Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2005, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 16.11.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 16. NOVEMBER 2005 ,■^1.111.. ] Gestir troðjýlltu félagsheimiliS Heiðarborg. Á laugardaginn var þess minnst að fjörtíu ár eru liðin frá stofnun Heiðarskóla í Leirársveit. I tilefni dagsins var opið hús í skólanum þar sem gestir gátu skoðað húsnæðið og fylgst með nemendum við leik og störf. Síðdegis hófst svo afmælis- Heiðarskóli. samkoma í félagsheimilinu Heiðar- borg að viðstöddu miklu fjölmenni. Eftir að ný ffæðslulög tóku gildi árið 1946 hófst víða uppbygging barnaskóla. Má þar nefha að bygg- ing skóla á Kleppjárnsreykjum hófst árið 1956 en að honum stóðu fimm sveitarfélög í Borgarfirði. Nokkur umræða fór þá fram ofan Skarðsheiðar um að sveitarfélög sunnan heiðar ættu einnig að standa að byggingu skólans en af því varð ekki. Skriður komst þó ekki á skóla- mál sunnan Skarðsheiðar fyrr en á fundi kvenfélagsins Bjarkar í Skil- mannahreppi 29. janúar 1956. Þá vakti Svandís Haraldsdóttir, Stóra- Lambhaga II, máls á því að senda áskorun til hreppsnefndar Skil- mannahrepps þess efnis að hrepp- urinn léti skólamál til sín taka. Ymsar hugmyndir komu fram um hugsanlega staðsemingu skólans en í kjölfar borana eftir heim vami við Leirárlaug var ákveðið að skólinn skyldi rísa þar. Hófst bygging Heiðarskóla árið 1962. Það var svo 9. nóvember 1965 sem skólabíll ók fyrst í hlað Heiðar- skóla með börn úr Strandahreppi og Leirár- og Melasveit. Daginn Ungar blómarósir tóku á móti gestum í aruídyri skólans. eftír kom bíllinn svo með börn úr Innri-Akraneshreppi og Skil- mannahreppi. I fyrsm var nemend- um ekið samdægurs á milli heimilis og skóla en í mars árið 1966 hófst rekstur heimavistar og var aksmr þá lagður niður um tíma. Síðar var hann aftur tekinn upp fyrir börn sem bjuggu í kringum Akrafjall en börn af öðrum svæðum bjuggu á heimavist. Skólinn hefúr alla tíð státað af fjölbreyttu félagslífi og íþróttastarf innan skólans hefur löngum verið rómað. Nokkuð er um liðið síðan heimavist var lögð niður og er nemendum í dag ekið daglega milli heimilis og skóla. A opna deginum á laugardaginn voru gamlir nemendur skólans áberandi enda hafa þeir sýnt skól- anum mikla ræktarsemi í gegnum árin. Mátti heyra margar sögur úr skólahaldi rifjaðar upp og ekki síður af heimavistunum. Helga Stefanía Magnúsdóttir, skólastjóri segist afar ánægð með þátttöku almennings í affnælisdag- skránni. A afmælissamkomunni í Félagsheimilinu Heiðarbæ er talið að hafi verið hátt í 300 manns. Auk dagskrár nutu gestír veitinga og þar bar hæst stór og fagurlega skreytt rjómaterta sem bökuð var á staðn- um. Helga Stefanía segir skólanum hafa borist margar veglegar gjafir sem grein verði gerð fyrir síðar. Hún segir að almenningur hafi með mikilli þátttöku sinni sýnt skólan- um mikinn stuðning í verki. HJ Sveinn Agústfterir Elínu Helgu matráðskonu feng dagsins. Fiskurinn firá pabba A heimasíðu Stykkishólmsbæjar hefur komið fram að þema leikskól- ans Bangsabæjar í vetur er „Hafið.“ Síðastliðinn mánudagsmorgun lét ungur leikskólapilmr, Sveinn Agúst, draum sinn rætast, nefnilega þann að færa leikskólanum fisk sem Osk- ar pabbi hans hafði veitt. Fékk Sveinn Agúst sjálfur að hjálpa til við að flaka fiskinn. Það var Elín Helga matráðskona í Bangsabæ sem tók með mikilli ánægju á mótí fiskinum og að sjálfsögðu var það ný ýsa sem var á boðstólnum í leikskólanum í hádeginu þennan dag. Af stykkisholmur.is Jólakort Blindrafélagsins Blindrafélagið hefur um árabil gefið út jólakort og merkisspjöld tíl styrktar starfseminni. I ár verða 3 týpur af jólakortum. Jólakort myndskreytt með myndinni ,Jóla- skór“ eftír myndlistakonuna Línu Rut Wilberg. Jólakort með mynd- um af jólasveinunum 13 eftir lista- manninn Erlu Sigurðardóttur. Inni í þeim kortum eru ljóð um jóla- sveinana 13 eftír Jóhannes úr Kötl- um. Og kort með ljósmynd af Skaftafelli eftir Sigurgeir Sigur- jónsson ljósmyndara. Hægt er að nálgast kortín hjá Blindrafélaginu, Hamrahlíð 17 í Reykjavík, sími 525-0000 eða senda tölvupóst á blind@blind.is. Blindrafélagið vill biðja landsmenn að styrkja félagið með kaupum á þessum fallegu jólakortum. Sölumenn frá Blindrafélaginu munu ganga í hús í nóvember og bjóða kortin til sölu. Aðstoð þeirra sem vilja gerast sölumenn fyrir fé- lagið er vel þegin. Upplýsingar í síma 525 0000. BOftG, mjF: y iIÍBPí J 4»w. ■ ■ i Fjölmenm á Æskulýðsballinu í Borgamesi Á föstudaginn var mættu unglingar úr 14 skólum af vestur og miðvesmrlandi á árlegt æskulýðsball í Borgamesi. Það em Félagsmiðstöðin Oðal og Nemendafélag Grunnskóla Borgarness sem hafði veg og vanda af undirbúningi þessarar hátíðar. Unglingamir sjálfir ákváðu áróðursþema sem að þessu sinni beindist gegn reyking- um. Áhersla var lögð á að benda á hættu sem reykingar geta valdið svo sem aukn- tun líkum á krabbameini. Allir ungling- arnir sem mættu fengu barmmerki sem á stóð „Ég hugsa... ég reyki ekki,“ frá vímuvamanefnd Borgarbyggðar. Til að minna rækilega á þetta var kirkj- an í Borgarnesi, kirkjan á Borg á Mýrum og íþróttamiðstöðin upplýst með bleik- um lit þetta kvöld. Um þrjátíu unglingar úr Oðali tóku þátt í að undirbúa og skreyta íþróttamiðstöðina um daginn og þegar svo um 450 unglingar mættu á há- tíðina var íþróttamiðstöðin næsta óþekkj- anleg. Dagskrá hófst klukkan 20 með dans, söng- og tónlistaratriðum frá nemendafé- lögum skólanna. Þar á eftír lék ein vin- sælasta hljómsveit landsins; I svörtum fömm fyrir dansi tíl miðnættis. MM/IJ /Ljósm: Óðal.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.