Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2005, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 16.11.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 §1íéSS'ÍÍMÖ12M Of kalt snjó- bræðslukerfi DALIR: Byggðaráð Dala- byggðar hefur falið sveitar- stjóra að kanna frekar snjó- bræðslukerfi sparkvallarins sem nú er í byggingu við grunnskól- ann í Búðardal. Frárennsli frá grunnskólanum og félagsheim- ilinu var ætlað að bræða snjó á vellinum en vamið í ffárennsl- inu hefur reynst of kalt. Þá hef- ur byggðaráð einnig óskað eftir því að verklokum við völlinn verði flýtt en þau voru í upphafi áætluð þann 30. nóvember nk. -hj Spurt um eftiistöku H VALFJ ÖRÐUR: Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til iðnaðarráðherra um efhistöku úr bomi Hvalfjarðar. Vill þing- maðurinn vita hversu miklu af jarðefnum hafi verið dælt upp síðan efnistaka var þar leyfð. Þá vill hann vita hvort efnistaka sé svæða- eða tímabilaskipt og einnig hvort veruleg breyting hafi orðið á einstökum boms- væðum í firðinum. Einnig hvort áfram verði leyfð efn- istaka án skoðunar í firðinum. -hj / Utlærður kafari AKRANES: Á dögunum útskrif- uðust fyrsm köfunarkennaramir á Islandi. Þetta var fjögurra manna hópur en í honum var ein stúlka af Akranesi, Birna Bjöms- dóttir, en hún hefur starfað með Björgunarfélagi Akraness um árabil og starfaði meðal annars í köfunarhópi félagsins. -þgb Dalabyggð hafii- ar launakröfii DALIR: Byggðaráð Dalabyggð- ar hefur hafnað launakröfu fyrr- um aðstoðarmanns sveitarstjóra Dalabyggðar. Hann sagði upp störfum sínum fyrir nokkm og með bréfi þann 7. nóvember krafði hann sveitarfélagið um laun í uppsagnarffesti. I bókun byggðaráðs segir að umræddur maður hafi verið ráðinn til ann- arra starfa daginn áður en hann sagði upp störfum hjá Dala- byggð. I því ljósi samþykkti ráðið að hafha launakröfunum. -hj Vilja breyta opnunartíma Klettaborgar BORGARBYGGÐ: Fræðslu- nefnd Borgarbyggðar hefur ákveðið að athuga möguleika á breyttum opnunartíma leikskól- ans Klettaborgar í Borgamesi. Er það gert í kjölfar bréfs ffá for- eldrum leikskólabarna þar sem óskað var eftir að skólinn opni kl. 7.30 á morgnana í stað 7.45 eins og nú er. Skoða íþróttamamvirki á Akranesi Sænska smdinefrdin ásamt Helgu Gunnarsdóttur sviðsstjóra. Fimm manna sendinefnd frá sænska sveitarfélaginu Piteá kom í heimsókn á Akra- nes til að kynna sér byggingu fjölnota íþróttahúss. I Piteá búa ríflega 40 þúsund manns og er mikill áhugi meðal fót- boltafélaganna í bæjarfélaginu að byggja svipað íþróttahús og nú er í byggingu á Jaðars- bökkum. Sendinefndin upp- lýsti að í Svíþjóð væru 4 íþróttahús af þessarri stærð þar sem hægt er að spila á fót- boltavelli í fullri stærð. Þótti þeim mikið til koma hvernig Akra- neskaupstaður hefur byggt upp að- stöðu í samvinnu við íþróttafélögin. Þeir lýstu líka hrifningu sinni á gervigrasvöllunum við gmnnskól- ana sem byggðir hafa verið með stuðningi KSI. Afdkranes.is Ottast að sýslumenn hverfi í kjölfar lögreglustjóra Jón Bjarnason alþingismaður Vinstri-Grænna í Norðvesturkjör- dæmi er efins um tillögur þær sem lagðar hafa verið ffam til breytinga á skipan lögreglumála. Víða hefur gætt nokkurra efasemda um tillög- urnar og má þar nefiida skoðanir O- lafs Þórs Haukssonar sýslumanns á Akranesi sem telur að embættdð á Akranesi eigi að vera svokallað lykilembætti. Eins og fram hefur komið í Skessuhomi verður lög- reglustjóm tekin undan nokkmm sýslumannsembættum og má í því sambandi nefna sýslumannsembætt- ið í Dölum. Jón segist óttast að í kjölfarið verði sýslumannsembættin lögð niður. Hann telur að nær hefði verið að styrkja löggæslu í Dölum og fela því lögregluliði löggæslu í Reyk- hólahreppi. Með því hefði verið hægt að fjölga lögreglumönnum á svæðinu og styrkja embætti sýslu- manns í stað þess að veikja það. HJ Vinnsla hefst í Klumbu Tilraunavinnsla hófst í nýju húsnæði fisk- verkunarinnar Klumhu í Olafsvík í gær, þriðjudag. Húsið er byggt á nýjum stað og leysir afhólmi gömlu húsm sem urðu eldi að bráð í september ífytra. Ekki er búið að Ijúka endanlegum frágangi við húsið og verður formleg vígsla þess afþeim sök- um síðar. Ljósm: ÓG Yfirgnæfandi fjöldi sveitarfélaga hefiir enga innkaupastefiiu Yfirgnæfandi fjöldi sveitarfélaga á Islandi, eða um 84% þeirra, hefur enga innkaupastefhu þrátt fyrir að talið sé að skýr innkaupastefna geti skilað sveitarfélögum nokkram sparnaði. Þetta kom ffam á fjár- málaráðstefnu sveitarfélaga í Reykjavík í síðustu viku. Þetta kom fram í fyrirlestri Eyjólfs Bjarnason- ar fyrrverandi bæjartækniffæðings og starfsmanns samtaka iðnaðarins og Kristrúnar Heimisdóttur lög- fræðings hjá sömu samtökum. Eyjólfur flutti fyrirlestur sinn á þinginu og fyrirlestur Kristrúnar var lagður ffam. I máli Kristrúnar kom ffam að það varði venjuleg íslensk smáfyrir- tæki í öllum landsfjórðungum mjög miklu hvernig sveitarfélög beita markaðsstöðu sinni. Við hverja þau semja, hvemig og um hvað. Kemur ffam hjá Kristrúnu að of margir viðskiptavinir sveitarfélaga þori aldrei að kæra eða kvarta þótt á þeim sé brotið. Hún telur að of margir trúi því að sérgæskusjónar- mið ráði en ekki gæði vörannar eða þjónustu fyrirtækisins. Nefhir hún dæmi erlendis frá þar sem talið er að skýrar innkaupareglur hafi spar- að umtalsverða fjármuni. Þrátt fyr- ir það höfðu 27 af 32 stærstu sveit- arfélögum á landinu enga útboðs- stefnu á árinu 2003 ef marka má könnun sem gerð var það ár. Áætlað er að innkaup sveitarfé- laga á Islandi hafi numið 28-34 milljörðum króna á árinu 2004. Sparnaður um fimm prósent hefði því skilað 1,5 milljarði króna á því ári. HJ Veðurskilti sett upp í tilefiii afinælis veðurathugana Lionsklúbbur Stykkishólms er þessa dagana að hefja uppsetningu á veðurskilti í Stykkishólmi. Á skilt- inu, sem staðsett verður við íþrótta- völlinn, mun sjást vindátt, vind- styrkur og hitastig. Með þessu framtaki vilja lionsmenn minnast þess að í ár eru 160 ár liðin ffá því að Árni Thorlacius hóf veðurat- huganir í Stykkishólmi. Þær hafa staðið samfellt síðan og hafa veður- athuganir hvergi á Islandi staðið jafhlengi samfellt. Gunnlaugur Árnason lionsmaður segir að skiltið verði tekið í notkun 26. nóvember en þá verður 160 ára afmælis veðurathugana í Stykkis- hólmi minnst. Gunnlaugur segir að klúbburinn njóti stuðnings víða að við ffamkvæmdina og má í því sam- bandi geta þess að nú nýverið sam- þykkti bæjarráð að styrkja ffam- kvæmdina um 100 þúsund krónur. HJ Haftiardýpkanir SNÆFELLSBÆR: Siglinga- stofnun hefur auglýst eftir til- boðum í dýpkun hafnanna í Olafsvík og Rifi. Um er að ræða 26.000 rúmmetra dýpkun í Olafsvík en 20.000 rúmmetrar í Rifshöfn. Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. apríl 2006. Til- boðsfrestur rennur út þann 23. nóvember. -hj Rúmmeter byggir fjölbýli AKRANES: Bygginganefnd Akraness hefur samþykkt að heimila Rúmmeter ehf. í Reykja- vík að reisa 19 íbúða fjölbýlishús á fimm hæðum á lóðinni Holts- flöt 6. Húsið verður samtals rúmir 2.000 fermetrar. Það er Kristinn Ragnarsson arkitekt sem teiknaði bygginguna. -hj Jólamarkaður HVANNEYRI: Nú hefhr verið ákveðið að hinn árlegi jólamark- aður Ullarselsins á Hvanneyri verður 1. desember og hefst hann klukkan 16 og stendur til kl 19. Á jólamarkaðinn era allir vel- komnir með smávörar sem þeir hafa verið að bauka við að gera og langar að reyna að selja. Svo er líka upplagt að kíkja við og at- huga hvað er í boði. Sölufólki er bent á að láta vita í síma 437- 0077 eða 437-1664 (Rita) ætli það að vera með. -mm Aukið samstarf slökkvifiða REYKHÓLAR: Brunamála- nefnd Reykhólahrepps hefur falið sveitarstjóra að koma á fundi með forsvarsmönnum Slökkviliðs Dalasýslu til að kanna möguleika á víðtækara samstarfi slökkviliðanna í sveit- arfélögunum tveimur. Þessi á- kvörðun kemur í kjölfar um- fjöllunar í nefndinni um reglur Brunamálastofnunar um út- hlutun tímabundins fjárstuðn- ings til sveitarfélaga sem sam- einast um rekstur eldvarnareft- irlits eða slökkviliðs. -hj Smalað á mótorhjólum REYKHÓLAR: Umhverfis- og náttúruvarnarnefnd Reyk- hólahrepps bárust fyrir skömmu kvartanir vegna smala- mennsku á mótorhjólum nú í haust á svæðinu frá Músará út að Kinnarstöðum í Þorskafirði. Er talið að nokkrar skemmdir hafi orðið á gróðri og einnig fældust hestar. Nefndin bendir á að samkvæmt reglugerð um takmarkanir á umferð í náttúru Islands sé heimilt að aka utan vega vegna starfa við landbúnað ef ekki hljótast af því náttúru- spjöll. Nefndin beinir því til mótorhjólamanna að taka tillit til aðstæðna og níðast ekki á landi. Einnig bendir nefndin á að mikilvægt sé að taka tillit til ríðandi smala. -hj WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla mi&vikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þri&judögum. Auglýsendum er bent á aö panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þri&judögum. Blaðiö er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1000 krónur með vsk. á mánuði en krónur 900 sé greitt með greiðslukorti. Verð f lausasölu er 300 kr. SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 alla virka daga Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blabamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Fréttaritarar: Gísli Einarsson 899 4098 gisli@skessuhorn.is Ófeigur Gestsson 892 4383 sf@simnet.is Augl. og dreifing: Iris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is Umbrot: Gubrún Björk Friöriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.