna starfs-
menntastyrki til einstaklinga
vegna ýmiskonar náms. Má
þar nefna tölvunám, tunga-
málanám, aukin ökuréttindi,
vinnuvélanámskeið og margt
fleira.
Félagið er einnig aðili að
Starfsmenntasjóði verslun-
ar- og skrifstofufólks, sem
Landssamband íslenskra
verslunarmanna stendur að.
Sá sjóður veitir ýmis konar
starfsmenntastyrki svipað og
Landsmennt en einnig tóm-
stundastyrki. Nú í þessum
mánuði er Starfsmennta-
sjóður verslunar og skrif-
stofufólks einmitt að stór-
auka sína styrki sem félagar
verslunarmannadeildar eru
hvattir til að kynna sér.
Ennfremur er Verkalýðs-
félagið aðili að Fræðsluráði
málmiðnaðarins og Mennta-
félagi byggingariðnaðarins,
sem halda námskeið fýrir
iðnaðarmenn og félagsmenn
Iðnsveinadeildar félagsins
eiga aðgengi að.
Símenntunarmiðstöðin á
Vesturlandi varð fimm ára
gömul á þessu ári. Hún býð-
ur nú á haustönn upp á ýmis
konar fræðslu að vanda sem
ég hvet fólk til að kynna sér
vel og nota sér það sem þar
er á boðstólum. Fimmtudag-
inn 16. september, kl. 17-
18:30, verður námsframboð-
ið kynnt í Félagsbæ. Eg vil
hvetja fólk til að mæta þar
og skoða vel það sem í boði
er, ræða við kennara og afla
sér nauðsynlegra upplýs-
inga.
Þá vil ég eindregið hvetja
félagsfólk Verkalýðsfélags
Borgarness til að nýta sér
menntastyrkina sem það á
rétt á. Við hjá félaginu veit-
um allar upplýsingar, tökum
við umsóknum og greiðum
út styrkina.
Sveinn G. Hálfdánnrson,
formaður Verkalýðsfélags
Borgamess.