Skessuhorn - 11.01.2006, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 11. JANUAR 2006
^kissunui.
Stækkun
Kvíabryggju
boðin út
GRUNDARFJÖRÐUR: Fram-
kvæmdir við stækkun fangelsisins
á Kvíabryggju verða boðnar út
innan tíðar og er stefiit að því að
þeim verði lokið í september á
þessu ári. Að sögn Valtýs Sig-
urðssonar, forstjóra Fangelsis-
málastoftiunar mun fangarýmum
fjðlga úr 14 í 22 við stækkunina.
Stækkunin var lögð til í áætlun
fr á stofnuninni sem samþykkt var
í ríkisstjóm í mars á síðasta ári.
Gert er ráð fyrir að framkvæmd-
imar verði fjármagnaðar með ó-
notuðum fjárheimildum ffá fýrri
árum. -hj
Réttindalausir
ökumenn
AKRANES: Lögreglan á Akra-
nesi þurfri að hafa afskipti af 30
ökumönnum vegna hinna ýmsu
umferðarlagabrota í liðinni viku.
I þeim hópi var einn sem stöðv-
aður var á 96 km/klst hraða þar
sem hámarkshraði er 70. Sá
ffamvísaði ökuskírteini á vett-
vangi en reyndist þegar betur var
að gáð ökuréttindalaus. Ferð
annars ökumanns var stöðvuð
vegna ungs aldurs. Sá var 16 ára
gamall og augljóslega ekki kom-
inn með ökuréttindi. Eldur
kviknaði í fjórum bílhræjum, sl.
mánudag, sem flutt höfðu verið á
geymslusvæði. Slökkvilið var
kallað út og greiðlega gekk að
slökkva eldinn. Allnokkrar kvart-
anir bárust lögreglu á Akranesi
vegna sprenginga í vikunni sem
leið. Oftast voru á ferðinni ungir
piltar sem komist höfðu yfir flug-
elda og kínverja. Allir virðast þó
hafa sloppið heilir ffá sprenging-
um áramótanna og er lögreglu
ekki kunnugt um meiðsl af völd-
um flugelda. -mm
Útboð á stálþili
GRUNDARFJÖRÐUR: Aug-
lýst hefur verið effir tilboðum í
stálþil fyrir Grundarfjarðarhöfh.
Það er Rikiskaup sem stendur að
útboðinu. Um er að ræða um 320
tonn af stáli sem fara í stálþil
nýrrar bryggju í Grundarfjarðar-
höfn. -hj
Skrugguveður á
þrettándanum
STYKKISHÓLMUR: Mjög
óvenjulegt veður gerði um há-
degisbilið í Stykkishólmi á föstu-
dag, þrettándanum. Skyndilega
fóru drunur miklar að heyrast og
himininn lýstist upp. Hrukku
margir við, enda mjög sjaldgæft
að á staðnum geri þrumuveður af
þessu tagi. En það var enginn vafi
á að svo var. Var mikill skruggu-
gangur og eldingar sem fylgdu
með. Stóð þetta veður yfir í all-
langan tíma, eða í um 30-50
mínútur. Voru þrumurnar svo
magnaðar að mörgum varð veru-
lega bilt við, rúður titruðu og
eins og hrikti í húsum.
-dsh
Ungmermafélagið Eldborg 90 ára
Ungmennafélagið Eldborg í Kolbeinsstaðahreppi
varð 90 ára á síðliðnu ári og í tilefni af því bauð félagið
öllum íbúum hreppsins til afrnæliskaffis að Lindartungu
þann 7. janúar sl. eftir þrettándabrennuna. Reyndar var
brennunni ffestað eins og víða annarsstaðar um landið
sökum veðurs. Fjölmenni var við brennuna og í afmælis-
kaffinu á eftir, en áætlað er að um 120 mans hafi komið
í kaffið. Ungmennafélagið Elborg hefur í gegnum árin
staðið ötullega að íþrótta- og félagsmálum í sveitafélag-
inu og einnig hefur það stutt Laugargerðisskóla og sam-
komuhúsið Lindarttmgu í tækjakaupum. ÞSK
Stjóm Umf. Elborgar. Frá vinstri: Albert Guómundsson á Heggs-
stöóum, Gubnundur SigurSsson í Hraunholtum og Kristján
Magnússon á SnorrastóSum.
Brýn þörf á breytingum
á aðalskipulagi í Borgamesi
Umhverfis- og skipulagsnefnd
Borgarbyggðar telur brýna þörf á
breytingum á aðalskipulagi í Borg-
arnesi með tilliti til breyttrar legu
Snæfellsnesvegar og þannig verði
umferðaröryggi aukið við athafna-
svæði Loftorku. Málið hefur verið
rætt nokkuð undanfarið í kjölfar
mikils vaxtar á starfsemi Loftorku
sem meðal annars varð til þess að
fyrirtækið er með starfsemi beggja
vegna Snæfellsnesvegar.
Forsvarsmenn fyrirtækisins
mættu á fund nefndarinnar á dög-
unum og kynntu hugmyndir sínar
að breyttri legu vegarins. Að sögn
Páls Brynjarssonar, bæjarstjóra
voru kynntar tvær hugmyndir að
færslu vegarins. Kjarninn í tillög-
unum er að vegurinn færist niður
fyrir lóð Loftorku og Landflutn-
inga við Engjaás 1. Páll segir hug-
myndirnar ekki hafa verið útfærðar
nákvæmlega. „Lega þjóðvegar 54
og ýmis önnur skipulagsmál í Borg-
arnesi er farin að kalla á endurskoð-
un aðalskipulags enda eru liðin níu
ár frá samþykkt skipulagsins. Því
samþykkti bæjarráð á fundi sl.
fimmtudag að fela bæjarverkffæð-
ingi að afla tilboða í skipulagsvinnu
í Borgarnesi,“ segir Páll.
HJ
Stxætó vel nýttur fyrstu dagana
Pétur Fenger, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Strætó bs. segir starf-
semina hafa farið vel af stað frá því
fýrirtækið hóf reglubundinn akstur
á Akranes á nýársdag. „Við rennd-
um blint í sjóinn með þetta verkefni
en enn sem komið er hefur þetta
gengið vonum framar. Vagnarnir
sem keyra eru heldur stærri en
gengið var útffá í byrjtm en svo
virðist vera að ekki veiti af. Það eru
þetta 10-15 manns að fara með
hverri ferð, annars er erfitt að áætla
hvað verður þar sem skólarnir eru
að hefjast um þessar mundir,“ segir
Pétur um nýju áætlunarleið strætó
uppá Akranes. Pétur neftiir einnig
að verið sé að fínpússa ýmislegt;
„Við erum að setja upp merkingar
við stoppistöðvar vagnsins, þá aðal-
lega þar sem vagninn fer útúr Akra-
nesi því engar merkingar voru þar
fýrir. Þetta lofar allt góðu og tel ég
að þessi þjónusta sé komin til að
vera, það þarf eitthvað mikið að
ganga á til að svo verði ekki.“ Eins
og greint var ffá í Skessuhorni í lið-
inni viku er verkefnið skilgreint
sem tilraunaverkefni til tveggja ára
með stuðningi samgönguráðuneyt-
isins og Akraneskaupstaðar en báð-
ar þessar stofnanir niðurgreiða
ferðirnar til að hægt sé að bjóða
sama verð og annarsstaðar á leiðum
sem Strætó ekur.
BG
Ovarðir grunnar eru miklar slysagildmr
Einn grunnurinn sem nú stendur opinn og óvarinn
viS ÞjóSbrautina, fullur af vatni.
Nú eru nokkrir verktakar búnir að
hefja framkvæmdir við blokkarbygg-
ingar meðffam Þjóðbraut á Akra-
nesi. Þegar ljósmyndari Skessuhoms
átti þar leið um í gær var búið að
taka grunna að þrernur byggingum
og stóðu allir grunnamir fullir af
vatni og án nokkurra girðinga til að
koma í veg fýrir að t.d. gangandi
fólk færi sér þar að voða. Gunnar
Sigurðsson, oddviti sjálfstæðis-
manna í bæjarstjóm hugðist á bæjar-
stjórnarfundi í gærkvöldi leggja
fram tillögu þess eftiis að byggingar-
fulltrúi Akraness veiti hér með ekki
graftrarleyfi fýrir nýbyggingar fjöl-
býlishúsa og annarra stærri
bygginga fýrr en öryggis-
atriðum samkvæmt bygg-
ingarreglugerð, þ.m.t.
girðingar umhverfis
gmnna, séu uppfyllt.
Gunnar sagði í samtali við
blaðamann að verktakar í
bæjarfélaginu standi afar
misvel að verki við ffágang
byggingarlóða áður en
ffamkvæmdir hæfust. Sumir þeirra
hefðu öll öryggisatriði í stakasta lagi
meðan aðrir sniðgengju öryggis-
reglur með öllu og við slíkt væri ekki
hægt að una. „Sambærilegt hættuá-
stand og það sem nú er við Þjóð-
brautina heftir áður komið upp og
það er kominn tími til að fastar verði
tekið á þessum málum,“ sagði
Gunnar. MM
Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi
Undirbúningur er hafinn að
byggingu þjóðgarðsmiðstöðvar,
fýrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul,
en fýrirhugað er að hún rísi á Hell-
issandi. Akveðið hefur verið að
efna til opinnar samkeppni um
hönnun hússins og hélt dóm-
neftidin sinn fýrsta fund þann 6.
janúar síðastliðinn. Aætlað er að
úrslit keppninnar verði kunn í maí.
Húsið verður staðsett á fallegum
stað við þjóðveginn, við hlið Sjó-
mannagarðsins, með útsýni til Jök-
ulsins og út á haf. I húsinu er m.a.
gert ráð fýrir gestastofu, upplýs-
ingaþjónustu, veitingasölu og
vinnuaðstöðu fýrir starfsfólk þjóð-
garðsins.
MM
I dómnefndinni sitja taliS frá vinstri: Baldur Ó. Svavarsson arkitekt, Kristinn Jónasson
bcejarstjóri, Þórarinn Þórarinsson arkitekt sem er trúnaöarmaöur nefndarinnar, Stefán
Benediktsson frá Umhverfisstofnun en hann er formaSur nefndarinnar, Elín G. Gunn-
laugsdóttir arkitekt og GuSbjörg Gunnarsdóttir jjóSgarSsvörður. Ritari nefndarinnar
verdur Guörún Lára Pálmadóttir sem var nýlega ráöin sérfneöingur viö jjóðgarðinn.
Hjördís hætt
AKRANES: Bæjarráð Akraness
hefur tilnefnt Pétur Svanbergs-
son sem formann tómstunda-
og forvarnarneftidar Akraness.
Jafnframt hefur Geir Guð-
jónssson verið tilnefndur sem
varamaður Péturs í neftidinni.
Pétur tekur við formennsku af
Hjördísi Hjartardóttur sem
flutt hefur búferlum tímabund-
ið til Færeyja. Hún var í fjórða
sæti Akraneslistans við síðustu
bæjarstjórnarkosningar og hef-
ur því verið fýrsti varabæjarfull-
trúi listans. Það sæti tekur nú
Björn Guðmundsson.
-hj
íbúafundur
framundan
SNÆFELLSBÆR: Bæjar-
stjórn Snæfellsbæjar samþykkti
á dögunum að boða til íbúa-
fundar. Hann verður haldinn á
næstunni samhliða kynningu á
fjárhagsáætlun ársins. Það voru
bæjarfulltrúar J-lista þeir
Gunnar Orn Gunnarsson,
Kristján Þórðarson og Pétur
Jóhannsson sem lögðu fram til-
lögu um fundinn. I henni segir
að á fundinum verði leitað eftir
hugmyndum og tillögum frá
íbúum „hvað varðar mikilvæg-
ustu málefni. Gæti það verið
hið þarfasta hjálpartæki fýrir
komandi framboð í bæjar-
stjórnarkosningum í vor,“ sagði
orðrétt í tillögunni. Tillagan
var samþykkt samhljóða. -hj
Þrír skólar í
Gettur betur
VESTURLAND: Hin sívin-
sæla spurningakeppni fram-
haldsskólanna, Gettur betur,
hefst í næstu viku á Rás 2.
Dregið hefur verið í fýrstu um-
ferð keppninnar og taka að
þessu sinni þrír skólar af Vest-
urlandi þátt. Starfsmennta-
brautin á Hvanneyri mætir í
fýrstu umferð liði Menntaskól-
ans við Sund sem ávallt hefur
náð langt í keppninni. Þessi lið
mætast þann 13. janúar. Lið
Fjölbrautaskóla Snæfellinga
mætir liði Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra þann 17.
janúar og þann 19. janúar mæt-
ast lið Fjölbrautaskóla Vestur-
lands og Framhaldsskólans í
Austur-Skaftafellssýslu. -hj
Bætt aðstaða til
raungrebia-
kennslu
AKRANES: Tvær nýjar
kennslustofur, sem sérstaklega
eru útbúnar til kennslu í efna-
fræði og eðlisfræði, voru teknar
í notkun á dögunum í Fjöl-
brautaskóla Vesmrlands. Þá er
einnig unnið að frágangi
kennslustofa sem ætlaðar eru til
kennslu í líffræði. Að því er
kemur fram á heimasíðu skól-
ans mun aðstaða til kennslu og
náms í þessum greinum batna
mjög við þessar breytingar.
-hj
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjamarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla mibvikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þribjudögum. Auglýsendum er bent á ab panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þribjudögum.
Blabib er gefib út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverb er 1000 krónur meb vsk. á mánubi en krónur 900
sé greitt meb greibslukorti. Verb í lausasölu er 300 kr.
SkRIFSTOfUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi:jSkessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstj. og átm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blabamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Fréttaritari: Bryndís Gylfadóttir 866 5809 bryndis@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is
Umbrot: Gubrún Björk Fribriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is