Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2005, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 16.03.2005, Blaðsíða 16
16 MIÐVTKUDAGUR 16. MARS 2005 Síung fermingarböm segja sögu sína Tveir kjólar, hælaskór og barhastjama í apríl 1960 fermdist Nína As- laug Stefánsdóttir ásamt Jóni bróð- ur sínum í Laugarneskirkju í Reykjavík. Á þessum tíma var verið að byggja upp nýja kirkju í Lang- holtshverfi þar sem Nína og Jón hlutu fermingarfræðslu svo undir- búningur fór fram í skúr á bygging- arlóðinni. ,Mér er minnisstæðast úr fermingarundirbúningnum hversu lifandi og skemmtilegur haxm var í umsjón séra Árehusar, prestsins sem fermdi okkur. Hann hélt til dæmis böll á sunnudags- kvöldum þar sem við mættum og dönsuðum. Það fannst manni nú flott í þá daga.“ Nína hafði mjög ákveðnar skoð- anir á því hvemig kjól hún vildi fyr- ir ferminguna og tók drjúgan þátt í hönnun hans, en það var mamma hennar sem saumaði kjólinn. Reyndar þótti saumakonunni kjóll- inn helst til dökkur en Nínu varð ekld haggað svo á endanum fékk hún tvo kjóla, ljósan kjól sem hún féllst á að klæðast í aðalveislurmi og dökka draumakjólinn sem hún kæddist þegar líða tók á daginn. „Eg man að það var númer eitt, tvö og þrjú að fá yfirdekkt belti og hár- band úr sama efrú. Fyrir ferming- una eignaðist ég líka í fyrsta sinn hælaskó sem voru keyptir í Ríma, flottustu skóversl- uninni sem þá var við líði. Eg æfði mig að ganga á þeim í hálfan mánuð því ég var svo hrædd um að detta í kirkj- unni, samt voru þetta bara pínu, smá hælar. Og hár- skrautið! Það var ekkert smáræði, það var eins og að vera með blómvönd á hausnum, hvítar nellikur og grænt laufiskrúð.“ Minnisstæðustu fermingargjöfina segir Nína hafa ver- ið Pirepoint gullúr sem hún fékk ffá foreldrum sínum, en einnig man hún eftir að hafa fengið mikið af skartgripum. „En ég man hvað ég var glöð þegar ég fékk úrið, ég var eiginlega búin að gefa upp alla von um það því mamma og pabbi sögðu að það væri svo dýrt. Eg á þetta úr enn og þyk- ir óskaplega vænt um það.“ Fermingarveisla Nínu og Jóns var haldin í Fjalakettinum sem þá var og hét og var ekki af verri end- anum. Að loknu borðhaldi spilaði hljómsveit Guðjóns Matthíassonar fyrir dansi og Sverrir Guðjónsson, sem þá var upprennandi barna- stjama í anda Robertinos sem ný- lega hafði stmgið á Islandi, söng fyrir gesti. Þá var Nína löngu kom- in í dökka kjólinn og dillaði sér á gólfinu í hvítu hælaskónum. Þegar Nína er beðin um hollráð til handa fermingarbörnum biður hún þau fyrir alla muni að hafa trú á sjálfum sér og apa ekki gagnrýnis- laust eftir því sem aðrir gera. als Hnakkiium stolið strax um sumarið Sveinbjörn Eyjólfsson fram- kvæmdastjóri Nautastöðvarinnar á Hvanneyri og oddviti Borgarfjarð- arsveitar fermdist 1. apríl árið 1973 í Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði. Hvað er honum efst í huga ffá fermingunni og aðdraganda henn- ar? „Þetta var spennandi mann- dómsvígsla í mínum huga og ekki skemmdi fyrir að þessum degi fylgdu gestakomtu og gjafir. Eg hef sennilega ekki verið sérlega upptekinn af Guði á þessum tíma en þó hef ég alltaf verið eitthvað trúaður. Eg minnist þess líka að á þessum tíma held ég að ég hafi verið minni en flestar stelpumar og þótt skór með þykkum sólum væra í tísku þá dugði það ekki til því stelpurnar voru á enn hærri hælum. Eg man hinsvegar ekki eft- ir mikilli breytingu við þessi tíma- mót sérstaklega. Það varð mun meiri breyting þegar maður varð tólf ára og þurfti að borga hærra í strætó.“ Helstu gjafir? „Stærsta ferming- argjöfin var forláta hnakkur sem smíðaður var í Borgarnesi og mér þótti að ég hefði himinn höndum tekið. Síðar um vorið fór ég ríð- andi á kappreiðar Fáks og þá var hnakknum stohð og ég hef ekki séð hann síðan. Ég er ekki viss um að þjófinmn hafi komið til hugar þvílíkum sálarflækjum hann olli hjá þessum litla unglingi.“ Sveinbjöm vill senda fermingar- bömum eftirfarandi heilræði: ,Mitt heilræði er að fermingarbörnin njóti stundarinnar og þeirra gesta sem heiðra fermingarbarnið því eftir á að hyggja er þetta töluverð ákvörðun að fermast." -ge Bergþór Ólason aðstoðarmaður samgönguráðherra fermdist vorið 1989 í Borgameskirkju. Hvað var þér efst í huga í fermingunni og aðdraganda hennar? „Það sem ég man allavega fyrst effir er hversu aftaka vont veður var þennan dag. Það var svo hvasst undir Hafnar- fjalli að það þurfti að fylla bílinn hjá ffænkum mínum af gangstétt- arhellum áður en þær lögðu af stað úr fermingunni. Hinsvegar held ég að fyrir utan þessi kristnu gildi sem maður drakk í sig, þá hafi það verið mér efst í huga að vera hluti af heildinni og njóta þessara merku tímamóta. Helstu gjafir? „Það var svona eitt og annað hefð- bundið. Kíkir, orðabæk- ur, pennar og Pioneer hljómflumingstæki frá foreldram mínum sem þjóna mér enn. Heilræði til ferming- arbarna í dag? „Að njóta fermingarumstangsins alls og vera þakklát fyrir það sem foreldrarnir gera fyrir mann. Síðan finnst mér mikilvægt að muna eftir veislunni og fólkinu því það verða dýrmætar minningar síðar meir,“ sagði Berg- þór Ólason að lokum. -ge Bleiki kjóllinn Helga Valdís Guðjónsdóttir sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Ólafs- víkur fermdist í Keflavíkurkirkju 12. apríl. Hvað var þér efst í huga í fermingunni og aðdraganda hennar? „Eg man að ég hlakkaði mikið til að fermast og að komast í fullorðinna manna tölu. Bleika fermingarkjólinn valdi mamma og keypti á síðustu stundu mér til mikillar gremju. Eg hafði fengið lánaðan gamlan kjól sem mér fannst alveg tilvalið að fermast í og mamma hafði ekki fengið að sjá hann fyrr en þarna rétt fyrir ferminguna. Henni fannst hann hræðilega ljótur eins og gamalt krampað lak, hún fékk kast, dröslaði mér upp í rútu í miðjum veisluundir- búningi og til Reykjavíkur að kaupa bleika kjólinn, sem ég klippti síðan og fór í á næsta grímuball. Þetta er svona það sem mér dettur fyrst í hug þegar ég rifja þetta upp. Helstu gjafir? „Það vora húsgögn í herbergið, fjöld- inn allur af lömpum og hell- ingur af peningum. Eg held ég hafi fengið um 80 þústmd krónur og fannst ég feikna rík.“ Aðspurð um heilræði til til fermingarbarna í dag svarar hún með að gera orð Ulfs Ragnarssonar að sínum: Gjöfin Eg veit ekki hvort þú hefur, hugann þinn við þaðfest. Að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla se'st. Astúð í andartaki, auga sem glaðlegt hlar, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær. Allt sem þú hugsar í hljóði, heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði, sakleysi, fegurð ogyl. -ge Missti efiri góminn út úr sér í altarisgöngunni Ingibjörg Pálmadóttir, fv. ráðherra og alþingis- maður fermdist í Stórólfs- hvolskirkju í maí árið 1963. Til gamans má geta þess að síðar kom í ljós að eiginmaður hennar Har- aldur Sturlaugsson fermd- ist sama daga og á sama klukkutímanum í Akranes- kirkju. Ingibjörg var á þessum tíma í heimavistar- skóla á Skógum undir Eyjafjöllum og fékk ferm- ingarfræðsluna hjá séra Sigurði Eingarssyni en var fermd af sínum sóknar- presti, séra Amgrími Jóns- syni. „Við vorum látin læra ósköpin öll af sálmum og að því bý ég enn. Hvað undirbúning fyrir herleg- heitin varðar þótti mér mikið til koma að fá ný föt. Kápan og skórnir var keypt í Reykjavík en mamma saumaði á mig kjólinn. Eg lét klippa af mér flétturnar sem náðu niður á rass og með þessa nýju hárgreiðslu og klædd eins og lítil kerling fann ég heilmikið til mín.“ Ingibjörg segir fermingardaginn hafa verið hátíð- legan í alla staði. „Við vorum sex fermingarbömin í litlu kirkjunni okkar. Við stelpumar vorum á- kveðnar í að flissa ekki, eins og ungra stúlkna er gjarnan siður, og á tímabili vorum við næstum með tárin í augunum af allri dýrðinni. Svo gerðist það við altarisgöng- una að þegar oblátu var stungið upp í einn pabbanna missti hann glænýjan efrígóminn út úr sér. Þar með var allur hátíðleiki á bak og burt og allur kraftur fór í að hemja hláturinn.“ Af minnisstæðum fermingar- gjöfum nefhir Ingibjörg úr sem hún fékk ffá foreldram sínum. „Þetta úr var af gerðinni Pirepoint og var hið fyrsta sem ég eignaðist á ævinni. Mér er líka minnisstæð- tu gullhringur sem amma mín gaf mér. Frá ffænku minni fékk ég forláta snyrtiveski með öllum málningargræjum og annað sem ég man eftir er rósóttur greiðslu- sloppur, veski, hálsmen og pen- ingar.“ Innt eftri heilræðum til handa fermingarbörnum nú svar- ar Ingibjörg um hæl: „Líttu á hvem dag sem dýrmæta gjöf sem ber að fara vel með.“ als

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.