Skessuhorn - 11.01.2006, Síða 6
6
aa£99Unu>.
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006
Gestir hlýSa ájýrirlestur Kristínar Óladóttur.
Vestlendingar hálfii öðru tonni léttari
Prógram íslenskra vigtarráðgjafa skilar góðum árangri
Janúar er tími heita og mark-
miða, þá oft tengdum heilsu og
heilsuátaki. Margir setja sér það
markmið að ná af sér þeim kílóuin
sem jólasteikin skildi eftir á
skrokknum og oft gott bemr en
það. Flestum er það ljóst að það
sem við borðum endurspeglast í
líkama okkar og líðan og er því rétt
matarræði því lykilatriði ef vel skal
takast. En fyrsm skrefin em oft erf-
ið. Hvað skal maður borða og hvað
ekki? Hversu mikið af þessu og
hversu mikið af hinu? Blaðamaður
Skessuhorns heyrði af hópi fólks á
Vesturlandi sem fylgir matar-
prógrammi íslensku vigtarráðgjaf-
anna (þekkt sem Danski kúrinn),
sem hafa undir leiðsögn þeirra náð
hreint ótrúlegum árangri sem skilar
sér í léttari og hraustari líkama.
Islensku vigtarráðgjafarnir er
hópur sérfræðinga með faglega
reynslu sem aðstoðar fólk við að
öðlast breyttan lífsstíl hvað varðar
mat og matarvenjur. Kristín
Oladóttir er upphafsmaður
prógrammsins á íslandi. Eftir að
hafa tekið þátt í því sjálf með góðri
raun ákvað hún að taka það með sér
til íslands árið 2002 ffá Danmörku
þar sem það var þróað og verið
notað í 25 ár. Þónokkuð margir
einstaklingar hafa takið þátt í
prógrammi ráðgjafanna á Vestur-
landi með góðri raun og hefur
Skessuhom áður flutt fféttir af góð-
um árangri þeirra sem tekið hafa
sér tak með aðstoð danska kúrsins
og ráðgjafa á hans vegum.
Hlutföllum breytt
Prógrammið felst í því að breyta
matarvenjum einstaklingsins, þá
hlutföllum þess sem borðað er án
þess að sleppa úr einni einustu mál-
tíð eða borða minna. Borða á allan
almennan mat, en taka út sykur og
auka hlutfall grænmetis og ávaxta.
Rúmlega 19 tonn af fitu hrundu af
þátttakendum um land allt á síðasta
ári og þar af eitt og hálft tonn af
Vestlendingum. Prógrammið er nú
á fullum gangi í Jónsbúð á Akra-
nesi. Þar hitta þátttakendur ráð-
gjafa sinn, aðstoðarfólk og aðra
þátttakendur í annarri hverri viku.
Þar er stigið á vigt og árangur
skráður, hlýtt á ffæðsluefni og mál-
in rædd og þannig móralskur
stuðningur veittur á báða bóga.
Námskeið var haldið í Borgames
og í Gmndarfirði í haust og lét ár-
angurinn þar síður en svo á sér
standa.
Betri heilsa í hraustari
líkama
Sigrún Sólmundardóttir, hús-
ffeyja í Belgsholti í Melasveit er ein
þátttakanda sem hefur náð góðum
árangri með aðstoð prógrammsins
og nýtir hún nú reynslu sína til að-
stoðar öðram. Blaðamaður leit við
hjá Sigrúnu og vildi svo til að hún
var nýkomin úr verslunarferð og,
viti menn, þar stóðu fullir pokar af
gimilegum og hollum mat á eld-
húsborðinu hjá henni. „Aður borð-
aði ég lítdð af grænmeti en það er
mér ómissandi í dag. Allt snýst
þetta um að tileinka sér nýjan lífs-
stíl,“ segir Sigrún. En það er
einmitt þessi nýi lífsstíll sem ekki er
svo auðvelt að venja sig á eftir svo
og svo mörg ár í ákveðnum venjum.
„Frá fyrsta degi var slagorð mitt, -
ég ætla, ég vil, ég get. Eg hef aldrei
litið á prógrammið sem tímabund-
inn kúr, heldur sem tækifæri til
breytts lífsstíls. Líkamsástand mitt
breyttist ffá því að vera vel yfir
offitumörkum, heilsan á hraðri nið-
urleið, með of háan blóðþrýsting til
20 ára og á lyfjum við því, með of
hátt kólesteról og á lyfjum við því
líka og svo með gigt ofaná allt sam-
an, í það að vera 25 kílóum léttari
og 10 fatastærðum minni eftir 14
mánuði í prógramminu, með eðli-
legan blóðþrýsting og kólesteról úr
9 í 3, gigtin farin og er alfarið lyfja-
laus. í dag er ég mjög ffísk og með
meira þol, meiri orku og ég er
meira að segja farin að fara í leik-
fimi sem ég gat ekki áður. Þetta er
bara allt annað líf,“ segir Sigrún um
árangur sinn. Nú notar Sigrún
reynslu sína til aðstoðar þeim sem
vilja gera slíka breytingu á eigin lífi.
„Mér finnst gaman að geta hjálpað
öðrum með sömu vandamál og
miðla til þeirra ffá minni eigin
reynslu. Stuðningur er afar mikil-
vægur og er svo sannarlega til stað-
ar fyrir alla þá sem vilja. Einnig era
margir einstaklingar sem skrifa á
heimsíður og er mörgum mikill
smðningur í því; að finna sig í hópi
fólks sem vinnur að sama verkefni
og þau, að öðlast betri heilsu í
sprækari líkama." BG
Samið um 18 biðlista-
aðgerðir á Akranesi
Jón Kristjánsson, heilbrigðis-
málaráðherra hefur gert samning
við Heilbrigðisstofnunina á Akra-
nesi (SHA) um 18 biðlistaaðgerðir
á árinu 2006. Er það hluti af samn-
ingi við fjórar heilbrigðisstofnanir
um 600 aðgerðir. Samningurinn er
gerður til að stytta biðtíma sjúk-
linga sem bíða eftir tilteknum
læknisaðgerðum og stofnanirnar
sem í hlut eiga era Landspítali -
háskólasjúkrahús, Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri, St. Jósefs-
spítali í Hafnarfirði og Heilbrigð-
isstofnunin á Akranesi.
Guðjón Brjánsson fram-
kvæmdastjóri SHA segir þennan
samning ekki skipta neinum sköp-
um í starfsemi stofnunarinnar því í
árangurstjórnunarsamningi við
stofnunina séu 80 liðskiptaaðerðir
lagðar til grundvallar. „Undanfar-
in tvö ár höfum við hins vegar gert
ríflega 120 aðgerðir á ári. Við
höfðum kynnt það í heilbrigðis-
ráðuneytinu að vegna hagræðing-
arkröfu 2005 sem óbreytt stendur,
þá myndum við draga úr þessari
þjónustu á þessu ári vegna rekstr-
arhalla síðasta árs þar sem í reynd
ekkert dró úr þessum aðgerðum á
því ári. Við ítrekuðum það oft-
sinnis að við þyrftum aukalega
peninga ef við ættum að halda
rekstri í jafnvægi og halda jafn-
framt dampi í liðskiptaaðgerðum.
Niðurstaðan er því þessi að fjölga
þessum aðgérðum um 18,“ segir
Guðjón.
HJ
Vilhjálmur Pétursson
lætur af störfum á
Kvíabryggju
Vilhjálmur Pétursson, forstöðu-
maður fangelsisins á Kvíabryggju
hefur sagt starfi sínu lausu og læt-
ur af störfum 1. apríl. Þá lætur
einnig Rósa Geirmundsdóttir, eig-
inkona Vilhjálms, af störfum sem
matráðskona fangelsisins. Það
verða tímamót í sögu Kvíabryggju
þegar þau hjón láta af störfum.
Vilhjálmur hóf störf þar sem
fangavörður árið 1971 og hefur
verið forstöðumaður síðan árið
1981. Rósa hefur verið starfsmað-
ur síðan 1980. Valtýr Sigurðsson
forstjóri Fangelsismálastofnunar
segir þau hjón hafa starfað af mik-
illi mannúð og umhyggju og þau
hafi í raun sinnt störfum sínum
langt út fyrir það sem skyldur
þeirra kveða á um.
Hann segir að starf forstöðu-
manns verði auglýst laust á næst-
unni en ekki verði neinar breyt-
ingar gerðar á því. Þau hjón hafa
verið búsett á Kvíabryggju en við
starfslok þeirra verður húsnæðið
tekið undir aðra starfsemi fangels-
isins. HJ
PISTILL GISLA
Fœreysk jyrirmynd
Síðustu daga hef ég dvalist í
Færeyjum mér til mikillar
ánægju enda Færeyingar höfð-
ingjar heim að sækja eins og
þeir vita sem reynt hafa. Þar
skorti heldur ekki viðurgern-
inginn, bæði vott og þurrt
veitt ótæpilega. Þar höfðaði
sérstaklega til mín svokallaður
„djurasnafsur“ (í lausl. þýð-
ingu dyradrykkur) sem er rót-
sterkt ákavíti framreitt í
lambshorni af mislitu. Voru
heimamenn ósparir á sinn
„djurasnafs“ og komst maður
vart hjá því að drekka hann í
hverjum einustu dyrum sem
gengið var í gegnum.
Þá kunni ég einnig vel að
meta skerpikjötið og grind-
hvalaketið þrátt fyrir viðvaran-
ir frá mörgum þeirra sem til
þóttust þekkja. Þótti mér það
mun nærri því að vera manna-
matur en flatbökur þær sem
innfluttir flatbökumeistarar
eru að reyna að venja eyja-
skeggja á.
Það er iðulega sagt að Fær-
eyingar séu einhverjum ára-
tugum á eftir okkur Islending-
um og er það frekar sagt í
niðrandi merkingu. Það sem
átt er við að Færeyingar hafa
verið seinni til en við að til-
einka sér ýmsa tækni og siði.
Vissulega má það til sannsveg-
ar færa að það sé að vera á eft-
ir. Hinsvegar myndi ég um
leið orða það þannig að Fær-
eyingar væru okkur fremri
einmitt vegna þess að þeir eru
á eftir eins og það er orðað.
Færeyingar hafa ekki verið að
flýta sér að taka upp erlenda
siði og þar með ósiði. Þeir hafa
haldið nokkuð fast í sína
menningu og um leið sveita-
mennsku sem ég myndi telja
kost miklu ffemur en löst. Þeir
dansa sinn hringdans af mikilli
innlifun og láta sig ekki muna
um að kveða 300 erindi hvíld-
arlaust. Þeir drepa sinn hval
og éta af honum spikið, stunda
kappróður af sama kappi og
við stundum golf og álíka kerl-
ingasport. Þeir rækta sín yfir-
skegg og halda við gömlum og
glæsilegum byggingum. Það
sem síðan er hvað mest um
vert er að þeir eru ekki það
uppteknir af því að gleypa
heiminn að þeir gefa sér tíma
til að taka til hjá sér.
Hvort sem farið er um sveit-
ir eða bæi, hvar mörkin eru
reyndar óljós, er snyrti-
mennskunni viðbrugðið.
Rúlluplast á gaddavírsgirðing-
um eða tómar bjórdósir og
sælgætisbréf á götum eru
sjaldgæf sjón í Færeyjum. Fær-
eyingar eru nýtnir og henda
hlutum ekki fyrr en þeir eru
orðnir ónýtir og þá henda þeir
þeim ekki á næsta götuhorn
eða út á hlað.
Færeyingar eru á undan
okkur að því leyti að þeir eru
ekki að rembast við að vera
stórþjóð eða leika eitthvert
hlutverk sem þeir passa ekki í.
Þeir eru sveitamenn og full-
komlega sáttir við það. Raunar
stoltir af því enda hafa þeir
sennilega uppgötvað það sem
við Islendingar erum að forð-
ast að skilja, að sveitamennska
er auðlind!
Þetta er Gísli Einarsson sem
skrifarfrá Færeyjum.