Skessuhorn - 16.11.2005, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 16. NOVEMBER 2005
§1HéSSúIMö12R1
Myndin er tekinfrá húsi Unnar og Gunnars. Gráa húsið til hægri á myndinni er íbúðarhús Ólafínu. Einnig má sjá girðinguna í
kringum hús Unnar og Gunnars. Við hlið hennar hefur á vegum Ólafínu verið gróðursettur trjágróður sem tfyllingu tímans mun
byrgja útsýni frá húsi peirra og til sjávar.
Engin útgönguleið önnur virðist
í sjónmáli í miklum nágrannaerjum
í Höfn í Melasveit önnur en að
deiluaðilar setjist niður og leysi
deilumál sín. Utanaðkomandi aðil-
ar virðast eiga erfitt með að koma
að deilunni sem hefur stigmagnast
að undanförnu og náði hámarki er
tveimur bílhræjum var komið fyrir
við íbúðarhús þar sem rekið er sam-
býli fyrir geðfatlaða.
DV flutti fféttir nokkra daga í
röð í liðinni viku af nágrannaerjum
sem nú standa yfir í Höfn í Mela-
sveit. Komst þar í sviðsljós fjölmiðl-
anna deilur nágranna sem eitt sinn
voru nánir vinir en ásaka nú hvorir
aðra um ýmsan ófögnuð sem er
þess eðlis að vart verður trúað á
nokkurn mann.
Fyrir níu árum keyptu hjónin
Unnur Herdís Ingólfsdóttir og
Gunnar Tyrfingsson hús og jarðar-
part úr jörðinni Höfn af Olafínu
Ingibjörgu Palmer. Húsið var mjög
illa farið en hinir nýju eigendur
hófust þegar handa við að gera það
upp og einnig hófust þau handa við
gerð skrúðgarðs í kringum húsið. I
húsinu hafa þau hjón undanfarin ár
rekið sambýli fyrir geðfadaða og
eru þar nú fjórir vistmenn.
Vinátta umpólast
I samtali við blaðamann Skessu-
horns segjast þau hjón hafa í upp-
hafi átt mjög góð samskipti við
Olafínu. Milli þeirra hafi verið
nokkur vinskapur og nefna sem
dæmi að Olafína hafi búið erlendis
um nokkurra ára skeið og hafi á
þeim árum oft dvalið
sem gestur á heimili
þeirra ásamt fjölskyldu
sinni. Olafína fluttist
aftur til landsins og
byggði sér hús á jörð-
inni fyrir nokkrum
árum. Fljótlega eftir
það hófust síðan erjur
þær sem ekki sér fyrir
endann á í dag. Segja
Unnur og Gunnar að
líf þeirra í dag sé orðið
óbærilegt vegna af-
skipta Olafínu og
hennar skyldfólks af
daglegu lífi þeirra. I
sumar hafi Ólafína
reynt að aka dráttarvél
yfir dóttur þeirra. Það
mál hafi verið kært tíl
lögreglu og af fleiri tíl-
efhum hafi þau orðið
að leita til lögreglu. A
dögunum hafi Sverrir Þór Einars-
son, tengdasonur Ólafínu, dregið
tvö bílhræ að húsi þeirra og þau hafi
ekki verið fjarlægð þrátt fyrir að
óskað hafi verið atbeina lögreglu og
heilbrigðisfulltrúa. Einnig hafi
Sverrir hótað að loka fyrir vatns-
lögn að húsi þeirra. Nú sé svo kom-
ið að ástandið sé farið að bitna á
þeim er síst skyldi, þeim geðfötluðu
einstaklingum sem hjá þeim búa.
Merkilegir bílar
Ólafína vildi ekki tjá sig um mál-
ið við fjölmiðla en vísaði á dóttur
sína Diljá. Diljá vísaði á unnusta
sinn Sverri Þór. Hann segir erjurn-
ar hafa hafist er Gunnar og Unnur
fóru að nýta land utan marka þess
lands er fylgdi kaupum á húsinu.
Þau hafi gengið ffam af offorsi sem
ekki sé hægt að líða. Sem dæmi
nefnir hann að þau hafi sigað hund-
um sínum á sig. Aðspurður hvers
vegna hann hafi komið tveimur bíl-
hræjum fyrir við bæinn segist hann
hafa haft í huga að opna þar bíla-
partasölu. Nú hafi honum snúist
hugur og æth að gera þessa bíla
upp. Aðspurður hvort honum finn-
ist það trúverðugt að gera eigi bíl-
hræ þessi upp, segir hann það vera
áhugamál sitt og þarna sé um að
ræða mjög merkilega bíla. Það
muni hins vegar taka langan tíma að
gera þá upp, jafnvel tíu ár. Hann sé
með þá á landi Ólafínu og því komi
staðsetning þeirra engum öðrum
við. Aðspurður hvort þessi stað-
setning bflhræjanna sé líkleg til þess
að setja niður deilur þær sem nú
standa yfir í Höfn segist hann ekk-
ert um það vita. Hann biðji fyrir
Unni og Gunnari á hverju kvöldi.
Yfirvöld ráðþrota
Theodór Þórðarson, yfirlög-
regluþjónn í Borgarnesi segir lög-
regluna nokkrum sinnum hafa ver-
ið kallaða tíl vegna deilna í Höfn.
Hann segir kærumálið, það er
meinta tilratm Ólafínu til að aka
yfir dóttur Unnar og Gunnars, hafa
verið rannsakað og að því loknu
verið sent sýslumanni til nánari
skoðunar. Hann segir nágrannaerj-
ur ávallt erfiðar viðureignar og yfir-
völd hafi oft á tíðum engin úrræði í
slíkum deilumálum. Reynt hafi ver-
ið að koma á sáttafundi milli deilu-
aðila en það hafi ekki tekist.
Hjördís Stefánsdóttir, fulltrúi
sýslumanns í Borgarnesi segir áður-
nefnt kærumál til skoðunar hjá
embættínu en ekki sé ljóst hvenær
niðurstaða í því liggi fýrir.
Af ffamansögðu má ljóst vera að
málið er komið í algjöran hnút sem
fáir eða engir, nema ábúendur sjálf-
ir, geta leyst. Það er undranarefni
að ffiðsæll staður og fallegur, sem
Höfn óneitanlega er, skuli nú vera
forsíðuefhi dagblaða vegna deilna
sem fáir eða engir geta með nokkra
mótí skilið.
Þau Unnur og Gunnar hafa gert gamla íbúóarhúsió í Höfh og umhverfi pess mjóg vistlegt.
HJ
Bílhræin sem Sverrir Þór dró á bæjarhlaðið við gamla íbúðarhúsið. Hann kveðst ætla að gera þessa bíla
iipp ífyllingu tímans.
PISTILL GISLA
Samsœri
Þau tíðindi sem skekja
samfélagið akkúrat í dag eru
þau að Davíð Oddsson hafi
farið upp í Efstaleyti númer
eitt í gær og ýtt á stopptakk-
ann á græjunum með eigin
hendi til að viðtal við Jón
Olafsson, fjandmann hans,
færi ekki fyrir augu alþjóðar.
Þessari samsæriskenningu
og öðrum slíkum hefur verið
lýst á fjálglegan hátt með
drafandi málrómi á útvarpi
Sögu í allan dag og aðrir
fjölmiðlar hafa einnig lagt
sitt af mörkum til að taka af
öll tvímæli um að bláa hönd-
in hafi farið fimum fingrum
um takkaborð sjónvarps-
stöðvarinnar. Hefur það
engu breytt þótt fórnar-
lambið sjálft, fyrrnefndur
Jón sonur Olafs, hafi sjálfur
reynt að sannfæra fjölmiðla-
fólk um að það hafi virkilega
verið tæknilegir örðugleikar
sem hafi komið í veg fyrir
það að umrætt viðtal hafi
farið á skjáinn á fyrirfram á-
kveðnum tíma.
Það gleymist hinsvegar í
þessari umræðu að geta ann-
arra góðra samsæra sem því
njóta ekki jafnræðis. Það
liggur meðal annars ljóst
fyrir að snjóbylurinn sem
varð til þess að hundruðir
manna urðu veðurtepptir í
Húnavatnssýslum á dögun-
um var samsæri veðurstof-
unnar og veitinga og gisti-
húsaeigenda í Húnaþingi.
Það þarf enginn að efast um
það. Það að ég skildi ekki fá
Edduverðlaun var samsæri
Eddu og Femínistafélagsins.
Það liggur einnig fyrir. Þeg-
ar Kári Stefánsson missti
hlustunartækið úr eyranu í
beinni útsendingu í Sjón-
varpi þá var það samsæri af
hálfu félags eyrnalækna sem
lengi hafa eldað grátt silfur
og fleiri ógirnilega með for-
stjóra íslenskrar erfðagrein-
ingar. Þegar Samúel Orn
Erlingsson, íþróttfréttamað-
ur, missti af væntanlegu bæj-
arstjóraembætti í Kópavogi
á dögunum var það samsæri
hestamanna sem hafa farið
illa út úr hans lýsingum á
reiðskjótum þeirra. A sama
hátt er andstaða fjölda kúa-
bænda við innfluting á er-
lendum kúabændum sam-
sværi þjóðernissinna og ras-
ista.
Tilviljanir eru ekki til og
það er ekki margt sem gert
er sem ekki er samsæri sam-
ansoðið af einhverjum gegn
einhverjum öðrum.
Lífið er eitt allsherjar sam-
særi. Það velkist enginn í
vafa um það. Hinsvegar er
ofsóknarbrjálæði afleytur
kvilli og spurning um það
hvort ekki er nauðsynlegt að
sjónvarpsstöðvarnar sendi út
geðlyf með kvöldfréttunum.
Gísli Einarrsson
samsœrismaður.