Skessuhorn - 11.01.2006, Qupperneq 10
10
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006
^AtSSUIIUb.
Héraðsskjalasafn Borgarjjarðar
Mikilvæg þjónustustojnun Borgfirðinga
Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar
var stofnsett árið 1960 og var þeg-
ar hafist handa við söfnun á skjöl-
um og gögnum sem tilheyra hér-
aðsskjalasöfnum samkvæmt lögum
um héraðsskjalasöfn frá árinu
1947. Söfnun í upphafi annaðist
Ari Gíslason, kennari, fræðimaður
og starfsmaður safnsins. Hann
vann þar ómetanlegt starf. A þeim
tíma var safninu búinn staður
ásamt Byggðasafni Borgarfjarðar í
húsnæði Kaupfélags Borgfirðinga,
hafði þá samtals til umráða 22 fm.
Arið 1970 voru söfnin tvö flutt
ásamt Héraðsbókasafni Borgar-
fjarðar á eina hæð að Borgarbraut
61 í Borgarnesi og fékk starfsemin
í upphafi nafnið Safnastofnun
Borgarfjarðar sem var síðar breytt
í Safnahús Borgarfjarðar og felur
nú í sér starfsemi hinna fimm safna
Borgarfjarðar. Þröngt var um söfn-
in á Borgarbrautinni og sífellt voru
uppi áform um betri aðstæður,
jafnvel að nýtt safnahús yrði byggt
Kom ýmis staðsetning í Borgarnesi
til álita í því tilliti. Árið 1988 flutti
öll starfsemi safnanna í núverandi
húsnæði að Bjarnarbraut 4-6. Sér-
stök fimm manna stjórn var yfir
skjalasafnið allt til ársins 1979.
Fyrsti forstöðumaður Safnastofn-
unar Borgarfjarðar var Bjarni
Bachmann. Er ekki á neinn hallað
þótt minnst sé sérstaklega á störf
hans fyrir skjalasafnið, svo og störf
Ingimundar Gíslasonar, fyrrum
formanns stjórnar safnsins. Þessir
menn lyftu, ásamt fleirum,
grettistaki í söfnun skjala og
mynda úr Borgarfirði, skráningu á
þeim, flokkun og uppröðun á
fyrstu árum Héraðsskjalasafns
Borgarfjarðar.
Margir hafa sýnt frumkvæði að
því að gefa safninu merk skjöl, en
einnig ber að minna á skilaskyldu
skv lögum og nú vísar undirrituð í
grein sem birtist í 49. tbl. Skessu-
horns 2005 um skilaskyldu á skjöl-
um til héraðsskjalasafna. Eru þeir
sem málið varðar eindregið hvattir
til að gæta þess að skjöl sem skylt
er að varðveita berist sem allra
fyrst, og jafnóðum, til safnsins.
Skjöl og ljósmyndir eru ómetan-
legar heimildir um sögu Borgar-
fjarðar og nágrennis, sem og þróun
menningar á svæðinu.
Skráð skjöl á Héraðsskjalasafni
Borgarfjarðar eru nú 10.028 talsins
og skráðar myndir 5.523. Er þá ó-
talið mikið magn sem bíður ná-
kvæmari skráningar. Allt frá stofn-
un Héraðsskjalasafns Borgarfjarð-
ar hefur fjöldi fyrirspurna til safns-
ins verið um 150-200 á ári, jafn
fjölbreyttar og þær eru margar.
Fólk leitar mynda af ýmsu tagi fyr-
ir margvísleg tilefni, t.d. fyrir
stórafmæli eða aðra merkisdaga til
að hafa til sýnis, vegna útgáfu
bóka, eða af enn öðrum ástæðum.
Margir koma til að leita upprana
síns, skoða fundargerðabækur,
veiðibækur eða fá einkunnir sínar
úr skólum sem hafa verið lagðir
niður síðan námi þeirra lauk.
Einnig er tíðum spurt um teikn-
ingar af húsum, landamerki, sókn-
arlýsingar, um störf og dagbækur
einstaklinga. Hin merka verslun-
arsaga Borgarness er efni í fjölda
erinda á skjalasafnið. Glöggir
grúskarar rýna í merkar heimildir
safnsins svo dögum skiptir fyrir
heimildaritgerðir, fyrirlestra eða
bækur. Slíkt safn sem er Héraðs-
skjalasafn Borgarfjarðar eykur
hróður hvers héraðs og styrkir
sjálfsvitund íbúanna. Jóhanna
Skúladóttir héraðsskjalavörður
heldur utan um starfsemina af
stakri alúð, flokkar og skráir, veitir
skjölum og myndum viðtöku og
aðstoðar fólk við upplýsinga- og
heimildaleit. Um allar nánari upp-
lýsingar er hægt að leita til hennar.
Asa S. Harðardóttir,
forstöðumaður Safnahúss
Borgarfjarðar, Borgamesi.
Mennimir á myndinni eru óþekktir. Getur einhver gefið upplýsingar um þá?
Skar áfjöl, svo mól ég mjöl - meitli ogþjöl ég beitti
l/tuiAht’aút}
Gleðilegt ár lesendur mínir!
Ekki virðist
skaparinn alveg
vera orðinn vatns-
laus ennþá þó
nokkuð hafi kom-
ið af himnum ofan
að undanförnu.
Fyrir margt löngu
varð lítilli stúlku
það fyrir í rign-
ingatíð, seinni
part vetrar eða að vorlagi, að líta til himins
andvarpandi og segja í vorkunnartón:
„Aumingja Guð, nú er hún komin með
blöðrabólgu.“ Þannig er það nú samt að oft
er þessum svokölluðu gæðum mannanna
nokkuð misskipt og ýmsir aðrir heimshlut-
ar gætu haft fulla þörf fyrir vatn meðan
okkur finnst við stundum hafa óþarflega
mikið af því eða þá að rigningin er rangt
tímasett. Eftir rigningatíð fyrir allnokkram
áram komu nokkrir veðurfræðingar ffam,
að mig minnir í áramótaskaupinu, og kváðu
við raust:
Nú er úti veöur vott,
varia tii þaö batni,
en alllavega er þaö gott
aö eiga nóg af vatni.
Mörgum finnst þessi misskipting gæð-
anna ná einnig til peninganna og vissulega
virðast sumir fá í hendurnar meira fjármagn
fyrir að vinna ekki en aðrir sem þó puða
myrkranna á milli. Þar með era þeir komn-
ir í þá stöðu að þurfa að hafa stöðugar
áhyggjur af því að tapa þessum auði eða þá
að hann ávaxtist ekki sem skyldi og má þá
spyrja sig hvort þeim hefði ekki komið að
álíka miklu gagni loforð um rýmri gröf eða
frátekið pláss á himnum. Líka er hægt að
velta því fyrir sér að verðgildi hluta er falið
í því sem hægt er að kaupa fyrir þá og því
meira sem einhver á, því minna er eftir sem
hann getur keypt. Sá sem á allt getur ekkert
keypt og á þessvegna ekkert. Sumir gætu
jafnvel tekið sér í munn orð Emelíu Sigurð-
ardóttur:
Herra láttu í himninum
hæfan staö mér gera.
Eg vil ekki innanum
alla þurfa aö vera.
Fyrir allmörgum áram vildi svo til við
jarðarför umkomulítils manns norður í
landi að þegar áttí að fara að láta kistuna
síga reyndist gröfin of stutt og varð nokkur
töf meðan bætt var úr. Þetta varð viðstaddri
konu tilefni eftírfarandi:
Sólarlöndin blika björt
bak viö dauöahöfin.
Þar mun ekki þröngt um Hjört
þó aö stutt sé gröfin.
Sumir telja að þær hremmingar sem við
göngum í gegnum á lífsleiðinni komi okkur
til góða hinumegin hvað sem er nú hæft í
því. Allavega komumst við að því þegar þar
að kemur en Kristinn Pétursson hefur
greinilega verið á þeirri skoðun:
Svalt er á suöurodda,
sjórinn er lagöur ís.
En óreyndur enginn veröur
aö engli í paradís.
Eitt af því jákvæða við að komast yfir
miðjan aldur er að þá verður auðveldara að
ljúga upp frægðarsögum af sjálfum sér á
manndómsáram því þeim fækkar sem geta
rekið þær ofaní mann. Gunnlaugur P. Sig-
urbjörnsson orti nokkrar vísur sem hann
kallaði „Karlagrobb“ og væri kannske við
hæfi að skyggnast aðeins í þau fræði:
Ungur hló og sótti sjó,
seyöi dró aö boröi.
Teygöi jó um mel og mó,
methögg sló í oröi.
Skjótur rann ef skíöi fann,
skautaöi hrannarþakiö,
yngismanna eöliö brann
ástum svanna vakiö.
Skar á fjöl, svo mól ég mjöl,
meitli og þjöl ég beitti.
Reit á skjöl og kleif á kjöl,
kjafti sölin veitti.
Gœtti fjár er frost og snjár
foldarháriö geymdi,
þóttist knár um klettagjár,
kararár ei dreymdi.
Nú veit ég ekki hvort Gunnlaugur sendi
Valdimar Benónýssyni þessar vísur beint,
sem mér þykir þó líklegt eða hvort Valdi
komst í þær eftir öðram leiðum en góð-
kunningjar vora þeir og fljótlega sendi
Valdimar til baka vísur sem hann nefndi
„Karlagrobb (útþynnt)“ en rétt er að taka
fram að báðir þessir bálkar eru töluvert
styttir, Valdimars þó mun meir enda tölu-
vert lengri:
Reit ég skjöl og skreytti fjöl,
skörpum þjölum beitti,
fór úr dölum fram um kjöl,
forráö smölum veitti.
Kleif ég bjarg viö kríugarg,
kœnn í þvargi nauöa.
Skaut ég margan skæöan varg,
skepnum barg frá dauöa.
Söng ég tíöum Ijúfum lýö
Ijóö í þýöum tónum.
Byggöi fríöa hátt í hlíö
höll í víöimónum.
Nam ég fræöi forn og ný,
fékk einstæöa hylli,
mála - skœöum - erjum í
átti ég ræöusnilli.
Mér ég fleytti fram á sviö
frægrar neytti snilli,
sundiö þreytti selinn viö,
- sást ei neitt á milli.
Gekk ég víöa götur hér,
gætti tíöum sauöa,
þá í hríöum hlíföi mér
háraprýöin rauöa.
Bernskufarfann enn ég á,
oröin þarf ei fleiri,
líkur arfa Ólafs Pá,
- en þó starfameiri.
Bréfinu lýkur svo Valdimar á þessum
snyrtilegu vísum enda raunar fátt annað en
gott að hafa úr þeirri smiðju:
Strýkur glettum blómabeö
blærinn léttum höndum,
lýkur spretti mínum meö
mjúkum sléttuböndum
Hljóöabungum Braga hjá
berin ungu dafna,
Ijóös - þaö - hungur hastar á
hans Ormstungu nafna.
jafnar þrætur síöur sá
svika gætir vitna,
safnar kæti, aldrei á
aumum lœtur bitna.
jólagestur fjarri frá
fletum sest aö þínum,
óskir bestu ber hann á
buröarhestum sínum.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstóðum 320 Reykholt
S 435 1367 og 849 2713
dd@hvippinn.is