Skessuhorn - 28.09.2005, Side 8
8
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005
Karlavíffin falla hvert af öðru
í hugum margra eru á-
kveðin störf eingöngu karla-
störf og önnur eingöngu
kvennastörf. Má finna dæmi
um heilar starfsgreinar þar
sem skiptingin er algjör
þrátt fyrir að ekkert mæli
gegn því að fólk af hinu
kyninu sinni þessum til-
teknu störfum. En vígi svo-
nefhdra karla- eða kvenna-
starfa falla hvert af öðru sem
betur fer.
I Borgarnesi sinnir nú
ung kona, Eygló Oskars-
dóttir ffá Krossi í Lundar-
reykjadal, starfi olíubíl-
stjóra. Hún er að vísu ekki
eina konan sem sinnir slíku
starfi á landinu því vitað er
að önnur kona starfar hjá
Olíudreifingu og ein ekur
olíubíl hjá Skeljungi. Eygló,
sem er 25 ára hefur ekið olíubíl í
eitt ár, fyrst á höfuðborgarsvæðinu
en frá því í vor hefur hún dreift olíu
á svæðinu norðan Skarðsheiðar í
Borgarfirði fyrir Olíudreifingu.
„Eg kann ágædega við þetta starf
og það er ekkert í því sem segir mér
að það sé ffekar fyrir karla en kon-
ur. Mér finnst ekki síst gott að hafa
fengið starf sem ég get unnið við
hér heima í héraðinu því hér vil ég
helst starfa. Olíubílsstjórastarf er
lifandi starf þar sem maður hittir
marga enda er ég mikið í að dreifa
olíu á heimatanka hjá bændum og
til verktaka víða um héraðið. Nú
svo er sagt að konur aki oft varleg-
ar en karlar og því á það í rauninni
Eygló undir stýri á olíubílnum.
ágætlega við að kona sé olíubíls-
stjóri þar sem glannaskapur á af-
skaplega illa við þegar um er að
ræða akstur olíubíla."
Eygló segir að í sumar hafi verið
óvenju mikill erill við olíudreifing-
una þar sem oh'ugjaldið breyttist 1.
júlí og margir hömstruðu af þeim
sökum olíu á tanka, tunnur og ker-
öld ýmis konar til að eiga sem
mestar birgðir áður en þungaskatt-
urinn var felldur inn í sjálff olíu-
verðið. „Maður var að eins lengi og
hægt var alla daga í sumar og varð
af þeim sökum víða að afþakka mat
og kaffi á mörgum stöðum. Líklega
á ég inni heimboð í kaffi sem dygði
mér í margra vikna heimsóknir þó
ég gerði ekkert annað, ef ég safhaði
saman öllum heimboðunum sem ég
þurfti að afþakka í sumar,“ segir
hún og brosir. Aðspurð segist
Eygló vel geta hugsað sér að halda
áffam vinnu við olíudreifingu. „-
Þetta starf venst ágætlega. I upphafi
fannst mér veltingurinn þó óþægi-
legur þegar ég keyrði um með hálf-
tóman bíl því þá gutlar í tanknum
sem veldur hreyfingu á bílnum líkt
og bátur sem ruggar. Eg hef alltaf
verið ferlega sjóveik og það var ekki
laust við að maður fengi vott af sjó-
veiki þegar bíllinn var hálftómur,
en eins og hjá þeim sem venjast sjó-
mennskunni, þá hætti ég fljótt að
verða vör við þetta rugg.“ MM
Lúðrasveit œskunnar á œfingatónleikum í liðinni viku með Jagúarmönnum.
Lúðraþytur á
Skaganum um helgúia
Landsmót íslenskra skólalúðra-
sveita fer ffam á Akrnesi um næstu
helgi og verður dagskrá mótsins
dreift vítt um bæinn. Landsmótinu
verður þannig háttað að krakkar í
A- og B- sveitum verður skipað í 4
stórar hljómsveitir sem kallaðar
eru gula-, rauða-, græna- og bláa
hljómsveitin. Þar fá krakkar sem
æfa vanalega í lítilli hljómsveit,
tækifæri til þess að spila í stórri.
Æfingar fara fram í Grundaskóla,
Tónlistarskólanum, Brekkubæjar-
skóla og FVA. C- sveitir verða
með tónleikaprógram sem þær
flytja að mestu leyti á laugardegin-
um. Tónleikastaðirnir verða
nokkrir. Þar má nefna Safnasvæðið,
Húsasmiðjuna, sundlaugina, Akra-
torg og við verslanir. Sameiginleg-
ar æfingar fara ffam í íþróttahúsinu
við Vesturgötu.
„Við erum svo heppin að við
fáum fagfólk ffá Guildhall School
of Music and Drama í London til
þess að vera með verkefni í tónlist-
armiðlun. Allar hljómsveitir taka
þátt í þessu hvort sem um er að
ræða byrjendur eða lengra komna.
Hugmyndin er að skapa saman
tónlistarstykki sem allir taka þátt í
án þess að vera með skrifaðar nót-
ur. Lúðrasveit Æskunnar verður
með tónleika á Landsmótinu ásamt
hinni frábæru hljómsveit Jagúar.
Það er nýjung að hljómsveit eins
og Jagúar haldi námskeið, kenni
krökkunum lögin sín og samtvinni
þannig tónlist sína við það sem við
erum að fast við. Mun afrakstur af
því námskeiði vonandi koma vel
ffam um helgina. Það verður mjög
spennandi að fylgjast með þessu
verkefni og veit ég að hljóðfæra-
leikarnarnir eru spenntir. Eftir
tónleikana verður svo ball með
Jagúar í íþróttahúsinu við Vestur-
götu. Þar verður tjúttað eitthvað
fram yfir miðnætti enda er mjög
erfitt að vera kyrr þegar þessi
hljómsveit er annars vegar,“ segir
Heiðrún Hámundardóttir stjórn-
andi Skólahljómsveitar Akraness í
samtali við Skessuhorn. Heiðrún
segir að mót af þessu tagi sé nýtt af
nálinni og hafi góð þátttaka komið
á óvart en búist er við allt að 1000
manns til bæjarfélagsins af þessum
sökum.“
MM
Konur hvattar til að
leggja niður vinnu
fslenskar konur er hvattar til að
leggja niður vinnu þann 24. októ-
ber næstkomandi, en þá verða lið-
in 30 ár frá kvennaffídeginum árið
1975. Rósa Erlingsdóttir, verkefh-
isstjóri hins nýja kvennaffídags,
segir að konur verði ekki hvattar
til að leggja niður störf með sama
hætti og gert hafi verið fyrir 30
árum heldur sé því beint til
kvenna að leggja niður störf ffá
klukkan 14:08, en reiknað hafi
verið út að þá hafi þær unnið fyrir
launum sínum ef fitið sé til munar
á atvinnutekjum karla og kvenna.
Staðan sé enn þá þannig í dag
að konur séu aðeins með 64,15
prósent af tekjum karla. Forsvars-
menn kvennaffídagsins hafi spurt
sig út ffá þessum upplýsingum
hvenær konur væru búnar að
vinna fyrir sínum launum miðað
við átta klukkustunda vinnudag
þannig að þær væru með sambæri-
leg laun og karlmenn. Út hafi
komið að þær þyrftu að vinna í
rúmar fimm klukkustundir og
þannig hafi tímasetningin fengist.
Þá sé miðað við að konur hefji
störf klukkan níu. Boðað hefur
verið að kröfuganga fari ffam í
Reykjavík sama dag klukkan þrjú
og baráttudagskrá verður í miðbæ
höfuðborgarinnar frá klukkan
fjögur.
MM
Lopapeysan aftur
orðin tískuflík
Linda Pétursdóttir ípeysu sem hún prjónaði til eigin
nota.
Glöggt sést á klæðaburði
ungmenna hvað er „móð-
ins“ hverju sinni og er hin
þjóðlega klassíska lopa-
peysa sú flík sem nýtur
mestra vinsælda meðal
ungmenna sem og hjá al-
menningi öllum þessa dag-
ana. Ugglaust er þessi nýja
tíska mörgum mömmum
og ömmum til mikillar á-
nægju því hentugri og
hlýrri flík er vart hægt að
hugsa sér þegar klæðast
skal eftir nýjustu tísku hér
heima á Fróni. Allar þær
konur sem prjónum geta
valdið hafa því setið og
prjónað undanfarna mán-
uði. Ekki er þó um að ræða
hina hefðbundnu stóru
„gollu“ sem flestnm dettur í hug
þegar lopapeysa er nefnd, heldur
stuttar, aðsniðnar, renndar peysur
með hettu, helst svartar með hvítu
munstri eða í öðrum sauðalitum.
Blaðamanni Skessuhorns lék for-
vitni á að vita hvað hafi verið upp-
haf þessarar skemmtilegu tísku og
hafði samband við Bryndísi Eiríks-
dóttir framkvæmdastjóra Hand-
prjónasambands Islands.
„Fyrir um 2-3 árum byrjuðu ís-
lenskar konur að þæfa ull og í versl-
un sambandsins seldust heil ósköp
af kembu. Það var svo um síðustu
áramót að handavinnukonur skiptu
snögglega úr þæfingu yfir í prjóna-
skap,“ segir Bryndís. „Það var eins
og allt breyttist bara á einni nóttu
og allt í einu voru allar konur farn-
ar að pjóna úr lopa,“ bætir hún við.
Stuttu seinna markaðssetur fyrir-
tækið Sportís nýtt snið peysa sem
það hafði verið að hanna og prófa í
rúmt ár. Bryndís segir að Sportís sé
sennilega upphafsaðilinn að þessu
nýja sniði sem varð strax vinsælt og
hitti hreinlega beint í mark á rétt-
um tíma því handavinnukonur voru
nýbúnar að draga ffam prjónana á
nýjan leik. „Handprjónasambandið
hóf svo samstarf við Sportís um
ffamleiðslu þessara nýju peysa og
er það í fyrsta skipti sem samband-
ið tekur að sér að selja fyrir ákveð-
ið vörumerki. Salan hefur gengið
svo gríðarlega vel að ekki ein ein-
asta peysa sem framleidd er stopp-
ar í húsi. ístex kynnti fljótlega á eff-
ir ekki ósvipaða peysu og nú síðast
nýtt prjónablað sem selst eins og
heitar lummur,“ bætir hún við. Að-
spurð um viðbrögð ferðafólks við
þessari alíslensku tísku segir Bryn-
dís ferðamenn taka henni vel.
„Ferðamenn vilja föt eins og inn-
fæddir ganga í og kaupa ffekar vör-
una þegar þeir sjá heimamenn
ganga í henni. Sala í sumar hefur
gengið vel og eru þessar renndu
peysur algjört „hitt“ hjá ferða-
mönnum þó svo að heilpeysur
haldi alltaf velli,“ segir hún að lok-
um.
Prjónakona
á Vesturlandi
Fjöldi kvenna á Vesturlandi
prjónar fyrir Handprjónasamband
Islands. Blaðamaður Skessuhoms
kom við hjá Lindu Péturdóttur á
Akranesi til að athuga hvað hún
hefði á prjónunum þessa stundina.
Linda hefur prjónað fyrir Hand-
prjónasambandið síðan vorið 1998
og þá yfirleitt lopapeysur. Hún hef-
ur svo orðið vör við aukna sölu
lopapeysa og segir nóg af verkefh-
um að hafa hjá Handprjónasam-
bandinu. Linda hefur mikið prjón-
að af sérpöntuðum peysum fyrir
sambandið en síðustu verkefni
hennar hafa verið Istex netpeysur
svokallaðar, því uppskriftin að
þeirri peysu er birt á vefsíðu Istex
www.istex.is. Linda segist prjóna 4-
5 peysur í mánuði og sitji þá helst
og prjóni á morgnana og á kvöldin
í rólegheitum heima. Fyrir Lindu
er prjónaskapurinn aukavinna og
aðspurð hvort að henni þyki
prjónaskapurinn skemmtilegur
svarar hún um hæl; „jú, annars væri
ég ekki að þessu.“
BG