Skessuhorn - 11.01.2006, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 11. JANUAR 2006
7
Gamla smurstöSin við Suðurgötu.
Vilja kaupa gömlu
smurstöðina
Bæjarráð Akraness hafhaði ósk
Planka ehf. og Byggingafélagsins
Trausts um kaup á gömlu smur-
stöðinni við Suðurgötu. Ráðið fól
hins vegar bæjarstjóra að ræða við
fyrirtækin um málið.
I bréfi sem fyrirtækin sendu bæj-
arráði kemur fram að þau vilji
kaupa smurstöðina, ásamt öllum
tilheyrandi byggingum og lóðar-
réttindum. Fyrirhugað var að rífa
húsin og deiliskipuleggja lóðina „í
náinni samvinnu við skipulagsyfir-
völd bæjarins,“ eins og segir orð-
rétt í bréfinu. Þá segir að hentugt
þyki að koma fyrir fjölbýlishúsi sem
myndi styrkja íbúabyggð í miðbæ
kaupstaðarins. Fyrirtækin hafa að
undanförnu komið að byggingu
nokkurra húsa á Akranesi og sem
dæmi má nefna að Traust ehf. er nú
að reisa þríbýlishús að Suðurgötu
107 á Akranesi.
HJ
S.Ó. húsbyggingar bjóða
lægst í bílgeymslu
S.O. húsbyggingar sf. áttu lægsta
tilboð í byggingu bílgeymslu við
Heilsugæslustöðina í Borgarnesi.
Alútboð fór ffam á dögunum og
bárust þrjú tilboð. Eftir að tilboðin
voru opnuð fór fram tæknilegt mat
á þeim og að því loknu var tilboð
S.O. húsbygginga hagstæðast.
Verðtilboð fyrirtækisins var að
upphæð rúmar 16 milljónir króna.
Tilboð Nýverks ehf. var að upphæð
rúmar 18,6 milljónir króna og til-
boð Loftorku Borgarnesi ehf. var
að upphæð tæpar 22,5 milljónir
króna. Kostnaðaráætlun Fram-
kvæmdasýslu ríkisins var að upp-
hæð tæpar 16,2 milljónir króna.
Þegar tæknilegt mat hafði farið
ffam minnkaði munur bjóðenda
nokkuð. Þá var verðtilboð S.O.
húsbygginga metið tæpar 15,7
milljónir, tilboð Nýverks ehf. að
upphæð rúmar 16,9 milljónir og
Loftorku Borgarnesi ehf. rúmar
21,2 milljónir.
HJ
• • •
Spuming
vikuimar
Strengdir þú
áramótaheit?
Pála S. Geirsdóttir
Nei, en e'g gerði það ífyrra ogþað var
í eina skiptið sem e'g hef staðið við a'ra-
mótaheit.
Þurðiður Óskarsdóttir
Jú, gerði það og að sjálfsögðu er mark-
miðið að standa við það.
Hrafnhildur Hannibalsdóttir
Nei, ífyrsta sinn núna sem éggerði
það ekki, alvegfrá því að ég bytjaði á
þvífyrir mörgum árum.
Valey Björk Guðjónsdóttir
Nei, ífyrsta skipti sem éggeri það
ekki.
Valdimar Hjaltason
Nei, hef aldrei strengt slíkt heit.
Veggjald innheimt með álagi
Spölur ehf., sem á og rekur Hvalfjarðargöng, innheimtir veggjald með 3.000 króna álagi
hjá þeim sem aka um áskriftarhlið við gjaldskýlið norðan fjarðar án þess að hafa gildan
viðskiptasamning við Spöl. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi félagsins 9. desember 2005
og gildir frá og með 1. janúar 2006.
Nokkur brögð eru að því að ökumenn fari um gjaldhliðið á merktum akreinum áskrifenda
án þess að hafa veglykil í bílum sínum og tilheyrandi samning um ferðir.
Sömuleiðis eru brögð að því að veglyklar séu lausir í bílum og menn flytji þá jafnvel með
sér milli bíla. Slíkt er brot á samningi enda skuldbinda áskrifendur sig þar til að festa
veglykilinn innan á framrúðu tiltekins ökutækis.
Með breytingum á eftirlitskerfi ganganna var gert mögulegt að skrá upplýsingar um bíla
sem hér um ræðir og á grundvelli þeirra upplýsinga verður nú innheimt veggjald
með álagi hjá forráðamönnum viðkomandi bíla.
Rétt er svo að vekja athygli á að Ökumenn án samnings við Spöl aka gegn rauðu Ijósi í
gjaldhliðinu. Þessi Ijós hafa stöðu venjulegra umferðarljósa samkvæmt
reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra nr. 289/1995, sbr. breytingu á þeirri
reglugerð nr. 458/2001. Þeir sem brjóta af sér á þennan hátt geta því búist við að fá
fjársekt og refsipunkta í ökuferliskrá sína, auk veggjalds með innheimtuálagi.
Á heimasíðu Spalar, spolur.is. er meðal annars að finna gjaldskrá Hvalfjarðarganga og
upplýsingar um hvar unnt er að skrá sig fyrir ferðum um göngin og um réttindi og
skyldur áskrifenda. Meðal annars ber seljanda bifreiðar með veglykil að taka lykilinn úr
bílnum við eigendaskiptin eða tilkynna Speli um nýjan eiganda bíls/veglykils.
Nýr eigandi verður síðan að gera áskriftarsamning við Spöl.
Trésmiöjan AKUR ehf.
: % Smiðjuvöilum 9 * 300 Akranes * Sími: 430 8600 * Fax: 430 6601
i | Netfang: akur@akur.is • Veffang: www.akur.is
v _____________________
iiesiitiujanhrui uyyyn tvu (jamus viu ouuun i*m-i‘*u
og 16a-16b á Hvanneyri, Húsin afhendast fullbúín að
utan með grófjafnaðri íóð og óeinangruð að innan.
Áætlað er að afhenda húsin í maí 2006.
Ailar nánarí uppiýsingar og sölubækiing er hægt aö fá
á skrifstofu Akurs.
ÍBÚAPING
- Framtíð í þínum höndum -
Hvalfjarðarstrandarhreppur, Leirár- og Melahreppur og
Innri-Akraneshreppur munu standa fyrir íbúaþingi,
laugardaginn 14. janúar nk. að félagsheimilinu Hlöðum.
Húsið opnað kl. 10.45 en formleg dagskrá hefst kl. 11.00.
Allir íbúar hreppanna sunnan Skarðsheiðar eru hvattir
til að mæta og hafa þannig áhrif á
stefnu nýs sveitarfélags.
Undirbúningsnefndin