Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2005, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 16.11.2005, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. NOVEMBER 2005 Aðventu- blaðí næstu viku I næstu viku verður Skessuhorni dreift inn á öll heimili og fyrirtæki á Vesturlandi og verður efhi blaðsins m.a. til- einkað aðventunni sem brátt gengur í garð. Þeir auglýsendur sem vilja nýta sér þetta tækifæri er bent á að hafa samband í síma 433-5500 eða á tölvupósti á: skessuhorn@skessuhorn.is í síð- asta lagi nk. föstudag. Ritstjóri. Til minnis Vib minnum á árlegan Gle&ifund í Logalandi um næstu helgi. Þar fer jafnframt fram sönglagakeppni hérabs- ins. Kynnir á hátíbinni er Krist- ófer Már Kristinsson, Bjartmar skemmtir og selur fyrstu ein- tökin af nýjum hljómdiski sín- um og Stubbandalagib spilar fyrir dansi. Vethvrhorfw Á fimmtudag snýst til sunn- anáttar og hlýnar meb vætu. Kólnar á sunnudag og mánu- dag meb útsynningi og éljum. Spivrmruj vtHtmnar Á Skessuhornsvefnum var spurning vikunnar: „Er abbún- abur eldra fólks almennt góbur hér á Vesturlandi?" 33% telja ab svo sé, 31% höfbu ekki skobun á því en 36% telja ab abbúnabi eldra fólks sé ábóta- vant. í næstu viku er spurt: „Sœttir þú þig vib oð lögregla loki hcettulegum vegaköflum í óveörum?" Svarabu án undanbragba á www.skessuhorn.is Vesttendirujnr viK^nnar Ab þessu sinni eru Vestlend- ingar vikunnar þeir Dalamenn sem setib hafa undanfarin misseri á frumkvöblanám- skeibi. Þeir kynntu árangur vinnu sinnar um libna helgi og alls 8 vænlegar vibskiptahug- myndir sem vafalítib eiga ein- hverjar eftir ab leiba til fram- fara í hérabinu. Kem á staöinn og geri verðtilboð í allar gerðir húsgagna, báta og bíla hef úrval af áklœðisprufum. Sceki og kem með vöruna til þín að kostnaðarlausu. Visa raðgreiðslur. Bólstrun Gunnars Leifssonar. Sími:4512367 og 8652103 Netfang: gl@simnet.is Þingsályktun um stofnun framhaldsskóla Nokkrir alþingismenn hyggjast á næstu dögum leggja fram á Alþingi þingsályktunartillögu um stofnun framhaldsskóla í Borgarnesi. Sem kunnugt er hefur á undanförnum mánuðum verið unnið að undir- búningi málsins í héraði og hafa há- skólarnir í Borgarfirði meðal ann- ars komið að málinu. Það eru þau Jón Bjamason og Kolbrún Hall- dórsdóttir, þingmenn Vinstri- Grænna ásamt þeim Guðjóni A. Kristjánssyni og Sigurjóni Þórðar- syni, þingmönnum Frjálslynda flokksins sem hyggjast leggja tillög- una fram. I tillögunni er gert ráð fyrir að Alþingi feli menntamálaráðherra að hefja þegar í stað viðræður við sveitarstjórnir og aðra heimaaðila í Borgarfirði og nágrenni um stofii- un framhaldsskóla í Borgarnesi og að hann taki til starfa haustið 2006. I samtali við Skessuhorn staðfesti Jón Bjarnason að umrædd tillaga væri í undirbúningi. Hann segir megintilganginn vera þann að auka framboð á menntun í Borgarbyggð og nágrenni og styrkja þar með al- menna grunnmenntun í héraðinu. „Fólk lítur í auknum mæli, og það með réttu, á samveru fjölskyldna sem hluta af lífskjömm sínum. Það að unglingar geti stundað sem lengst nám sitt í heimangöngu er beint innlegg í jöfnun lífskjara," segir Jón. Haustið 2004 tók til starfa fram- haldsskóli í Grundarfirði. Aðspurð- ur hvort með stofnun framhalds- skóla í Borgarnesi væra framhalds- skólar á Vesturlandi ekki orðnir of margir segir Jón svo ekki vera. „Sé litið til langs tíma hefur fjöldi ffam- haldsskólanema aukist jafn og þétt og er sú aukning nokkuð umffam almenna fólksfjölgun í landinu. Frá árinu 1997 hefur ffamhaldsskóla- nemum fjölgað um 10% en Islend- ingum fjölgar um 8% á sama tíma. 5% þeirra sem stunda ffamhalds- skólanám á Islandi búa á Vestur- landi. Er það í réttu hlutfalli við þann aldurshóp sem helst stundar slíkt nám, en 5% íbúa landsins á aldrinum 16-29 ára búa á Vestur- landi. Framhaldsskólinn í Gmnd- arfirði, sem tók til starfa haustið 2004, hefur gjörbreytt búsetuskil- yrðum á norðanverðu Snæfellsnesi. En nú getur ungt fólk á Snæfells- nesi sótt framhaldsskóla í daglegri heimangöngu. Nálægðin við skól- ann gefur öðmm íbúum möguleika til náms sem þeir áttu ekki áður kost á. Framhaldsskóli Snæfellinga er nú þegar fullsetinn og aðsókn mun meiri en bjartsýnusm áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Markmiðið með hinum nýja skóla er að þjóna í- búum í Borgarnesi og nágranna- byggðum sem almennur fram- haldsskóli í heimangöngu. Við á- kvörðun á námsframboði hans verði tekið mið af sérhæfingu Fjöl- brautaskólans á Akranesi og ann- arra skóla á framhalds- og háskóla- stigi í héraðinu þannig að hann stuðli að enn víðtækari faglegri samfellu í menntun á svæðinu. Einnig má benda á þá staðreynd að í haust fengu 119 nemendur ekki inngöngu í ffamhaldsskólana og því er full þörf á því að hraða uppbygg- ingu framhaldsskóla," segir Jón Bjarnason. HJ Tillaga um að netabændur fái greiðslu fyrir netalagnir sem hlutfall af arði laxveiðiánna Samningar lausir um netalagnir Tillaga um nýjan samning milli netaveiðibænda í Borgarfirði og veiðifélaga laxveiðiánna á vatna- svæði Hvítár um leigu netalagna er nú í burðarliðnum. Netaveiði á vamasvæði Hvítár hefur ekki verið smnduð síðan árið 1991 þegar sam- komulag náðist fyrst um uppkaup þeirra með það fyrir augum að auka fiskgengd í fengsælar laxveiðiár héraðsins. Samningur fyrir yfir- standandi ár gilti til eins árs. Veiðifélag Borgarfjarðar hefur stýrt viðræðum milli netaveiði- bænda og fulltrúa laxveiðiánna. Sveinn Hallgrímsson, formaður fé- lagsins sagði í samtali við Skessu- horn að hugmyndir væm uppi um að tengja greiðslu fyrir netaveiðina við arðshluta úr laxveiðiánum í stað fastrar upphæðar eins og verið hef- ur í samningum undanfarinna ára. „Við fengum hlutlausan aðila, Jón G. Baldvinsson fv. formann Lands- sambands stangveiðifélaga, til að leggja fram tillögur um arðshlutfall sem greiðslu fyrir netaveiðiréttinn. Tillögur Jóns verða kynntar á al- mennum fundi í byrjun desember og í framhaldi af því taka annars vegar netabændur og hinsvegar fé- lagar í veiðifélögunum í þverám Hvítár ákvörðun um hvort tillagan verði sarnþykkt." Sveinn segir að við samning sem þennan þurfi bæði að taka mið af því hversu mikið uppkaup netaveiða auki fiskgengd í árnar en einnig hafi netaveiðin Sveinn Hallgi'ímsson formaður Veiðifé- lags Borgarffarðar. áhrif á ímynd veiðimanna gagnvart svæðinu í heild og sé þessi ímynd þýðingarmikil. MM Ráðstefna um upplýsingatækni í dreifbýli haldin í Reykholti: NMT verður lagt af Evrópu með svokallaða W i - M a x tækni, en Wi- Max er há- hraða ör- bylgjusam- band sem dregur 25-30 kílómetra í beinni loft- línu. Búnaður þessi hefur verið reyndur hér á landi þ0'r Porsteinsson, framkvœmdasljói Nepal hugbúnaðar ehf. í Borgar- undanfarið ár nesi var einn af mörgum fnimmœlendum á ráðstefiiunni um upplýs- NMT farsímakerfið verður lagt af í síðasta lagi árið 2008. Þetta var meðal þess sem kom ffam á ráð- stefnu átaksverkefnisins Upplýs- ingatækni í dreifbýh, sem haldin var í Reykholti sl. fimmtudag. Þar var jafhffamt skýrt ffá prófunum á nýju, langdrægu, háhraða örbylgjusam- bandi sem tilraunir hafa verið gerð- ar með hér á landi undanfarið ár. I erindi Ara Jóhannssonar, verk- efnisstjóra hjá Póst- og fjarskipta- stofnun, er fjallaði um alþjónusm og fjarskiptamarkað, kom fram að NMT farsímakerfið er að renna sitt skeið og ekki er fyrirsjáanlegt eins og er hvaða kerfi muni taka við. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans flutti jafnffamt erindi á ráð- stefhunni og sagði þar meðal annars að rekstur NMT kerfisins væri að stöðvast vegna þess að ekki væri lengur ffamleiddur búnaður til þess að viðhalda kerfinu. Hún sagði að Síminn myndi halda kerfinu gang- andi jafh lengi og kostur væri en fyr- irsjáanlega yrði það ekki lengur en til ársins 2008. Eva greindi einnig ffá tilraunum Símans og fleiri fjarskiptafyrirtækja í og lofar góðu. ingatakni í dreifbýli. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar um hvort að hann verður tek- inn í notkun. Þeirri spurningu verð- ur ekki svarað fyrr en á fyrrihluta næsta árs þegar fyrir liggur hvort þessi tækni verður stöðluð eða ekki. Fyrir utan langdrægni og mikla flumingsgetu er einn meginkostur þessa kerfis að það er sent út á lok- aðri tíðni og býður upp á svokallaða forgangsröðun. Þetta þýðir að unnt verður að hafa tölvu- og símasam- band á einni og sömu tengingunni og er þá gert ráð fyrir að heimilis- síminn njóti forgangssambands. Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra setti ráðstefnuna en átaksverkefnið Upplýsingatækni í dreifbýli er starfrækt á hans vegum. Fram kom að verkefhinu lýkur á þessu ári. Meginviðfangsefhi þess hefur verið tölvunámskeið fyrir íbúa í dreifbýli og kom ffam að á þriðja þúsund þátttakendur hafa verið á námskeiðum Upplýsingatækni í dreifbýli ffá upphafi. MM Tómstunda- og íþróttafélög styrkt AKRANES: Síðastliðinn mið- vikudag fengu tómsmnda- og í- þróttafélög afhenta styrki frá Akraneskaupstað. Styrkirnir era afhentir tvisvar á ári og að þessu sinni voru tæplega 1400 þúsund krónur til skiptanna. Við úthlutunina var tekið mið af fjölda barna á aldrinum 6-12 ára og 13-19 ára auk kostnaðar félaganna við þjálfun eða leið- sögn. Oll aðildarfélög IA sem bjóða upp á barna- og ung- lingastarf fengu styrki og auk þeirra Skagaleikflokkurinn og Skátafélagið. -mm Verður mjólkurbíll slökkvibíll? DALIR: Mjólkursamlagið í Búðardal hefur boðið Slökkvi- liði Reykhólahrepps til kaups tankbifreið af gerðinni MAN árgerð 1995. Rætt var um mál- ið á fundi brunamálanefndar Reyhólahrepps fyrir nokkru. Kemur fram í fundargerð nefndarinnar að slíka bifreið vanti í hreppinn. Samþykkti nefndin að leggja til að keyptur verði tankbíll á árinu 2006 og ef af kaupum verður þurfi að huga að húsnæði fyrir bílinn. Á yfir- standandi ári hefur talsvert átak verið gert í brunavörnum í Reykhólahreppi. Komið hefur verið upp fimm bmnahönum í Reykhólaþorpi og einum í Karlsey. Þá vora keyptar slök- kvikerrur og einnig hafa nokkr- ir slökkvigallar verið keyptir fyrir slökkviliðsmenn. -hj Gjaldskrár leik- skóla hækka BORGARBYGGÐ: Fræðslu- nefnd Borgarbyggðar hefur samþykkt að leggja til að leik- skólagjöld í bæjarfélaginu verði hækkuð um 5% og fæðisgjöld í leikskólunum verði hækkuð í samræmi við hækkun neyslu- verðsvísitölu. Þá er einnig lagt til að verð fyrir hverja máltíð í Grunnskólanum í Borgarnesi verði 315 krónur og að gjald fyrir dvöl á skólaskjóli verði 166 krónur á klukkustund. Verði þessar hækkanir að vem- leika taka þær gildi um áramót. -hj Atvinnuleysi minnst VESTURLAND: í október var um 0,6% mannafla á Vest- urlandi án atvinnu. Er það minnsta atvinnuleysi á landinu. Sama atvinnuleysisstig er einnig á Austurlandi. Meðal kvenna er atvinnuleysið minnst á Vesturlandi eða um 1,1% en mest er það á Vestfjörðum 3,8%. Hvað karlana varðar er atvinnuleysi meðal þeirra minnst á Vesturlandi 0,2% og mest á Norðurlandi eystra 1,9%. Meðalfjöldi atvinnu- lausra á Vesturlandi var 42 í október eða 0,6% af áætluðum mannafla á Vesturlandi en var 0,5% í september sl. Atvinnu- lausum á svæðinu fjölgar um 4 að meðaltali milli mánaða. -hj

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.