Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2005, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 16.03.2005, Blaðsíða 31
SglSSUH©í£Kl MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2005 31 Einvígið byrjaði illa Snæfell - KR: 89 - 91 Fjölmargir stuðningsmenn körfuknattleiksliðs Snæfells eru á því að heilladísirnar búi í Vestur- bænum í Reykjavík því þrátt fyrir að Snæfellingar hafi verið í topp- baráttu deildarinnar í allan vetur hefur þeim gengið býsna illa að eiga við KR-inga sem þó höfnuðu ekki í nema sjöunda sæti. Á þessu varð engin breyting á fimmtudag þegar Snæfellingar fengu KR í heimsókn í fyrsta leik viðureignar þessara liða í átta liða úrslitum íslandsmótsins. Leikur- inn var gríðarlega jafn og spenn- andi eins og hinir tveir leikir þess- ara liða í vetur. Snæfellingar höfðu þó yfirhöndina lengst af en á lokasprettinum stálu Vesturbæ- ingar sigrinum en leikurinn endaði 89 - 91 en í hálfleik hafði Snæfell forystu 53 - 46. Sem fyrr segir er ekki hægt við neinn annan að sakast fyrir Hólmara en heilladísirnar sjálfar því Snæfellingar áttu alls ekki slæman leik og var liðsheildin nokkuð jöfn. Helst var þó hægt að finna að varnarleiknum sem hefur verið aðalsmerki Snæfell- inga síðustu misserin. GE Naumt tap í fyrsta leiknum Fjölnir - Skallagrímur: 76 - 74 Það var jafn og spennandi leik- ur þegar Skallagrímur og Fjölnir mættust í fyrstu umferð viður- eignarinnar í átta liða úrslitum ís- landsmótsins í Grafarvogi á föstudag. Heimamenn höfðu yfirhöndina framan af og voru fyrri til að skora mest allann fyrri hálfleikinni. Stað- an í leikhléi var 42 - 38 en í þriðja leikhluta tóku Skallagrímsmenn vel við sér og höfðu átta stiga for- ystu að honum loknum. Heima- menn bitu þá frá sér og var síðasti leikhlutinn jafn og spennandi en svo fór að lokum að Fjölnismenn skriðu fram úr gestunum og mörðu að lokum sigur 76 - 74. GE Stórsigur Snæfells íVesturbænum KR - Snæfell: 57 - 82 Snæfellingar mættu gramir og grimmir til leiks í Vesturbænum í annan leik viðureignarinnar við KR í átta liða úrslitum íslands- mótsins í körfuknattleik. KR marði sigur í fyrri leiknum á heimavelli Snæfellinga og var því að duga eða drepast fyrir Hólmara. Það var Ijóst frá fyrstu mínútu að það yrði oddaleikur í þessari viðureign því Snæfellingar nánast lokuðu körfu andstæðinganna en í fyrsta leikhluta skoruðu KR ingar ekki nema átta stig á meðan Snæfell skoraði 25. Snæfellingar höfðu síðan 19 stiga forystu í hálfleik og heimamenn komust ekki mikið nær þeim en það. Leiknum lauk síðan með stórsigri Snæfells 82 - 57 og Ijóst að það verður ekki létt verk fyrir KR inga að endurtaka leikinn síðan á fimmtudag því Snæfellingar láta varla fara illa með sig á eigin heimavelli tvisvar í röð. Snæfellingar áttu góðan dag í Vesturbænum og varnarleikurinn var upp á 9,5 að þessu sinni. Að öðrum ólöstuðum var Pálmi Sig- urgeirsson maður leiksins en flestir aðrir stóðu einnig vel fyrir sínu. GE Ný frímerki * Sa^uu<lu titíum Itetaven&uvK Tvær íslenskar músategundir eru myndefni á frímerkjum sem ístandspóstur gaf út 10. mars s.l. Sama dag komu út fjögur tækifærisfrímerki, sem hægt er að nota við ýmis hátíðleg tækifæri. m.a. á boðskort, vegna afmæla, brúðkaupa, fermingaveislna o.s.frv. Þetta er í fyrsta sinn sem slík frímerki eru gefin út hérlendis. Hefti með átta tækifærisfrímerkjum er einnig fáanlegt. PÓSTURINN Frímerkin fást á pósthúsum um land allt. Hægt erað gerast áskrifandi að frímerkjum hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050 Fax= 580 1059 Netfang: stamps@postur.is Heimasíða: www.stamps.is IXgjPHIT Taflinu snúið við Skallagrímur - Fjölnir: 93 - 81 Líkt og Snæfellingar þá áttu Skallagrímsmenn ekki í miklum vandræðum með að knýja fram oddaleik en Skallagrímur og Fjölnir mættust öðru sinni í viður- eigninni um sæti í undarúrslitum í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi á sunnudag. Borgnesingar léku á alls oddi vel studdir af dyggum stuðnings- mönnum og gátu leyft sér að taka lífinu með ró seinni hluta leiksins en allir úr leikmannahópnum komu við sögu í leiknum og fengu lykilmenn því smá hvíld fyrir lokarimmuna. Stigamunurinn var lengst af 15 - 20 stig en lokatölur urðu 93-81. George Byrd var besti maður vallarins en hann tók 21 frákast og skoraði 23 stig. Clifton Cook náði sér einnig vel á strik en í fyrri leiknum var hann veikur og mun- ar um minna. GE Landsliðsmaður brýtur spaðahöndina Unlingalandsliðsmaðurinn Hólmsteinn Þór Valdimarsson varð fyrir því óláni að handar- brotna á íslandsmótinu í badmiton sem fram fór sl. helgi er hann slengdi hendinni í vegg og verður því frá æfingum og keppni í a.m.k mánuð, þar sem um spaðahöndina er að ræða. Hólm- steinn Þór, sem er hörkutól, náði þó að spila tvo leiki með höndina brotna og landaði meistaratitli í einliðaleik, en tapaði úrslitviður- eign í tvíliðaleik með Stefáni Jónssyni enda þá orðin stokk- bólginn og aumur. Þetta kemur sér afar illa fyrir Hólmstein og unglingalandsliðið sem heldur til Hollands um helg- ina til að taka þátt í Evrópumeist- aramóti unglinga b-þjóða, en þar átti hann að keppa ásamt Karitas Ósk Ólafsdóttur og tveimur kepp- endu úr TBR þeim Atla Jóhann- essyni og Snjólaugu Jóhanns- dóttur. Bjarki Hlífar Stefánsson úr TBR hefur nú verið valinn í hópinn og mun hann keppa tvenndarleik- ina með Karitas Ósk. Þá mun Hólmsteinn að líkind- um missa af íslandsmeistaramót- inu í byrjun apríl og er þetta því enn sárar fyrir vikið því hann er í fantaformi um þessar mundir og hafði búið sig vel undir þessi Gengið um Munaðarnes Starfsfólk Varmalandsskóla á- samt mökum og börnum þeirra fóru sl. fimmtudag í gönguferð um umhverfi Munaðarness. Farið var að loknum hefðbundnum skóladegi og skoðuð sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað í Munaðarnesi. Heitir pottar eru komnir við flesta sumarbú- staðina og margar skemmtilegar gönguleiðir eru á þessum slóð- um. Gengið var um sumarbústað- arbyggðina og niður að Norðurá í mjög fallegu veðri. Krakkarnir fundu þar skemmtilegt svell til að renna sér á og lét eldra fólkið ekki á sér standa að renna sér nokkrar ferðir með þeim. Að lokinni gönguferð snæddu ferðalangarn- ir góðar veitingar í þjónustumið- stöðinni. Með hækkandi sól er kjörið fyrir útivistarfólk að nýta sér meira þetta fallega umhverfi í Borgarfirðinum til aukinnar úti- veru og hreyfingar enda gefur náttúran lífinu aukið gildi. MM STARFSFÓLK ÓSKAST Óskum eftir dugmiklu og hressu starfsfólki í sumar. Ekki yngri en 18 ára. í gestamóttöku: Móttökustjóra og aðstoðarmanneskju í gestamóttöku. Góð tungumálakunnátta, starfsreynsla, tölvukunnátta og lipurð í mannlegum samskiptum nauðsynleg. Herbergisþernur. Einungis þrifalegt og duglegt fólk kemur til greina. Næturverði Tungumálakunnátta, samviskusemi og lipurð í mannlegum samskiptum nauðsynleg. í eldhús: Matreiðslumann/konu. Starfsreynsla, snyrtimennska og óbilandi áhugi á góðri matargerð skilyrði. Aðstoð í eldhúsi. Snyrtimennska og áhugi á matargerð skilyrði. Uppvaskara. Einungis dugnaðarforkar koma til greina. í þjónustustörf: Faglærðan þjón. Starfsreynsla, fagmennska, snyrtimennska, tungumálakunnátta og lipurð í mannlegum samskiptum nauðsynleg. Aðstoðarfólk í sal. Starfsreynsla, snyrtimennska, tungumálakunnátta og lipurð í mannlegum samskiptum nauðsynleg. | Skriflegar umsóknir sendar fyrir 1. apríl 2005: Hótel Búðir, Búðir, 356 Snæfellsbæ I Netfang; budir@budir.is Öllum umsóknum svarað

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.