Skessuhorn - 28.09.2005, Side 11
^sunuo
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005
11
Hópurinn viS rœtur Akrafjalls á leið á Háahnjúk. Ljósm: DÞ
Frændur vorir
Danir í heimsókn
Fjörutíu og fjórir nemendur frá
Lindvedskole á Jótlandi komu og
heimsóttu 10. bekk Brekkubæjar-
skóla ásamt fjórum kennurum sín-
um þann 19. september. Höfðu
nemendur Brekkubæjarskóla og
Lindvedskole þá verið í samskipt-
um í nokkrar vikur í gegnum tölvu-
póst og MSN. Danski hópurinn fór
beint í Bláa lónið eftir flugið og
kynnti sér síðan jarðffæði í sýning-
arhúsinu í Svartsengi. Um kvöldið
var tekið á móti Dönunum með
pizzuveislu og tilheyrandi eftir-
væntingu á sal skólans. Effir langan
dag fóru dönsku krakkarnir heim
með gestgjöfum sínum.
Daginn eftir sýndi 10. bekkur
gestum sínum skólann; kíkt var í
bekkjarstofur, íþróttahús og aðra
aðstöðu.Gísli bæjarstjóri bauð
þeim síðan upp á bæjarskrifstofur
þar sem hann fræddi þá um Akra-
nes; sögu bæjarins og atvinnulíf.
Eftir það var stefnan tekin á Safna-
svæðið á Görðum þar sem nem-
endur nældu sér í enn meiri ffóð-
leik af ýmsu tagi. Eftir hádegi klifu
íslensku og dönsku krakkarnir
Háahnjúk og sigurvíman leyndi sér
ekki.
Síðasta daginn fór fram lands-
leikur Island - Danmörk á gervi-
grasvelhnum. Mikil og góð stemn-
ing skapaðist hjá leikmönnum og á-
horfendum, sem hvötm liðsmenn
sína af miklu kappi. Leikurinn fór
5-4 fyrir Danmörku en íslenska lið-
ið tók ósigrinum íþróttamannslega
eins og þeirra var von og vísa.
Fengu þeir þó uppreisn æm er þeir
sigraðu Dani í reiptogi, íþrótt sem
Dönunum var með öllu ókunn.
Eftir hádegi var farið í ratleik, þar
sem helstu staðir og mannvirki
Akraness voru lögð undir. Níu
blönduð lið Dana og Islendinga
tóku þátt í leiknum. Það tók aðeins
eina klukkustund að ljúka við allar
stöðvar. Að ratleik loknum fóra all-
ir í danskennslu hjá Jóhönnu dans-
kennara sem kenndi dönsku nem-
endunum á nokkrum mínútum
dans ársins og svokallaðan skipti-
dans sem vakti mikla kátínu. Um
kvöldið var síðan 250 manna dans-
leikur haldinn í Brekkubæjarskóla
þar sem ungmenni frá grannskól-
um Akraness ásamt I.indvedskole
dönsuðu undan sér skóna við til-
heyrandi tónlist. Dansleikurinn fór
hið besta ffam og allir skemmtu sér
vel enda era ungmennin okkar til
fyrirmyndar í alla staði.
Morgunin eftir kvöddu Danir ís-
lenska vini sína; mátti þá sjá tár
blika á hvörmum. Huggun harmi
gegn er að krakkarnir í 10. bekk
munu væntanlega hitta danska vini
sína í maí á næsta ári.
Dagný Þorsteinsdóttir,
Brekkubæjarskóla
Fjörleg dagskrá FEBAN
Nóg var um að vera í aðstöðu
Félags eldri borgara á Akranesi og
nágrenni síðastliðinn föstudag þeg-
ar blaðamaður Skessuhorns leit þar
við. Þar hafði hópur spilaglaðra fé-
lagsmanna nýstaðið upp ffá spilum
og var að næla sér í kafHsopa og
köku. Venjan er sú að félagsmenn
FEBAN komi saman og taki í spil á
mánudögum 'og föstudögum, þá
aðallega bridge en einnig félagsvist.
Kátt var yfir öllum og vel var tekið
á móti þessum óvænta gesti sem
veifaði myndavél í allar áttir.
Sprækir félagar FEBAN láta heldur
ekki við spilamennskuna eina sitja.
Dagskrá vetrarins er hreinlega
sneisafull af samkomum ýmisskon-
ar og engin ástæða fyrir félagsmenn
að sitja með hendur í skauti. Rétt
eins og hjá ungu fólki verður heils-
an efld með markvissum æfingum
við allra hæfi. Þar má nefna jógaæf-
ingar, boccia, vatnsleikfimi og línu-
dans. Röddum verður svo stillt
saman á kóræfingum tvisvar í viku.
Stefnt er að því að halda 2 dansleiki
fýrir áramót þar sem svifið verður
um gólf ffam á rauða nótt. Af þessu
má glöggt sjá að dagskrá FEBAN
er fjölbreytt, lífleg og skemmtileg.
Félagslífið þar er í fullum blóma og
ættu allir að finna eitthvað við sitt
hæfi. BG
LOKSINS LOKSINS
stóra stundin er að renna upp
Opnum nýja og glæsilega verslun aó Kirkjubraut 2 (áður e«rfa/ Roxy)
laugardaginn l.Oktober
Fatnaóur og undirfatnaóur á konur á öllum aldri og í öllum stæróum
Vmis opnunartilboð
Verið velkomin
Límtré Vírnet framleiðir 3 tegundir af
gjafagrindum sem hver um sig hentar
fyrir ákveðnar aðstœður.
Gjafagrínd til notkunar úti eða á taði,
fyrír allt að 30 kindur.
• Létt og meðfœrileg
• Sterk
• Sauðfé brýtur ekki hornin á grindinni
Rúllugrind fyrir stórgripi.
• Frábœr hönnun
• Mjög einföld í notkun
• Sterk og meðfœrileg
Gjafagrind til notkunar innandyra,
fyrir allt að 70 kindur.
• Þrjár gerðir
• Sterk
• Auðveld í notkun
• Sérstakar slœðigrindur
• Sauðfé brýfur ekki hornin á grindinni
límef
ÁREIÐANLEIKI - ÞJÓNUSTA - ÁRANGUR
Borgarbraut 74 310 Borgarnes Sími 530 6000 Fax 530 6069
www.limtrevirnet.is