Skessuhorn - 11.05.2005, Side 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 18. tbl. 8. árg. 11. maí 2005 - Kr. 300 í lausasölu
AUtum
boltann
Með Skessuhorni í dag fylgir 12
síðna sérblað um öll fremstu knatt-
spyrnuliðin á Vesturlandi. Víst er að
það er spennandi knattspyrnusumar
ffamundan.
Biðröð
eftir bens-
ínstöðvalóð-
um
Tvær umsóknir um lóðir undir
bensín- og olíuafgreiðslu í Olafsvík
liggja fyrir hjá bæjarstjórn Snæfells-
bæjar. Fram til þessa hefur verið ein
bensínstöð í bænum og var hún rekin
sameiginlega af Shell, Esso og Olís
þar til fyrir þremur vikum. Sem kunn-
ugt er er olíufélögunum ekki lengur
heimilt að standa saman að rekstri
bensínstöðva og var slíkur rekstur á
Snæfellsnesi því stokkaður upp. Skelj-
ungur rekur í dag stöðina í Olafsvík,
Esso er á Hellissandi og Grundarfirði
en Olís í Stykkishólmi.
Olís og Esso hafa sótt um lóðir
undir bensínafgreiðslu í Olafsvík og
fyrr í vetur barst sams konar umsókn
frá Atlantsolíu. Verði allar þessar um-
sóknir samþykktar verða fjórar bens-
ínsstöðvar í ellefu hxmdruð manna
plássi. Það ætti því enginn að þurfa að
vera bensínlaus í Olafsvík í framtíð-
ixmi.
GE
*''»**'* 4V
Raftamir, Bifhjólafélag Borgarfjaríar, héldu burr-dag hátíðlegan sl. laugardag og buðu vélhjólamönnum af öllu landinu í heimsókn í Borgames þar sem burraó var saman fram
eftir degi. Þráttjýrir kulda voru um 80 ghesifákar mœttir. A myndinni er Magnús Þorkelsson, betur þekktur sem sparijóðsgjaldkeri, nýbúinn að leggja VTX1300 Hondu sinni
og stiginn afbaki. Aðdáun annarra leynir sér ekki á vélfáki Magnúsar. Ljósm. MM
Akraneshöllin - fjölnota íþróttahús verður tekin í notkun í mars 2006
Stærsta einstaka framkvæmd
Akraneskaupstaðar til þessa
Segja má að síðasdiðinn föstu-
dagur hafi verið stór dagur í sögu í-
þrótta í sjálfúm íþróttabænum
Akranesi. Þá skrifaði Gísh Gíslason
bæjarstjóri, fyrir hönd Akranes-
kaupstaðar, undir verksamning við
Sveinbjörn Sigurðsson ehf. um
byggingu Akraneshallarinnar, nýs
fjölnota íþróttahúss á Jaðarsbökk-
um. Húsið verður 110 metra langt
og 77,5 metra breitt, með knatt-
spymuvelli (105x68 m) og 100 m
hlaupabraut ásamt stökkgryfju.
Einnig verða áhorfendastæði og
inntaksrými í húsinu. Gert er ráð
fyrir að lágmarksstærð á innra rými
hússins verði 111 x 79 m. Gengið
var til samninga við verktakann á
grundvelli ffávikstílboðs þar sem
gert er ráð fyrir öflugra burðarvirki,
þaks og sökkla vegna hugsanlegrar
einangrunar hússins síðar meir.
Þessu til viðbótar var ákveðið að
breyta gervigrasi skv. fyrstu útboðs-
gögnum og var farið í dýrari gras-
gerð sem tahn er þola betur
álag. Af þessu leiðir að kostnað-
ur við húsið verður alls 375
milljónir króna og er því um að
ræða stærsta einstaka verksamn-
ing sem sveitarfélagið hefur gert
í einu lagi til þessa.
I ávarpi Gísla Gíslasonar, bæj-
arstjóra við þetta tækifæri kom
ffam að stefnt verður að því að
húsið verði fullklárað 15. mars
árið 2006, „en sá fyrirvari er
gerður að stálið í húsið berist til
landsins í tæka tíð og veður á bygg-
ingartímanum verði hagstætt,"
sagði Gísli. Samhliða undirritun
verksamningsins var gengið frá
viljayfirlýsingu við Sveinbjörn Sig-
urðsson ehf. um stækkun áhorf-
endastúkunnar við knattspymuvöll-
inn en undir henni er gert ráð fyrir
hreinlætisaðstöðu og sölubás sem
nýtast mun íþróttamannvirkjrmum.
Stefnt er að því að samkomulag á
grundvelli viljayfirlýsingarinnar
liggi fyrir í þessum mánuði og
ffamkvæmdum við stækkun
stúkunnar ljúki eigi síðar en í apríl á
næsta ári. Þá verða áhorfendasæti
við Akranesvöll fyrir 1000 manns.
I ávarpi marma við undirritun
verksamningsins kom ffam almenn
ánægja með ffamkvæmdimar sem
ffamundan em. „Hér verður um
byltingu að ræða fyrir allt íþrótta-
starf á Akranesi og vonandi endur-
vakningu ffjálsíþrótta í bænum. Við
sköpum okkur möguleika m.a. á að
halda landsmót Ungmennafélaga
og ýmis önnur tældfæri skap-
ast,“ sagði Guðmundur Páll
Jónsson, formaður bæjarráðs.
Hann sagði jafhffamt að við-
ræður stæðu yfir við golf-
klúbbinn Leyni um aðkomu
bæjarins að uppbyggingu þar
og einnig væri í ákveðnum far-
vegi að bæta aðstöðu við sund-
laugina á Jaðarsbökkum.
Gunnar Sigurðsson, bæjarfull-
trúi sjálfstæðismanna og for-
ystumaður í íþróttahreyfingunni til
áratuga, óskaði íbúum til hamingju
með þessa ákvörðun um byggingu
Akraneshallarinnar og sagði daginn
þann stærsta í sögu íþrótta á Akra-
nesi. Sturlaugur Sturlaugsson, for-
maður IA fagnaði þessari ffam-
kvæmd einnig og sagði hann húsið
góða gjöf á 60 ára afmæli IA sem
einmitt ber upp á næsta ár.
^ MM
Súpukjöt 1/2 frampartur
Tilboö 12- 15. maí
Grillborgarar - ■
4stk rn/brauði Bautab. - uAWABUnm
afsláttur á kassa
Vcti) áaur 1599 kr/kt)
Samkaup |ún/al
Lambalæri Gourmet
villikryddað
r ’S Tillratafí 1250 r \ liWsvert 692
30% 30%
afsláttur á kassa L Vtrð áður 1785 kr/kg afsláttur á kassa L Vcrð áður 989 kr/kg
Lambagrillkótilettur þurrkr. Grillpylsur
Hafnarfjöraur • Njarðvik • ísafjöröur • Akureyri • Dalvik • Siglufjörður • Ólafsfjörður • Húsavík • Egilsstaðir • Selfoss • Borgarnes • Blönduós • Skagaströnd • Bolungarvik