Skessuhorn - 28.09.2005, Side 23
SiSjess'<jS©12í;
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005
23
/
Allir í brids f
Logalandi
Fjörugt og sívaxandi félagsstarf
Bridsfélags Borgarfjarðar hefst
mánudaginn 3. október nk. Þá mun
fyrsta spilamennska nýs starfsárs
hefjast með eins kvölds tvímenn-
ingi í Logalandi. Að sögn Jóns Eyj-
ólfssonar formanns félagsins, býst
hann við nokkrum nýjum félögum
að spilaborðinu og mun féiagið að-
stoða þá sem melda sig inn án
makkers að „para þá samarí'. „Það
eru allir velkomnir til okkar; Borg-
firðingar, Borgnesingar og lengra
að komnir meðan húsrúm leyfir og
plássið ergott og andinn verður ör-
ugglega léttur og skemmtilegur
sem fyrr, “ segir Jón á Kópa. MM
Hópleikur
UMFG-getrauna
Um liðna helgi hófst Hópieikur
UMFG - getrauna í Grundarfirði,
sem er getraunaleikur um enska
boltann og er alveg óháður sölu-
kerfi íslenskra getrauna. Hann er
þannig að það eru myndaðir hópar
sem tippa á úrslit leikja á getrauna-
seðli hverrar helgar þ.e. á laugar-
dögum. Hver hópur samanstendur
af tveimur einstaklingum sem gefa
sínum hóp nafn og tippa á 6 tví-
tryggða leiki og 7 einfalda. Stig á-
kvarðast affjölda réttra leikja á get-
raunaseðlinum t.d. 6 leikir réttir eru
6 stig. Þessi keppni mun standa
fram til loka enska boltans sem á-
kvarðast af getraunaseðli íslenskra
getrauna. Keppnin hófst nú um
helgina þann 24. sept. og voru 11
lið þegar búin að skrá sig og tóku
þátt. En fyrir þá sem vilja vera með
er haegt að skrá sig fyrir næsta get-
raunadag. UMFG - getraunir eru í
Sögumiðstöðinni á laugardags-
morgnum frá kl. 10-12:30.
Af grundarfjordur.is
Stefnt að því að
verja Æskusund-
mótsbikarinn
Síðastliðin 20 ár hefur farið fram
sundkeppni milli ungmennafélaga á
Vesturlandi og Norðvesturlandi í
aldursflokkum 14 ára ogyngri, sem
nefnt hefur verið Æskusundmót.
Upphaflega var keppnin á milli
Ungmennasambands Vestur- og
Austur Húnvetninga (USVH og
USAH) og Ungmennasambands
Borgarfjarðar. Fljótlega hætti USAH
þátttöku og Ungmennasamband
Skagafjarðar (UMSS) og Héraðs-
samband Snæfells- og Hnappa-
dalssýslu (HSH) bættust við í stað-
inn. A síðasta ári fór Æskusund-
mótið fram í Borgarnesi og UMSB
bar sigur úr bítum eftir 9 ára hlé.
Byggist sigurinn á því að UMSB var
með keþþendur í öllum greinum og
gerði fá sund ógild. I byrjun október
fer keppnin fram á Hvammstanga.
Það er að myndast góður kjarni
sundfólks í Borgarnesi, en enn
vantar stráka 13 -14 áraog 10 ára
og yngri sem æfa sund. Hvetjum
við allt ungt sundfólk I Borgarfirði til
að mæta á æfingar í Borgarnesi og
hjálpa til við að standa vörð um sig-
urinn frá síðasta ári og halda far-
andbikarnum heima í héraði. Æf-
ingar eru mánudaga til fimmtudaga
kl: 17:00 fyrir 5. bekk og eldri.
Sjáumst hress í sundi!
Guðmundur Arason,
Formaður Sunddeildar
Skallagríms.
Sundskólinn hefur störf
Næstkomandi sunnudag mun
vetrarstarf Sundskólans á Akra-
nesi hefjast af fullum krafti. Litlir
sundgarpar bíða þess því með
eftirvæntinu að komast í laugina
og hefja leikinn. Hátt í 100 börn
eru skráð til leiks en þátttakend-
um hefur fjölgað stöðugt síðan
skólinn var stofnaður fyrir 15
árum síðan. Það eru börn fædd á
árunum 2000-2005 sem nú taka
þátt og er þeim raðað í hópa eftir
aldri og þörfum hvers og eins. í
vetur verða starfræktir 3 fimm ára
hópar, 2 fjögurra ára hópar, 1
þriggja ára, einn tveggja ára og
einn eins árs hópur og svo einn
ungbarnahópur. Ragnheiður Run-
ólfsdóttir, umsjónarmaður Sund-
skólans segir í samtali við blaða-
mann að æfingar í vatni séu góð-
ur undirbúningur fyrir almenna
samhæfingu hreyfingar og þroska
barns, líkamlega og félagslega.
Stór þáttur í þroska
og uppeldi
Meginmarkmið ungbarna-
sundsins er að venja barnið við
svo því líði vel í vatninu. Hjá eins
árs hópunum eru allar æfingar
leikjatengdar og ætlaðar til að
örva hreyfiþroska. Með hærri aldri
verða æfingar og þrautir í auknum
mæli tengdar málfræði og stærð-
fræði til örvunar námsþroska og
getu til þrautalausnar. „Við reyn-
um að búa til ævintýraheim í
Hressar og massaðar golfsystur af Skaga
kringum námið,
til dæmis með
tónlist og miklum
söng, sem hefur
alltaf jákvæð á-
hrif,“ segir Ragn-
heiður. „Orðum
og nöfnum er að
jafnaði breytt og
líkt við hluti úr líf-
inu og náttúrunni
eins og t.d. að
synda í gengum
hring er eins og
að fara inní helli,
skriðsund er eins
og flugvélasund
og þess háttar,“
bætir hún við.
Ragnheiður
segir að fyrst séu
undirstöðuatriði
skriðsunds og
baksunds kennd
því sú hreyfing
tengist skrið-
hreyfingu barn-
anna sem er
þeim eðlislæg. Frá tíma í ungbarnasundi.
Byrjað er að
kenna bringusund í kringum fimm
ára aldurinn og þá á seinni hluta
námskeiðsins.
„Umhverfisreglum sundstaðar-
ins er fylgt fast eftir til að barnið
læri þær og virði sem fyrst. Einnig
er mikil áhersla lögð á að barnið
læri sjálfsbjörg eins fljótt og auðið
er svo að ef þau detta í laug syndi
þau beint að næsta bakka,“ segir
Ragnheiður og bætir við að eðli-
lega séu sum börn vatnshræddari
en önnur og tekur það þau aðeins
lengri tíma að venjast vatninu.
Engin tenging er þar við sund-
getu. „Ég var til að mynda mjög
vatnshrædd sem barn,“ segir hún
sposk. „Miklum aga er haldið á
Golf er íþrótt sem hefur notið
sívaxandi vinsælda hér á landi
síðustu ár. Samt sem áður er það
svo að ímyndin sem margir hafa
af golfspilurum er að þeir séu fólk
sem yfirleitt er komið af léttasta
skeiði, gjarnan karlar. En þannig
er það nú alls ekki. Á Akranesi
búa hressar systur, þær Friðmey
og Valdís Þóra Jónsdætur og eru
þær miklir golfarar, en Valdís hef-
ur náð mjög góðum árangri og er
m.a. meðlimur í landsliðinu.
Blaðamaður Skessuhorns rétt
náði í skottið á þeim systrum áður
en Valdís rauk út til Noregs til að
keppa á Norðurlandamótinu í
golfi. Við mæltum okkur mót í
Fjölbrautaskóla Vesturlands en
þar stunda þær systur nám. Frið-
mey er á þriðja ári á félagsfræða-
braut en Valdís er á fyrsta ári á
náttúrufræðibraut.
Þær systur hafa stundað golf í
nokkuð langan tíma en fóru ekki
að taka þátt af alvöru fyrr en fyrir
um fjórum árum. Ástæðan fyrir
þessum golfáhuga er líklega sú,
segja þær, að nokkurn vegin öll
fjölskyldan stundar golf. Það lá
því beinast við að þær færu einnig
í þetta. Reyndar höfðu þær hafið
glæsilegan fótboltaferil með ÍA en
hann varð að víkja fyrir golfinu.
Mörgum finnst golfið róleg í-
þrótt en þær segja þetta mjög
krefjandi og engan barnaleik.
lofti varðandi samskipti sund-
garpanna og kennara því per-
sónuleg og góð samskipti eru lyk-
ilatriði í góðu starfi. Kátína og leik-
ur eru okkar einkunnarorð," bætir
hún við að lokum. Haustnám-
skeiði sundskólans lýkur svo með
jólasprelli og sýningu rétt fyrir jól,
fyrir fjölskyldu og vini. BG
„Það er ekkert auðvelt
að bera þetta 4-7 kíló
kannski 6-7 kílómetra í
Systurnar Friðmey og Valdís Þóra Jónsdætur.
einni keppni," segir Val-
dís og rekur ofan í
blaðamann þær fullyrð-
ingar að golf sé í raun-
inni skítlétt. Við nánari
rannsóknir kom hins-
vegar í Ijós að meðal-
golfpoki er um 10 kíló
að þyngd. „En við erum
náttúrulega svo „hel-
massaðar," fullyrðir Val-
dís og blaðamaður þor-
ir ekki annað en að við-
urkenna það.
„Ég hef nú minnkað
muninn í sumar sko,“
svarar Friðmey þegar
þær voru spurðar hvort
að mikill munur væri á
milli systranna í styrkleika, en Val-
dís hefur eins og áður sagði náð
mjög góðum árangri í íþróttinni.
Ástæðan fyrir þessu telja þær
systur þó vera þá að Friðmey tók
vinnu framyfir í fyrrasumar, en hún
hefur eins og systir hennar unnið í
versluninni á golfvellinum í sumar
en Valdís á vellinum. Helstu verk-
efnin þar eru að hreinsa sand-
gryfjurnar og almennt viðhald á
vellinum.
Eins og í öðrum íþróttum er
keppnin hörð en systurnar segja
mun betri móral á milli stelpna en
stráka sem spila golf. Strákarnir
eigi það frekar til að láta keppnina
fara með sig en á milli stelpnanna
sé mun meiri vinskapur. Þegar
systurnar voru spurðar hvort þær
ættu eitthvað líf fyrir utan golfið er
Valdís fljót að svara „nei, ekki á
sumrin". Þar á bæ gengur dagur-
inn greinilega bara út á að spila
golf daginn út og inn. Enda hefur
Valdís þurft að fórna ýmsu til að
ná þeim árangri sem hún hefur nú
náð. Hún segir tímasetningar á
golfmótum yfirleitt stangast á við
aðrar skemmtanir, svo sem írska
daga og fleira í þeim dúr. Til
dæmis missti hún af busavígsl-
unni sinni vegna þess að hún var
að keppa í golfi.
Þrátt fyrir að margir hafi skotið
á þær einhverjum skotum fyrir að
hafa þennan gríðaráhuga á golfi
og þurfa að fórna ýmsu lítur út
fyrir að þessar hressu systur séu
ekkert á leiðinni að hætta. Að
minnsta kosti var það auðsótt mál
að fá þær upp á golfvöll í mynda-
töku; „við erum hvort sem er að
fara þangað,“ var svarið og kom
svo sem ekki á óvart. ÞGB
J
>
f
*
%