Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2005, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 16.11.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 ^kusunu.. „Heggur sá er hlífa skyldi“ -segir Bragi Níelsson læknir á Akranesi um nýjar hugmyndir í þjónustu við aldraða Umræða um stöðu aldraða hefur verið mikil í fjölmiðlutn að undan- förnu eins og svo oft áður. Eins og ávallt viðurkenna flestir að margt í þjónustu við þennan sístækkandi þjóðfélagshóp megi betur fara. Könnun sem gerð var á Skessu- hornsvefnum í liðinni viku styrkir þá skoðun, en 37% aðspurðra töldu aðbúnað eldra fólks á Vesturlandi vera ábótavant, 31 % hafði ekki skoðun á því og svipað margir töldu hann góðan, eða 32%. En það eru ekki allir sammála með hvaða hætti hægt er að tryggja sem besta þjónustu. Nú nýverið var haldin ráðstefha um öldrunarþjón- ustu á Vesturlandi. Þar hélt Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir er- indi um stöðu öldrunarþjónustu í landshlutanum og hvert stefha bæri í því efhi. ítarleg grein var gerð fyr- ir erindi hans í Skessuhorni 2. nóv- ember sl. Bragi Níelsson hefur mikinn á- huga á þessu málefni enda má segja að hann komi að því bæði sem læknir og eldri borgari. Hann starf- aði um árabil sem læknir við Sjúkrahús Akraness og einnig starf- aði hann um tíma sem heilsugæslu- læknir í Borgarnesi. Hann þekkir því vel til þessara mála og því ekki úr vegi að kanna hug hans til þeirr- ar umræðu sem fram hefur farið að undanförnu. Þar sem nú er nærri hálf öld liðin frá því að hann lauk læknisprófi var hann fyrst spurður um stöðu þessara mála þegar hann útskrifaðist. „Það var fyrir 50 árum, að menn heyrðu gjarnan að gamalt fólk skyldi vera eins lengi heima hjá sér og frekar væri hægt. Það er alveg rétt ef aðstæður eru athugaðar, en mér fannst þá og finnst enn, að þeir sem hæst höfðu um þetta mál væru úrræðalitlir stjórnendur fjármála í bæjarfélögunum, sem tímdu ekki að eyða fé almennings til þarfa gamla fólksins, en ég heyrði aldrei lækna tala í sama dúr. En þjóðfélagið okk- ar hefir breyst mikið á þeim 50-60 árum sem ég þykist muna vel. Elli- heimili voru til fyrir mitt minni til dæmis á Seyðisfirði og Grund í Reykjavík, en allt var það af skorn- um skammti, en bætti úr brýnni þörf, en gamalmenni og einstæð- ingar voru niðursetningar á stórum heimilum." Akranes fyrir bráðum 50 árum En hvernig var staða mála þegar þú kemur til starfa á Akranesi? „Þegar ég kom hingað árið 1958 var hér rekið elliheimili í Arnardal við Kirkjubraut. Það var dæmigert geymslupláss fyrir gamalt fólk sem beið dauða síns og þar voru einnig örfá pláss fyrir vangefha. Ég gagn- rýndi þetta mjög og fékk ógott fyr- ir, en varð til þess að ég var settur í undirbúningsnefnd að nýju elli- heimili árið 1971. Jóhannes Ingi- bjartsson var formaður þessarar nefndar. Eftir marga samráðsfundi teiknaði hann húsið á Höfða, sem tók til starfa árið 1978. Það hús var síðan stækkað 1992 og hefur verið óbreytt síðan. Seinna bættust svo við íbúðarhús á Höfðagrund, sem eru laustengd Höfða. Hugmynd okkar var sú að við kæmum sem vistmenn á Höfða effir 30-40 ár. Þá mjmdum við fagna því íbúðarúr- ræði sem okkur væri boðið, en ekki vera aumir fangar í algerlega úrelt- um klefa í sambúð með okkur ve- sælli íbúa. Við töldum nauðsyn á því að hafa einn mann í herbergi, nema hvað við höfðum einnig hjónaíbúðir.“ Ófært að hafa marga í sama herbergi Nokkur umræða hefur farið ffarn í fjölmiðlum að undanförnu um ýmsar stofnanir aldraðra þar sem fleiri en einn íbúi er í hverju her- Bragi Níelsson. bergi. Hvað fmnst Braga um þá stöðu mála? „A þessum tíma var og er enn sú staða uppi að 2-3 eru sam- an í íbúð. Þetta töldum við alger- lega útilokað fyrirkomulag. Hver vill fara í íbúð, eins og til dæmis í Borgamesi þar sem annar aðilinn er úr Þverárhlíðinni og hinn úr Álfta- neshreppi? Þar sem annar þarf að vakna til að pissa 3-4 sinnum á nóttu, annar vill hlusta á útvarp eða sjá sjónvarp ffam eftir kvöldi, en hinn vill fara snemma að sofa. Því byggðum við, með aðstoð góðra manna, það dvalarheimili sem hefur verið til fyrirmyndar öðram slíkum til skamms tíma.“ Nú varst þú erlendis um tíma. Hvernig var ástand mála þar? ,Já, ég hafði verið í Danmörku um skamman tíma á hæli De gamles by í Kaupmannahöfh. Skiptingin þar var: Rast avdeling, plejeavdeling og hospitalet. Þessi skipting fannst mér til fyrirmyndar og svipað kerfi sé ég í Svíþjóð. Jóhannes var send- ur til Skandinavíu til að kynnast nánar þeim fyrirmyndum sem þar voru í gangi. Þessar hugmyndir fengu nokkra gagnrýni fyrst í stað en þær gagnrýniraddir eru nú löngu þagnaðar, þar til nú í það minnsta.“ En nú hefur öldruðum farið hratt fjölgandi? „Við gerðum okkur grein fyrir því að við vorum að byggja til framtíðar, sem reyndar var skammt undan, því þá voru 9% þjóðarinnar 67 ára og eldri, en í Svíþjóð voru þeir á sama tíma 19%, svo auðsætt var að við þyrftum að flýta okkur. Holskeflan er að skella á nú á næstu tímum. Við vitum hvenær þjóðinni fjölgaði örast og við vitum hvenær fjölgunin minnkaði. Við vitum hka að þjóðin verður nú stöðugt eldri, þökk sé bættum efnahag og jafhvel læknisffæði." Þjónusta við aldraða á Vesturlandi Nú er rætt um að auka heima- þjónustu á Vesturlandi. Hvernig lýst þér á þær hugmyndir? „Heima- þjónusta á Vesturlandi fyrir aldraða yrði mjög dýr og erfið og strjálbýl- ið er orsök þess. Við getum ekki miðað okkur við Reykjavíkursvæðið þó að ástandið sé svo sannarlega ekki til fyrirmyndar þar. Ætli þar séu ekki 300-400 manns á biðlista fyrir bráðapláss. Hér er ástandið nú reyndar lítið betra því 30-40 pláss vantar hér á Akranesi til að full- nægja þörfinni. A Akranesi stönd- um við þó betur að vígi en annars- staðar á Vesturlandi. Því er ég ó- sammála kollega mínum, Olafi Þór, sem virðist ekki skilja þá brýnu þörf, sem aldraðir sjá fram á. Dval- arheimilið Höfði er nú þegar að helmingi orðið að hjúkrunarheim- ili, en ekki vistheimili eins og til stóð í byrjun, þar sem sjúkrahúsið átti að gegna þörfinni fyrir hjúkr- unarheimili. Við vimm af félags- legri einangrum gamalmenna í of stórum heimahúsum og ein sitja heima, þar sem enginn heimsækir þau. En á stofhuninni fer að þessu leyti mun betur um þetta fólk. Því vildi ég segja að á Höfða er hugsað um hina öldruðu um leið og hugsað er fyrir þá.“ Er sú stefna sem Olafur Þór kynnti ekki sú rétta að þínu mati? „Nei, komi hingað maður, sem hef- ur það eitt til málanna að leggja að skemma það sem best hefur verið gert fyrir aldraða hér á Akranesi, þá er verr farið en heima setið.“ HJ Hátindur í Borgamesi: Framleiða fiskbollur eins og mamma og amrna gerðu Agústflakar glænjja ýsu sem línubátur í Grindavik landaði daginn áður. Mörgum finnst það e.t.v. hljóma undarlega að fiskverkun skuli standa með blóma í Borgamesi því eins og flestir vita eru hafharaðstæður bág- bomar og útvegur þaðan er enginn. Engu að síður eru líklega fáir bæir hér á landi þar sem meiri fiskur á leið um og einmitt í Borgamesi, á krossgötum þar sem fiski að vestan og norðan er ekið daglega um á leið á markaði. Engu að síður hefur fisk- verkun lengst af verið stunduð í ein- hverjum mæli, um margra ára skeið ffamleiðsla Eðalfisks á ýmsum vör- um einkum úr laxfiskum, en yngra fyrirtæki; Hátindur hefur vaxið hratt síðan um aldamót. Það fer ekki mikið fyrir fiskverk- uninni Hátindi. Um er að ræða fjöl- skyldufyrirtæki þar sem eigendumir vinna sjálfir við alla þætti. Fyrirtæk- ið er að stofhi til 5 ára gamalt. Hjón- in Agúst Haraldsson og Hrönn Þor- grímsdóttir ráða ríkjum í Hátindi en þriðji starfsmaðurinn er Erna systir Hrannar. Hátindur kaupir fisk af mörkuðum fyrir vestan og af Suður- nesjunum. „Við eram aðallega í ffamleiðslu á fiskbollum og seljum í verslanir og í mötuneyti á höfuð- borgarsvæðinu og hér á Vesturlandi. Einnig eram við að framleiða fisk í raspi, verkum harðfisk og saltfisk og seljum flök og getum þannig sinnt effirspurn mötuneyta effir fiskmeti. Þetta hefur verið að aukast hjá okk- ur jafht og þétt undanfarin ár og reksturinn gengur ágætlega,“ sagði Agúst í samtali við blaðamann. Rekstur þeirra hjóna hófst með rekstri fiskbúðar í gamla bæjarhlut- anum í Borgarnesi en eftir að kaup- félagið flutti í Hyrnutorg fyrir 5 árum síðan dró úr verslun á þeim slóðum, þau lokuðu búðinni og fóru að verka fisk og smám saman hefur þetta verið að vinda utan á sig. „Við byrjuðum fiskbolluffamleiðsluna í Brákarey en erum nýlega flutt í 200 fermetra eigið húsnæði hér í iðnað- arhverfinu á Sólbakka. Fiskbollu- ffamleiðslan hefur smám saman ver- ið að aukast og nú seljum við hálft annað tonn af þeim á mánuði og höfum vart undan,“ segir Hrönn. Fiskbollur era afskaplega mis- munandi vara bæði í útliti og að bragðgæðum. „Við leggjum metnað okkar í að nota glænýtt hráefhi, nýj- an línufisk sem fluttur er til okkar ís- aður beint af mörkuðunum og not- umst við gamla uppskrift sem við höfum lítillega þróað. Þetta er því líkt bollunum sem margir þekkja úr uppvextinum hjá gömlu og góðu húsmæðrunum. Þannig viljum við hafa það og kaupendur okkar líka,“ sögðu þau hjón að lokum. MM Hrönn hakkarýsu íftskbollur. Ema Þorgrímsdóttir steikir Hátindsbollur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.