Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2005, Qupperneq 15

Skessuhorn - 16.11.2005, Qupperneq 15
giHÉSSHJHOEM MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 15 Afmœli Sturla Böðvarsson samgönguráðherra verður sextugur 23. nóvember n.k. Afþví tilefni bjóða þau Sturla Hallgerður kona hans og börn til móttöku laugardagin 19. nóvember í Hótel Stykkishólmi kl. 17:00-19:00. Þau vonast til að sjá sem flesta. Hljómsveitin Irafár. írafár til styrktar Einstökum bömum írafár og íslandsbanki standa um þessar mundir fyrir 11 tónleikum víðsvegar um landið ril styrktar Ein- stökum bömum. Nú er röðin kom- in að Vesturlandi en í Ólafsvík verð- ur hljómsveitin 17. nóvember og daginn efrir, 18. nóvember í Bíó- höllinni á Akranesi. KARFAN Góð ferð í gúrkubæinn Skallagrímsmenn gerðu góða ferð í garðyrkjubæinn Hveragerði á þriðjudag og urðu ekki fyrir nein- um gróðurhúsaáhrifum þegar þeir mættu heimamönnum í Hamri/Selfossi. Gestirnir sýndu stórleik, sérstaklega í síðari hálf- leik og uppskáru einhvern stærsta sigur sinn í langan tíma. Lokatölur urðu 75 - 109 og hefði sigurinn hæglega getað orðið stærri. Þess má geta að fyrrverandi leikmaður Skallagríms, Clifton Cook var í liði heimamanna og þeirra atvkvæða- mestur þótt það hrykki skammt. Bandaríkjamaðurinn í liði Skalla- gríms, Christopher Manker, átti stórleik en þetta var hans kveðju- leikur þar sem hann er horfinn af landi brott en í hans stað kemur George Byrd sem átti góðan leik með Sköllunum í fyrra. Dimitar Karadzovoski átti einnig toppleik, sömuleiðis Axel Kárason og þá er Finnur Jónsson að koma sterkur inn eftir nokkuð hlé Stórsigur á Akureyringum Skallagrímsmenn fengu Þór á Akureyri í heimsókn síðastliðinn fimmtudag og sýndu enga gest- risni heldur léku gestina fremur grátt. í hálfleik munaði reyndar ekki nema 10 stigum á liðunum en niðurstaðan var stórsigur, 91 - 65. Jovan Zdravevski átti stórleik líkt og oft áður, skoraði þriðjung stig- anna en þeir Þétur Sigurðsson og Christoper Manker voru einnig í góðum gfr. Máttu ekki við margnum Snæfellingar sóttu ekki gull í greipar Grindvíkinga sem verma sem stendur annað sæti lceland Express deildarinnar í körfuknatt- leik. Grindvíkingar eru með einn stærsta og sterkasta leikmanna- hóp deildarinnar á meðan Snæ- fellingar eru fremur fámennir þannig að segja má að þeir hafi ekki mátt við margnum. Heima- menn í Grindavík höfðu yfirhönd- ina frá upphafi og leiddu lengst af með 10 stiga mun. í lok þriðja leik- hluta náðu Snæfellingar hinsvegar að minnka muninn og hleypa verulegri spennu í leikinn en Grindvíkingar hleyptu þeim aldrei fram úr sér og uppskáru sigur þótt ekki væri hann afgerandi. Lokatöl- ur urðu 95 - 90 en staðan í leikhléi var 54 - 46. Nate Brown og Igvald- ur Magni Hafsteinsson voru bestu menn Snæfellinga í leiknum. GE Skák og mát í Olafsvík Gestir og gangandi eru boðnir velkomnir á dagskrá á sal Grunn- skóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík, n.k. föstudag, 18. nóvember. Merkir gestir heimsækja þar nemendur 5. - 10. bekkjar og kynna þeim skák- íþróttina en hún er ein valgreina á þessu skólaári. Félagar Taflfélags Snæfellsbæjar skiptast á að kenna skák á hverjum föstudegi. Félagið stendur einnig að dagskránni í skól- anum sem hefst klukkan 11:15 á sal skólans í Ólafsvík. Þar mun Guð- ffíður Lilja Grétarsdóttir, formaður Skáksambands Islands og Norður- landa ræða við nemendur, Lenka Ptácnikova, Norðurlandameistari kvenna og annar hvor þeirra; Helgi Ass Grétarsson eða Helgi Ólafsson, stórmeistarar, munu bjóða nemend- um og gestum í tjöltefli. Skólafólk í GS þakkar félags- mörmum TS fyrir komu þessara gesta svo og frábæran stuðning við skólastarfið með kennslu skákíþrótt- arinnar í skólanum en eins og marg- ir vita þá stendur félagið fyrir afar sterku skákmóti, hinu árlega minn- ingarmóti um Ottó Amason, í fé- lagsheimilinu á Klifi nú um helgina. Við bjóðum alla velkomna á skák- dagskrána í skólanum á föstudaginn og því ekki að taka eina skák við meistarana í hópi gestanna! Nemendur og starfsfólk GS Taflfélag Snæfellsbæjar íslandstúr írafárs og íslandsbanka hefur það markmið að safina fé til styrktar Einstökum bömum. Allur aðgangseyrir mtm renna óskiptur til Einstakra bama, sem er stuðningsfé- lag fjölskyldna barna með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma. Þeir sem vilja styrkja Einstök börn ættu nú að skella sér á tónleika; hlusta á góða tónlist um leið og gott málefni er smtt. Frekari upplýsingar er að finna á www.einstok.com,www.irafar.is og www.isb.is. MM Utsala hjá Olís h.f. Suðurgötu 10 laugardaginn 19. til sunnudagsins 27. nóvember afsláttur á öllum vörum frá Elllngsen í tilefni af útsöluni veröur öllum börnum gefin ævintýrafspinni sunnudaginn 20. nóvember. Einnig verður 10 krónu afsláttur afbensíni og gasolíu þann dag. ELLiN 0115 <iíf3!Hf@9aTdi i I Rt'yk.javfV j Stmi V*0’4$00 \ f« 8S0I SvtiSwrtjati! | tvjífúfftur \ Vmt 4 OltvtffsWH fviancís hf SundaíjardaT 2.. lAg#*ðarv«mw«h>ttd nmt SI5 13h7, fa*S1S t1»0

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.