Skessuhorn - 16.03.2005, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2005
^dUsunuL1
Smurbrauðshópurinn í Grundaskóla. Hluti af afrakstri verklegrar kennslu erfremst á
myndinni. Sannarlega gimilegir braudréttir.
Vinsælt smurbrauðsnám
Njótum Jökulsins
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
boðaði til fundar um umferð á
Snæfellsjökli nú í vikunni. Verið er
að vinna verndaráætlun fyrir þjóð-
garðinn og í hexmi verður m.a. fjall-
að um umferðarmál á Jöklinum.
Fundurinn var hluti af samráði við
hagsmunaaðila og almeiming vegna
þeirrar vinnu. Fulltrúar ólíkra
ferðahópa, göngu-, vélsleða-, og
jeppamanna, höfðu ffamsögu hver
á sínu sviðu og í kjölfarið skipmst
fundarmenn á skoðunum um mál-
efnið. Rúmlega fimmtíu manns
sótm fundinn sem tókst í alla staði
vel. Sáttartónn var í fundarmönn-
um og voru allir á einu máli um að
nauðsynlegt væri að setja reglur um
akstur á Jöklinum þannig að allir
fengju að njóta hans. Eins og við
mátti búast höfðu menn hins vegar
ólíkar skoðanir á því hvernig þær
reglur ættu að vera. Flestir vora
þeirrar skoðunar að ekki ætti að
banna alfarið eina tegund ferða-
máta ffekar en aðra og var m.a. rætt
ísátt
um að hægt væri að skipta Jöklinum
í svæði fyrir mismunandi umferð.
Hugmyndir vora einnig uppi um
að takmarka umferð á ákveðnum
tímabilum. Ráðgjafarnefnd þjóð-
garðsins, sem í eiga sæti fulltrúar
Snæfellsbæjar, Ferðamálasamtaka
Snæfellsness, Umhverfisstofhunar
og Fornleifavemdar ríkisins, mun
vinna úr þeim hugmyndtun sem
fram komu á fundinum og leggja
fram tillögur um umferð á Snæ-
fellsjökli. MM
Það er óhætt að segja að nám-
skeið á vegum Símennmnarmið-
stöðvar Vesturlands séu fjölbreytt.
Nýlega fóra fram tvö þriggja daga
smurbrauðsnámskeið, annarsvegar
á Akranesi og nú um síðustu helgi í
Stykkishólmi. Fullbókað var á
námskeiðin og leiðbeinandi var
Marentza Poulsen, en hún er lærð
smurbrauðsjómfrú og hefur starfað
á ýmsum þekktum stöðum svo sem
hjá Idu Davidsen í Kaupmanna-
höfh.
Tilgangurinn með námskeiðun-
um var að leiðbeina og kenna gerð
smurbrauðs bæði hvað varðar teg-
undir og einnig útreikninga á
magni. Uppröðun á föt og skreyt-
ingar á borð er einnig mikilvægur
þáttur. Kennt var að setja upp
glæsilegt hlaðborð sem hægt er að
nýta við ýmis tækifæri. Kennslan
er bæði í formi sýnikennslu og
verklegrar kennslu.
MM
Stórtónleikar íReykholtskirkju
Þridjudaginn 22. mars kl. 20.30
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins
Sameinaðir horgfirskir kórar
Einleikari: Matthías Nardeau
óbóleikari
\ Stjórnandi: Gunnsteinn Olafsson
V
r
www. ungfonia.tk
................ .
j
ATVTNNA - ATVINNA
Starfstolk óskast tíl almennra þjónustustarfa í
sumar. Einungis 18 ára og eldri.
Loks rofar til í sauðíj árframleiðslimni
Jákvæðar horfur era loks í sjón-
máli í afkomu sauðfjárbænda sökum
góðrar sölu innanlands á dilkakjötá
og þar af leiðandi lækkaðs hlutfalls
þess kjöts sem selja þarf á erlendum
mörkuðiun fyrir umtalsvert lægra
verð en fæst fyrir kjötið hér heima.
A síðasta ári var útflutningshlutfall
dilkakjöts ákveðið 36% en nú er út-
lit fyrir að lækka þurfi það hlutfall í
15-20%, að sögn Haraldar Bene-
diktssonar, formanns Bændasamtaka
íslands. Ástæður þessa era bæði góð
sala ixmanlands en einnig samdrátt-
ur í ffamleiðslu á síðasta ári. Sauð-
fjárbændur hafa undanfarin 2 ár
þurft að taka á sig verulega tekju-
skerðingu samhliða samdrætti í sölu
og verðlækkun á kjöti. Því hafa
margir þeirra hætt framleiðslu og
snúið sér að öðra. Við lækkun út-
flutningshlutfallsins er hægt að velja
úr þá markaði sem greiða hæsta
verðið og því fæst að jafiiaði hærra
verð fyrir það kjöt sem senda þarf úr
landi. Samhhða góðri sölu undan-
farin misseri á dilkakjöti spá sumir
því að búast megi við því að skortur
verði á lambakjöti á grill lands-
manna í sumar. Samkvæmt upplýs-
ingum ffá einni af afurðastöðvunum
f kjötvinnslu er þokkalegt jafnvægi á
markaði í flestum kjöttegundum um
þessar mundir. Einna helst er nefht
að offfamboð sé af kjúklingakjöti.
MM
Deilt um kjörgengi
sveitarstjómarmanns
Málefhi Guðrúnar Jónu Gunn-
arsdóttur, fyrrverandi oddvita Dala-
byggðar era enn fyrirferðarmikil
innan sveitarstjórnar þrátt fyrir að
hún hafi látið af embætti sem oddviti
og sitji ekki lengur í byggðaráði. Þá
hefur hún látið af störfum hjá
heilsugæslunni í Búðardal og starfar
ekki lengur í sveitarfélaginu. Störf
Guðrúnar Jónu fyrir heilsugæsluna
og ekki síður í sveitarstjóm hafa sem
kunnugt er valdið deilum en í seinni
tíð er það hinsvegar fjarvera Guð-
rúnar Jónu sem er umfjöllunarefhið.
A síðasta fundi byggðaráðs Dala-
byggðar var eftirfarandi bókun sam-
þykkt.
„Samkvæmt skráningu í þjóðskrá
hinn 1. des. sl. er sveitarstjómar-
maðurinn Guðrún Jóna Gunnars-
dóttir skráð með lögheimili að
Harastöðum, Dalabyggð. Sam-
kvæmt lögum um lögheimili skal
lögheimili teljast sá staður þar sem
viðkomandi hefur fasta búsetu og
dvelst að jafiiaði, þegar hann er ekki
fjarverandi um stundarsakir. I lögum
um tilkynningu aðsetursskipta hafa
þeir sem flytja aðsetur sitt sérstökum
skyldum að gegna. Sveitarstjómir
hafa einnig á herðum sínum sérstak-
ar skyldur ef tilkynningar aðseturs-
skipta era vanræktar, sbr. 13. gr. lag-
anna.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum
skal sveitarstjómarmaður víkja úr
sveitarstjóm missi hann kjörgengi
og skulu varamenn taka sæti þegar
aðalmenn flytjast burtu úr sveitarfé-
laginu. Sé um tímabundinn brott-
flutning að ræða má ákveða að sveit-
arstjórnarmaður skuli víkja úr sveit-
arstjórn þar til hann tekur aftur bú-
setu í sveitarfélaginu. Samkvæmt
lögum um kosningar til sveitar-
stjómar, 98. gr., ber sveitarstjóm að
taka afstöðu til kjörgengis sveitar-
stjómarmanna, þ.m.t. vegna brott-
flutnings úr sveitarfélagi.
Að teknu tilliti til búsetufyrir-
komulags að Harastöðum frá því sl.
haust verður ekki séð að Harastaðir
geti talist lögheimili Guðrúnar.
Upplýst er að sveitarstjómarmaður-
inn hefur undanfarið fengið sveitar-
stjórnargögn sín send á heimilisfang
í Reykjavík, en ekki að Harastöðum
og að hún stundar ekki vinnu lengur
í sveitarfélaginu. Hún hefur hins
vegar ekld tilkynnt aðsetursskipti
samkvæmt lögum um tilkynningu
aðsetursskipta.
Með vísan til framanritaðs kemur
til álita að sveitarstjórn tilkynni
breytingu á aðsetri og lögheimili
Guðrúnar Jónu Gunnarsdóttur í
samræmi við ákvæði laga um tdl-
kynningar aðsetursskipta, og taki
eftír atvikum afstöðu til kjörgengis
Guðrúnar, sbr. tilvísað ákvæði laga
um kosningar til sveitarstjómar.
Sveitarstjóra er hér með fahð að
kynna Guðrúnujónu Gunnarsdótt-
ur ffamangreint og leita efrir afstöðu
hennar til þeirra atriða sem rakin
eru hér að ofan. Er miðað við að
sjónarmið Guðrúnar Hggi fyrir eigi
síðar en fyrir næsta fundi byggða-
ráðs þann 15. mars n.k. kl. 14:00. I
framhaldi af því verði tekin afstaða
til þess hvort málinu verði vísað til
ffekari meðferðar sveitarstjómar.“
Ekki náðist í Guðrúnu Jónu vegna
málsins.
GE
Fullfermi af steinbít
Síóastlióinn laugardag landaði Signý HU13 fullfermi af steinbít í Grundarfirði, eða alls 13 tonnum. Aflinn náðist allur á
Látraröstinni. Skipstýórinn á Signýju erfrá Akranesi en með honum á bátnum er Skagstrendingur. Ljósm. Sverrir.