Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2005, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 16.03.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2005 Þrekvirki í Dölum Tekið á hópeflisná?nskei5i sem var haldið í Dalahúð í síðustu viku. Leiðheinandi var Sigurjón Þórðarson. Nýverið var hleypt af stokkunum verkefni í Dölum sem nefnist Þrek- virki. Forsaga þessa verkefrds er að ungmennafélaginu Æskunni var af- hent peningagjöf frá heiðurshjón- um sem keyptu jörð í Dölum og vildu sjá veg Dalanna sem mestan. Það var þeirra ósk að þetta fjár- magn yrði notað til að efla umræðu um það sem til framfara og tekju- auka gæti orðið í Dölum. Stjóm Æskunnar ákvað því að skipa nefnd sem myndi vinna að verkefhinu ásamt stjóminni. Stjórn Æskunnar skipa Jóhanna Sigrún Arnadóttir, Svala Svavarsdóttir og Finnbogi Harðarson og nefhdina skipa Asta Osk Sigurðardóttir, Sig- urður Hrafn Jökulsson og Þor- grímur Einar Guðbjartsson. Hefur þessi hópur nú komið saman reglu- lega í nokkra mánuði og unnið að undirbúningi og enn ffekari fjáröfl- un fyrir verkefnið. Tilgangur Þrek- virkis er að halda röð metnaðar- fullra námskeiða heima fyrir, styðja einstaklinga til að fara á námskeið sem ekki er grundvöllur til að halda heima fyrir og að efla umræðuna um atvinnusköpun. Markmiðið er að auka þekkingu og hæfhi fólks á svæðinu og er það von þeirra sem starfa að Þrekvirki að verkefnið skili ávinningi og að effir einhvern tíma megi sjást þess merki að þrek- virld hafi verið irnnið. Kynningarfundur var haldinn 1. mars síðastliðinn í félagsheimilinu Dalabúð og var mæting með ágæt- um. Markmið fundarins var að kynna Þrekvirki fyrir íbúum byggð- arlagsins ásamt því að fá ffam þeirra hugmyndir og óskir. A fundinum héldu Inga Sigurðardóttir fram- kvæmdastjóri Símenntunarmið- stöðvar Vesturlands og G. Agúst Pétursson stjórnarformaður Frum- kvöðlafræðslunnar fyrirlestra. G. Agúst er viðskiptaráðgjafi og verk- efhastjóri Nýsköpimar 2005, sam- keppni um viðskiptaáætlanir og hefur stýrt því verkefhi undanfarin ár. Hann hefur haldið fjölda fyrir- lestra um land allt um gerð við- skiptaáætlana og frumkvöðlaffæði. I samtali við G. Agúst kom ffam að Þrekvirki vera mjög sértækt verk- efrii og að hann vissi ekki til þess að svona hafi verið gert áður með þessum hætti. „Hugmyndin er frá- bær og mér líst vel á þetta hjá þeim,“ sagði G. Agúst í samtali við Skessuhorn. Formaður Æskunnar, Jóhanna Arnadóttir, segir verkefnið vera hugsað til tveggja ára til að byrja með og það verði unnið í nánu samstarfi við SSV Þróun og ráðgjöf og Símenntunarmiðstöð Vesturlands. G. Agúst kom með góðar hugmyndir varðandi verk- efnið og munu æskan nýta sér þær. „Við teljum afar mikilvægt að auka fjölbreytni í atvinnulífi hér um slóðir og leggjum allan okkar metnað í verkefhið. Nú þegar höf- um við fengið meira fjármagn í verkefhið og erum að bíða eftir svari ffá fleiri aðilum. Þetta verður krefjandi og skemmtilegt verkefni og erum við bjartsýn á árangur og við vonum að við fáum sem flesta með okkur í þessa för“, segir Jó- hanna. Kjörorð Þrekvirkis er: „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi“ og það eru orð að sönnu. SJök Góður rómur var gerður að veisluborðinu, enda hver rétturinn öðrum betri. Sjávarútvegssýning níundu bekkja Grundaskóla Á fimmtudaginn í síðustu viku var blásið til hátíðar í Grundaskóla á Akranesi þegar 9. bekkir skólans sýndu afrakstur af þemavinnu tengdri sjávarútvegi, en undanfarin 15 ár hefur þetta verið árviss við- burður í skólastarfi 15 ára nem- enda. Ursúla Ásgrímsdóttir er kennari í 9. bekk og segir hún upp- haflegu hugmyndina á bak við þemadagana þá að tengja sögu sjáv- arútvegs á Akranesi inni í nám við skólann. „A árum áður var Akranes meðal stærstu sjávarplássa á landinu þar sem ungir jafht sem aldnir tóku þátt í atvinnustarfsemi sem tengdist sjávarútvegi. I dag er öldin önnur og þekking á fiskvinnslu og sjávar- útvegi hefur minnkað til muna. Þessum þemadögum okkar er ætlað að vekja nemendur til tnnhugsunar um og veita þeim innsýn í þessa sögu.“ Meðal þess sem nemendur tóku sér fyrir hendur var að horfa á mynd Þráins Bertelssonar; Nýtt Líf. Farið var í heimsókn í HB þar sem nemendur fengu ítarlega kynningu á starfinu og hlýddu þeir á fyrirlestur tun sögu sjávarútvegs á Islandi með sérstakri áherslu á Akranes, en það var Leó Jóhannes- son sagnfræðingur og kennari í Grundaskóla sem flutti hann. Einnig skiptu nemendur sér upp í vinnuhópa þar sem ólík viðfangs- efni voru tekin fyrir. I ár voru forsendur þema- daganna þær sömu og fyrri ár. Hins vegar vildu nemendur nú breyta umfangi sýningarinnar og leggja meira í sviðsmynd- ina. Sal Grundaskóla var því breytt í neðansjávarheim þar sem hákarlar og fiskar svöml- uðu um, gullkista lá hálfgrafin í sandi og alskyns djúpsjávar- hljóð fylltu hlustir gesta. Mikil áhersla var lögð á matreiðslu sjávarfangs og boðið upp á tuttugu og einn sjávarrétt á hlaðborði sem gerður var góð- ur rómur að. Nemendur stóðu sjálfir að matreiðslunni með dyggri aðstoð Katrínar Leifs- dóttur og Katrínar Harðar- dóttur, heimilisfræðikennara skólans. Auk þess stóðu nem- endur fyrir skemmtidagkrá, fluttu þekkta sjómannaslagara, sýndu myndbönd þar sem óharðnaðir sjómenn deildu reynslu sinni af sjósókn og fleira. Saluriiui var þétt setinn gestum sem höfðu orð á því að sérlega vel hefði tekist til með sjávarútvegssýn- inguna í ár. ALS Eyþór Einarsson lagði nemendum tilþessa „skrautfiska"semþóttufara vel íborðskreyt- ingu. Hver segir að grásleppan sé Ijót? Fundagleði Grundfirðinga Bæjarráð Grundarfjarðar hefur beint því til nefnda á vegum bæjar- ins að fundarhöld verði í hófi. „Við eru alltaf að leita leiða til að lækka kostnað og einfalda hlutina,“ segir Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri. „I samanburði við önnur sveitarfélög erum við yfir meðallagi í fundahöld- um í sumum nefiidum. Við erum hinsvegar með stórar nefndir sem fjalla um víð svið. Við setjum engan fundakvóta en viljum einfaldlega minna fólk á að hver fiindur kostar peninga," segir Björg. GE Hluti þeirra sem taka þátt í sýningunni. Bugsy Malone með stæl Nemendafélag Grunnskólans í Borgarnesi hefur síðustu viku sýnt söngleikinn Bugsy Malone í leik- stjóm Stefáns Sturlusonar við góð- ar undirtektir. Um fjömtíu ung- lingar taka þátt í sýningunni en verkið byggir á lífi mafíósa í Chicago snemma á síðustu öld. Húsfylhr hefur verið á flestum sýningum til þessa en allra síðasta sýning verður í félagsmiðstöðinni Oðali á fimmtudagskvöld. GE I fyrra komustfœrri að en vildu á konukvöld, enn eru þó nokkrir miðar lausir á skemmtunina á fóstudaginn. Konukvöld fyrir kvennaknattspymuna A föstudaginn kemur verður haldið á sal Fjölbrautaskóla Vest- urlands konukvöld, en þetta er lið- ur í fjáröflun fyrir kvennaknatt- spyrnuna á Akranesi sem nú á lið í úrvalsdeildinni á ný eftir nokkurt hlé. Þetta er í annað sinn sem konukvöldið er haldið en að sögn Guðlaugar Sverrisdóttur, sem er ein þeirra kvenna sem hefur borið hitann og þungann af skipulang- ingu kvöldsins, komust færri að en vildu í fyrra. Undirbúningur hefur staðið frá því um áramót, leitað hefur verið til fjölda fyrirtækja um stuðning af ýmsu tagi og segir Guðlaug ótrúlegt hvað þeim hafi alsstaðar verið vel tekið. „Það er aðallega heimafólk sem kemur að þessu með okkur; Norðanfiskur og Fiskverkun Jóhannesar Ólafssonar gefa okkur til dæmis hráefni á sjáv- arréttarhlaðborð sem Systa í Grundaskóla sér um að matreiða fyrir okkur. Fyrir þá sem ekki vilja sjávarrétti er reyndar boðið upp á tvo aðra rétti. Einnig hafa lista- menn á Akranesi lagt okkur til verk sem boðin verða upp á list- munauppboði og fjöldi fyrirtækja hafa gefið vinninga í happdrætti. Á meðal skemmtiatriða eru dansat- riði, söngatriði og tískusýning frá Nínu, allt heimatilbúið efni, ef svo má segja. Miðað við móttökurnar sem við höfiim fengið við undir- búninginn er greinilegt að fólk á Skaga vill veg kvennaknattspyrn- unnar sem mestan,“ segir Guð- laug.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.